Ísafold - 13.02.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.02.1904, Blaðsíða 2
26 á þingmenn kjördæmisins, að hreifa þessu atriði á þinginu í aumar, og fá kjördaginn (10. sept.) færðan fram undir lok september eða í október- mánuð. Hvað gera svo heiðr. þingmenn til að tryggja sér atkv. fjallabúannafram- vegis ? Hvorugur þeirra nefnir þetta á nafn, svo séð verði í þingtíð. Annar þeirra (H. |>.) var þó kosinn í nefnd í kosningalagamálinu og hafði því sér- lega gott tækifæri, hefði viljann ekki vantað. 088 þótti fljótt blása byrlega úr þeirri átt. 1. þm. vor nefndi ekki einu sinni á nafn Húsatóttafundinn í blaði 8Ínu, og 2. þm. 1agði í kjölfarið: nefndi að vísu Húsatóttafundinn, en taldi þann fundinn (að Selfossi) fyrir öllum málunum, sem þó var sagður enn fámennari, og ræddi fátt eitt af landsmálum, nema eftir fyrri fundin- um. Aftur bættist við talsvert af einkamálum sveita og einstakra manna, og »prívat«-halar uxu aftan á sumar landsmálaályktanir fyrri fundarins. Flestu slíku var kappsamlega fylgt fram á þinginu. Menn hér upp í sýslunni hafa út af þessu hvfslað, bara sín á milli, tveimur orðum : »þingmenn Flóamanna*. Vér berum það traust til ísafoldar, að hún Ijái oss rúm fyrir vorar fundarályktanir ó- breyttar, ef þess gerist þörf. í öllum þessum atriðum, sem eg hefi gert að umtalsefni, í stjórnar- skránni og kosningalögunum, falla þungir straumar, og allir falla þeir úr sveitum til sjávarins. í þeim á lög- gjafarvaldið stærstu sporin, sem stig- in hafa verið, og líkindi eru til að stig- in verði, til að draga bændnrna og bændaefnin írá landbúnaðinum og koma þeim á lagið, að fyrirlíta bænda- stöðuna og fótum troða dýrmætustu réttindi hennar. Hlutabanhinn er að smáfærast nær takmarkinu, að taka til starfa. Bankastjórinn danski, hr. Emil Sehou, er kominn aftur, eins og kunnugt er, og er nú farinn að leggja drög fyrir húsgögn og önnur áhöld handa bankanum, er hann ætlar alt að kaupa hér í bænum, að svo miklu leyti, sem það er fáanlegt. Hann mun og vera farinn að hafa augastað á væntanlegum starfsmönn- um bankans, féhirði, bókara o. s. frv., þó ekki verði útkljáð um skipun þeirra að svo stöddu. Þingmaður Akureyrar. Svo er að sjá á »NorðurI.« að amt- maður Páll Briem muni hljóta kosn- ingu á Akureyri, er þar að kemur. Meir en helmingur kjósenda hefirþeg- ar lýst yfir því, að þeir vilji engan fremur á þing kjósa en hann, og er það eigi nema eðlilegt, því að fáir munu bera meiri framfarahug í brjósti en amtmaður. Króbótt gerist nú leiðin til þess að komast um ísland. Magnús Einarsson dýra- læknir fer til Leith, í veginn fyrir Vestu, til þess að bomast austur í Múlasýslur. Mýrdælingar og Landey- ingar fara til Reykjavíkur til þess að komast út í Vestmanneyjar. Laus sýsla. Sýslumannsembættið f ísafjarðar- sýslu (og bæjarfógetaerobættið á ísa- firði) er auglýst laust til umsóknar f Stjórnartfðindunum 3. þ. mán. Áfs- laun 3500 kr. Umsóknarfrestur til 17. maf þ. á. Áætluð gjöld Reykjavíkur kaupstaðar 1904. Hann er orðinn alldýr, sem við er að búast, höfuðstaðarbúskapurinn. Mannfjöldinu er orðinn mikill og svæð- ið stórt, sem kaupstaðurinn nær yfir, alla leið frá Rauðará fram í Granda- bót og suður að Skerjafirði. Mann- fjölgun í kaupstöðum fylgja aukin fá- tækraþyngsli og af stærðinni leiða aukin gjöld til vega, vatnsbóla o. fl. þeir eru að líkindum ekki margir, sem gera sér erindi á bæjarþingstofuna á haustín, þegar áætlun um tekjur og gjöld bæjarins liggur þar til sýnis al- menningi, til þess að forvitnast um hana, og er því ekki með öllu óþarft að birta ágrip af henni, enda ekki ó- fróðlegt bæði fyrir bæjarbúa og lands- menn yfirleitt. Ágrip af gjöldunum er þannig: Skattar og gjöld af eignum . 