Ísafold - 28.11.1903, Síða 2

Ísafold - 28.11.1903, Síða 2
290 áfrýjuðu héraðsdómnum í sumar, en nú hefir æðsti réttur staðfest hann. Hegningin er 5 ára tugthúsvinna. Alt af gengur mikið á á Englandi um tollmálaþrasið milli Chamberlains og andstæðinga hans. það er síðast þar frá að segja, að Rosebery lávarð- ur hefir heitið á alla frjálslynda flokka á Englandi að taka saman höndum til að verjast ófögnuði þeim og ófarnaði, er Bretaveldi myndi líða, ef Chamberlain fengi sinni fyrirætlun framgengt. Oflugasti framfaraflokkur- inn, sá er Campbell Bannerman ræð- ur fyrir, hafði áður losað sig við Eose hery, með því hann þótti vilja hér- villast í landstnálum. En nú býst Bosebery til að slétta yfir þá móðgun og gerast aftur einlægur bandamaður hinna, og er búist við, að því verði vel tekið. J. C. Poestion. Zur Geschichte des islúnd- ischen Dramas und Theat- envesens. Mayer & Ko. Wien 1903. í riti þessu hefir hinn góðfrægi höf. tekið sér fyrir hendur að skýra sér- staklega frá íslenzkum leikritaskáld- skap og leiksýningum frá fyrstu byrj- un og fram á þessa tíma, og hefir hann leyst verkefni sitt af hendi svo vel, að naumast mundi neinn innlend- ur hafa betur gert, eða enda ef til vill jafn vel. Efnið í þessari grein bókmentasögu vorrar er svo fáskrúð- ugt, einkum framan af, og svo fult af eyðum, að það var ekki lítil fyrir- höfn að tína saman það, sem svo mjög var á víð og dreif, og þá ekki minna vandaverk, að halda í því þræð- inum og koma því í skipulega heild, en þetta hefir tekizt mæta vel, ekki síður en í hinum fyrri ritum höf. um ísland og íslenzkar bókmentir. það er ekki annað mögulegt, en að dást að elju, nákvæmni og vaudvirkni höf. annarsvegar, og hinsvegar að hinni skörpu dómgreind hans, er til heildar- innar kemur. Hér er alt svo vel rakið og ljóslega framsett, að bók þessi er einnig sérstaklega fróðleg fyrir hvern íslending, sem þetta efni vill kynna sér, og á höf. rniklar þakk- ir af oss skildar fyrir að hafa sarnið rit þetta; enda hefir það líka ýmislegt að geyma, sem ef til vill hefði fyrnzt og gleymzt, ef hann ekki hefði haldið því til haga og safnað upplýsingum, sem seinna yrðu ófáanlegar, með því alls ekki er víst að neinn Islendingur, sem til þess er fullfær, taki efni þetta svo bráðlega til meðferðar. Annar íslandsvinur, Karl Kiichler, hefir einnig skráð nokkuð um það í riti BÍnu: »Geschichte der isl. Dichtung der Neuzeit« (1800—1900) og annan þátt um það: »Zur Geschichte der isl. Dramatik«, og er það góðra gjalda vert, en þetta rit tekur því talsvert fram að fyllri framsetningu, meiri ná- kvæmni og gleggri gagnrýni. Höf. byrjar rit sitt með þessum orðum: *Eins og kunnugt er, hafa hinar ný- íslenzku bókmentir framleitt sín feg- urstu blóm á sviði ljóðkveðskaparins (Lyrik), fyrst hins andlega en síðan hins veraldlega, einkum á 19. öldinni. Ljóðkveðskapur íslendinga hefir, með skáldlegu flugi og þjóðlegum einkenni- leika, látið svo á sér bera, að honum hef- ir þegar verið unt sætis í heimsbókment- unum, sem ekki verður vefengí, að honum beri með réttu«. Setur höf. íal. skáldsöguritun og leikritagerð skör lægra, það sem af er, meðfram af