Ísafold - 16.01.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.01.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinui eða tvisv. í viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/a doll.; borgist fyrir miðjan ’ólí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Keykjavik laugardaginn 16. janúar 1904 3. blað. 1. janúar 1904. JúióÁu/ó jMa/upi'ti'iv I. 0. 0. F. 852398‘/2- Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán, kl. 11—1 i spttalanum. Forngrvpasafn opið mvd. og )d, 11 —12. Frílœkning á gamla spitalanum (lækna- íkólanum) á þriðjudögum og föst.udögum kl. 11 — 12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á kverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveidi kl. 8’/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum belgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafti opið bvern virkan dag k>. 12—3 og ki. 6—8. Náttúrugripásafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14h 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Erlend tíðindi. Khöfn 20. des. 1903. Nú er taliS að eins óslitið friði meS Rússum og Japansmönnum, og búast hvorirtveggju af miklu kappi. Rússar eru miklu liðfærri austur þar og hafa minni skipastól. En endist þeim tími til aS viSa að sér liðskosti og skipa vestan að, mega Japansmerín frá- leitt neitt við þeim. Þeir vilja því hraSa sór, sem vonlegt er. Þar gerði keisari þingrof n/lega, eftir fárra daga þingsetn, meS því að þingið veitti stjórninui ákúrur fyrir drátt hennar að hefjast handa gegn Rússum. Kosning- ar til hins nyja þings fara ekki fram fyr en á áliðnum vetri, og er þá keis- ara og stjórn hans hægra um vik á íneðan. En nú eru helzt líkur til, að stjórnin láti á sannast, að þingið hafi haft rétt fyrir sér með ákúrum sínum. Stjórnin 1 Japan hafði sett það upp viS Rússa, aS mega hafa hönd í bagga um stjórn í keisaradæminu Kórea, ef þeir ættu aS slaka til við Rússa í samningnum um umráðin yfir Mantsjúr- íu. En það aftóku Rússar; vilja gína yfir hvorutveggju. Bretar eru banda- menn Japansnmnna, en það mun vera til varnar, en ekki sóknar, og munu þeir því geta verið hlutlausir af ófriðn- um, ef þeir vilja. Bandaríkjamenn i Vesturheimi munu eiga óhægra meS að sitja hjó, sakir vanefnda af Rússa hálfu á Mantsjúríusamniugunum; en reyna munu þeir þaS, að haldiS er. Roosevelt Bandaríkjaforseti ritaði í öndverðum þessum mánuði sambands- þinginu skörulegan boðskap og dregur þar sízt úr þvf, hver nauðsyn sé að hnekkja ofríki og yfirgangi stórgróða- samlaganna þar / laudi Fyrir j)vi er búist við að auðmaunavaldiö rísi í móti forsetaendurkosningu hans. En mjög er hann vinsæll af alþýðu. Nú er í ráði í París að ryfja upp aftur Dreyfusmálið og fá ón/tta lrina ranglátu dóma gegn honum hvern ofan i annan, hinn síðari í Rennes 1899. Hann var dæmdur þar sekur í annað sinn, eins og kunnugt er, en gefnar upp sakir af stjórninni á eftir óbeðið. En hann og vinir hans eru ekki á- nægðir fyr en hann er löglega sýknað- ur fyrir dómi. Nú hefir nýlega vitn- ast enn greinilegar en áður, hver svik voru höfð í tafli honum til áfellis. Það er stjórnin, sem hefir látið taka málið upp, og gerði sór von um, að fá það rekið friðsamlega og æsingalaust. En það ætlar ekki að lánast. »Heimastjórn- armenn« hafa risið upp aftur meðsömu ofstækinni og lygafarganinu eins og fyrrum. En líkur þykja til, sem betur fer, að þeir fari nú maklega sneypuför og að réttlætið beri sigur úr býtum að lokum. Látinn er 8. þ. m. á Englandi einhver hinn frægasti heimspekingúr 19. aldar Herbert Speneer, kouiiun töluvert á ní- ræöisaldur (f. 1820). Villijálmi keisara er bötnuð málhclt- in eftir kverkameinið og er nú tekinn til að halda ræður fullum rómi. Gera því flestir sór von um, að það hafi verið tilefnislausar hrakspár, er fullyrt var, að