Ísafold - 02.01.1904, Síða 1

Ísafold - 02.01.1904, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ,ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */2 doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg , ReykjaYÍk laugardaginn 2. janúar 1904 1. blað. Muddadá Jfía/ufaÁMv I. 0. 0. F. 852398‘/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spítalanum. Forngripasafn opið mvd. og Id. 11 —12. Frílcekning á gamla spitalanum (lækna- íkólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- sn á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- «ndur kl. IO'/í—12 og 4—6. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafu opið livern virkan dag 41. 12—2 og einni stundn lengnr (til kl. 3) tnd., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið ú sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. 0g 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Björnstjerne Björnson á leiksviði Reykjavíkur. Loks hefir #Leikfélag Reykjavíkur« iráðist í það stórræði að sýna oss fagr- an leik eftir eitt hið frægasta af stór- ■skáldum nútímans. »Gjaldþrot« (En íallit) eftir Björnstjerne Björnson er óefað tilkomumesta leikritið, sem hér hefir verið sýnt á leiksviði. — [Ápró- grammi leikfélagsins stendur »Gjald- þrotiðn; það er rangt; gjaldþrot er 'fleirtöluorð, ætti því að vera »Gjaldþrot- infl, sé greinirinn hafður meðl. — það er Srægt í útlöndum og hefir alstaðar átt rniklum vinsældum að fagna. fEfnið er alvarlegt, gripið úr sjálfu lífinu og sýnir meistaralega sálarstríð mann- anna í hreinsunareldi lífsreynzlunnar <og hinna þungu áfalla. Lífsskoðunin, sem leikritió hvílir á — undiraldan — er sú, að sannleiki og drenglyndi séu máttarstoðirnar í lífinu, sem standi þegar alt annað hrynur, og er í því sami heilnæmi, svalándi siðgæðisand- inn, sem jafnan sterdur undan vængj- um þessa sbáldarnar. Efnið er í sem fæstum orðum þetta: Norskum stórkaupmanni, Tjælde að nafni, sem hefir afarmikið í veltunni, hefir gengið verzlunin illa síðustu 3 árin og er hann hætt kominn, en reyn- ir að halda uppi lánstrausti sínu með- al annars með því að berast mikið á, og gengur á stöðugum veizluhöldum á heimili hans. Kona hans, sem er stilt rajög, góð og guðrækin, hefir veg °g vanda af öllum Veizluhöldunum og sr hún orðin mjög útslitin. Dætur hennar tvær lifa sem ríkismannadæt- ur og drepa aldrei hendi sinni í kalt vatn. En kaupmaðurinn berst einn við ál))7ggjur sínar og dylur alt fyrir fólki sinu. Kona hans fer þó nærri nm hag hans, því að á næturnar tal- ar bann um hann upp úr svefninum. Yngri dóttir hans, Signe, er lofuð ungum liðsforingja, eigingjörnum upp- skafningi, sem auðsjáanlega ætlar að giftast peningunum. En(í vsrzlunar- heiminum er menn farið að gruna, að Tjælde muni eigi standa föstum fót- um. Málaflutningsmaður Berent frá Kristjaníu, umboðsmaður bankanna, kemur að grenslast eftir fjárhag verzl- unarhússins. þá grunar Tjælde stór- kaupmann hvar alt muni lenda. Hefir hann þegar reynt að bjarga sér með því að útvega sér nýtt lán hjá ríkismanni einum, konsúl Lind í Kristjaníu, og kemur hann í þessum svifunum. Til þess að dylja hið sanna ástand gerir Tjælde í snatri veizlu fyrir hann og býður til helztu mönn- um þar í kaupstaðnum. Tekst þetta alt svo vel, að Tjælde hefir góða von um að hann muni fá peningalánið og bjarga sér úr klípunni. En Berent málafærslumaður símritar til Kristj- aníu, til þess að vara við lánveiting- unni. Gengur hann nú að Tjælde með stillingu, en einbeittur mjög, og sýnir honum fram á, að hann verði að selja fram bú sitt sem þrotabú; nýjar lántökur verði að eins til þess að sökkva honum enn dýpra í skulda- dýið og flækja hann enn meir íkrögg- ur og ósannindi. En Tjælde hefir ekki hug til að