Ísafold - 04.11.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.11.1903, Blaðsíða 3
2fi7 Sjávarútvegurínn er annar mesti at- vinnuvegur landsins, undirstaðan und- ir honum er talin óbilug, fiskimiðin kringum landið ótæmandi. Ætti því að vera vinnandi verk að koma út- gerðinni í það horf, að sem flestir yrðu hluttakendur í arðinum af houum, en sem fæstir eða jafnvel enginn fyrir eignatjóni. Oss hefir nýlega verið bent á eitt ráð til þessa, að því er þilskipaút- veginn hér í Reykjavík snertir, en það er, að stofnað verði hér hlutaíélag. er taki að sér svo mikið af þilskipa- útgerðinni hér, og ef til vill á Sel- tjarnarnesi, sam fáanlegt yrði í slíkan félagsskap. Ætti að koma því svo fyrir, að sem flestir gætu tekið þátt í slíkum félagsskap og þar á meðal fyrst og fremst sjómennirnir sjálfir, æðri og lægri. þ>á fyrst, þegar allir leggjast á eitt, allir vinna að sama sameiginlegu tak- marki, en hætta að togast á, hver urn sinn skækil, og allir, sem að verkinu vinna, eiga í vændum umbun verka sinna, ef vel er unnið, — þá fyrst get- ur útvegurinn notið sín til fulls, veitt þann arð, sem frekast verður til ætl- ast, þegar vel gengur, og staðist ó- vænt áföll, ef miður hepnast afli eða fiskur lækkar í verði. |>essi hugmynd verður þá gerð að umræðuefni í næsta blaði. „Þj“. Heldur er nú orðið þreytaudi nöldr- ið í H. f>. i þjóðólfi í þessum iöngu, löngu greinum, blað eftir blað, þar sem ekkert er annað en bergmál af greiu Ara á þverhamri frá í fyrra, en þó öllu lakara. |>að er ems og alt sé komið úr sama höfði, alt með sama penna; flónskan hefir engin »tímamót«, sízt til hins betra; stíllinn og skýr- leikinn er öllu lakari en áður og var þó ekki úr háum söðli að detta. Dýpra og dýpra! En honum iíður eflaust vel í þess- arí einföldu barnatrú sinni, um þessa »afarmiklu þýðingu«, sem tillögur hans um landsmái hljóti að hafa. Sælir eru andlega volaðir. Svo teygir ritstjórinn úr sér og seg- ir til þjóðarinnar: »Góður er eg við þig, vel máttu reynast mér«, eins og flækingurinn sagði við hundinn sinn. Bezt koma fram eiginleikar hans í baukamálinu. þar snýr hann öllu svo einstaklega vel við, sem hann hef- ir áður sagt og er það nærri aðdáan- leg lipurð af ekki »mýkri« manni. Nú er alt gott, og mjög æskilegt að bank- inn komi, — hann bætir aðeinsnokk- uð undirleitur þessum orðum við: »Ha, það er ekki Warburg ha, það er ekki Warburg, ha« Sýnir þetta að hann hefir aldrei barÍ3t á móti bankanum, heldur ein- ungis móti Warbnrg? »þorskljóð« Hannesar Hafsteins hafa fallið í góðan jarðveg hjá ritstj. þjóð- ólfs. Er engu líkara, en að honum hafi fundist þau kveðin til sín, enda liggur sá skilningur ekki illa við, og hefir ritstj. skilið margt síður en það. Héfir hann og gert þau að leiðar- stjörnu sinni í landsmálum; sbr. bæn- iua til þorskins: »Kenn oss þegjandi fram oss að flýta fegnir þeim sílum, sem gefast í brdð. en síðan með fögnuði beitu þá bíta, sem beitt er á færið af stjórnvizku-ndð. Marga rekur víst minni til þess, þegar þjóðólfur vareinatt að geta um, ef einhver greinarstúfur birtist í danska blaðinu »Politiken« eftir próf. Finn Jónsson; lofaði þjóðólfur ávalt blaðið á hvert reipi í iungangsorðum frá sjálfs síns brjósti, er hann setti fyrir þýðingum þessara greina, t. d. »bezta blað Dana«, »helzta blað Dana«, »víð- lesnasta, áhrifamesta blaðið«, o. s. frv. o. s. fiv. — og kjamsaði ógn ánægju- lega. En núna um daginn skrifaði Kr. Dahl í sama blað um landsbankann og »kallinn« og þótti þar flestum vel og maklega frá sagt og sízt ofhermt. En þá kvað fljótt við annan tón í þjóðólfi; þá var blaðið (þ. e. PoIitiken«) óðara orðið eins og »kjaftakind«, ó- merkilegt blað«, »helztu menn hættir að kaupa það«, o. s. frv. Sælir eru andlega volaðir. Eitstjórinn ætti ekki að gefa svona ótt úi endurprentanir af *Frelsishöll- inni« hans Ara. Ef honum getur efck- ert dottið í hug sjálfum, þá ætti hann að leita fyrir sér hjá öðrum, jafnvel hjá Jóni Hákonarsyni, — eg held hann yrði nærri skárri. líicstjorinn er nú óðum að »fullkomna sig« og reyna að halda því tignarsæti, sem hann fekk í fyrra, að vera stjórn arblað. Og þótt stjórniu meti hann að verðleikum, þá ætti hún þó að virða þessa einlægu viðleitni hans í því að þóknast henni. Væri það sannarlega bezt fallið eins og nvi er; þar njóta sín bezt hans meðfæddu hæfileikar, »Eg vil skríða — eg vil skríða«, sagði snákurinn, »þá dett eg ekki I« Valur. Utanför Hannesar Hafstein. þess hefir V9rið getið áður hér í blaðiuu, að bæjarfógeíi Hannes Haf stein tók sér far með póstskipinu Laura héðan til Kaupmannahafnar 24. f. mán. Um eriudi bæjarfógeta Hafsteins í þessari i'erð efast enginn. Menn full- yrða afdráttarlaust að förínni sé heit- ið til að ná í ráðherraembættið nýja, ef þess væri nokkur kostur, eða þá að minsta kosti til að vita hvað því líður. Tvent ber til þess, að þessi utanför hr. Hafsteins er hér gerð að umtals- efni. það fyrst, að þessu ferðalagi hans til Khafnar var haldið leyndu af hon- um sjálfum, kunningjum hans og venzlamönnum, meðan þess var nokk- ur kostur, eða þangað til hann sté á skipsfjöl. í öðru lagi það, að e f t i r a ð hann er farinn, bera kunningjar hans og flokksbræður það út, að hann hafi farið eftir köllun ráðgjafans. Að því er fyrra atriðið snertir, þá er það, vægast talað, næsta óviðfeldið, að rnaður í stöðu hr. Hafsteins fari í laumi á stað til að ná í ráðherraem- bættið, æðsta embættið á ættjörðu hans. Oss finst, satt að segja, sú að- ferð ósamboðin bæði manninum og málefuinu. Enginn hinn minsti skuggi má falla á breytni þess manns, sem sækist eftir hinum æðstu völdura yfir þjóð sinni. Virðing hans sjálfs krefst þess; virðing þjóðarinnar eigi síður. það hafa þeir líka fundið, kunningj- ar hr. Hafsteins, að eitthvað var meira en lítið bogið við þessa aðferð hans og utanför, og því grípa þeir til þess óyndisúrræðis, þegar maðurinn er far- inn og í óefni er komið, að bera það út, að hann hafi fengið æðri köilun til fararinnar. Sumir úr þeim hóp hafa nú reyndar látið á sér skilja, að fyrir þessu væri enginn flugufótur, eins og líka auðvitað var, og verður þá þetta kunningjabragð ekki til annars en að bæta gráu ofan á svart. Hreppi nú