hann mundi hafa krabbamein í kverkunum, eins og faðir hans. Kristjáu konungur níundi er nú í kynnisför suður i Austui'ríki og situr þar á morgun silfurbrúðkaup Þyri, yngstu dóttur sinnar, og hertogans af Cumber- land, í Gmunden. Þar kváðu og eiga að fara fram festar annarar dóttur þeirra hjóna og hertogans í Mecklenburg — Sehwerin, bróður Alexandrínu prinsessu konu Kristjáns Danakonungsefnis. Eitt n/mæli á ríkisþinginn í Kaup- mannahöfn í vetur er bækkun á dag- peningum þingmanna upp í 10 krónur, úr 6, frá þingbyrjun (í öndverðum okt- óber) til aprílmánaöarloka; 6 krónur úr því, ef þing stendur lengur. Nýmæli þetta hlaut konungsstaðfestingu í gær, og er látið gilda fyrir sig fram: frá uppbafi þessa þings. Norðmenn hafa samþykt nýlega 10 ára hvalafriöun við norðanverðan Noreg, með 1 atkvæðis mun í lögþinginu, en rífari meiri hluta í óöalsþinginu. Þó raega hvalarar halda áfram útgerð órið sem í hönd fer, í líkum mæli og þetta ár. Það er til þess að gera þeim hægra fyrir að skifta um atvinnu. Ganga mun mega að því vísu, að þeir leiti til íslands einhverjir. Svo er að heyra ó nmræöum urn málið á stórþinginu, sem fremur hafi þar verið látið undan neyð- arópi fiskimanna í norðurveiðistöðunum, en að þar hafi ráðið sannfæring um að þeir hefðu rétt fyrir sór um áhrif hval- veiðanna á fiskigöngur. Eigi alls fyrir löngu var mikið um d/rðir í París út af heimsókn l1/., hundr- að/ enskra þingmanna, er báru sórstak- lega fyrir brjósti heimsfriðarmálið og alt, sem þar að 1/tur. En það var á undan gengið, að viðlíka margir fransk- ir þingmenn höfðu í sumar farið kynn- isför til Lundúna í sömn erindum, í þann mund, er Loubet forseti var þar á ferð. Slíkar kynnisfarir styðja og vit- anlega rnjög samdrátt milli þeirra höfuð- mentaþjóða heimsins. Ekki er að visu emi byrjuð vopna- sennan með R ú s s u m og J a p a n s- m ö n n u m, en svo má kalla, að þeir standi með vopnin á lofti. Þeir kepp- ast hvorir við aðra a5 búa liö sitt, og draga að sér vistir og annað það, er við þarf í langan og öröugan leiðangur, og líCur enginn sá dagur um þessar mund- ir, að ekki komi hraðfrétt um þaö, að þeim muni þá og þá lenda saman, en svo jafnharðan önnur, sem ber það aft- ur eða dregur eitthvaö úr hinni frótt- inni. Sönnu næst virðist vera, að hvorugir treysti sór til að láta 'mál sitt niður falla eða la úr ágreiningi skorið öðruvísi en á vopnaþingi, en vilji ekki verða fyrri að bragði til a.ð segja sund- ur friðinum, td þess að verða ekki af fulltingi sinna bandamauna, sem mun vera því skilyrði bundið, að þeir eigi hendur sínar að verja, en leiti ekki á aöra. Bandamennirnir eru Frakkar annars vegar, með Rússum, og- Bretar hins vegar með Japansmönnum, og lík- lega ennfremur Kínverjar að minsta kosti, ef ekki Bandamenn í Vesturheimi þar að auki. Hór er því s/nilega mik- ið i húfi, hvorki meira né minna en fullkomið heimsbál, ef í algleyming fer. Þá er í annan stað hætt við, að ekki Ijúki misklíðinni með Bandamönn- u m og Kólumbíuríki út af Pauamamálinu öðruvísi en á vopnaþingi. Bandamenn hafa sent herskip suður þangað með landgönguliði og hinir hafa að sögn liðsafnað uærri landamærum hins n/ja Panamaríkis. Slys eru jafnan dagstæð tíðindi ein- hverstaðar í heiminum, á sjó eða landi. En langt er að minnast annars eins og þess, sem varð í Chicago í fyrrakvöld. Þar kviknaöi í u/ju leikhúsi, miklu og veglegu, fullu af fólki, sem ærðist af ótta og skelfingu, eins og títt er, ef svo ber undir, og beið fyrir það bana svo mörgum hundrum skifti, jafnvel alt að 600, eftir síðustu fréttum. Þeir voru miklu fleiri, senr tróðust undir til bana eða köfnuðu r mannþvögunni, ar ruddist á dyr, eða þá fleygðu sér ofan af áheyrendapöllunum, heldur en hinir, er eldurinn grandaði beinlínis. Yfirvöldin í Rússlandi mynduðust loks við fyrir