Ísafold - 04.11.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.11.1903, Blaðsíða 1
Xemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða il'/í doll.; borgist fyrir miðjan jáli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til étgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík midvikudaginn 4. nóvember. 1903 67. blað. JíuAÁidl JftaAýaAwv I. 0. 0. F. 852398‘/2. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spitalanum. . Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12.' K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- sn á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landákotsspitali opinn fyrir sjákravitj- >®ndur kl. 10*/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankast.jórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag '■ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Póstbússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Jón Jonsson: íslenzkt þjöðerni. 'Gizur Einarsson og Jón Arason biskupar. Frh. Berum þá lítið eitt saman, Gizur biskup og hinn alkunna og margum- rædda Jón biskup Arason, sem höf.— eins og allír(?) aðrir — hefur upp til ekýjanna. Hvað er það, sem mest ber á hjá Jóni Arasyni? Svar: ráð- ríki og stórbokkaskapur, [Sbr. orðin: iNú hefi eg undir mér alt Island, nema hálfan annan k o t u n g 8 s o n«], hóflaust sjálfstraust, en jafnframt dæmafár kjarkur. f> a ð eru hans auðsæjustu ættarmerki með mörgum hinna fornu víkingjahöfðingja. Hann unni t r ú sinni — það er víst —, áleit hana þá einu réttu, alveg eins og Gizur biskup sína, og vildi eins og hann leggja alt í sölurnar fyr- ir hana. f>að var ekkert. annað en ást hans á katólsku , trúnni og vald- girni sjálfs hans, sem kom honum til þess að berjast og brjótast af alefli á móti hinum nýja sið. Og gegn konungsvaldinu varð hann að beina mótspyrnu sinni, því að konungsvald- ið var ótvírætt fylgjandi lúterskunni og beittist fyrir henni. Konungsvald- ið í Danmörku var nú einu sinni búið að bíta sig fast í siðbótina — af kunnum áBtæðum — og hélt sér þar dauðahaldi; baráttan á móti siðabót- inni hlaut því að verða barátta móti konungsvaldinu, óviljandi ef ekki vilj- andi. Til þ e s s a átti og Danahatur Jóns Arasonar rót sína að rekja. En sjálfsagt hafa margir tekið það svo, að hann berðist því nær eingöngu fyr- ir þjóðrétt og landslög, og því fylgt honum og litið upp til hans, þótt þeim undir niðri væri meinilla við hið gengndarlausa klerkavald katólsku kirkjunnar, og er það hér um bil á- reiðanlegt, að svo hefir verið háttað með eigi allfáa. Ráðríki og stórbokkaskap Jóns Ara- sonar sýnir það, að hann tekur sér fyrir hendur, eftir lát Gizurar biskups, •ð skipa einn öllum málum, ekki oin angis kirkjunnar um land alt — og kom honum þó að eins við hans bisk- upsdæmi, — heldur einnig öllum landsmálum yfirleitt. Til þess hafði hann ekkert umboð, hvorki frá einurn né neinum og mátti það því kallast gripdeild ein, þvert ofan í landslög og rétt. Aldrei sýndi Gizur biskup af sér slíkt gerræði. f>að þykir auðvitað sem Gizuri hafi farist illa við Ogmund biskup, er hann lét það viðgangast, að konungsmenn handsömuðu hann og höfðu burt með sér, en þess verður vel að gæta, að hann áléit það einmitt lífsskilyrði hinni ungu siðbót sunnanlands, að Ögmundi væri úr vegi rutt, þar sem hann mátti sín einna mest þar ka- tólskra manna með fortölum sínum og undirróðri; og víst má telja, að Ögmundi hefði verið það ljúfast að vita Gizur kominn veg allrar veraldar, er hann komst að raun um, hvernig hann snerist við kirkjumálunum, þeg- ar hann hafði náð biskupstign. f>eir, sem berjast fyrir stórum hugsjónum, verða oftast nær að láta persónulega velvild, vináttu og venzl lúta í lægra haidi. — Eða skyldi Jón Arason hafa hikað sér