Ísafold - 26.03.1904, Side 1

Ísafold - 26.03.1904, Side 1
'Kenmr út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skmfleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé ti > útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 26. marz 1904 16. blað. Jiuóstadi JiaA^aAhv 1. 0. 0. F. 854l8‘/j. I. E. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á ijiverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld 11 —12. Frilotkning á gamla spitalanum (lækna- -skólanum) á þriðjudögum og föstudögum 41. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og ounnudag8kveldi kl. 8'/j siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 <ag kl. t> á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- «ndur kl. 10V2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 41 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag 41.12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ,og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið k sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Miljóna-þingið. 600—700 þúsunda lialli. Svo hefir síðasta alþingi verið nefnt. J>að hefir verið skírt miljóna-þingið. Öllnm mætti þykja vænt um, ef fjárhagsáætlun vor skifti mörgum milj- ónum króna. |>á væri fremur en er fé fyrir hendi til þjóðnauðsynja vorra. En miljónaþingið hafði því miður ekki slík fjárlög til meðferðar. |>að voru að eins útgjöld landsins á næsta fjárhagstímabili, sem því tókst að láta skifta miljónum; en tekjurn- ar voru líkt og að undanförnu eða liðug hálf önnur miljón, og var þó víst reynt að teygja úr þeim svo sem hægt var; enda hafa víst sjaldan verið rninni líkur en nú til þess, að tekj- nrnar fari fram úr áætlun. En þrátt fyrir það enda fjárlögin með því, að liðugar 400 þúsund krón- ur vantar til þess, að tekjurnar hrökkvi fyrir útgjöldunum, og þegar þar bæt- ast við öll önnur útgjöld, sem samþybt voru með öðrum lögum, þá stendur fjárhagsáætlunin þannig við þinglob, að 6—700 þús. kr. vantar til, að landssjóður geti greitt gjöld sín. En miljóna-þingið lætur ekki hér við lenda. Landssjóður á hér á ofan að taka til láns hálfa miljón króna til gadda- vírskaupa fyrir bændur, til að girða með öll tún á landinu á næstu 5 ár- um. Að vísu er þetta kallað lán, sem bændur eiga að borga á ékki skemmri tíma en 41 ári, þótt enginn allra þings- ins gaddavírsfræðinga þori að fullyrða, að girðingarefni þetta endist lengur en 12—16 ár. Sé litið til skilvísi vora að undan- förnu í greiðslu landsjóðslána, þá geta víst fáir látið sér detta í hug, að þessi hálfa miljón verði nokkurn tíma að fullu endurgreidd landssjóði, verði hún annars nokkurn tíma notuð, nema ef það ætti að gjöra endurgreiðBlu þessa láns vissari en annarra landsjóðslána, að íslenzku bændurnir eiga að hafa þá ánægju, að borga það að minsta kosti 20 ár eftir að enginn örmull er eftir af girðingum þeim, er forfeður þeirra reistu fyrir fé þetta. þetta eru fjármála-afrek miljóna- þingsins, og fyrir þau hefir það fengið nafuið. Enginn tekur til þess, þótt þingið verji fé landsins í drjúgum mæli til arðvænlegra og nauðsynlegra fram- kvæmda og fyrirtækja, séu skynsam- legar tryggingar fyrir því, að fjárveit- ingar þess bomi að tilætluðum notum. Meðal vor er þörf á miljónum til andlegra og verblegra framfara. En þeirri þörf er lítt borgið, þótt fé landsins sé bruðlað, sumpart í fjár- veitingar, sem mjög er tvísýnt að komi að noturn, sumpart til þess, er vel má dragast þjóðinni að meinfangalausu, og sumpart í allsendis ónauðsynlega og enda stórhneykslanlega bitlinga til einstakra manna. f>ess háttar