Ísafold - 19.12.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.12.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu ’sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 19. desember. 1903 78 blað. JíudJadá yfta/ufalMi I. 0. 0 F. 852398>/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og Id II —12. Frílœkning á gamla spitalanum (lækna- skólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 Cg kl. 6 á hverjum belgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10’/2—12 og 4—8. Landsbankinn opinn bvern virkan dag fcl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafti opið hvern virkan dag 'kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útlána. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPóstbússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Lögtak. f>eir, sem enn þá eiga ógreidd gjöld til kirkjugarðsbyggingarÍDnar, eru beðn- ir að borga þau nú þegar, annars verða þau tafarlaust tekin lögtaki ú þeirra kostnað. Krisiján Þorg-rímsson. Af'mcelishátíð. Frú |>óra Melsteð, kona l’áls sögukennara Melsteðs, stofuandi kvenna- skólans í Reykjavík 1874 og forstöðu- kona hans ætíð síðan fram á þennan dag, átti fceðingardag í gær og var þá 80 ára gönml. Til minningar uni það, var heiini í virðingar- og þakklætisskyni fært ávarp, og höfðu undir það skrifað á þriðja hundrað manna af íbúum bæjarins. Þá var henni og fært kvæði það skraut- prentað, er hér fer á eftir, ort af Stein- grími yfirkennara Thorsteinsson. I nefnd þeirri, er færði henni ávarpið og ’kvæðið, voru: landshöfðingjafrú Elín Stephensen, háyfirdómarafrú Sigþrúður Friðriksdóttir, landlæknisfrú Þórunn Jónassen, yfirdómarafrú Sigríður Jensson og fröken Ingibjörg Bjarnason, kennari við kvennaskólann. Landshöfðiugjafrviin ílutti avarpið, en fru Ásta Hallgrímsson söng kvæðið. Núverandi námsmeyjar á kvennaskól- num fluttu og frú Melsteð kvæði, er ort hafði Bjarni kennari Jónsson, og færðu henni að gjöf pryðilega vegghyllu útskorna af tréskera Stefáni Eiríkssyni. Fánar *blöktu á hverri stöng og Lúðra- félagið kom um hádegi inn á Áustur- völl og lék á hornin nokkuð á aðra klukkustund fyrir framan kvennaskóla- húsið. Þú svanni kær! er sól þíns átta tugar Á svifbraut ára fullnað hefir skeið, Hve margt þá lvoma mundi þér til hugar, En muni vor á eina hyggur leið: Við: »IJei 11 þér '« segjum hjarta meður bifðu, Já, heill sé þér í ljúfum ellifrið. Því einkum þeim, sem æðra fyrir lifðu, Er unaðsfult að standa mark það við. Þitt fagra lífsverk hefir lilotið gildi Og heillum signdist liðið tímabil; Þín næma kvennsálnauðsyn fann ogskildi, Að náms-stöð hlytu fljóð,— og hvin varð til; Og hún varð traust, en hvergi kend við tildur, Því hér var aldrei kent að elska prjál, En ríkt var kent að rækja sínar skyldur Og reynt að lyfta anda, hjarta og sál. Að stunda blómin be/.t þú allra kunnir, Því blómum náin fögur sálin er, En önnur dyrri blóm, sem liezt þú unn ir I brjóstum ungra spruttu vel hjá þór. Þeim gróðri hlyntir hreinu þú af sinni Og hann mun áfram lifa og bera vott, Og menn þig blessa munu í framtíðinni Og minnast þess, að upphafið var gott. Og því méð ást og þökk at' þfðu hjarta Á þessum degi flytjum við þér ljóð Og óskum þess: þín æfin göfga og bjarta Sem allra lengst að gleðja megi þjóð. Þvi prviða björk hjá heiðri-krýndum hlyni Á hausti lífs, hve þið oss eruð kær ! Hins sama og þór við þínum biðjum vini, Frá þinni veru sem ei skilist fær. -----♦ »1» I----- Einkennilegur hæstaréttardóniur. Danskur maður, Oarl Höepfner að nafni, keypti borgarabróf til verzluuar á Akureyri 9. júní 1865; rak hann þar verzlun eða lét reka frá þeim tíma og til dauðadags, í septembermánuði 1901. Yerzlunarstjórinn, Joh. Christensen, keypti, þá nýtt borgarabróf handa eft- irlifandi ekkju Höepfners og litlu síðar sótti hann um leyfi til áfengissölu sam- kvæmt lögum 11. nóvbr. 