Ísafold - 16.12.1903, Blaðsíða 1
’Keranr út ýmist einn sinni eÖa
tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/* doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
AfgreiÖslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. ársr.
Reykjavík niiðvikudagiun 16. desember. 1903
77 blað.
Jíudstadá jMaApaAÍTV
I. 0. 0. F. 852398*/2.
Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjnm mán. kl. 11 —1 i spltalanum.
Forngripasafn opið mvd. og Id. 11
—12.
Frílœkning á gamla spitalannm (lsekna-
akólanum) á þriðjudögnm og föstudögum
kl. 11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fnndir á hverjn föstndags- og
annnudagskveldi kl. 8l/2 siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónnsta kl. 9
og kl. tí á hverjnm helgnm degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj-
■andur kl. 10'/a—12 og 4—ö.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvem virkan dag
kl. 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3)
tnd., mvd. og ld. til ótlána.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b
1. Og 3. uiánnd. hvers mán. k). 11—1.
Neyzluvatn
Og
vatnsskorturiiin í Reykjavík
eftir
Guðm. fíjörnsson héraðslækni.
(Þetta er ágrip af fyrirlestri, er læknir
inn flutti um þetta. efni i Iðnaðarmanna-
húsinu 15. f. m. og var það skrifað um
leið og fyrirlesturinn var fluttur).
(Niðurl.).
Hvað byggingarkostnaðicu snertir,
þá er hann fjarskalega mismunandi
eftir þvl, hvort nauðsynlegt er að
pumpa vatnið upp í þar til gerðar
Bteinþrór, eða hægt er að taka það
upp á svo háum stöðum, að vatnið
geti hjálparlaust runnið þaðan um
allan bæinn, fyrir krafti þyngdarinnar.
Á Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði,
sem allir staDda undir háum brekkum,
þarf ekki annað en grafa eftir vatn-
inu eða taka upp lindir hátt uppi í
brekkunni og láta vatnið svo renna
sjálfkrafa um allan bæinn. Bn því
miður hagar ekki svo til hjá okkur;
við mundum vafalaust þurfa að pumpa
vatnið upp. — Eftir þeim skýrslum,
sem eg drap á áðan að bæjarstjórn-
inni hefðu borist, þá kostar það lð
þús. kr. að jafnaði á hverja 1000 íbúa
að koma upp vatnsveitu ef ekki þarf
að pumpa vatnið. Ef við nú gerum
ráð fyrir að hér í Reykjavík verði
innan skamms 10,000 manns, sem ó-
hætt mun vera, þá yrði byggingar-
kostnaðurinn 15,000 x 10 eða 150,000,
og það gæti líka verið, að við kæm-
umst af með þetta, ef hér væru í
nánd við bæinn háar hæðir, sem við
gætum tekið vatnið úr, en þar eð við
verðum að hugsa til að pumpa vatnið
upp, þá er óhætt að færa þetta upp
í 22 þús. á hverja 1000 manns eða
220,000 fyrir 10,000 manns; í dönsk-
um bæjum, þar sem vatnið er pumpað
upp, hefir byggingarkostnaðurinn num-
ið þessu. En það er ekki nóg; v i ð
verðum að gera ráð fyrir því, að
kostnaðurinn verði enn meiri. því
þótt taka mætti vatnið hér upp í
nánd við bæinn, t. d. undir Eskihlíð-
inni, þá er bærinn sjálfur mjög víð-
áttumikill í blutfalli við íbúatölu og
auk þess eru klappir víða undir göt-
unum. það mundi því bæði þurfa
mikla pípulengd og vera mjög örðugt
að koma pípunum niður. Að öllu
þessu athuguðu mundi það ekki láta
fjarri sanni, að gera ráð fyrir því, að
það yrði alt að því helmingi dýrara
að koma upp vatDSveitingum hér en
þar, sem þær eru ódýrastar annar-
staðar, eða með öðrum orðum, að
byggingarkostnaðurinn mundi verða
30 þús. á hverja 1000 manns, eða f
alt fyrir Reykjavík 300,000.
Eg skal leyfa mér að skjóta hér
inn í, hvernig þetta fyrirkomulsg er
hugsað. J>að er sett upp stórpumpa,
sem pumpar vatnið upp í eina eða
tvær stórar steinþrór, sem standa á
háum scöðurn, t. d. á Landakotstún-
inu og við Skólavörðuna, og þaðan er
svo vatnið leitt eftir pípum inn í
hvert hÚB, og rennur það eftir þeim
fyrir þrýstingu vatnsins í steinþrónum.
— Við þenna byggingarkostnað bæt-
ist svo reksturRkostnaður, viðhalds-
kostnaður og rentur og afborganir af
höfuðstólnum og nemur það mikilli
upphæð árlega.
