Ísafold - 26.03.1904, Síða 2
62
kröggum, er ef til vill stafa af ráð-
lauslegri meðferð á landsfé.
J>að er hér um bil S&mi munur og
fyrir bóndanum að taka lán til arð-
vænlegra jarðabóta á ábúðarjörð sinni,
eða til að borga með gamlar kaupstað-
arskuldir, ef til vill ráðlauslega stofn-
aðar.
|>að hefir bingað til ekki verið ástæða
til, að kvarta undan háum sköttum
til landssjóðsins; þeir munu óvíða eins
lágir og á íslandi. Stjórnarhögum
vorum hefir og til þessa verið þannig
háttað, að ekki hefir verið ástæða til
að ganga hart að gjaldþegnum lands-
sjóðsins með skattálögur.
JGn nú, þegar búastmávið, að þjóð-
in fái sér samhenta stjórn, samhenta
í því að efla andlegar og verklegar
framfarir sínar, þá má hún sannarlega
ekki kinnoka sér við, þótt skattarnir
hækki nokkuð, því að framfarirnar
kosta fé; og tími þjóðin ekki að leggja
á sig aukin gjöld til aukinna fram-
fara, þá hefir hún lítið með þjóðræðið
að gera.
fin það er réttmæt krafa af þjóðar-
innar hálfu til ráðsmanna hennar á
þjóðbúinu, að þeir verji fé hennar
með hagsýni og ráðdeild.
Gjaldþegnarnir verða að fá eitthvað
verulegt í aðra hönd fyrir skattana.
Fjölgun embætta og hækkanir em-
hættislauna geta verið nauðsynlegar;
en það verður að sjást annar og meiri
árangur af hækkuðum skattálögum,
eigi þær að vera fyllilega réttmætar í
augum gjaldendanna.
Hver þjóðrækinn maður geldur skyld-
ur sínar og skatta með ánægju, sjái
hann einlæga viðleitni samfara skyn-
samlegri fyrirhyggju á að verja þeim
til hagsældar landi og lýð.
En þjóðræðinu íylgir sú helga skylda,
að þjóðin hafi vakandi auga á því,
hvernig ráðsmenn hennar, þingið og
stjórnin, fara með fé hennar.
Láti hún þeim ári lengur átölulaust
haldast uppi^nokkur ókærni eða hirðu-
leysi í fjármálum Iandsins, þá drýgir
hún stórsynd gegn sjálfri sér og er
þjóðræðinu ekki vaxin.
8. St.
Ríkisskuldir ýmissa þjóða, m. m.
Hér er allra nýjasta skýrsla um rik-
isskuldir ýmissa þjóða, frá síðustu ára-
mótum, talin í miljörðum króna fyrir
Stærri ríkin. En hver miljarð fbiljón)
er 1000 miljónir.
Miljarð kr.
Frakkland um 22
England — 13
Rússland — 12
f>ýzkaland — 12
Ítalía — H1/.
Austuríki-og Ungverjaland — ÍO^/,
Bandaríkiní N.-Ameríku... — 9
Kína — 9
Japan — 9
Spánn — 67:
Portugal — 3
Belgia tæpir 2
Holland um 17:
Annarra ríkja skuldir flestra eru fyr-
ir neðan 1 miljarð, þar á meðal Svía
og Norðmanna um 570 miljónir, og
Dana um 210 miljónir.
|>að koma 577 kr. á mann á Frakk-
landi, hvert mannsbarn, af ríkisskuld-
unum þar, eða 3—4 þús. kr. á meðal-
heimili; á Englandi 316 kr. á mann;
á f>ýzkalandi 211 kr. og í Danmörku
82 kr.
Danir greiða rúmar 7 milj. kr. í
ársvexti af sínum ríkisskuldum; en
Frakkar um 900 miljónir, Rússar 534
miljónir og f>jóðverjar nærri 500 milj.
f>að er skrítið, að þær eru alveg
jafnstórar, eftir síðasta manntali, höf-
nðborgirnar í Rússlandi og í Japan:
1,440,000 manns í hverri, Pétursborg
og Tokio. En í Peking, höfuðborginni
í Eína, er ekki nema 1 miljón. Kaup-
mannahöfn er nú nærri komin upp í
J/2 milj. (480 þús.). Flestallir ríkis-
höfuðstaðir hér í álfu eru þó stærri.
