Ísafold - 23.01.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.01.1904, Blaðsíða 3
15 hafi hann þó fundið sig að máli, ýmist í sömu erindum eða upp á peningalán til að stækka verzlun sína, en ekki orðið ágengt. Seint i janúar 1905 hafi J. H. gert boð eftir sér og borið sig upp undan þvi, að sá orðrómur gengi um bæinn og hafður eftir Bjh., að hann hefði hætt við skipa- kanpin af því að hann áliti að J. H. væri slæmur maður, er hann bæri eigi traust til. Kvað J. H. það bagalegt, ef þetta bærist til eyrna manni, sem hann ætlaði að fá i félag með sér um kaup á þilskipi. Bauðst Bjh. til að skýra þessum manni . frá, að enginn fótur væri fyrir þessum orðrómi, en eigi kærði J. sig um það og vildi eigi nafngreina manninn; i þess stað rétti hann skrifað vottorð að Bjh., er hann kvað sér mjög áríðandi að hann skrifaði undir, en því neitaði Bjh. er hann hafði lesið það, með því að í vottorði þessu stóð meðal annars, að þeir hefðu handsalað hvor öðr- um samning um kaup á skipi og að Bjh. ætti að greiða háar skaðabætur. Lét Bjh. i ljós undrun sina yfir því, að J. skyldi ætlast til að hann skrifaði undir slika fjar- stæðu. Varð J. H. gramur út af þessu en skrifaði þó nýtt vottorð og undir það skrifaði Bjh., en þar voru engir vottar við. Segir Bjh. að það sé sama vottorðið, sem lagt hafí verið fram í réttinum og dags. er 24. jan., nema hvað niðurlagið: »þó gegn þvi að greiða« o. s. frv. hafi þá ekki staðið í vottorðinu. Þenna framburð sinn hefir Bjh. staðfest með eiði fyrir réttin- um. 1 einkamálinu gegn Bjh. lagði J. H. fram vottorð frá vitundarvottunum undir skjalinu 24. jan., þess efnis, að þeir hafi verið viÖBtaddir, er Bjh. skrifaði undir skjalið, og að umrædd viðbót þá hafi stað- ið í því. En síðar hafa þessir menn bor- ið það fyrir rétti og unnið eið að þvi, að þessi vottorð þeirra hafi þeir undirskrifað eftir beiðni J. H., sem hafi stílað þau og ritað, og hafi þeir ekki kynt sér það, er þeir rituðu undir, en gert þetta í fullu trausti til fullyrðinga hans um að þeim væri það óhætt, og hefir annar votturinn borið, að J. hafi jafnvel bannað sér að lesa vottorðið, en hinn, að J. hafi rétt sér höndina upp á það, að honum væri óhætt að undirskrifa vottorðið. Menn þessir báru það nú í réttinum, að það væri algerlega rangt, sem í vottorðunum stæði; þeir hafi ekki verið viðstaddir þegar Bjh. ritaði undir skjalið 24. jan. eða séð hann rita undir það, heldnr hafi þeir seinna, hvor í sinu lagi, ritað undir skjalið sem vitundar- vottar og án þess að lesa skjalið eða kynna sér það og því geti þeir eigi borið um, hvort viðbótin hafi verið þar eður eigi. Annar þeirra hefir og borið, að J. H. hafi gert itrekaðar tilraunir til að fá hann til að flytja burtu úr bænum, eftir að húið var að stefna honum til að bera vitni í unálinu; en hinn votturinn hefir borið, að J. H. hafi reynt að ýta undir hann með að standa fast við ranga vottorðið. Sjálfur hefir J. H. orðið tvísaga um sum atriði þessa