1899, en var neitað um það. Hætti verzlunarstjór- inn þá áfengissölu frá nýári 1902, en byrjaði aftur á henni í aprílmánuði s. á. eftir skipun frú Höepfner, sem taldi sig hafa rótt til að halda verzlun manns síns áfram, samkvæmt borgarabrófi hans, þar sem hún sæti í óskiftu bvú, og eiunig til áfengisverzlunar samkvæmt 1. lið 2. gr. í nefndum lögum frá 11. nóvbr. 1899. Fyrir þetta tiltæki, að byrja áfengis- verzlun á ný, var höfðað opinbert lög- reg'lnmál gegn verzlunarstjóranum og hann dæmdur 12. ágúst í fyrra við lögreglurótt Akureyrarkaupstaðar í 150 kr. sekt til bæjarsjóðs Akureyrar fyrir ólöglega verzlun með áfengi samkvæmt 2. gr. laga 11. nóvbr. 1899, alt áfengi, er fyrirfyndist við verzluniua, dæmt upp- tækt og skyldi andvirði þess renna í bæjarsjóð Akureyrar. Þessum dómi áfrýjaði amtið samkv. ósk kærða. Yfirrétturinn staðfesti undirréttardóm- inn að öðru leyti en því, að hann færði sektina niður í 100 kr. — Hann dæmdi og kærða til að greiða allan málskostn- að fyrir báðum róttum. Spurningin í þessu máli er svi, segir í forsendum yfirdómsins, hvort frú Höepfner hafi haft rótt til þess að nota ver/.lutiarleyfi manns síns. — Bæði und- irdómari og yfirréttur eru á sömu skoð- un um það, ýiö verzlunarréttur Carl Höepfners hafi fallið niður við fráfall hans, svo að ekkja hans hafi eigi getað haldið áfram verzluninni í skjóli hans. »í opnu bréfi 28. desbr. 1836, 2. gr. og lögum 7. nóvember 1879, 2. gr. er boðið, að hver sá, er vill reka verzlun á Islandi, skuli kaupa til þess viður- kenningarbréf eða borgarabréf. Frá því er engin undantekning gerð. Og þó það hafi verið látið afskiftalaust, er ekkja hefir notað borgarabróf eða veit- ingaleyfi manns síus að honurn látnum, þá sanar það ekki, að það liafi verið álitið lögum samkvæmt, enda dæmi til hins gagnstæða«. En hvað segir nú liæstiróttur? Hann kannast við, að það só rétt á litið af undir- og yfirrótti, að úrslit málsins eigi að vera komin undir því hvort frú H. hafi haft rétt til að halda áfrarn verzlun manns síns samkvæmt ver/.luttarleyfi hans eða borgarabrófi. Hatin kannast ennfremur við það, að á Islandi sóu eigi til nein lög, sem hafi þýðingu fyrir vvrlausn spurningarinnar, með öðrum orðum, að samkvæmt ís- lenzkum lögum hafi frú H. ekki getað notað verzlunarleyfi manns sins. Eftir þesstt mætti nú ætla að hæstiróttur hefði staðfest yfirróttardóminn, en það er ekki því að heilsa. Þegar heimildin ekki finst t íslsnzkum lögum, þá er farið að leita í dönskum lögum og vitn • að í 100—200 ára gamlar danskar til- skipanir, sem myndað hafi danskar reglur og venjur og tneð því að eigi só fengin vitneskja nm það, að myndast hafi á Islandi önnur regla í þessu efni en í Danmörku, þá verði sakir sam- bandsins milli Danmerkur og íslands að líta svo á, að nefndri reglu hafi einnig verið fylgt á Islandi og samkvæmt öllu þessu dæmir svo hæstiréttur 7. október í haust kær'ða sýknan, en málskostnaður greiðist af hinu opinbera. Svo fast er það sótt að fá verzlunar- stjórann sýknaðan, að dæmt er eftir dönskum lögum og danskri venju. »Og til hvers er að viuna ?