Samkvæmt fyrnefndum skýrslum
þá nemur hinn árlegi kostnaður, þar
sein ekki þarf á pumpu að halda, 1300
kr. á 1000, en þar sem á pumpu er
þörf c. 1900 kr.; með öðrum orðuin
c. 10% byggiugarkostnaði. Við
skulum nú segja, að hanu verði hjá
okkur 3000 á hvert 1000 manDs eða
30,000 kr. það eru 10% af 300,000
kr. og ætti það að vera nægilegt til
að borga með allan árlegan kostnað,
þar með taldar rentur og afborganir
af höfuðstólnum. — þegar nú bæjar-
stjórnin sá framan í þenna kostnað,
þá bjóst hún við að öllum mundi óa
við hoDum.
Hvað átti þá að gera? það var
ekki annað fyrir höndum, en aðreyna
að komast fyrir, hvað það vatn, sem
nú er notað í bænum, mundi kosta
hann, og þetta var einnig gert. Mér
var falið að búa til skýrslueyðublöð
og svo var fenginn áreiðaulegur mað-
ur til að ganga með þessi eyðublöð í
hvert hús og fá svar upp á þær
spurningar, sem á þeim stóðu. Spurn-
ingaruar voru meðal annars, hve
margar fötur væru sóttar, og hve
mikið væri borgað fyrir vatussókn ag
í hverju borgunin væri greidd, hvort
það væri í peningum, mat eða kaffi.
Maturinn og kaffið var svo metið til
peninga, því það fæst ekki fremur en
aðrir hlutir fyrir ekki neitt, en hvort
matið er of hátt getið þið séð af því,
að máltíðina mat eg á 25 aura, kaffi
með brauði, sem víða er látið, á 15
aura og kaffi brauðlaust á 5 aura.
jþegar eg fór að athuga þessar skýrsl-
ur kom það í Ijós, að bér um bil J/4
hluti bæjarbúa borgar fvrir að sækja
vatn, hinir % hlutarnir taka vinnuna
undir sjálfum sór og láta einbvern af
heimafólkinu sækja vatnið. Vatns-
brúkunin er þannig, að sóttar eru að
meðaltali þrennar fötur á hvert heim-
ili. Ef við teljum 15 pt. í fötunni
verða það 90 pt., og séu 5 manns að
jafnaði í heimili eins og manntals-
skýrslur segja, verður það 18 pt. á
mann i staðinn fyrir 40 pt. — Svo
kemur nú hvað vatnið kostar; %
hluti bæjarbúa borgar vatnssóknina,
og borgar á ári fyrir vatnsburð 15480
kr., eða sé því jafnað niður á þessi
heimili, 52 kr. hvert. Hvað kostar þá
potturinn eða tunnan? Föturnar
kosta 4 aura, tunnan 16 aura. það
er sannarlega ekki mikil borgun fyrir
þann, sem vinnur verkið. Eðahaldið
þér, að hægt væri að fá nokkurn
mann í allri Reykjavík til að bera
fullar vatnsfötur 100—200 faðma eða
enn lengri veg fyrir 4 aura? En svo
eru eftir allir þeir, sem ekkert borga
beint fyrir vatnssóknina; kostar þá
vatnið þá ekkert? Jú, það kostar þá
nákvæmlega það sama; munurinn er
að eins sá, að þeir taka verkið undir
sjálfum Bér. Ef við nú reiknum þeim
vatnið með sama verði, þá verðurþað
34 þús. kr. rúmlega. Allur bærinn
borgar þá fyrir neyzluvatn sitt 50
þús. kr. á ári.
Er nú þetta dýrt? Er það dýrt að
borga 16 aura fyrir tunnuna? Ann-
arsetaðar þykir það fremur hátt verð,
að borga 2 aura fyrir tunnuna. Hjá
okkur er tunnan átta sinnum dýrari,
og af þessu verði stafa öll vandræðin.
Við brúkum ekki lítið vatn af því að
við séum óþrifuir að náttúrufari, held-
ur af þvf, að vatnið er svo dýrt.
Hugsið ykkur hverjir það eru, sem
sækja vatnið á þeim heimilum, sem
ekki kaupa vatnssókningu út. Á að
minsta kosti 300 þeirra eru það húa-
mæðumar sjálfar, sem sækja vatnið,
oft og tíðum vanfærar konur.
Nú fer það ekki að líta svo háaka-
lega út, þótt vatnsból og vatnsveit-
ingar kostuðu bæinn 300,000 kr. og
ársútgjöldin fyrir vatnið yrðu 30,000
kr. Að fá vatnsveitingu væri 20 þÚB.
kr. b e i n n ágóði á ári. Við fengjum
þar að auki fimm sinnum meira vatn
og miklu betra vatn, og það sem
mest er í varið, að allur þrifnaður
mundi stórbatna og er sá ávinningur
alveg ómetanlegur. þegar minst
hefir verið á vatnsveitingar, þá hefir
viðkvæðið ætíð verið, að við þyldum
ekki svo mikil útgjöld, en það er af
því að mönnum hefir láðst að gæta
að, hvað við nú verðum að borga fyr-
ir vatnið, því síður að rnönnum hafi
komið til hugar að bera vatnskostn-
aðinn saman við það, sem við nú
borgura fyrir óþarfa vörur, svo sem
kaffi, tóbak og vínföng. í þetca þrent
eyðum við ÍBlendingar árlega 13 kr.