máls en níargsaga um önnur og enga fullnægjandi skýringu, sem mark sé á takandi, getað gefið um það, hvers vegna hann eigi skildi eftir autt bil á und- an dagsetningunni fyrir viðbótinni, sem hann kveðst hafa látið bíða að setja i skjalið þangað til Bjh. var sjálfur við- 8taddur. Yfirrétturinn segir þvi, að þegar athug- aðir séu allir málavextir i heild sinni, skjalið 24. jan. f. á. sjálft, með viðbótinni, sem J. H. kannast við að hafa ritað inn i það, hinar algerlega ófullnægjandi til- raunir hans til að skýra tilorðning skjals- ins og ösaDnindi þau i mikilvægum atrið- um, sem bann hefir gert sig sekan í og sem auðið hefir verið. að komast fyrir, þá virðist mega álíta framkomna nægilega fulltrygga sönnun fyrir þvi, að það hafi verið án vilja og vitundar Bjh., að ákærði bætti nmræddu Diðurlagsákvæði inn í nefnt gkjal og að hann þanuig hafi falsað það. Pyrir þetta dæmdi yfirrétturinn kærða í 12 mánaða betrunarhússvinnu og máls- kostnaðarútlát. 18. þ. m. kvað yfirréttnrinn upp dóm i sakamáli gegn Oddi Stigssyni og Margréti Eyjólfsdóttur úr Skaftafellssýslu fyrir grimd- arfulla meðferð og misþiimingar á drengn- um Páli Júliusi PáÍ8syni. — Yfirrétturinn sýknaði Margréti en staðfesti béraðsdóm- inn að þvi er Odd snerti, 12 mánaða betr- uúarhússvinnu og allan málskostnað fyrir báðum réttum. Rétturinn telur dauðaor- sök drengsins ósannaða, með því að engin innri líkskoðun hafí farið fram. Landsbókasafnið 1903. Á lestr- Les- Léð Lántak- arsal. endur. b. út. endur. Janúar .. . .. 605 235 356 197 Febrúar .. . . 425 18. 300 142 Marz .. 526 165 285 133 Apríl .. 852 113 310 165 Mal .. 332 121 214 105 Júní .. 301 108 8-’ 36 Júlí .. 367 121 264 157 Agúst .. . . .. 169 116 272 151 September. .. 114 107 206 79 Október. .. .. 456 127 447 256 Nóvember . .. 480 150 505 301 Descmber . .. 601 124 310 168 4728 1674 3551 li90 Á árinu hafa safninu bæzt 1167 bindi. Gefið hafa: Det kgl. danske Videnskab- ernes Selskab 6; Det store kgl. Bibliotek; Commissionen f. Led. af d. geol. og geogr. Undersögelser i Grönland; prófessor Fiske 47; ráðunautur Sig. Sigurðsson 6; búfr.kand. Guðjón Guðmundsson 4; Keale accademia dei Lincei; U. S. Department of Agricult- ure; prófessor H. Matzen 96; landshöfðingi M. Stephensen 5; cand. mag. Helgi Péturs- son 2; Videnskabsselskabet i Kria; Den norske historiske Kildeskriftkommission; adjúnkt Bjarni Sæmundsson 3; yfirkennari Stgr. Thorsteinsson; prófessor Finnur Jóns- son 8; cand. mag. Bogi Th. Melsteð 6; Rigsarkivet; prófessor Þorv. Thoroddsen 2; Statens statiskiske Bureau; B. Jónsson ritstj.; Geologisk Survey of Canada; realstud. P. Zo- phóníass. 5; Skákfélag Rvíkur 2; Meteorolog. observatorium Upsala; Þ’ herrar 0. og V. Finsen; rektor dr. B. M. Olsen 2: kommiss- ionen f. d. Arnamagn, legat; hr. B. Quar- itch; lektor Þórh. Bjarnarson; stud. art. Baldnr Sveinsson; bókbindari Sig. Jónsson; cand mag, Helgi Jónsson; Kh.