þola alla þá fyrirlitn- ingu og smán, er gjaldþrotin hafa í för með sér; verður hann svo örvænt- ingarfullur, að hann jafnvel grípur til skammbyssunnar og ætlar þann veg að ógna málaflutningsmanninum til að hjálpa sór. En alt strandar á ein- beittni málaflutningsmannsins, og að lokum skrifarTjælde undir gjaldþrota- yfirlýsinguna eftir mikið hugarstríð. Fregnin um þetta kemur sem þruma úr heiðríku lofti yfir heimilið og verka- fólk Tjælde. Kona hans tekur öllu með stillingu; dæturnar vakna nú til alvöru lífsins; liðsforinginn hefir sig á burt í kyrþey og þar með er trú- lofun yngri dótturinnar lokið. Á skrifstofunni hjá Tjælde er ungur maður, Sannæs að nafni; hann hefir felt hug til eldri dótturinnar, Valborg- ar, en hún telur hann standa langt fyrir neðan sig, og systir hennar og liðsforinginn gera gys að »rauðu hönd- unum« hans. En Sannæs er drengur góður, og þegar reiðarslagið kemur, gefur hann Tjælde aleigu sína, 7000 rd., til þess að hann hafi að einhverju að hverfa, og býður honum þjónustu sína framvegis, ef hann með þurfi. þetta opnar augun á Valborgu fyrir mannkostum hans; hafði húu ætlað sór að yfirgefa foreldra sína, en er hún sér veglyndi Sannæs og trygð við þau, ræður hún af að vera kyr og einsetur sér að gera alt til að hjálpa þeim. Setja .þeir Tjælde og Sannæs nú upp smáverzlun í félagi; gjörist Valborg ritari á skrifstofu þeirra, en Signe stendur fyrir eldhúsverkunum á nýja, litla heimilinu. 2% ár líða milli 3. og 4. þáttar. Sá þáttur sýnir logn- ið eftir hafrótið. Ánægja og friður hvilir yfir heimilinu; Tjælde er orðinn gráhærður, en rór í skapi og ánægður; frú Tjælde er orðin svo máttvana í fótunum, að aka verður henni í stól, an hún er glöð og hress, enda hjálp- ast þau, maður hennar og dætur, að því, að gera henni alt til yndis. Sannæs kemur heim frá síðustu fund- arhöldunum út af þrotabúinu. Hefir fengist meira upp tír eignum búsins en á horfðist og skuldar Tjælde að lokum ekki nema 60,000 rd., og þá lofar hann skuldheimtumönnunum að borga á sínum tíma. Hefir mála- flutningsm. Berent reynst honum eink- ar vel og kemur nú að heimsækja hann, ásamt Jakobsen ölgerðarmanni, er orðið hafði fyrir miklu skakkafalli við gjaldþrotin og þá reiðst Tjælde mikillega, en vill nú feginn sættast við hann aftur, er hann sér hve vel hann reynist eftir gjaldþrotin. Er þetta hinn mesti gleðidagur fyrir fjöl- skylduna. En einmitt þann dag, þegar lokið er við að gera upp búið, hefir Sannæs ásett sér að fara í burtu, og kemur fyrirætlan hans hinum alveg á óvart. Vilja ,þau hjónin ekki fyrir nokkurn mun missa hann, en hann situr fastur við sinn keip. Loks tekst þó Valborgu að sigra hann, með því að hún eftir langa mæðu getur sann- fært hann um, að hún unni honum hugástum, og sé því engin ástæða fyrir hann að flýja sig. Trúlofun þeirra Valborgar vekur innilega gleði hjá foreldrunum, og ekki spillir það fyrir, að þeir Berent og Jakobsen hrósa henni mjög fyrir að hún hafi kunnað að meta mannkosti Sannæs. Endar því alt í fögnuði, sálarfriði, og er sólskinið og lognið, sem blasir við á firðinum fyrir utan hús þeirra, sönn ímynd þess. Er leiktjald það mjög snoturt, og hefir þórarinn B. þorláks- son málað. Fjögur hlutverk eru vandasömust í leikriti þessu og er mest undir því komið, að þau takist vel. f>essi lilut- verk hafa þau hlotið Jón Jónsson sagnfræðingur, frú Stefanía Guðmunds- dóttir, fröken Gunnþórunn Halldórs- dóttir cg Árni Eiríksson, « Jón Jónsson leikur Tjælde stór- kaupmann. Við gervi hans er það að athuga, að hann er helzt til ungleg- ur. Hann leikur víðast hvar mæta- vel, þótt honum takist ekki að sýna allar geðshræringarnar eins vel og skyldi og hreimurinn í röddinni falli ekki alstaðar nógu látlaust utan að