því, að þessar skáldskapargreinir séu sprotnar af útlendum áhrifum. Að því er hina sfðari snertir, kemst hann svo að orði, að leikritabókmentir ís- lands »líkist enn þá útlendri gróður- hússplöntu, þó öll merki séu til, að sú skáldment muni einnig á íslandi eiga aflmikinn gróður í vændum. |>ó er enn lakar ástatt með leikaramentina, því þar vantar, að menn geti haft út- leudar fyrirmyndir fyrir augum«. Höf. lýkur lofsorði á margc í hin- um íslenzku leikritum og skýrir frá innihaldi hinna helztu, en segir að öðru leyti kost og löst á þeim með hispursleysi, sem er jafn langt frá óbilgirni í dómum sem ósönnu lofi, og þræðir þannig réttan meðalveg. ** »Thore«-félagið. Formaður þess félags, stórkaupmað- ur Thor E. Tulinius hefir nýlega keypt stórt gufuskip, stærra en »Kong lnge«, í viðbót við þau 3, er félagið átti undir. Skipið heitir »Scotland«, hleður 1000 tons, tekur 50 farþega á 1. farrými, hefir auk þess 2. og 3. farrými, bæði rúmgóð, er hraðskreitt og að eins 13 ára gamalt. f>að er ætlað til stöðugra ferða næsta ár til Suður- og Vesturlands en »Kong Inge« til Austur- og Norðurlands. Laura kom hingað að kvöldi 24. þ. m., þrem dögum fyrir áætlun. Með henni komu: bæjarfógeti Hannes Hafstein, bankastjóri Emil Schou, Ólafur véla- fræðingur Hjaltested, Helgi og Jón Jón- assynir (Helgasonar) frá Ameríku, 2 katólskir prestar, 2 kvendátar í Hjálp- ræðisherinn o. fl. Landburður af netjafiski er nú í Garðinum hjá þeim fáu, sem þau veiðarfæri hafa, og jafnframt hafa þor til að nota þau, en það er ekki nema fyrir mestu full- huga, því að Botnverpingar aru þar eins og víðar með vörpur sínar og sópa í þær öllu sem fyrir þeim verður, fiski og veiðarfærum. f>að er ^kki nema fyrir Finnboga Lárusson og hans nóta að staudast slíkan ófögnuð og þó hefir hann orðið fyrir nokkru tjóni á veið- arfærum; hafa botnverpingar stolið þeim en ekki rænt, því Finnbogi læt- ur ekki sinn hlut lausan fyrir nokkr- um manni, jafnvel ekki botnvörpung- um. f>að sem hann nær hendínni til, það er fast, ef hann vill ekki sjálfur sleppa. íslandsbauki tekur að líkindum eigi til starfa fyr en einhvern tíma á næsta vori. Banka stjórinn danski, Emil Schou, kom að vísu núna með Lauru til að undirbúa hér í Rvík undir komu bankans, út- vega húsnæði, ráða starfsmenn o. s. frv., en auk þess er enn eigi lokið prentun seðla og ýrasum öðrum und- irbúningi, og þar á meðal að ráða íslenzka bankastjórann. Lög: samþykt. f>essi lög frá síðasta alþingi hefir konungur staöfest og undirskrifað 23. október. 1. Fjárlög fyrir árin 1904 og 1905. 2. Fjáraukalög fyrir árin 1902 og 1903. 3. Lög um heilbrigðissamþyktir fyrir bæjar- og sveitarfélög. (Isaf. bls. 208). 4. Lög um varnir gegn berklaveiki. (ísaf. bls. 223). 5. Lög um frestun á framkvæmd laga 25. október 1895 um Ieigu I eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. 6. Lög um viðauka við lög um með- gjöf með óskilgetnum börnum o. fl. frá 12. janúar 1900 (ísaf. bls. 203). 7. Viðaukalög við Iög Nr. 17, 13. septbr. 1901, um breyting á til- skipun 20. apríl 1872, um bæjar- stjórn í kaupstaðnum Reykjavík. (ísaf. bls. 200). 8. Heimildariög um áfangastaði. (Isaf. bls. 183). 