-deild H. ísl. bókm.f, 28 pésa; hr. E. P. Evans; Det kgl. nord. Oldskriftselskab; f rú v. Maurer; frök- en Lehmann-Filhés; Det kgl. Sökort- Archiv; Páll Melsted sagnfræðingur 100; forngripa- vörður Jón Jakobsson; síra Þorv. Jakobs- son 12; biskupsritari Ó. Rósenkranz 2; Fornleifafélagið. Handrit hafa verið keypt 100. Lbs. -°/, 1904. Hallgr. Melsted. Miður góðfjjörn auglýsing. Umboðsmaður ,Alfa‘ skilvindunnar hefir sett auglýsingu í islenzk blöð, sem gengur út á að »Perfect« skilvindan skilji eftir 0.23°/0 af feiti i undanrennunni, i mótsetn- ing við »Alfa«, sem að eins skilji eftir 0,12°/0- Allir Isleadingar, sem nota »Perfect«, geta að visu séð, að þetta er gripið úr lansu lofti, i þvi skyni að mæla með »Alfa« skilvindunni, en vér skulum þó með tilliti til annara, sem hafa áhuga á mjólkurmeð- ferð og sem sökum hina villandi innihalds auglýsingarinnar hæglega mundu geta fengið skakt álit á skilvindu vorri, skýra frá et'tirfylgjandi: Við rannsóknina i hinni sænsku Alnarp- stofnun, sem auglýsingin á við, var alt út- búið ti) þess að »Perfect« skilvindan næði svo lélegum árangri, sem unt var. Menn létu rannsóknina ná yfir meir en tvær klukku- stundir, sem engin skilvinda nema »Perfect« hefði getað staðist — allar aðrar skilvindur hefðu, eftir að liðnar voru 2 klukkustundir, skilað nýmjólkinni aftur án þess hún væri skilin, — og þegar hér við bætist, að menn prófuðu vélina með rjómaprósentum, sem aldrei koma fyrir i daglegri brúkun, geta menn séð að skil, sem náði 0,23 undir þessum kringumstæðum, í fylsta máta staðfesta, að »Perfect« er sú fyrsta flokks skilvinda, sem hún er nú orðin heimsfræg fyrir. Að þessi úrslit í formi, sem færir til verri vegar, eru notuð af miður góðgjörn- um keppinautum, er talandi sönnun fyrir þvi, hversu mjög menn óttast framgang »Perfect« skilvindunnar á markaðinum, og þegar menn gefa gætur að þvi, að árlega seljast fleiri »Perfectskilvindur til íslands en allar aðrar skilvindutegundir ti) samans, og að jafn málsmetandi menn eins og skóla- stjórarnir Torfi Bjarnason í Ólafsdal, Jónas á Eiðum og Grönfeldt mjólkurfræðingur allir hafa vottað, að »Perfect«skilvindan sé bezt af cllum skilvindutegundum, er skiljanlegt, að hræðsla keppinautanna er ekki ástæðulaus. Það er hvað eftir annað sannað, að »Perfect«, undir venjulegum kringumstæð- um, skilur mjólkina betur en nokkur önnur skilvinda, sem til er. Svo vér tökum dæmi, skal að eins nefnt, að við samkepn- ina í Lodi á Italiu skildi »Alfa« skilvindan 0,06 — 0,07°/0 af fitu eftir í undanrennunni, en »Perfect« að eins 0,05°/0. Enn fremur skulum vér nefna búnaðar- skólann á Hvanneyri, þar sem »Perfect« skildi að eins eftir 0,01“/,, af feiti í undan- rennunni,búnaðarskólanniLadelund: 0,013°/0, búnaðarskólann í Dalum: 0,070/°, mjólkur- meðferðarskólann i Lauvain (Belgia): 0,05— 0,ll°/0 ríkisbúfræðing P. Sylvan, Österlund Svíariki: 0,l°/c. Af ofanskrifuðu munu menn nú hafa fengið hugmynd um, hvers virði auglýsing- araf slikri tegund, sem hinumrædda »Alfa« auglýsing, eru. Að