Minni er Lissabon, með 310 þús.,
Stokkhólmur með 305 þús., Kristjanía
með 225 þús., og Aþena að eins 120
þús.
Hvimleiður ósiður.
Hr. ritstjóri! Getið þér ekki látið ísa-
fold hjálpa mér til að koma af einum ósið,
sem hér við gengst í bænum, og raunar víð-
ar hér á landi, að eg er hræddur um. Eg
kalla það hneykslis-ósið, þótt þeim þyki
hann kannske smár, sem honum eru orðnir
samdauna, — hafa jafnvel aldrei öðru van-
ist. En eg er sannfærður um, að annarra
siðaðra þjóða mönnum, sem rækju sig á
hann, mundi bregða heldur en ekki i hrún,
og vilja rengja það, sem þeir hefði heyrt
og lesið, að hér hyggi vel siðuð og ment-
uð þjóð.
Eg á við útstreymið hérna úr dómkirkj-
unni um útgöngusdlminn. Eg tiltek
dómkirkjuna, bæði af því, að þar finst
mér að vér eigum að ætlast til fyrirmynd-
ar- siðsemi og háttprýði, og af þvi, að mér
er sagt, að miklu minna kveði að þessum
ósið i frikirkjunni, og að í kaþólsku kirkj-
unni beri alls ekkert á honum.
Það er hlöskranlegt, að horfa á söfnnð-
inn fá í sig óviðráðanlegt óþol, i öll sin
bein, óðara en útgöngusálmurinn er hyrj-
aður. Þarna sprettur upp annarhvor mað-
ur, ungur eða gamall, karl eða kona, i
flestum sætum í kirkjunni, innarlega og
utarlega, og tekur á rás fram kirkjugólfið,
svo að kembir aftur af og leggur saman
súginn af þvi og súginn inn um opnar
kirkjudyrnar. Hver hópurinn rekur annan,
svo að varla verður hlé á allan útgöngu-
sálminn.
Það er engu likara en að söfnuðurinn í-
myndi sér, að sálmurinn sé þessu nafni
nefndur af þvi, að hann sé til þess ein-
mitt ætlaður, að vera nokkurs konar her-
gönguljóð eða dans til að stiga eftir fram
kirkjugólfið; söfnuðurinn megi og eigi að
nota hann til að ganga út eftir!
Eg veit varla ólíkara, fyrir þá sem eiga
eitthvað erindi i guðs hús annað en að
sýna sig og sjá aðra, að fá að sitja i friði
og næði þangað til guðsþjónustunni er al-
veg lokið, bænin á eftir lesin og tekið að
klingja út með kirkjuklukkunum,— eða hitt,
að vera þarna nærri því eins og í rétt,
þar sem alt er á rás og ferð og flugi.
Er þá meira, er þá þyngri kvöð að hlýða
messu til enda en að sitja undir sjónleik
þar til er tjaldið fellur ?
Þeir bera sjálfsagt fyrir sig sumir, kven-
fólkið sumt að minsta kosti, að sér liggi á
heirn að hugsa um maíinn eðu annað þess
háttar. Já, það getur viljað til stöku sinn-
um og fyrir Btöku einstæðingum eða ein-
yrkjum. En að slikt eigi við um allan
þann sæg, alla þá mörgu tugi og hundruð
jafnvel, er gera sér að reglu að rása út
um útgöngusálminu á helgum dögum, eða
meðan verið er að syngja einhvern seinui
hlut einhvers passíusálmsins á miðvikudög-
unum um föstuna, — það nær engri átt.
Það væri gaman að reyna eitt, gera eina
tilraun.
Það er, að kyrja í stað einhvers útgöngu-
sálms ogláta orgelið byrja á versinu því arna:
Þá foiðum til hins fyrsta manns
Guð faðir leiddi brúði hans, o. s. frv.
og vita, hvort öllu kvenfóikinu að minsta
kosti lægi þd þessi ósköp á út úr kirkj-
unni, eins og það á vanda til. Hvort það
hefði ekki tima til að hinkra ofurlitið við
og veita því eftirtekt, hvernig brúðurin
»tæki sig út«.—
Þakka yður fyrir, ef þér takið þessar
línur af mér, hr. ritstjóri. Eg þekki það,
að ísafold er »vinur sem til vamms segir«,
eins í því, sem smátt kann að virðast,
og hinu sem meira kveður að, og að
margur lætur hógværar áminningar hennar
og umkvartanir sér að kenningu verða.