við að gera hið sama eða líkt, til þess að koma vilja sínum og áhugamáli áfram? Vafalaust má svara: Nei. Eða lýsti sér nokkuð meiri réttlætistilfinning í því, er Jón biskup lét fara að Marteini Einarssyni, sem biskup varð eftir Gizur, — er ekkert hafði gert á hluta hans, nema vera fylgjandi hinum nýja sið, — taka hann höndum, flytja heim að Hólum og halda honum þar í ströngu varð- haldi vetrarlangt, — heldur en í því, að Gizur var með því, að Ógmundur biskup væri handBamaður? Enginn hatði gefið Jóní biskupi vald -til þess að taka Martein fastan, en Ögmundur var þó tekinn eftir skipun konungs, er hin íslenzka þjóð hafði gengið á hendur. Og ekki var það heldur neitt drengilegt af Jóni biskupi, er hann hugðist að taka Skálholtsstað (1549) og staðarmenn bjuggust til varnar, að bann þá hótar að láta Martein biskup, er hann hafði á valdi sínu, mæta skotum staðarmanna. Ekki hefði það þótt hetjuháttur meðal sannra góðra drengja á söguöldinni að leika svo varnarlausan mann, er þeir áttu alls kostar við. Eða þegar Jón biskup hafði tekið Skálholtsstað og lætur g r a f a u p p líkama Gizurar biskups og dysja hann utangarðs sem annan óbótamann — hvað vilja menn kalla það? — f>að er reyndar svo siðlaust og ruddalegt («barbariskt«) — af biskupi(!) — að leitt er, að slfkt skuli vera satt. Gizuri biskupi verður varla láð það, þótt hann léti lítið yfir skoðun sinni, meðan hann var hjá Ögmundi biskupi valdalaus, því að í fyrsta lagi hefði honum alls ekki verið vært í Skál- holti eða í nánd við Ogmund eftir að hann hefði kveðið alveg upp úr, og í öðru lagi sá hann, að það mundi mál- stað sínum fyrir beztu að fara sér hægt um sinn, en von um, að siðbót- in fengi framgang, ef hann næði völd- um, Sams konar »diplómatf« hefir að minsta kosti verið hrósað hjá mörgum öðrum, þótt um lítilvægara málefni væri að ræða en siðaskiftin. |>að er mjög óviðurkvæmilegt að bera það á Gizur biskup, að það hafi verið einungis konungsvaldið og kon- ungsvináttan, sem hann barðist fyrir, því að vitanlegt er og flestum Ijóst, að það var eingöngu siðbótin, sem hann bar fyrir brjósti; sýndi hann það og greinilega, er hann tók að starfa hér sem biskup, í því, hversu hann lét sér ant um rétta kenningu, góða siðu og andlega uppfræðslu lýðsins. En hvað gerir svo Jón biskup Ara- son þar í stað? »Sagan segir, að hann hafi skrifað Karli 5. f>ýzkalandskeis- ara og boðið honum yfirráð y f i r 1 a n d i n u«, og höf. er þeirrar skoðunar, að þessi sögusögn sé s ö n n. Heppilegast væri, ef menn vildu »tigna« Jón Arason, að tala sem fæst hér um, en segjast verður það, að þetta hefir ekkert annað nafn, en h r e i n og bein landráð gegn sinni fóst- urjörðu og drottinssvik gagn- vart sínum konungi — og er hvorugt hoiðarlegt. Sýnir þetta betur en nokk- uð annað, að það voru e k k i lands- réttindin, sem Jón Arason varaðberj- ast fyrir, heldur katólska trúin og vegur hans sjálfs. Ætli þetta geti og að öðru leyti skoðast sem nokkuð heillaráð og að við befðum verið bet- ur settir andlega bundnir á kirkjunn- ar klafa og innlimaðir í hið katólska ríki Karlsð.? f>eir, sem nokkuð þekkja til sögunnar munu ekki vera í vafa um, hverju svara skal. f>ótt Gizur biskup hefði ekki hafið siðbótarbaráttuna hér á landi, þá er ekki að vita, að skiftin hefðu farið öðrum betur úr hendi. Er enginn efi á því, að Kristján konungur 3. — eins og hann lét sér ant um hinn nýja sið — hefði gert sitt til að ryðja honum braut hér, og ef enginn maður inn- lendur hefði tekist starfið á hendur, þá hefði landsmönnum verið þröngvað til að taka siðaskiftin — með herliði og vopnum, og hefði af því leitfc mann- dráp — hver veit hvað miki) — og að líkindum miklu meira fjártjón fyr- ir landið en það beið við það, að tekjurnar af