« Fyrir hverju er barist? Fyrir því einu að koma dönsku brennivíni ofan í Islendinga. Svarið liggur beint við. Það er að Iofa dönsku frúnni að eiga sitt danska brennivín, kaupa ekki af því eina flösku, en lofa henni jafnframt að greiða 500 kr. á ári fyrir áfengissöluna, sem húu hefir sótt svo fast að fá rétt til að hafa um hönd. Staðfest lög. Konungur liefir 13. f. m. staðfest þessi lög frá síðasta alþingi: 1. Lög um verzlanaskrár, firmu- og prókvtruumboð. 2. Lög uiu vörumerki. 3. Lög um breyting á 1. gr. í lögum 19. febr. 1886 um friðun hvala. (Sbr. ísaf. bls. 215). 4. Lög um breyting á lögmn 11. nóv. 1899 um útflutningsgjald af hvalaf- urðum. 5. Lög um viðauka við lög 9. janúar 1880 um breyting á tilskipun 4. maí 1872 um sveitarstjórn á íslandi og breyting á lögum 9. ágúst 1889 um viðauka við nefnd lög. (Sbr. ísaf. bls. 215). Ytirgangur botnvörpnnga á Patreksfirði. Sigurður hóraðslæknir Magnús- son á Vatneyri við Patreksfjörð skrif- ar 27. f. m. bróf það eða skýrslu, sem hér fer á eftir. Beiðni yðar, um að senda yður skýrslu um aðfarir botnvörpunga hór á firðin- um, get eg, því miður, eigi fullnægt eins vel og eg hefði viljað. Það er þó eigi svo að skilja, að hór hafi eigi ver- ið nóg af botnvörpungum og að þeir hafi eigi syðilagt veiðarfæri og þó eink- um veiði, en við Vestfirðingar erum orðuir svo vanir yfirgangi þeirra og a'ð standa varnar- og váðalausir gegn þeim ófögnuði, sem altafer að færast í v ö x t, að okkur dettur ekki í hug að festa í minni okkar skipanöfn eða númer, þótt mörgum sinnum (einkum í haust) hafi verið hægt að 1 e s a þ a u með berum augumúr landi meðan skipin hafa verið að veiðum. Botnvörpungar hafa verið hór á fló- anum, fleiri og færri, mestan hluta árs- ins og leikið hér sem víðar skollaleik við varðskipið, sem hefir verið harla sjaldan á þessum slóðum, eu hefir þó að líkindum gert það gagn, að yfir- gangur botnvörpuuga fór eigi að verða taumlaus, fyr en varðskipið var alfarið héðan, eða síðari hluta septembermán- aðar, en eftir það voru stöðugt 2—7 skip að veiðum í landhelgi, þangað til ekki var nokkur branda eftir í firðin- um. Þau fiskuðu hér alveg i n n v i ð kaupstað og eitt skip fór jafnvel inn í fjarðarbotn. Haustafli var og leit út fyrir að verða góður, en hann hvarf brátt með öllú, euda sjómönnum hvergi vært með veiðarfæri sín, svo þeir sáu þann kost vænstan, að h æ 11 a r ó ð r u m, til þess ekki að verða fyrir veiðarfæra- og ef til vill líftjóni. I ágústmán. mistu 2 eða 3 menn hér nokkuð af veiðarfær- um, en það tjón er eigi teljandi hjá aflatjóninu af völdum-botnvörpuuganna. Það hefir mikið verið rætt og ritað um aðfarir botnvörpunga hór við land, kvartað um yfirgang þeirra og komið fram ýmsar tillögur, til þess að bægja því böli burtu, þar á meðal hefir þing- ið í sumar farið t'ram á að fá sórstakan straudgæzlubát fyrir Faxaflóa. Þótt eg nú viti, að það hafi litla þýðingu, að eg láti mína skoðun á þessu máli í ljós, langar mig þó að gera það, úr því eg fór nokkuð um það að skrifa. Eitt varðskiper alls oigi nægi- legt til að hafa eftirlit kringum alt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.