Ísafold - 18.11.1903, Side 4

Ísafold - 18.11.1903, Side 4
284 óprentað, með því að Bkjalaparturinn (C-deildin) var þegar fullprentaður í þinglok. Kaupendur eru, þó ótrálegt sé, færri en að undanförnu. Ber það ekki vott um hinn vaxandi áhuga og framfarir, sem alment er verið að tala um. Miklu fremur hið gagnstæða. Fórn Abrahams. (Frh.) En fyrir utan musterið sté maður upp á bægistein, og er söfnuðurinn streymdi með sálubót sína át ágötuna, hóf hann ræðu sína. |>etta er alt saman lygi, hrópaði hann hárri röddu.— Lygi og tál! Sorg ekkj- unnar er ekki sönn, hroki kaupmanns- ins og sjálfstál veslings móðurinnar. Hann hefir brigzlyrði í frammi, muldr- aði mannfjöldinn og ylgdisig. Drott- inn er ekki með oss, því vér göngum ekki á vegum hans. Fórnir vorar eru ekki þær, sem hann heimtar, og reyk- urinn af fórnareldi vorum stígur ekki til himins, heldur fellur til jarðar. Hann heimtar að vér fórnum hroka vorum, að vér temjum sjálfselsku vora, en vér höfum daufheyrst við röddu hans . . . Hann guðlastar, þrælmennið, nöldr- aði manngráinn og tók að svipast um eftir steini. En rödd hins einræna manns yfir- gnæfði hávaðann og öruggur í trá sinni hélt hann áfram. Veit nokkur ykkar hvað maður ekkj- unnar hugsaði dagiun sem hann var frá viti af kvölum, daginn sem hann bað um það eitt að fá að deyja? Biðja heilbrigðir menn, hraustir og Sterkir um dauðann? Á eg að svara? Nei, hugsið sjálfir. Hvaða tílfinningar vöktu f brjósti kaupmannssonarins, þegar hann rotnaði lifandi, yfirgefinn og öllum gleymdur? Hvað hugsuðu synir móðurinnar þegar sprengikálu- brotin voru skorin át ár blóðugu holdi þeirra, án þess unt væri að bjarga lífi þeirra? Enginn yðar veit það, eng- inn. Og þeir sem koma örkumlaðir heim aftur, segja það eitt, sem þeir vita að aðrir óska eftir að heyra af vörum þeirra, þeir endurtaka orð, sem aðrir hafa lagt þeim í munn og þeir draga sjálfa sig og aðra á tálar af hræðslu við að verða fyrir vanþóknun annara. Nei, komið í sjákraskýlin, komið á vígvöllinn, hlustið á kveinstafi hinna særðu, hlustið á hinar brennandi bænir þeirra, hinar ömurlegu formæl- ingar, heyrið orðin, sem kvalirnar leggja á varir þeirra, heyrið lokleysuna, sem sárasóttaróráðið knýr þá til að mæla lémagna af þorsta. En eg segi yður, að hinn almáttugi hefir ekki í náð þegið fórnir vorar, því að þá mundi hann ekki hafa látið hverja þásundina á fætur annari þjást og deyja eins og þessir menn hafa. Friður á jörðu og guðs velþóknun yfir mönnunum, og þú skalt ekki mann deyða, eru orð hans, og alt annaðer lygi. Föðurlandssvikari! öskraði reiðiþrung- in rödd, og um Ieið þaut steinn gegn nm loftið í áttina til mannsins. Að yísu hitti hann ekki, en aðrir komu á eftir og hann hörfaði undan. Grjót- hríð glumdi í kirkjuveggnum að baki honum, hann fekk sár á höfuðið og lagaði úr því blóðið. f>á öskraði mann- þyrpingin eins og ólmt villidýr, menn kreptu hnefann og grenjuðu. Svikari, svikari! Og maðurinn féll og var troðÍDn niður í sorpið. Blóð hans féll át í steinræsið og rann burt með óhrein- indum næsta lokræsis, svo var hann ár sögunni. Hugsið Bjálfir! voru síðustu orð hans og honum var svarað: Svikari, svikari! Maður féll, það var alt og sumt. En í vímu sigurfagnaðarins hólt mannfjöldinn áfram eftir götunum til að hrópa húrra áti fyrir húsi þess manns, er talinn var frumkvöðull strfðs- ins. Á leiðinni námu nokkrir staðar við búðarglugga einn. |>ar var til sýnis vasaár, ofur algengt, lá hjá því pappírsmiði og var þetta ritað á: |>etta ár var tekið ár fjandmanns vasa eftir orustuna. Mannþyrpingin hrópaði húrra og hélt áfram. Hán færði frumkvöðli stríðs- ins hollustumark það, sem hann átti svo margsinnÍ8 skilið, og að því búnu skildu menn í bróðerni eftir