9. Lög um breyting á lögum Nr. 8 um vegi, frá 13. apríl 1894. (ísaf. bls. 208). 10. Jjög um breyting á 1. gr. í lögum Nr. 24 frá 2. okt. 1891. (Laun bankabókarans). 11. Lög um gagnfræðaskóla á Akur- eyri. 12. Lög um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum. 13. Lög um lífsábyrgð fyrir sjómenn er stunda fiskiveiðar á þilskipum. (ísaf. bls. 227). 14. Lög um ráðstafanir til útrýming- ar fjárkláðanum. (ísaf. bls. 208). Hlutabankinn. Af hluthafa hálfu eru þessir 3 vald- ir í bankaráðið fyrir þann banka. Ludvig Arntzen, hæstaréttar- málafærslumaður. P. O. A. Andersen, ríkisskulda- deildarstjóri hjá fjármálaráðherran um. Kielland Torkildsen, forstjóri centralbankans í Kristjaníu. |>að er ætlast til að þeir ferðist til Reykjavíkur í sumar, til fundarhalds þar, ásamt þeim 3 bankaráðsmönnum, sem alþingi kaus 1901, svo og íslands ráðherranum, sem er formaður banka- ráðsins. Bankastjórar við hlutabankann eiga að vera 2, annar danskur en hinn íslenzkur. Altarisganga í Ládegisniessunni á morgun. S k r i f t i r kl. II1/,. Engin síödegisguðsþjónusta. „Aldan“. Aukafundur verður haldinn í Báru- húsinu næstkomandi miðyikudag kl. 5 e. m., og verður þar gerð fullnaðar- ákvörðun urn hvort félagið vill koma á fót síldarveiði með reknetutn næsta sumar. Þeir félagsmenn sem á einn eðut' annan hátt ætla að styðja að því fynr- tæki eru beðuir að uiæta á furtdinum. S t j ó r n i n. Lotterímiðar sendir gegn fyrirfram greiðslu. — I þesssum untgangi eru 118000 hlutir (miðar) en 75000 vinnirtgar. Hlutir við 1. drátt kosta I kr., við 2. drátt 1,50, við 3. dr. 2 kr., við 4. dr. 3 kr., við 5. drátt 3,60 og við 6. drátt 4 kr. Vinningum ráðstafað að undirlagi vinn- anda. 1. dráttur fór fram 18. og 19. nóvbr.; í 2. sinn verður dregið 16. og 17. desember. Thomas Thomsen yfirréttarmálafærslum. Gl. Strand 38. Köbenhavn. K. Löggiltur hlutasali fyrir hið almenna danska vöru- og iðnaðarlotterí. Púður og Högl bezt í verzlun W, Fischers. eru beðnir að vitja Isa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Ymsar mafvörufegunóir svo sem rú gur, g r j ón, banka- b y g g og margt fleira fæst með góðu verði í V E RZ L U N Björns Kristjánssonar. Frímerki. Islenzk frímerki, notuð og óuotuð, afbrigði að oddun og í prentun eru keypt. Segið til verðs. Harry Ruben. Ny Halmtorv. Khavn. i-3 CD s P i—' œ j. G.i,, j Q/ i-S Cl sp Q* m cr C ! SS o 1 o* GTQ O' p o Cl B 3 S kmmmmmumá c, P O: w 1 GfQ # = Nýtt með Laura MANCHETSKYRTUR hvítar og mislitar. Alls konar HÁLSLÍN. Mjög fáséðir HNAPPAR, SLAUfUR, hvítir og mislitir VASAKLÚTAR, franskir. Ullarnærlötiu f>óðu. Millifatapeysur, úr alull komnar aftur. Barnasvuntur, barnakjólar, millipils handa fullorðnum o. m. m. fl. Alt framúrskarandi ódýrt. 1. VELTUSUND 1. Krstín Jónsdöttir. Zeolinblekiö góða er dú aftur komið I afgreiðslu Isafoldar. VERZLUN ■■ m 0 © g % cTbýRomió meó JSaura Enskt vaðmál margar tegundir Hroknu sjölin XJHarhálsklútar piðurhelt léreft MiHi fata-peysnr Slifsi, mjög falleg Milhpils Sængurdúkur. JEairvörur, Pa/ípappi) Agæt Ofnkol í W. Fichers-verzlun

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.