Ísafold - 16.12.1903, Síða 3

Ísafold - 16.12.1903, Síða 3
.08 unz raknar úr vandræðunum að lok- uni. Jón Jónsson sagnfræðingur leik- ur Wedderburn bankaeiganda fyrir- taks vel. |>að er eitt af vandameiri hlutverkunum í leiknum. Gerfi hans, látbragð og málfæri er í hvívetna eðli- legt og samstilt. Tekst honum ekki hvað sfzt, eftir að mótlætið hefir dun- ið yfir hann og látið hárin grána. Fósturson hans leikur J e n s W a a g e. Með hlutverk elskhugans er hvað vandfarnast á leiksviðinu, og hefir mönnum hér á iandi sjaldnast orðið mikið úr því, en Jens Waage skilur auðsjáanlega hlutverk sitt eink- ar vel og leikur hann það með næmri tilfmningu og smekkvísi. Verður og leikurinn fyrir þá sök enn áhrifameiri, að fröken Guðrún Einarsson leikur ástmey hans (Lavender) snild- arlega. Hún hefir sýnt það áður á leiksviðinu, að hún hefir mikla hæfi- leika. Hrm er fríð sýnum, látbragðið eðlilegt og sál í hverju orði og hreyf- ingu; og framar öllu öðru: hún er k v e n 1 e g. Fær ástalíf þeirra Clem- ents og Lavender því svo fagran og eðlilegan búning, að sönn unun er á að horfa. þykjumst vér mega fullyrða að elskendur hafi hér aldrei verið jafn vel ieiknir. Prýðisvel leikur og systir hennar, frk. Lára Einarsson (Minnie). Er hlutverk þeirra systranna næsta ólíkt. þar sem Lavender erhiðblíða, brosandi xgleym mér ei« í skugganum, er Minnie íturvaxin rós í sólsælum stofuglugga. þyrnana þykist hún hafa, en þeir stinga ekki. f leik hennarer gletni, fjör og æskuþróttur. Að elta hana á röndum og ná í hana að lokum hefir hlotnast G u ð- mundi Tómassyni, sem leikur Vesturheimsmanninn (Bream). Fer honum sá eltingaleikur ágætlega. Hann er ófeiminn, síkvikur, veit' hvað hann vill og situr sig hvergi úr færi; yfir bonum er blær vesturheimskrar ágengni. Frú Stefanía Guðmunds- d ó 11 i r befir í þetta sinn allólfkt hlutverk þeim, sem hún áður hefir haft, þar sem hún leikur Buth, kou una með þungu lífsreynsluna, sviknu vonirnar, en órjúfandi trygð í brjósti. Leikur hún að vísu vel, eins og hún ávalt gerir, en þó óvíst að hún að öllu leyti samsvari þeirri hugmynd, er menn gera sér um móður Lavend- er. Sorgina í allri sinni tign tekst henni naumast að sýna, enda er það fárra meðfæri. Fröken Gunnþórunn Hall- dórsdóttir leikur frú Gilfillian, móður Minnie; það er oddborgarafrú af háum stigum. Hafa áhorfendurnir oft haft meiri ánægju af leik hennar áður, þegar hún hefir leikið hlutverk, sem betur eru við hennar hæfi; er hreyfingum hennar og fasi í þetta sinn nokkuð ábótavant. Árni Eiriksson leikur Dick Phenyl málafærslumann, sem áður hefir verið snyrtimaður, en er nú mjög af sór genginn af völdum Bakk- usar; en í þessu hrörlega gerfi brenu- ur arineldur hins viðkvæma, dreng- lynda hjarta, og hrökkva þaðan á stundum gneistar hnittinnar gletni. Leikur Árni hann mæta vel; ferst honum aðdáanlega að kasta fram at- hugasemdum, sem fara rakleitt þang- að, sem þeim er ætlað. þó er hann stundum helzt til hryssingslegur og um of ókunnugur samblendni whisky og vatns. þá leikur Gísli Jónsson all- vandasamt hlutverk, hinn mannúðlega Iækni, dr. Delaney. Gervi hans er gott, nema hvað hann er helzt til unglegur. Hann leikur laglega, en nær þó varla aS sýna þýðleik og Ijúf- mensku læknísins, eins vel og til er ætlast. Enn eru ótaliu tvö smáhlutverk í leiknura: hinn skringilegi rakari Bulger, sem Friðfinnur Guðjónsson leikur á- nægjulega, einkum í 2. þætti, og mála- flutningsmaður Maw, er Jónas H. Jónsson