bendingu lögreglunnar. Og daginn eftir stóð stjórnvitringurinn upp á þinginu og mælti: þjóðin hefir látið til sín heyra, það er heilög skylda vor að beygja oss fyrir vilja hennar. Maður féll, einn til, og einn til. Hver8 vegna? Svona er það nú. Spyrjið ekki, hinar mörgu spurning- ar eru þreytandi og svörin verða þeim svipuð. Orustan við Koopmansgarð. J>að leit át fyrir að framhald yrði á vopnaviðskiftum herdeildanna tveggja. Af skotfylkingunni úti á sléttunni voru þrír fallnir, en fimm særðir, inni í garðinum fekk einn Búi skot í öxlina og var honum komið til trúboðans, er annaðist hann í bráð. Nú voru 20 mínútur frá því er orustan hófst. Skot- hríðin var þótt, smá rykgusur þyrluð- ust upp hvervetna og hurfu aftur á svipstundu, en árangur varð lítill. Báar skutu í hægðum sínum og nægði það til að hamla upp á móti óvina- liðinu, er átti yfir bers«æði að sækja. Van der Nath ætlaði að eins eftir mætti að haida því í hæfilegri fjarlægð þang- að til rökra tæki, því í rökrinu þóttist hann eiga hægt um undanhaldið. Loks virtist þolinmæði Englending- anna á enda; skotfylkingin geystist fram og þokaði sér hundrað föðmum nær en áður. þegar liðsmennirnir fleygðu sér aftur niður, lágu tólf félag- ar þeirra í valnum, því Búar hertu á skothriðinni undir eins og hinir komu í skotfæri. Meðan ein sveitin gerði þannig harðar árásir, skundaði önnur utan skotmáls yfir sléttuna og stefndi á hæðahraukana norður frá. Skildu þeir, sem gerðið vörðu, ekkert í, hvað hán ætlaði fyrir sér. þriðja sveitin, varaliðið, hreyfði sig hvergi ár gilinu. Van der Nath reis upp með gætni bak við steinana og horfði á eftir sveit- inni, er burtu hélt og þyrlaði upp rykmekki eftir sér í sólskininu. Hann varð ein8kis vísari og hnipraði sig aft- ur saman. Úr liði Englendinga kom kúla, er flattist át við steininn fyrir framan hann, þeytti nokkrum smá- flísum í andlit honum og sýndi þanDÍg að Hka voru til góðar skyttur í liði óvinanna. Skothríðin hafði nú staðið hálfa stund frá beggja hálfu og enn var 400 faðma bil á milli herfylkinganna. Kúl- urnar þutu án afláts yfir sléttuna, snmar þeirra smugu milli steinanna, svo að Báar urðu að hafa alla var- kárni við. f>rír særðir menn lágu ná við kvíarnar og einn dauður. Trúboð- inn las bæn sioa háum rómi og barst hljómurinn af rödd hans við og við til eyrna þeirra, er stríðið háðu, og vakti umhugsun þeirra. Biddararnir stóðu í þröng á litlum bletti og voru í illu skapi, er þeir urðu að sitja fyrir skotum landa sinna, er enga vitneskju 1 höfðu um þá. Hafði steinflís sært einn þeirra; talaði hann óráð um blóð og dauða. Sveitin, sem norður hélt, sveigði nú skyndilega til hægri handar, skip- aði sér í skotfylkingu þverbeint við fylkinguna úti á sléttunni og þokaði sér í áttina að garðinum. Báar sáu á svipstundu hvað í húfi var. |>eir höfðu nú óvini sína á tvær hendur og voru skjótt umkringdir, ef Englend- ingar færðu fylkingararminn austur á bóginn. Eftir því sem fylkingarnar stóðu, var ekki völ á undanhaldi í aðra átt en þá, sem Báar höfðu kom- ið úr, en þeim sundum var líka lokað, er nokkur hluti vara-Iiðsins hélt suður eftir. Van der Nath var þó enn vandan- um vaxinn. Hann skifti sveit sinni í þrjár deildir og skyldi hver verja sína hlið. Meginliðið hélt kyrru fyrir þar sem skýli var bezt, en minni deild- irnar tvær héldu uppi vörninni gegn fylkingarörmum Englendinga, er ná þokuðust nær. En þó mótspyrnan væri hin snarpasta, hafði óvinaliðið unnið sér mjög í hag með flutningnum og Báar sáu að innan skamms yrði þeim ekki unt að halda velli. Hálf- fallnir gerðismúrarnir voru ónógt varn- arvirki, er skotin dundu á þeim frá þrem hliðum, og liðsmenn litu kvíða- fullir hver til annars. Tóku þeir nú að skjóta í