öðru leyti skulum vér ekki að neinu leyti verja »Perfect« skilvind- una, sem með sinni óbrotnu byggingu, mikla hæfileik til að skilja vel, traustleik og hag- leik talar fyllilega sjálf fyrir sig. Að þessir ogaðrir ágætireiginlegleikar ,Perfect‘ skilvindunDar séu mikils metnir um allan heim, nm það bera vott hin mörgu fyrsta flokks verðlaun, sem »Perfect« ber úr býtum. Khöfn 28. nóvember 1903. Hlutaíélágið Burmeister & Wain véla og skipaverksmiðjur. Jón Helgason kaupmaður, sá er dæmdur var í yfirréttinum 11. þ. mán. fyrir skjalafals, eins og getið er um á öðrum stað hór í blaðinu, var horfinn héðan úr bænum á mánudaginn 18. þ. mán. og sagði kona hans, að hann hefði skroppið austur yfir fjall til að heimta inn skuldir. En Hafnfirð- ingar, er voru á ferðinni hingað inneft- ir á sunnudaginn, kváðust hafa mætt honum á leið þangað suður eftir. Sendi þá bæjarfógeti 2 menn á stað til að elta Jón. Botnvörpungar tveir höfðu legið á Hafnarfirði á laugardaginn en farið þaðan a sunnudagsmorgun, svo að ekki gat Jón hafa komist með þeim. Hóldu sendimenn því áfram, eftir að hafa fengið skipun syslumannsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu til hreppstjór- anna i suðurhreppunum um að taka Jón fastan, ef hann fyrirfindist þar. Sendimenn fréttu til Jóns í Keflavík og var hann kominn þar út í botnvörp- ung. Hreppstjórinn í Rosmhvalanes- hreppi á heima í Keflavík; fór hann þegar út í skipið og sótti Jóu og var hann þar hjá hreppstjóranum um nótt- ina. En árdegis morguninn eftir, er sendimenn ætluðu að fara að leggja á stað með Jón, þurfti hann að bregða sér rótt urn augnablik út fyrir dyrnar, sem ekki er í frásögur færandi, en virð- ist þá í svipinn hafa gleymt því, hvern- ig ástatt var og kom ekki inn aftur. Þegar svo farið var að skygnast eftir honum var hann allur á burt. Sneru sendimenn við svo búið aftur, hóldu til Reykjavíkur og sögðu tíðindin, er gerst höfðu í för þeirra. En hrepp- stjóri hafði gert ráð fyrir að láta veita Jóni eftirför og þóttust einhverjir hafa séð á eftir honum áleiðis suður í Hafn- ir; en engar fregnir hafa af honum komið síðan, enda ekki langt um liðið. Skæð lungnabólga hefir ger.gið í Yestmanneyjum. Er sagt að 12 hafi dáið úr henni, 5 eða 6 komu hingað með Lauru til að leita sér hér lækninga, en 5 voru eigi ferða- færir og urðu að láta fyrirberast heima. Síðdegismessa i dómkirkjnnni á morgun kl. 6 (B. H.). Aðalfundur i hlutafélaginn »Rsykjavik« var haldinn mánudaginn 18. þ. m. Stjórnin mætti á fuudinum og 10 félagsmenn aðrir. Hún lagði fram reikning yfir tekjur og gjöld félagsins siðastl. ár, er sýndi að félagið átti útistandandi fyrir auglýsingar c. lv00 kr. og áætlað c. 200 kr. útistandandi fyrir blaðið, en fyrir það höfðu greiðst einar 200 kr. á árinu. I sjóði átti félagið c, 90U kr. og var samþ. að borga af þeirri upphæð til félagsmanna 15°/0 af hlutum hvers eins og 100 kr. þóknun til gjaldkera fyrir liðið ár. Það kynlega atvik kom