80 kr. Laun gjaldkera............... 1500 — Skrifstofuhald Os fl..........800 — Manntalskostnaður .... 500 — Laun tveggja sótara . . . 1300 — Umsjón og laudvarzla . . . 280 — Næturvarzla.................. 1020 — Lögregluþjónusta .... 1777 — Eftirlaun..................... 580 — Laun yfirsetukvenna .... 200 — Ýms gjöld......................165 — Til vegabóta................. 6500 — —• mælingar kaupst. . . 2100 — — renna, snjómoksturs o. fl. 1400 — — vatnsbólanna .... 1000 — — slökkvitóla og slökkviliðs 500 — — ljóskera ...... 1800 — Afgjald af Hlíðarhúsum og Ánan. 204 — Vextir og afborganir af lánum 8215 — Til áhalda.....................150 — Óvænt og óviss útgjöld . . 2000 — Til ómaga og þurfamanna . 16420 — — þurfamanna annara sveita . 600 — — barnaskólans .... 10595 — 59,686 - Langhæsti liðurinn í þessum gjalda- bálk eru gjöldin til ómaga og þurfa- manna, 16420 kr., og fara vaxandi með ári hverju; af þeirri upphæð er áætlað að helmingurinn (8000 kr.) gangi til meðgjafar með beinum ómög- um, hitt styrkur og lán til þurfa- manna (7500), greftrun, flutningur o. fl. þá eru og vextir og afborganir af lánum (yfir 8000 kr. á ári) orðin til- finnanleg byrði fyrir bæinn, en það fé telur enginn eftir, með því að lánun- um hefir á sínum tima verið varið bænum til nauðsynlegra íramfara. því síður telja menn eftir framlagið úr bæjarsjóði til barnaskóla bæjarins, þótt allhátt 8é orðið; af þeirri upphæð eru 6000 kr. áætlaðar til aukakenslu Upp í þenna kostnað komavæntanleg skólagjöld (áætl. 4000 kr.). Upp í öll gjöld bæjarsjóðs (60000 kr.), hrökkva tekjur hans eigi meir en svo, að freklega -/3 af upphæðinni verður að jafna niður á gjaldendur í aukaútsvör. Aðaltekjurnar eru þessar: Leigur af túnum og lóðar- blettum, eftirgjöld, hagatoll- ur o. fl.................. 3303 kr. Sótaragjald............... 1700 — Óvissar tekjur............ 1200 — Tíundir og hundaskattur . 230 — Endurgoldin fátækralán . 1600 — Skólapeningar............. 4000 — Lóðargjald................ 7800 — 19833 — Hér við bætást þá aukaútsvörin, sem með hækkun fyrir vanhöldum nema þetta árið rúmum 43000 krón- um. Fréttakufli af Síðunni, ritað 15. jan. ’04 — Þetta er fyrsti dagnr vetrarins, sem ber með sér frost og fannir. Stráin ýla ömurlega í hinni nöprn kylju og loftið er hörkulegt. Fénaðurinn sækir að húsunum og geng- ur rakleitt inn en jöturnar eru enn þá tómar. Skepnunum virðist renna i skap; sauðirnir herjast og hrossin bítast. Og það er ekki að undra, þótt þeim þyki tími til kominn, að smakka á heyjaforðanum. Það er svo áliðið. En áður en eg tala meira um áhrif þau, er þessi kylja kann að kafa, virðist mér sanngjarnt að minnast hins liðna sumars og þess, sem af vetrinum er, að nokkru. En eg verð að hyrja nokkuð framarlega, til að komast fyrir orsakir ýmsra atvika, sem verður síðar minst á. Siðari hluta maimán. og fyrri hluta júní var hér sífeldur þurkur og rumba; varð grasvöxtur því i minna lagi, og þó einkum vegna þess, að eldurinn í Vatnajökli hnldi oft hina vermandi vorsól þykkum reykjar- mekki. Þetta hefði þó ekki orðið tilfinn- anlegt tjón, hefði ekki ill vættur sóttsveit- ina heim. En það var maðkurinn. (Jein