hr. Hafstein hnossið, sem ekki eru fremur líkindi til þótt hann færi utan, þá verður þessi að- ferð hans til að varpa skugga, þótt lítill sé, á ráðherradýrðina, en takist það eigi, þA er líka miklu ver farið en heima setið. S.jálfsmorð. Daníel riokkur Jónasson, vinnumað- ur Jóns Helgasonar vitavarðar á Reykjanesi, fanst hengdur í mittisól sinni síðastl. sunnudagsmorgun, í tún- hliði einu hér fyrir sunnan bæinn, og var sá gálgi eigi hærri en svo, að huén námu sem næst við jörðu. Daníel hafði komið hingað til bæj- arins 25. f. m.; hafði hann verið send- ur af húsbónda sínum til Páls skóla- stjóra Halldórssonar með ýmsa reikn- inga fyrir Eeykjanesvitann, samtals að upphæð 177 kr. 50 a. Hafði Jón lagt þetta fé út og átti nú að fá það endurborgað úr landssjóði fyrir milli- göngu Páls, sem er umsjónarmaður vitanna hér við flóann. Upphæð þesat var afhent Daníel 27. f. m. og kvaðst hann eiga að greiða haua hér upp í 8kuldir húsbónda síns, en sjálfur ætl- aði hann sé,r að ná suður að Hvassa hrauui þá um kvöldið; en þetta hefir alt farið á annan veg en hann ætlað- ist til. Maðurinn lenti sem sé í mjög vondum félagsskap, í klónum á ein- hverjum lökustu og ófyrirleitnustu drykkjuslörkurum þessa bæjar og er mjög hætt við, að í því svalli hafi ódrýgst til muna fjárupphæð sú, sem hann hafði á milli handa, að minsta kosti sást hann hér á veitingahúsi með talsvert af peningum, er hann fór mjög óvarlt ga með. Er mjög sennilegt að samvizkubit út af þessu hafi komið manninum til í halfgildings ölæðisóráði að stytta sér aldur. það er áfengið og áfengissalan, sem þessi synd verður að tilreiknast. þegar maðurinn kemur hingað til bæjarins eru áfengisfreistingar og á fengisfreistarar við hvert fótmál, hann stenzt hvorugt, steypir 3ér út í svall- ið og sollinn og endar — í snörunni. »Taki þeir sneið, sem eiga.« það var á alþingi síðastliðið sumar, er til umræðu var í neðri deild málið um lyfjasölu héraðslækna, að þingmanni Dalamanna, Birni sýslumanni Bjarn- arson, fórust þannig orð: »Egvilleggja til að deildin felli frumvarp þetta af ýmsum ástæðum. 1 fyrsta lagi vegna þess, að það er ósangjarnt að meina mönnum að kaupa meðul af öðrum læknum en héraðslæknum, því það vill oft til, ftð þeir hafa ekki tiltrú manna, og að hinir hafa miklu meiri tiltrú. það kemur jafnvel fyrir, að héraðslæknar eru alveg óhæfir til að gegna læknisstörfum og eru oft viti sínu fjær, og væri þá hart að mega ekki leita þar hjálpar og meðala, sem hægt er að fá þau. það kemur líka oft fyrir, að héraðslæknar hafa ekki meðul til, og þá er hart að mega ekki kaupa þau hjá öðrum«. (Alþtíð. 1903, 1218). Vér efumst ekki um, að sýslumað- urinn geti fundið þessum orðum sín- um stað og segjum því eins og fyrri: taki þeir sneið, sem eiga, — yfirvöld og undirgefnir. Nautgriparæktuiiftrfélag er ný-stofnað fyrir Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp í Árnessýslu. Tvær deildir félagsins nú þegar teknar til starfa með samtals 138 kýr. Formaður félagsins er óðalsbóndí Ágúst Helgason í Birtingaholti. Félag- ið hefir ráðið Dag Brynjólfsson búfr. í þjónustu