leikur. Yfirleitt má segja, að Leikfélagið leysi verk sitt svo vel af hendi, að 8anngjarnt væri að heimta öllu meira. það sem helzt má finna að er það, að fæstir leikendurnir kunna enn þá list að tala nægilega skýrt. En mesta furða er það, hve samhentir leikend- urnir erú, og sýnir það hve mlkla al úð þeir leggja við starf sitt, enda fer þeim stöðugt fram. Er leikur þessi full sönnun þess, að vel má trúa fé- laginu fyrir góðum skáldritum, svo að óþarfi er að seilaso eftir gömlu létt- meti. x + y. Yesturförin tneð Lauru 29. f. m (Grein þessi hefir beðið rúms síðan 5. þ. m.). Hún verður að lfkindum nokkuð lengi í minnum höfð sú vesturför, ekki ráðherrans heldur h i n n a, sem við það tækifæri voru nefndir »lífvörð- ur bankastjórans*, en það voru 12 af veizlugestunum og að vísu allir mjög handgengnir bankastjóranum, eigi sízt við kosningar. þeir fóru um borð í skipið beint úr veizlunni eða því sem næst, og kem- ur mönnum ekki saman um, hver á- stæðaa hafi verið til ferðarinnar. Segja sumir að þ ir hafi stygzt við, er ráðherrann vildi ekki hafa mötu- neyti með þeim og hugsað honum þegjandi þörfina, eins og Múhameð forðum fjallinu, að fara til hans, úr því að hann vildi ekki koma til þeirra. Aðrir segja að þeir hati jafnframt þessu eða ef til vill eingöngu farið förina af »kompánaskap« við banka- stjórann, sem þurfti að bregða sér vestur snöggva ferð með Lauru í er- indum, sem að líkindum síðar vsrður getið. Enn aðrir segja að þessi ferða- hugur hafi komið í þá í veizlulokin alveg upp úr — votu. En hvað sem um það er, förina fóru þeir og geta fyrir bragðið hrósað sér af því, að hafa orðið ráðherranum samferða; að vísu ekki á 1. plássi, sem þeir þó ætluðust til í fyrstu, en brytinn kunni ekki að meta þá að verðleikum og vísaði þeim í hið óæðra rúm, enda vantaði líka »lífvarðar«-úníformið. Af ráðherranum höfðu þeir fyrir bragðið ekkert að segja alla leið, en viðtökur munu hafa verið sæmilegar og mönn- unum samboðnar á ísafirði og þá voru þær það ekki síður hér, er Laura kom aftur að vestan. — |>að var ó- vaualega mikill mannsöfnuður saman kominn við bæjarbryggjuna, nokkur hundruð manns, til að taka á móti bankastjóranum, þegar hann sté á land í broddi fylkingar, og »marséraði« upp bryggjuna. Húrraóp og árnaðar- óskir ætluðu aldrei að taka enda, flugeldar leiftruðu og skothvellir hvinu í öllum áttum. Lúðrarnir voru því miður ekki viðlátnir, enda ekki að vita hvort þeirra hefði gætt mikið innan um öll þau fagnaðaróp og gauragang í mönnum og skepnum: »Lifi bankapabbi«!« *Lifi lífvörðurinn!« Scandia skipStjóri Boudesen, hafnaöi sig hér í morgun, eftir 5 daga ferö frá Euglandi, fermd kolum og timbri til »Timbur- og kolaverzlunarinnar Reykjavík«. Engin blöð og engin ny tiöindi. „Ósannindum hnekttt. I greiu með þessari yfirskrift þrætir Þjóðólfur harðlega fyrir það 11. þ. m., með þessu snyrtilega orðbragði, sem honum er svo tamt og fer svo vel, að samsætið í Iðnaðarmannahúsinu 29. f. m. hafi npphafiega verið ætlað tilvon- andi ráðherra Islands, hr. IIj H. — Eti galli ér það á þessari prúðmannlegu grein, að allar röksemdir vantar. Það eitt hefir blaðið fram að færa, sínum málstað til sönnunar, að þettahafi verið samþykt á fundi heimastjórnarmanna 5. júní næstl. vor eftir þittgkosningu. En það sannar ekkert, þótt nokkrir heimástjórnarmenn hafi, »inter pokúlá«, 5. júní verið að stinga saman nefjttm um að framkvæma eitthvað missiri síð- ar, og það því síður, sem margar af bollaleggingum þess flokks hafa vit- anlega farist fyrir, sem betur fer. Fleiri eru ekki röksemdir »Þj.