skömmu, að draga fyrir dóm eitthvað af lvristnum i 11 r æ ð i s- m ö n n u m þeim í borginni K i s c h i- n e w r Bessarabíu, er gerðu Gyðiugnm þar í borginni atsúg á páskunum í vor og myrtu þá hrönnum saman eða mis- þyrmdu hryllilega, konum og körlum, ungum og gömlum, og rændu fjármun- um þeirra eða eyddu, að lögreglustjóra bæjarius ásjáandi o. s. frv. Það leyndi sór ekki, að dómararnir gerðu sór alt far um að fá fjöður dregna yfir hin svívirðilegu illvirki, í stað þess að koma þeim upp. Þeir synjuöu hvað eftir annað sækjendum málsius urn frest, til þess að fá það prófað til hlítar eða sannleikann leiddan í ljós, og dærndu loks að eins tvo af illvirkjunum f nokk- urra ára tugthúsvinnu, en hina suma í eins eða tveggja ára herþjónnstu; fjöld- ann s/knuöu þeir. Það vitnaðist meðal annars, að lögregluliðið sumt, og þeir, sem yfir það voru settir, lótu sér ekki lynda að standa hjá og hafast ekki að, meöan illvirkin voru frarnin, heldur gengu í lið með morðvörgunum. Enn- fremur sannaðist það, að lostiö hafði verið upp þeirri lygi, að stjórnin < JPét- ursborg eða sjálfur keisarinn hefði fyr- irskipað þessa atlögu aö Gyðinguhi, eii margt af 1/ðnum ekki betnr að ser en það, að trúa slíku. Nú eftir hálfan má'.iuð tæpan er n/j- árshátið Rússa, eftir þeirra tímatali, og er nú mælt, að Gyðingar þeir, sem eft- ir tóra í Kischinew, eigi þá von á n/rri atlögu af hálfu hins kristna 1/ðs þar í borginni, og fiyja þeir þaðan, sem þess eiga kost. Ymsir mikils liáttar Gyð- ingar í Ameríku hafa skorað á Banda- ríkisforsetann og öldungadeildina, sem þar hefir afskifti af utanríkismálum, að hlutast til viö stjórnina f Pétursborg um, að afst/ra n/jum hryðjuverkum þar í Kischinew, en hafa fengið það svar, að slfk íhlutun mundi verða virt til fjandskapar, ekki sízt nú, er Rússar ættu ef til vill ófrið j'fir höfði sér. Dreyfusmálinu í París er nú það komið áleiðis, að beztu vonlr eru um, aö í því verði upp kveðinn n/r dómur og Dreyfus úrskurðaður alsak- laus af öllu þvi, er á hann var borið og hanu dæmdur tvívegis sekur um. — látinn þar að auki sæta 5 ára þræls- legri varðlialdsvist í Púkey, eftir fyrri dómnum. Það hefir nú sannast, að talið er, að helztn sakargögnin, þau er hann var sakfeldur eftir f síðara skiftið f Rennes 1899, tvö eða fleiri, hafi verið fölsuð — breytt ártali, og sömuleiðis í setningunni: »Þessi þorpari D.«, er áttj að þ/ða Dreyfus, D-ið búið til upp úr öðrum staf, C, er átti auðvitaö við alt annan mann. Kristjáu konungur nfundi ætlaði að vera heim kominn fyrir n/árið úr kynnisför sinni suður í Gmunden, þar sem hann sat silfurbrúðkaup Þyri dótt- ur sinnar og hertogans af Cumberiand 21. f. m., en í .þann sama mund lofað- ist önnur dóttir þeirra hjóna, Alexandra, Friðrik Franz, stórhertoganum í Meki- enburg —-Schwerin. En varð lasinn þar á jólunum af bakverk (Lumbago), sem hann hefir kent oft áður, og er nú viö rúmið, eða í rúminu stundum, og hefir því frestað heimkomunni um stund. Þess má geta, að Alexandra Eng- landsdrotning, dóttir hans, var í lífsháska stödd snemma í f. rnánuði á sveitasetri þeirra hjóna, Sandriugham. Þar kom eldur upp í höllinni um nótt, þar uppi yfir, sem drotning svaf. Hún var vak- in og fekk forðað sór út úr svefnher- berginu, en þá féll að vörmu spori loftið tiiður yfir rúmi hennar. Eldinn tókst að slökkva áður en miklar skemd- ir yrðu. Uppvfst varð fyrir skömmu um n/ja seðlafölsun hér. Það voru hundrað- króna seðlar, er nú voru falsaðir, fjár- hæðin falsaða 25,000 kr. alls, er vitnast hefir um, og komst glæpurinn upp sant- dægurs sem falsarinn tók til að hag- n/ta sór seðlana í viðskiftum. Það var yfir á Fjóni, og var hanti Iiöndlaður von bráðara. Það var trósmiSur frá Khöfn, N. P. Nielsen að nafni, \og var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.