Kirkjurækinn.
Færeyja-pistlar.
v.
Dönsk barnaskólatelpa átti að lýsa
loftslagi á Grænlandi. Hún átti að
gera utn það danskan stíl. Hann
varð svona:
»|>að snjóar alt af á Grænlandi. Og
þegar ekki snjóar, þá rignir hann alt-
af. Og altaf er hvínandi rok. En þess
á milli er blíðalogn og glaðasólskin*.
Ekki mundi að vísu þessi lýsing
eiga við veðráttuna í Færeyjum, ef
nokkurt vit væri annars á henni.
En hitt lætur öllu nær, sem S.
Tromholt heitinn sagði, að þar væri
svo stormasamt, að veðrið svifti fjöll-
unum — þau eru fremur smá — í
háa loft og dembdi þeim hvoru ofan á
annað, margar lofthæðir. En svo
kæmi vanalega kastbylur úr annari
átt, og þá fyki alt það hrófatildur um
koll aftur, og væri þá kári vanalega
svo hugull, að snara fjöllunum á sama
stað og áður, eins og ekkert hefði í
skorist. fessar aðfarir gerðust að
jafnaði á nóttum, og því tæki fólk ekki
eftir þessu.
Jpað var eitthvað þessu líkt, sem
honum sagðist frá veðrahamnum í
Færeyjum. Og hafi það ekki verið,
sem eg skal ekki ábyrgjast, þá hefði
það verið honum líkt, þegar honum
tókst upp.
Verið var daglega að reyna að
bjarga einhverju úr Scotlandi, einkum
farþegadótinu. En svo ilt var veðrið
og brimið svo mikið, að aldrei varð
komist að skipinu eða út f það fyrstu
vikuna öðru vísu en á seilinni, hinni
sömu og vér fórum á til lands.
|>að var mjög seinlegt verk og erfitt,
og engan veginn hættulaust. þeir
fóru á stað fyrir birtu frá Skálavík
dag eftir dag norður á strandið, skip-
stjóri og skipshöfn, sem eftir var, og
fjöldi Færeyinga. En stundum kom-
ust þeir ekki lengra en á brúnina upp
yfir strandinu, og urðu að snúa þar
aftur. |>ar var þá ekki stætt veður.
þetta var ekkí öllum hent, svona dag
eftir dag. Við fréttum það síðast til
stýrimannsins okkar, eftir að við vor-
um komnir til þórshafnar, að hann
var lagstur veikur þar í Skálavík,
sjálfsagt af þreytu og vosbúð.
Við komumst til pórshafnar frá
Skálavík laugardagsmorguninn 20.febr.,
með dálitlu færeysku fiskigufuskipi, er
heitir Grani og þeir eiga Mortensens-
bræður í Trangisvaag, auðuguRtukaup-
mennirnir í Færeyjum.
B. Kr. hafði beðið góðkunningja
sinn einn í þórshöfn, landa vorn Magn-
ús Einar8son kaupmann, að útvega
okkur þar góðan verustað, og hafði
hann gert það vel og dyggilega. Við
fengum þar beztu vist, hjá frk. Christ-
iane Vang, er hýsir útlenda ferða-
menn og veitir beina m. m.
Ekki er það svo sem að kanna ó-
kunnuga stigu, fyrir oss íslendinga, að
koma til f>órshafnar. En ekki er þó
lengra á að minnast en sem svarar ein-
um mannsaldri, er vér þektum lítið meira
til Færeyja eða fórshafnar eða Fær-
eyinga heldur en til Kína og Kínverja.
Og það ætla eg, að teljandi séu þeir
landar meðal alls þess fjölda, er kom-
ið hefir við í f>órshöfn á milliferðum
milli íslands og Khafnar eða Skotlands,
er rati almennilega um höfuðstaðinn
Færeyinga, þótt varla muni íbúðar-
húsin vera fleiri þar en sem svarar
100—150 í mesta lagi. Bæjarbúar
eru sagðir um 1700.
f>að er stundum sagt um Hafnar-
fjörð, að honum sé eins og holað nið-
ur í hraungjótu.