« og upp á þetta eiga allir að trúa honum En óneitanlega veikir það til muna málstað blaðsins: 1. Að þegar er veizlan var »pöntuð«, vissi öll Reykjavík, að hún var ætluð ráðherranum. 2. Að hr. S. Á., heiðursgesturinn í samsætinu, er allsendis ókunuugur mörgum af þeim, sem veizluna sátu með honum, þekkir tæplega sttma þeirra fyrir aðra. 3. Að venzlamenn og 'vinir heiðurs- gestsitis voru ekki látnir vita af veizlunni, t. d. tengdasonur hans og dóttir, sem auðvitað voru sjálf- sögð að vera viðstödd við það tækifreri, en síðttr í ráðherraveizlu. Sarna er að segja um Guðjón úr- smið Sigurðsson, garnlan sveititnga Sigltv. og aldavin, er færði honunt pryðisfallegau staf þenna dag til minja, að ekki fekk hann að vita neitt um veizluna, og svo var um ýmsa fleiri. 4. Að sjálfir forstöðumennirnir höfðu gloprað því út úr sér, að veizlan ætti að vera fyrir ráðherraun, og 5. að margir af veizlugestunum vissu þar af leiðandi eigi betur, er á veizlustaðinn kom, en að þeir ættu að setjast til borðs með ráðherran um; þeirt) hafði ekki verið sagt frá hreytingunni, sem orðin var á heiðursgestinum. Þetta verður nú látið nægja, enda er málefnið tæplega þess vert, að verið sé frekar að karpa um það. Það fór vel sem fór, að ráðherrann þáði eigi boðið í smalaveizluna, og eigi síður hitt, að landshöfðingi og amtmaður, ásamt fleir- um rneiri háttar mönnum, sýndu Sighv. gamla maklega virðingu með návist sinni í þessari afmælisveizlu hans. Bankastjóri íslandsbanka, hr. Emil Scbou, ætlar að bregða sér til Khafnar með »Kong Inge«, þegar hann kenmr að vestan, en væntanlega kemur bankastjórinn aftur með Lauru í janúar. Þeir, sem þurfa að fittna hann að mali, verða því að nota tæki- færið áður en hann fer. Seaguii, skipstjóri Hjalti Jónsson, nýkeypt fiskiskip þeirra félaga Björns og Þorsteins Guðm.sona, Jes Zimsen og Hjaltá, hafn- aði sig hér að kvöldi 13. þ. m. eftir 11 daga ferð frá Englandi, fermt kol- um 'til verzl. »Edinborg«. Skip þetta hafa þeir félagar keypt í staðinn fyrir annað rninna (Stjernö), er þeir seldu í sumar og þótti of lítið vertíðarskip, en þetta nýja skip er um 85 smálestir, laglegt skip og sterkt. Að draga slóðann »I\venfólkið ætti að láta af þeim ó- sið að ganga nokkru sinni í dragsíðum pilsum. það er ekki þrifalegt að sópa gólfið með pilsunum, enn verra í kaup- stöðum að sópa göturnar; þar getur pilsslóðinn farið í berklahráka og margs konar aðra óhollustu*. Svo fárast Guðmundi Björnssyni héraðslækni orð í berklariti, sem ver- ið er að prenta eftir hann. Kvenfólk- ið ætti eigi að eins að lesa þetta, heldur og breyta eftir því, ekki sízd hér í höfuðstaðnum, því næg bleyta og önnur óhreínindi eru hér á götun- um í úrkomum, einkum haust og vor, umferð hvergi meiri hér á landi og pilsin hvergi siðari. Fyrir jólin Agætt hveiti mjög ódýrt. Rúsí n u r með góðu verði. Cardemommur, Citrónolía, Ag:ætt GERPCLVER. Púðursykur —Strausykur— Chocolade — Kaffibrauð — Sultutau og. margt fleira, fæst með góðu verði hjá c7es SZimsen. Sko! jiar komu þeir fíinir smaFiRlaga vöíóu ski autgripir úrgulliog silfri, til aé veíja úr Jyrir john i 3 Veltusundi 3, hjá Magn. Benjaminss. Hangið kjöt úr reykhúsinu á Eyrarbakka er reglulegt sælgæti, frest hjá Jes Zimsen. Þarfanaut fæst i Melshúsnm á Seltjarnar- nesi. Kostar 2 kr.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.