flaustri, augu þeirra tindr- uðu, þeim varð þungt um andardrátt- inn og hugrekkið tók að dofna, þótt bardagaæsingin yxi. Ná kom ekki til nokkurra mála að miða nákvæmlega, aðalatriðið var að láta sem flest skot- in dynja yfir óvinaliðið og Mauser- byssurnar smullu án afláts. í þetta skifti kom hin margumrædda skot- fimi þeirra að litlu haldi, því hennar ueyta ekki aðrir en þeir, sem vita að þeim er óhætt, og halda því jafnaðar- geði sínu óskertu. Stjórnarvalda-augl. (ágrip). Skiftaráðandinn i iteykjavik kallar inn sknldakröfur i dánarbúi spitalagjaldkera Hjálmars Sigurðssonar á G mánaða fresti, að telja frá 30. oktúber siðastl. Skiftaráðandinn i Gullbringn- og Kjósar- sýslu auglýsir skiftafnndi á skrifstofu sýsl- unnar i eftirnefndum búum: 14. deseniber: i dánarbúi Björns Olafs sonar frá Traðarkoti kl. 12; í db. Hinriks Ólafssonar frá Ólafsvelli kl. 1; i þrotabúi Kristjáns Kristjánssonar frá flvammi kl- 4; i db. Jóns Jónssonar frá Saltvík kl. 5. 15. desember: i dbúi Guðm. Ivarssonar frá Brunnastöðum kl. 12; í db. Margrétar Eggersdóttur frá Minni-Vatnsleysu kl. 1; í db. Sigurðar Gestssonar frá Gerðabakka kl. 1; i db. Jónasar St. Gunnarssonar frá Hvalsnesi kl. 4; i dánarbúi Árna Einars- sonar í Görðunum i Rosmhvn. hr. kl. 5. * 16. desember: i db. Árna Sveinbjörsson- ar frá Sandhól kl. 12; i db. Jóns Jónsson- ar i Lásakoti kl. 1; i db. Hjörleifs Stein- dórssonar frá Móakoti kl. 4; í db. Guð- mundar Jónssonar frá Óttarstöðum kl. 5. bflÍTI Cflm 8kulda mér.ogekki i Bli StjIIlhafa sam,ð um skuldirnar við mig eða borgað mér reglulega skuld- ir sínar, aðvarast hjer með, að svo framt enginn samningur verður gerð- ur fyrir lok þ. m., þá afhendi jeg akuld- irnar Kristjáni þorgrímssyni og mun hann innheimta þær með lögsókn á koBtnað skuldunauta. Reykjavík 17. nóvemb. 1903. Gunnar Gunnarsson Hafnarstræti nr. 8. YerzlunarsM Tveir unglingspiltar (16—20 ára), sem rita vel og reikna, geta fengið at- vinnu frá næsta nýári. Ásgeir Sigurðsson. Idet jeg afrejser til Norge, hvor jeg overtager den personlige ledelse af min derværende forretning, bringer jeg herigjennem miné ærede kunder, venner og bekjendte min venligste hilsen. Reykjavik, den 16/n 1903. Grustay O. Abrahamsen. Adresse: Stavanger, Norge. Dppboð Föstudaginn 20. þ. m., kl. 11 árd. verður opinbert uppboð haldið í Aðal- stræti 3 (Brydes-hús) og þar meðal aDnars seld ýmisl. húsgögn: skápar, rámstæði, talsvert af álnavöru og braki o. fl. Reykjavík 17. nóv. 1903. Laura Nielsen. Kvenhúfa fundin á Laugaveg. Vitja má í afgreiðslu ísafoldar. Til ábúðar fæst i næstu fardögum (1904) hálf heima- jörðin Innri-Njarðvik i Njarðvikurhreppi í Gullbringusýslu. Jörðin er talin með beztu jörðum í Suð- ursýslunni, hefir mjög stór og grasgefin tún, viðáttumikið lieiðalarnd; er mjög vel löguð jafnt til báta og þilskipaútgjörðar Eiskverknnarpláss óþrjótandi. Um byggjingarskilmála, Bem verða mjög aðgengilegir, má semja við Helga Asbjarn- arson i Njarðvik eða undirritaðan. Garðhúsum 4. nóv. 1903. FÁnar G. Einarsson. eru beðnir að vitja ísa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Zeolinblckiö góöa er nú aftur komið i afgreiðslu Isafoldar. Streingleikar ljóð eftir GUÐM. GUÐMUNDSSON stud. med. eru nýprentaðir, og fást í bókverzlun ísafoldar. Verð 50 aur, Nýjar bækur íslenzkar. Hugleiðingar og tillögur G u ð m. kandiuats Finnbogasonar í lýð- mentunarmálinu. Akureyri 1903. 230 bls. Verð 2 kr. Alþýðufyrirlestrar eftir Jón Jóns- so n sagnfræðing. Rvík 1903. 256 bls. Verð 2 kr. Skautb. 3 kr. Fást báðar í bókverzlun ísafoldarj SKANDINAVISK Bxportkaffi-Snrrogat Kjebenhavn. — F- Hjorth & Co- Útgefandi Björn Jónsson. Ábm. Ólafur Bósenkranz. ísafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.