En vel mætti kalla, að hann stæði
á víðum völlum, fögrum og sléttum, í
samanburði við f>órshafnar bæjarstæð
ið.
jþvílíkar gjótur og lautir og brekkur
og hamrar og klappir og ógöngur eða
ófærur!
Færeyingar eru manna færastir og
fimastir að síga í björg. Ykjur mundu
það vera kallaðar að vísu, að ekki
veitti af bjargfimi og bjargfærum til
þess að komast um göturnar í f>órs-
höfn. En svo er þó bratt þar sum-
staðar, að hafa verður stigahandrið og
seilur fram með strætunum til þess
að halda sér í, ef komast á þar slysa-
laust upp og ofan. Sumstaðar er göt-
uhallinn svo mikill, að gera hefir orðið
rið eða stigahöft í sjálfa götuna.
f>ar eftir eru krókarnir og bugðurnar
á götunum. Hvergi sér þar eftir heilli
götu af enda og á í senn, hvort sem stutt
er eða löng, heldur að eins lftinn spotta
í einu, og veit enginn, hvað við tekur
eftir fáein fótmál, hvert heldur brött
hlíð, hengiflug, gljúfur eða jafnslétta.
f>etta um gljúfrin eru engar ýkjur.
f>að renna ekkí færri en þrjár ár
gegn um borgina,- ekki skipgengar að
vísu, en full-ægilegar, með fossum og
gljúfrum. f>ær heita Hafnará, Réttará
og Sandá; hún er í vesturjaðri bæjar-
ins eða raunar utan borgar, nema hvað
prestsetrið stendur þar; það heitir í
Sandgerði og presturinn Rohde, en
hvorki Einar eða Sveinbjörn.
Ef einhvern tíma gengi svo mikil
framfara-alda yfir Færeyjar, að óhæfa
þætti annað en að hafa akvegi um
allan höfuðstaðinn þar og jafnvel spor-
brautir og rafmagnssporvagna, þá væri
það auðvitað alls ekki ókieift. f>að
þyrfti ekki annað en að brenna bæinn
allan fyrst, hleypa því næst niður í
holtin og klungrin og klappirnar svo
sem 100 þús. pundum af sprengitundri
(dynamit) og láta loks ganga vænt
herfi um alt saman, með svo sem
20,000 hesta afli.
f>á mætti að því búnu fara að efna
til strætagerðar o. s. frv.
Strætanöfn eru engin Ietruð i f>órs-
höfn. En til eru þau þó í fróðra.
manna minni, sum dönsk og sum Fær-
eysk. Hér eru nokkur hinna færeyskut
Gongen, Reinen, Brisnagade, Bak hell-
an.
Ekki man eg, hvort það er Gongen
eða Reinen, þar sem styðja má sig
báðum höndum við upsirnar sína
til hvorrar bandar, þegar gengið er
eftir götunni; breiddin ekki meiri en
það.
f>að er ekki fiar fyrir, að bærinn er
ekki ósnotur á að líta, þótt strætin
séu hlykkjótt, mishæðótt og mörg ör-
m]ó. Húsin eru yfirleitt snotur, flest-
öll úr timbri, og ýmist með torfþaki
eða úr bárujárni, eins og hér.
Helztu húsin þó flest úr steini, svo
sem kirkjan, amtmannssetrið, og land-
fógeta og héraðsdómara (Sorenskriver).
Mikilli alúð og gestrisni áttum vér
að fagna í f>órshöfn, skipbrotsmenn.
Sumum, þeim er á undan voru komn-
ir okkur B. Kr., höfðu þeir landfó-
geti og héraðsdómari boðið til sín til
gistingar að öllu leyti, og áttu þeir
þar beztu daga alla tíð, sem dvalið
var í f>ór8höfn.
Amtmaður (Bærentzen) var ekki
heima, heldur suður í Khöfn; hann
er landsþingismaður. Sömuleiðis
lyfsalinn, Ólafur Fínsen, sonur Hann-
esar Finsens, er amtmaður var
í Færeyjum fyrir 30 árum eða þar
um bil, en bróðir prófessor Niels Fin-
sens, ljóslækningamannsins heims-
fræga.
Heimboð þágum við að landfógeta
annan dag eftir að við komum. Hanu
er mesta ljúfmenni og þau hjón bæði.
Hann heitir Engelstoft og er sonur
Engelstofts þess, er biskup var á
Fjóni lengi. En faðir biskupsins var