á mann eða ytir 100,000 kr. hér í
Reykjavík, sem þó efalaust væri óhætt
að gera 150,000, því hér er tiltölulega
meiru eytt af þessum óþarfavörum
heldur en upp í sveitinni. Kaffið er
þó tiltölulega ný munaðarvara í heim-
inum; ekki er það lífsnauðsyn; tó-
baksnautn hófst fyrst fyrir nokkrum
öldum — ekki er tóbakið lífsnauðsyn;
vínið er auðvitað gamalt, en engum
dettur víst þó í hug, að telja það
lífsnauðsyn. Vatnið aftur , á móti,
þ a ð er lífsnauðsyn.
Bæjarstjórninni var það nú fyllilega
ljóst, að það væri ávinningur í alla
staði fyrir bæinn, að fá vatnsleiðslu.
Spurningin var einungis þessi, hvern-
ig á að koma þeasu til vegar? Við
erum börn í búskapnum sem borgar-
ar; meiri hluti Reykvíkinga erumenn,
sem nýfluttir eru ofan úr sveitum og
þekkja því ekki bæjarþarfirnar, kunna
ekki að gera mun á sveitalífi og bæja-
lffi. Við höfum margar þarfir, sem að
kalla. Við þurfum að fá lokræsi.
Við þurfum að fá höfn, því bærinn
okkar er verzlunar- og fiskibær. Hvað
kostar nú t. d. lokræsi í allan bæinn?
Eg veit það ekki, en verkfræðingur
hefir sagt mér að þau mundu kosta
eina miljón. þetta sýnist í fljótu
bragði óvinnandi verk að komast yfir,
en það er ekki svo. Við getum það
vel, að ein8 ekki alt í einu; með öðr-
um orðum:bærinn hlýtur innan skamms
að þurfa á stórum lántökum að halda
til ýmissa nauðsynlegra fyrirtækja.
Nú er að vísu von á nýjum banka,
en bæjarstjórnin gat ekki gert sér von
um að geta þar fengið lán með þeim
kjörum, sem henni eru nauðsynleg.
Sú spurning reÍB því upp fyrir bæjar-
stjórninni, hvort ekki væri hægt að
fá vatnsveitu i bæinn án þess að taka
lán. það er alsiða í Englandi að
félög, hin svo nefndu »Watercompan-
ies« taka að sér að leggja vatnsleiðslu
um borgir og bæi. Félögin eiga þá
öll áhöldin, en fá svo aftur víst gjald
á ári hjá bænum. Hér hefir í mörg
ár dvalið Englendingur, sem átt hefir
heima f einum bæ á Englandi, þar
sem slíkt fyrirkomulag hefir verið
notað, og fól bæjarstjórnin honum að
komast eftir því, hvort ekki væri
hugsanlegt að Reykjavík gæti komist
í samband við eitthvert slfkt félag og
með hvaða kjörum. jpað sem bæjar-
stjórninni scrstaklega gekk til að
velja þessa leiðina var það, að hún
vildi spara lánstraust bæjarins, sem
mun verða fullreynt, ef byggja á hér
höfn og leggja lokræsi. Af bænum
var svo samin nákvæmleg lýsing, sem
herra Ward sendi til Englands og
kom hann á svo löguðum samningi,
að sendur skyldi hingað maður til að
rannsaka og skyldi fjjj: hans borguð
af bænum, ef fullnaðarsamningar tækj-
ust með félaginu og bænum, en að
öðrum kosti borgaði félagið sjálft för-
ina. það félag, sem um var að ræða,
hefir sjálft fjölda verkfræðinga til
slíkra rannsókna, en svo óheppilega
vildi til, að fenginn var til þessa verks
annar maður, sem hingað ætlaði hvort
eð var. Eitt fræddi þó þessi verk-
fræðingur um, og það var það, að
Elliðavatn, sem við oftast höfum haft
í huga, þegar ura vatnsleiðslu var að
ræða, lægi of lágt. Annars slógu þess-
ar bollaleggingar bæjarstjórnarinnar
alveg til. Hann sagði að byggingar-
kostnaðurinn mundi nema c. 300,000
kr. og að hinn árlegi kostnaður mundí
ekki fara fram iir 30 þús. Eg spurði
hann um hvað vatnið mundi kosta og
sagðist vilja fá 100 pt. á dag á mann.
Hann svaraði mér að tunnan mundi
kosta 2% eyri.
þessi maður fór svo aftur til Eng-
lands, en það leið og beið, og ekkert
svar kom til bæjarstjórnarinnar. Loks
nú fyrir skömmu kom svar eftirítrek-