hann yfir vallendi alt og heiðar og eyddi alt, er fyrir varð (grassvörðinn), nema þar sem vatn var yfir. Varð jörð öll, þar sem hann fór yfir, fyrst hjúpuð hvitri blæju, sem væri þar dauðinn nálægur; seinna varð blæjan dökk, en það var likklæðið sjálft; enda kom þar ekki stingandi Btrá sumarlangt. Og svo var mergðin mikil, að þar sem voru gamlar rústir og kafagras, er hann gekk yfir, varð grámosi eftir, svo mikill, að huldi skóvörp þess, er um það gekk. Afleiðingin af plágu þessari varð bæði mikil og ill; tún, sem máttu heita allvel ræktuð, eftir þvi sem hér gerist, urðu ekki slegin fyr en um höfuðdag og þó ekki öll. Það var því ekkert undarlegt, þótt húfræð- iskandidat Guðjóni Guðmundssyni fyndist ekki til um túnræktina á Siðunni. En ó- nákvæmt er þar frá skýrt, er hann segir i 60. tbl. ísafoldar, að hér sé erfitt að ná í góðan mó. Getur hann þess þvi til afsök- unar, hve túnin séu illa ræktuð. Mér kem- ur ekki til hugar að ségja góða hirðingu á áburðinum hér í sveit, svo sem vera setti, en hitt er víst, að mór hefir enginn fund- ist hér á milli Sanda, svo tækur sé, nema lítið eitt við Skaftá. En það má enguin að gagni vera, nema þeim búendum: Kirkjubæjarkl. og Hólms. Get eg þessa til skýringar við umsögn Guðjóns. Taðan varð hjá sumum hændum helmingi minni en áður og 2/s bjá öðrum. Af þvi leiðir tilfinnanleg fækkun á kúm hér í sveit. Sumarið var yfirleitt þurkasamt, demhur þó tíðar, en mjög var hlýtt og þökkuðu menn það brennunni miklu á jöklum uppi. Oft kom þar npp reykur svo mikill, að eystn helft sjóndeildarhringsins huldi um miðjún dag. Að nokkrum tíma liðnum gekk krapaskúv yfir, ærið dropastór, og gegnvætti heyið alt. Yar að því mikill bagi. Seinni hluta septemhermán. var hér rosa- samt og rigningar stórfeldar; uxu þá vötn- in ákaflega og sýndi Skaftá þess Ijós merki, að eigi er brúin óþörf, svo sem Árna Zak- ariassyni þótti, er hann vann að byggingu stöplanna í sumar. En þá var ájn óvenju- lega vatnslítil; ollu þvi biuir miklu þurk- ar, þann tima allan, sem að hrúarsmiðinni var unnið. Eann nú stór áll aftan við hrúna og sópaði mikilli hrúgu af sandi burt, en þar er sker undir, sem hann vann ekki á. En erfið er uppgangan á brúna síðan. Nú um jólin brauzt áin yfir, milli tveggja aðalbrúnna, þar sem vegur- inn var hlaðinn upp en ekki steyptur. Bar hún ofanlburðinn burt, en hleðslan stendur. Er þar nú mittisdjúpt ker og ófært lestum. Má Árni af þessu ráða, að Skaftá getur orðið ill yfirferðar, þótt á sumri sé. Er honum vorkunn nokkur, þótt hann vissi það ekki, en trúa mátti hann mönnum hér, er þeir sögðu honum sannleik einan. Yeturinn má telja ágætan, það sem af er; leyndar var frostharka nokkur nóvem- ber allan og nokkurn, hluta desembermán., en sifeld staðviðri og auð jörð. Ekki er eldurinn i jöklinum sloknaður enn, og þykir mönnum sem það verði varla vetrarlangt; eldsneytið virðist óþrjótandi. 12. þ. m. gengu tveir menn frá Hörgs- landi á fjall. Urðu þeir seint fyrir og er þeir gengu eftir dal einum djúpum, sló sorta yfir svo miklum, að þeir sáu varla handa sinna skil. En er þeir komu upp á dalbrúnina, sáu þeir að sortinn kom úr þeirri átt, sem eldurinn var. Litlu siðar rofaði til i sömu átt; þótti þeim þá því líkast, sem árroða slægi yfir jökulinn all- an, en það var eldurinn. Þetta var um kl. 9 að kveldi. Eru þeir menn til hér, sem þakka vilja eldinuin mikla bliðviðri það, er staðið hef- ir svo lengi, en sjálfsagt er það imyndun