fjárveitingar má telja í tugum og enda hundruðum þúsunda króna á síðasta þingi, og því er lands- sjóði með sama áframhaldi stofnað í hrein og bein fjárþrot. Rangt væri að bregða síðasta þingi um skort á fro.mfaraviðleitni, þótt ár- angurinn yrði fremur lítill. Fram- farakippirnir voru oft mjög harðir; það voru framfara-kapphlaupmillihinna heiðruðu fulltrúa, en forustulítið og oft athugalítið kapphlaup, sem jafnan er hætt við að endi með fleiri eða færri gönuskeiðum. Hygnir búmenn fresta oft þeim út- gjöldum, sem fresta má að skaðlausu fyrir bú þeirra, heldur en að hleypa sér í skuldir, og ekkert er þeim fjær skapi en að eyða bústofni sínum í ó- þarfa og glingur. þeirra aðalregla í búskapnum er, að sníða sér stakk eft- ir vexti. t framfara-kapphlaupinu á síðasta þingi hefir þessarar reglu lítt verið gætt. Sumir hinna gætnari þingmanna finna reyndar sáran til vandkvæðanna í fjármálameðferð þingsins; þeim of- býður handagangurinn í landsjóðs- öskjunum, en fá engu við ráðið. í orði kveðnu kannast og margir við, að fjárhagurinn sé fremur bágborinn. En þegar til atkvæðanna kemur, þá þarf þetta björdæmið að fá þessar þúsundirnar, þessi náungi þennan bitl- inn; það þarf að hlaupa undir bagga með sýslusjóðunum og sveitarsjóðun- um, og krónurnar streyma í tugum þúsunda til margs þess, sem nauðalitlar líkur eru til, að þjóðinni sé til nokk- urs verulegs gagns. Svo endar alt framfarabramlið með því, að ekki er éinn eyrir eftir í lands- sjóðnum, jú, vantar hátt upp í miljón krónur til þess að geta greitt af hendi öll hin samþyktu útgjöld. |>á er visað á viðlagasjóðinn. Það er svo sem ekkert tiltökumál, þótt gripið 8é til viðlagasjóðsins til bráðnauðsynlegra framkvæmda, eins og t. d. útrýmingar fjárkláðans, þótt reyndar sé meira en vafasamt, að honum verði algerlega útrýmt hér á landi; en þar er um þjóðarnauðsyn að ræða. En þegar farið er að eyða þessum viðlagasjóðskrónum í brutl og bitlinga, þá hefir þeim til lítils gagns safnað verið. Annars ætti þingið að fara mjög varlega í, að eyða þessum litla við- lagasjóði, þegar framtíðarhorfurnar eru ekki glæsilegri en nú gerast þær. Landbúnaðurinn er talinn standa á mjög völtum fæti og hrópar ár frá ári á meira fé sér til viðreisnar; og sjáv- arútvegurinn er fremur í hnignun en framför, og fólkið streymir þúsundum saman af landi burt. jpjóðin virðist því alls ekki að þessu leyti vel við því búin, að taka á móti stórkostlega auknum skattálögum, sem verða því óhjákvæmilegri, sem rösklegar er að því unnið, að eyða því litla, sem til er. jpegar svona er ástatt, er fremur ástæða til varfærni í fjármálum lands- ins, en að ausa fé til ýmissa fjárveit- inga, sem mjög er tvísýnt að komi landinu að nokkrum verulegum notum, — eða þá eru þess eðlis, að þær mega vel bíða, þar til betur árar. — Ef síðasta þing hefði haft þetta fyr- ir augum í meðferð fjárlaganna og annarra fjármála, þá hefði tekjuhallinn sjálfsagt orðið drjúgum minni; en þá hefði líka ef til vill verið minna látið af framfaraviðleitni miljónaþingsins. En ætli að framfarirnar verði ekki endasleppar, ef mörg þing skilja við fjármál landsins eins og þetta þing? þ>að verður engin þjóð framfaraþjóð með ráðlítilli méðferð á fé sínu; eyðslu- seminni fylgir oftast sultur og seyra, og þjóðmenning og sjálfstæði eru aldrei í för með slfkum hjúum. — jpetta er fyrsta sporið á þjóðræðis- brautinni, brautinni sem á að liggja til aukinnar hagsældar, menningar og sjálfstæði þjóðarinnar. það er óneitanlega ekki höfðing- lega úr hlaði riðið. En nýja stjórnin á líka að taka 1 taumana þegar í stað. . Hún á að