geðshræringunum, enda er það enginn hægðarleikur, þar sem hlutverk Tjælde er afarlangt og hann er í sífeldri geðs- hræring alla 3 fyrstu þættina. Sálar- friðinn og ánægjuna tekst honum eink- ar vel að sýna í 4. þætti. Frú Stefanía Guðmunds- d ó 11 i r leikur frú Tjælde. Eiginlega á það ekki við hana að leika rosknar konur; þó verður eigi annað með sanni sagt en að hún leysi hlurverk sitt nokkurn veginn vel af hendi; hún er söm við sig frá upphafi leiksins til leiksloka. En ekki kunnum vér als- kostar við raddskjálftann, sem bún ætlar að sýna geðshræringarnar með, og óskandi væri að hún gæti lagt meira inn í síðustu orð leiksins en hún gerði. Frk. Gunnþórunn Halldórs- d ó 11 i r Jeikur Valborgu, sem er mik- illát stvilka, en efni i atkvæðakonu. Gjaldþrot föður hennar, sem særa mjög þóttatilfinning hennar, vekja hana til framkvæmda og kenna henni að leita ánægjunnar í starfsemi. þá breytist hún öll, mýkist við föður sinn og Iærir smátt og smátt að meta hina miklu mannkosti Sannæs; hverf- ur þá stíflyndið og harkan breytist í blíðu. Frk. G. H. hefir Dokkur skilyrði til að leysa þetta hlutverk vel af hendi, þótt önnur hlutverk eigi betur við leikhæfileika hennar, og má segja að hún leiki yfirleitt laglega, og vel þar sem hún talar við föður sinn í 3. þætti. En naumast tekst henni að gera Valborgu svo aðlaðandi, sem skáldið hefir ætlast til og manni ó- sjálfrátt verður fyrir að ímynda sér hana, þegar maður les leikritið, enda er hún tæpast nógu ungleg. Árni Eiríksson leikur Sannæs Má segja hið sama um hann og frk. G. H.: þetta hlutverk á ekki vel við hæfileika hans. Hanu er beztur að leika gamansama eða skoplega karla. Galli er þa.ð, að hann á svo erfitt með að skifta um látbragð. Hver maður hefir sitt látbragð, en Árna hættir við að hafa það líkt, hvaða persónu sem hann leikur. Hann er of snarkringlu- legur í snúningum, og það á ekki við. Sannæs, sem er stiltur vel og þéttur í lund. Hann mætti gjarna vera ó- fríðari að ytra útliti, en tilkomumeiri en Árni sýnir hann. Og mikið vantar á, að leikur hans og Valborgar, er þau gera upp reikninginn í síðasta þættinum, takist eins vel og vera ætti. Jens Waage leikur Berentmála- flutningsmann prýðisvel. Kemur fram hjá honum næmur skilningur á hlut- verkinu, eins og áður, og tekst honum svo vel að gera eina heild úr persón- unni, að sönn list er í; hann gleymir sér aldrei, er ávalt sami einbeitti, hálf , þuri, heilsutæpi málaflutningsmaður- inu, sannur í eðli sínu og samkvæmur sjálfum sér. Gervi hans er og einkar gott. |>á leikur fröken G u ð r ú n E i n- a x s s o n Signe ágætlega. Tekst henni framúrskarandi vel að sýna gremju sína og fyrirlitningu fyrir þessum eig- ingjarna unmista sínum, þegar hún kastar hringnum á gólfið, og varla gleymist manni viðbragð hennar, þeg- ar hún bannar honum að snerta sig. En hvers vegna var frk. Guðrún ekki látin leika Valborgu? Að vorri hyggju er engin hér jafn vel fallin til að leika það hlutverk sem hún, f>ví mjög mikið er undir því komið, að hvert hlutverk sé fengið í hendur þeim leik- anda, sem bezt er til þe83 falliun, af þeim sem völ er á. Frk. Lára Ein- arsson hefði efalust mætavel getað leikið Signe. Læknaskólastúdent G u ð m. Tóm- asson Ieikur Hamar svo vel, að fáir mundu eins vel gera, hvað þá betur. Liðsforingjayfirlæti þessarar landeyðu, sem lítið hugsar um annað en mat og fallega hesta, sýnir hann einkar vel, og ógleymanlega segir hann setning- una: »Við h ö f u m púðuro. Samtal þeirra Signe um »þann brúna« tekst ánægjulega. En óþarflega illa og hrottalegp, er til orða tekið í þýðing- unni, þar sem þessi orð frumritsins: »Nej, der som jeglænger—«cruþýdd: •Andskotinn taki mig, ef og leugur—«

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.