klaustragózunum runnu í konungssjóð. f>að þarf oft næma réttlætishönd og sérstaka gát á tilfinningum sínum til þess að láta þá menn njóta sannmæl- is, er mikið hafa komið við lífið og söguna, sér í lagi ef þeir hafa barist fyrir einhverjum mikilvægum stefnum f andans ríki. Kemur þá einatt til greina skoðanamunur meðal manna. Svona er því farið með dóma um aðra eins menn og biskupana Gizur Ein- arsson og Jón Arason. Báðir voru þeir merkir menn, en a ð a 1 orsökin til þess, að Jón Arason hefir verið hinni íslenzku þjóð ávalt svo minnis- stæður, er sú, að hann hafði meðal annars til að bera frábæran kjark, svo mikinn, að hann lét lífið fyrir trú sína. G. Sv. Sálmasöngsbókin nýja. ,0/10 ’03. Prestskosning. Gaulverjabæjarsöfnuður hefir kosið sér fyrir prest síra Einar Pálsson á Hálsi f Fnjóskadal með 78 af 79 greiddum atkvæðum. Frh. f>á er að minnast á hin nýju lögin. Flest eru þau góð, og sum þeirra fyr- irtak. fíg vil strax benda á 5 lög, sem eg fyrir mitt leyti er síra Bjarna hjartanlega þakklátur fyrir að hafa innleitt, og eg er sannfærður um, að fljótt ryðja sér til rúms. f>etta eru lögin, sem síra Bjarni^ hefir sett^við lagboðana: »Hér er stríð og hér er mæða«, »Rís upp mín sál og bregð nú blundú, »Syng guði dýrð hans dýr- keypt hjörð«, »Nýja skrúðið nýfærð í« og »f>ú guð ert mikill«, og eru þau hvort öðru ágætara. Enn verð eg að benda á »Að kveðja heim sem kristn- um ber«; þar hefir síra Bjarni hið á- gæta lag Berggreens »Lær mig, o Skov, at visne glad«. Að hafa fengið lagið •Integer vitæ« (eða »Hlíðin mín fríða«) í stað gamla lagsins við »f>ökk sé þér góð gjörð« og vonandi einnig í stað lagsins hjá Jónasi við »Hvað hefir þú, minn hjartkær Jesú, brotið ?« er aldrei nema happ. Sama er að segja um lag Berggreens við »Sofðu vært hinn síðsta blund«, og lag Hartmanns gamla við trúarsálminn (»Credo«); »Vér trú- um allir á einn guð«. f>essi síðast- nefndi sálmur, sem eftirhugsjón sinni, sem játning hins kristna safnaðar, ætti að hljóma við hverja einustu guðsþjónustu milli pistils og guðspjalls, hefir til þessa verið sunginn alt of lítið í kirkjum vorum, en það befir vafa- laust meðfram verið að kenna hinu afarþunglamalega lagi við sálminn, sem vér höfum átt að venjast. Lag- ið við, »0 guðs lamb synda sýkna«, birtist hér í nokkuð annari mynd en bæði hjá Jónasi og í Viðbæti þeirra St. Th. og B. Kr.; væri tekið að noía þann sálm, eins og Norðmenn gjöra, við útdeilingu, jafnframt eða í staðinn fyrir »f>ín minning Jesú«, þáfærimjög vel á að nota lagið f þeirri mynd, sem það hefir hjá síra Bjarna. Gamla (grallara) lagið við, »Sá ljósi dagur liðinn er«, á síra Bjarni þökk fyrir að bafa dregið fram að nýju. Lagið und- ir nýja lagboðanum, »Sjá nú er runn- inn nýársdagur«, hefir mór alt afa þótt — og þykir enn — ósálmlegt og ó- neitanlega kysi eg heldur að syngja sálmana undir lagboðanum »Hver sem ljúfan guð lætur ráða« með nýja lag- inu við »Rís upp mín sál og bregð nú blundi*, að minsta kost sálminn »Hver sá er góðan guð lét ráða«, ef eg færi að sleppa gamla laginu við þann sálm, sem eg annars býzt við að verði seint, þrátt fyrir alla mína nýjungafíkn í sálmasöng. Fjögur ensk lög hefir síra Bjarni tekið upp, sem sé við lagboð- ana »Sjá himin, jörð og hafið blátt», »Mín sál, þinn söngur hljómi«, »Ó veit eg gætur gefi« og »Við freistingum gæt þín«. Fremur finnast mér þessi lög bragðdauf af enskum sálmalögum að vera, en auðvitað getur þetta breyzt, er maður fer að venjast þeim. »Við freistingum gæt þín« vísaði Jónas til lagboðans »í fornöld á jörðu«, sem var mjög óheppileg ráðstöfun. Við þann sálm hefði mátt nota lagið (Urolige Hjerte« eftir V. Kalhauge, með því að endurtaka tvær síðustu hendingarnar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.