finna góð ráð til að auka tekjurnar, svo að eitthvað verði til að moða úr. Síðasta þing mátti ekbi vera að því. jpað hafði aðeins tíma til að auka út- gjöldin, svo að það gæti kastað tómri pyngjunni í nýju stjórnina. Um þetta koma þær vinkonurnar Heimastjórn og Framsókn sér prýði- lega samau, þar sem þær sitja með tvær hendur tómar yfir tómri lands- sjóðsskrínunni. f>ær þvo sér um hend- urnar eftir öll eldhússverkin og heita síðan á nýja ráðherrann að hjálpa sér að rétta við fjárhaginn. Fyrsta verk nýju stjórnarinnar verð- ar því það, að finna ráð til viðreisnar fjárhagnum—, hún verður að koma fram fyrir næsta þing með tillögur um stórkostlega auknar skattálögur á þjóðina. Vér heimtum ötula og frarakvæmd- arsama framfarastjórn og tölum borg- inmannlega um alls konar framfarir; en í sömu andránni búum vér svo í hendurnar á þessari stjórn, að fyrsta verkið hennar er að leitast við að bjarga landinu frá fyrirsjáanlegum fjár- bröggum sökum fjárráðsmensku alþing- is. |>etta er óneitanlega síður en eigi skemtilegt fyrir fulltrúaþing þjóðarinn- ar. f>að hefði verið ólíkt skemtilegra að byrja þjóðræðistímabilið með góðum fjárhag og geta þegar heimtað af stjórn- inni, að hún léti atorku sína og þjóð- rækni lýsa sér í því, að gjörast þeg- ar á næsta þingi frumkvöðull þjóðlegra framfarafyrirtækja, með því að fé væri fyrir hendi til þeirra í landssjóðnum, i stað þess að nú verður að byrja á því að útvéga fé. |>egar svo er í garðinn búið, getur þingið ekki vel verið mjög heimtufrekt við stjórnina. f>að stóð ólíkt betur að vígi gagnvart henni, ef fjárhagur lands- ins hefði verið nokkurn veginn góður, er hún tók við völdum. Að því mátti ganga vísu, að stjórn- in yrði skipuð þeim mönnum, er kunn- ugir voru högum þjóðarinnar og gátu helgað stjórnarstörfunum alla krafta sína. f>etta var auk þess, sem áður er tekið fram, ærin hvöt fyrir síðasta þing til að vera enda venju framar varfærið í fjármálum og fresta heldur afgreiðslu mikilla vandamála en að flaustra þeim af lítt hugs>iðum og lítt undirbúnum. Sá var á næsta nesi, er gat íhugað þau og undirbúið til næsta þings miklu rækilegar en þetta þing átti kosti á. Eg á við hina nýju stjórn. Túngirðingamálið, sem í raun og veru er mjög mikilsvert mál, hefði t. d. haft betra af að bíða til næsta þings til undirbúnings og athugunar fyrir stjórn og þjóð, en af öllu flaustrinu og bráðlætinu & síðasta þingi, sem veldur því, að áfellisdómar þeir, sem upp hafa verið kveðnir um lög þessi, eru þvi miður í flestum greinum alveg réttir. Allmargar f járveitingarnar hefðu einn- ig vel mátt biða til næsta þings; þær hefðu þá verið betur athugaðar og fjár- . hagurinn betri. Nu munu allir telja sjálfsagt, að út- vega verði landssjóði nýjar tekjur á næsta þingi. f>að hefði helzt átt að gera það á siðasta þingi. Hvað var í raun og veru sjálfsagð- ara en að auka tekjurnar um leið og útgjöldin voru hæbkuð svona stórkost- lega? þá hefði þing og stjórn átt hægra með að ráða frarn úr ýmsum nauð- synjamálum þjóðarinnar á næsta þingi heldur en nú eru líkur til, eftir því sem fjárhagnum mun verða farið. f>egar það er fysirsjáanlegt, að auka verður tekjur landsins, þá er alls ekki hyggilegt að draga það þar til fjár- hagurinn er kominn í óefni, svo að demba verði þungum sköttum á þjóð- ina, hvernig sem á stendur og hvernig sem í ári Iætur. f>að er líka mikill munur á því, að leggja nýja skatta á gjaldþegna Iands- ina til framkvæmdar nauðsynlegum framfarafyrirtækjum, er alla þjóðina varðar, eða til þess að bæta úr fjár-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.