fyrir á fundin- um, að tillaga kom fram um það, að láta einn félagsmann greiða hærra gjald fyrir auglýsingar í blaðinu en hann hafði gert skriflegan samning um við gjaldkera fé- lagsins og var sú tiilaga samþykt með 11 atkv. þar á meðnl gjaldkera, en afleiðing- in varð sú, að hlutaðeigandi félagsmaður sagði sig úr félaginu, kvaðst ekki taka til greina slíka fundarsamþykt þvert ofan i skriflegan samning, og því síður vilja búa við slíkt eftirleiðis. Stjórn var endurkosin: Konsúl Thomsen formaður, kaupm. Thor Jensen skrifari og kaupm. Ben. S. Þórarinsson gjaldkeri. Mebcator. Óveitt prestakall. Mosfell i Mosfellssveit i Kjalarnes- þings prófastsdæmi, (Lágafells og Braut- arholtsaóknir) metið kr. 1234, 44. Upp- gjafaprestur í brauðinu nýtur af því kr. 34,44 til eftirlauna. Yeitist frá fardögum 1904. Auglýst 19. janúar Umsóknarfrest- ur til 7. marz. Ávextir heiðingjatrúboðsins. Dr. Denni segir i 3 bindi bókar sinnar: »Heið- iagjatrúboð og þjóðlífsframfarir.« (1902): Nú eru 558 kristuiboðsfélög og siðasta ár voru tekjur þeirra um 74 miljónir og 296 þús. krónur. Kristniboðarnir eru (að með- töldum konum þeírra) 18,682 — þar af eru yfir 34t)0 ógiftar stúlkur. — Innlendir starfsmenn eru 79396 og starfar þessi skari á 30536 stöðvum. Evangeliska kristniboðið - og hér er einungis nm það að ræða - tel- ur 14364 söfnuði i heiðingjalöndum með 4623560 safnaðarmeðlimum og 1550729 al- tarisgestum. Það hefir 94 háskóla með 35539 stúdentum og 375 prestaskóla þar að auki með 71965 stúdentum, 179 iðnað- armannaskóla með 9074 lærisveinum og 18742 lýðskóla með 904442 nemendum þá eiga kristniboðsfélögin 159 prentsmiðj- nr i heiðingjalöndum og prenta i þeim 379 blöð og timarit. Enufremur hafa þau 379 sjúkrahús, 783 lyfjabúðir, 711 lækna, sem jafnframt boða kristindóm, 350 heimili fyrir munaðarleysingja og 30 heimili fyrir blinda og heyrnarlausa. — — A öllu þessu er auðsætt, að það er fáfræðinni einni, sem getur dottið i hug að segja að »heiðingja- trúboð hafi komið litlu til vegar og sé hé- gómamál.« Fórn Abrahams. (Frh.) »Nú iðrast rauðálfarnir þeas eflaust, að þeir sleptu okkur þremur fram hjá, en dálítið er það nú um seinan. — Jæja þá! Hingað ná okkar menn ekki, en bæjarrústirnar eru sjálfsagt allgott vígi. Pieter, ef við hefðum tíma til þess, drengur minn, skyldir þú fá að sjá laglegan sjónleik, en þú verður að ríða á móti hersinum og biðja hann að hraða sér; rauðálfarnir eru víst ekki færri en fjögur hundruð. Sextíu af okkar mönnum ráða vel við fjögur hundruð af þeim, því einn Búi er á við 10 rauðálfa, — það veit eg af eigin reynslu, eg hefi skotið á þá fyrri. En óþarfi er það, aðeyðablóði voru í smáorustum, það er nær að taka þá höndum. Ríð þú eins og þú eigir líf þitt að leysa til hersisius og biddu hann um að flýta sér, — hvert augnablik, sem honum seinkar, getur kostað mannslíf og þá er þó betra, að þér volgni dálítið. Flýttu þér, xdreng-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.