ein. Hefi eg nú drepið á það helzta viðvíkj- andi veðráttunni og eldinum. Skal nú minst á ástandið að öðru leyti í fám orð- um. Má með sánni segja, að búskapurinn er að breytast til batnaðar og þokar öllix áfram, þó hægt fari. Jarðabætur aukast að mun og húsin eru bygð upp. Er það alkunna, að hibýla- prýði hefir góð áhrif á menn og má telja í því stóra framför. Pöntunarfélag er nú nýstofnað til að bæta verziunina, sem ekki er nærri góð Eru stofnendur þess mörgum kunnir sð samvizkusemi og dugnaði, og má vist að félagsskap þessum gagn verða, ef allir fé- lagsmenn verða skilvísir. Nautgriparæktunarfélug er og stofnað. Eru allar kynbætur bændum talsvert áhuga- mál. Er þá enn ótalið það, sem ekki er minst um vert, en það er stofnun lestrarfélags, sem er nú í undirbúningi. Má af þvi verða mikið gagn, nái það föstum fótum. En til þess þarf það fylgi allra góðra manna hér á Siðu og í Landbroti. Það ættu þeir að muna, sem vilja að það hafi framgang. Einn þeirra manna, sem lestrarfélagið er áhugamál, er ungur bóndi hér á Siðunni, Lárus Helgason. Er hann dugnaðarmaður og hefir aflað sér nokkurrar mentunar af sjálfsdáðum. Má af honum góðs vænta. Yfirleitt ern menn að vakna og veita meiri athygii hinum ýmsu málum iands vors. Víst er og það, að eigi eru menn ánægðir með úrslit stjórnarskrármálsins á siðasta þingi og gefa nú nánar gætur að þvi, sem verða vill. Um skoðanir manna skal ekki fjölyrt nú. En fullyrða má, að fleiri eru landvarnarskoðunar upp til sveite- en »heimablaðið« hyggur. P. Eftirmæli. 25. júlímánaðar síðastliðinn andaðist 4 Ljótarstöðum i Austur-Landeyjum sóma- konan Margrét Þorkelsdóttir. Húnfædd- ist á Vatnshóli í Kross-sóbn árið ltw23, af heiðvirðum og góðum foreldrum. Árið 1858,. 15. júlí, giftist hún eftirlifandi og syrgjandi manni sinum: Magnúsi Björnssyni, bróður Þorvaldar óðalsbónda á Þorvaldseyri. Höfðu þau hjón þvi, er hún andaðist, lifað saman í hjónabandi í 50 ár og nokkra daga betur, eignaít 7 börn, en af þeim eru 3 dáin; 4 munu lifa, 2 dætur hér á landi: Guðrún kona Guðna bónda á Ljótarstöðum og Elin kona Þorkels Hreinssonar snikkara i Rvik og 2 synir i Ameriku: Björn og Þorbjörn. Svo sem börnin syrgja ástrika móður, harmar ekkillinn, aldurhniginn og mæddur af sjónleysi um 8 ár, góða og trú- fasta eiginkonu, er aðstoðaði hann af fremsta megni í elsku og trygð, meðan hún hafði heilsu og var sjálf uppréttum fót- um. En heilsa hennar og þróttur var mjög að þrotum komið er hún sofnaði siðasta blnndinn, áttræð að aldri. Hún ávann sér ást og virðing elskenda sinna svo og ann- ara, er til hennar þektu, sem valmenni til orða og verka, hreinlunduð, hógvær og góð- gjörn kona. »Attatíu árin rann hún, og ætið dyggilega vann hún.« M. Þ. 10 janúar þ. á. andaðist á Kirkjulandi í Austur-Landeyjum Guðmundur Þorkels- son smiður, 75 ára gamall, bróðir Margrét- ar sál. frá Ljótarstöðum. Þar fæddist hann og ólst upp og dvaldi þar í 2 ár eftir að hann var kvongaöur, en að öðru leyti bjó hann allan sinn búskap á Brekk- um í Hvolhreppi. Honum varð með eftir- lifandi, syrgjandi eiginkonu sinni, Olöfu Jónsdóttur frá Múla i Pljóstshlíð, 14 barna auðið, en af þeim er oss ekki annað vitan- legt en b séu lifs; 3 synir og 5 dætur, af þeim eru Steinunn og Jngibjörg búsettar á Kirkjulandi, Guðbjörg bústýra Tryggva bankastjóra, Guðrún kona á Torfastöðum í Fljótshlið og Anna ógift i Vestmanneyjum^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.