sína, til þess að ferðast um milli félagsmanna og líta eftir að mjólk- ur og fóðurskýrslur þeirra séu réttar, og að öðru leyti til að leiðbeina þeim í öllu því, er lýtur að nautpenings- rækt. Hólar komu í gær að norðan og austan. Höfðu lagt á stað af Austfjörðum með á 5. hundrað farþega, er þeir skiluðu af sér í Vestmanneyjum, Keflavík og hér í höfuðstaðnum. Með þeim er að frétta verstu ótíð af Austur og Norðurlandi, sífelda rign- ingu í bygð en snjó ofan í mið fjöll. Húsbrunl á Oddeyri. 10. f. mán. brann íbúðar- og verzl- unarhús Árna kaupmanns Péturssonar á Oddeyri niður í grunn á íl/„ klukku- stund. Hafði kviknað í geymsluhúsi innar af búðinni og það svo hastarlega, að við ekkert varð ráðið, er eldsins varð vart. Var þetta þó um hábjartan dag og menn öðru hvoru á gangi milli herbergis þess, er í kviknaði, og búð- arinnar. Hús og vörur var vátrygt, annað ekki. íbúð var uppi á lofti og sagt að þar hafi mestalt farist. Kviknað hafði fyrst í spíritus, er verið var að blanda. f)að er ekki fyrsta slysið, er hlýzt af þeirri vöru og verður vart híð síð- asta. Bezta fiskiskip á ísiaudi hefir G e i r kaupmaður Zoéga ný- lega eignast. |>að kom hingað síðast- liðinn sunnudag, 1. þ. m., frá Liver- pool, ferrnt með kol. ♦ Skip þetta heitir F r í ð a, er kútter, 85 tons að stærð, bygt 1887, og er vatrygt í dönsku vátryggingarfélagi í 1. flokki með stjörnu (*) til 1908, en það merkir, að skipið er sterkt og al- gerlega gallalaust en allur útbúnaður, vantur, segl, kaðlar o. s. frv. svo vaud- að, sem frekast eru föng á. Fjölmargir skipstjórar hér hafa skoð- að skipið og ljúka þeir allir upp ein- um munni um það, að hingað hafi ekkert fiskiskip komið, er komist geti í nokkurn samjöfnuð við þetta. Skipið kostaði 12000 kr. og er það óefað mjög gott verð, þegar litið er til þess, hve skipið er vandað og vel út briið, margfaldur seglaklæðnaður o. s. frv. Pórn Abrahams. (Frll.) Hún verður föl og mögur, augun tindra eins og í hitasótt, það koma í hana heilakviksköst, en læknunum tekst ekki að finna neiuar eðlilegar orsakir til veikinda hennar; brosið villir þeim sjónir, En hún óskar sér þess ein9 að mega gráta nægju sína; samt brosir hún jafnan og hlær, og þjáist þó sárt í hjarta sínu, af því að verða þannig að breyta á móti eðli sínu; og hve fegin sem hún vildi, get- ur hún ekki fuudið huggun í hluttekn- ingu brjóstgóðra samvistarmanna sinna, þvf hún veit, hve strangar kröfur eru fólgnar á bak við þessi brjóstgæði. En svo verður alt í einu sú raunin á, að ótti hennar var að ófyrirsynju; unnustinn kemur heim og hefir látið annan fótinn. Hann verður hrærður áf móttökunum, og horfir sömu aug- um á unnustu sína og þegar hann fór að heiman íyrir missiri. Hann kvong- ast unnustu sinni, sem orðin var hálf- rugluð af kviða og angist, og brúð- kaupsgestirnir segja hver við annan: »|>etta er gott og fagurt. fað veit- i*r sannarlega ekki af að eitthvað þessu líkt komi fyrir, til þess að halda uppi hugrekkinu á þessum reynslu- tímum«. En enginn hirðir um hin veikluðu af-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.