Ísafold - 23.04.1904, Blaðsíða 2
90
í Noregi fengu þeir við, fyrir lítið og
ekkert að jafnaði.
Á þessum ferðum sínum kyntust
þeir konungum og jörlum og öðrum
stórhöfðingjum. Ef þeir voru skáld,
ortu þeir lof um konungana og jarl-
ana, og þágu að þeim góðar gjafir að
kvæðislaunum, svo sem vopn, hringi,
sem stóðu mörk, góðan klæðnað og
stundum alfermd skip o. s. frv. Hirð-
vistin var jafnan sjálfsögð, hvort sem
þeir voru skáld eða eigi.
Kaupmennirnir í þá daga voru skart-
menn miklir og sömdu sig mjög að
siðum erlendra höfðingja. þeir gengu
á litklæðum, báru gullrekin sverð og
spjót og gullroðna hjálma og skildi,
riðu í 8teindum söðlum og bárust
mjög á.
jpegar þeir voru orðnir þreyttir á
farmenskunni, staðfestu þeir ráð sitt
og fóru að búa, áttu þátt í héraðs-
stjórn heima í sveitum og f landsstjórn-
inni á alþingi, enda voru þeir allmarg-
ir goðorðsmenn.
Með þessum kaupmönnum fiuttist
mikil mentun inn í landið, svo sem alls
háttar sagnafróðleikur og þekking í
margar áttir, leturgerð og fleira. ís-
lenzkir kaupmenn höfðu mikla Ianda
fræðis-þekkingu á þeim tímum og ís-
lenzkur kaupmaður fann Ameríku.
f>að var mikið um að vera á alþingi,
er þar bar að kaupmenn, er voru ný-
komnir handan um haf. þingheimur
hnappaðist utan um þá, að hlýða á
tíðindi þau, er þeir höfðu frá að segja.
það var þó hvorki fyrirhafnarlaust
né áhættulaust, að vera í kaupferðum
á þjóðveldistímunum. Skipin voru lítil
og iila útbúin og þægindalaust. Eng-
an leiðarstein höfðu þeir og urðu því
að stýra eftir gangi himintungla, en
eftir sjávargangi og vindi og hugboði
sínu, þegar þau sáust ekki. f>á var og
fleira að óttast en Ægi gamla og dætur
hans, en það voru víkingarnir, sem
lágu í hverjum leynivog.
íslendingar tóku sjálfir mikinn þátt
í verzlun sinni alt fram undir 1350
eða miðja 14. öld; þá er talið, að þeir
séu hættir að fara í kaupferðir að nokkr-
um mun. Staðirnir Hólar og Skálholt
áttu þó lengi eftir það kaupskip í för-
um. Um þessar mundir tóku Noregs-
konungar að leggja stund á verzlun
hér við land og þóttust eiga rétt á
henni.
f>á voru Norðmenn sjálfir að missa
verzlun sína í hendur Hansakaupmönn-
um. Á 15. öldinni verzluðu hér mest
Englendingar og á 16. öld mest f>jóð-
verjar.
Fátt var hér um íslenzka kaupmenn
fyrir 50 árum, er landið fekk verzlun-
arfrelsi. Þeim fjölgar og lítið fyr en
1885. f>á er landsbankinn stofnaður.
Eftir að fjárforræðið var fengið (1874),
var farið að leggja fé til samgangna á
sjó og landi. f>á var og fjölgað stór-
um löggiltum kauptúnum. f>etta þrent
tel eg hafa gert oss verzlunarfrelsis-
ögin að gagni mest og bezt, og eflt
íslenzku verzlunarstéttina í landinu,
því að fæstir voru þá svo efnum bún-
ir, að geta haft skip í förum.
Nú getum vér sagt, að vér eigum
efnilega, íslenzka verzlunarstétt í land-
inu.
En í hana vantar öflugasta hlekk-
inn, svo að hún geti heitið heil, og það
eru stórsalarnir (stórkaupmenn);
þann hlekk verðum vér að fá sem allra
fyrst, svo al-íslenzk verzlun geti blómg-
ast og dafnað í landinu.
Eins og nú stendur, er það lög-
gjöfin, sem lætur á sér standa. f>að
eru löggjafarnir, sem geta bætt úr
þessu.
f>að eru einkum þrjú skilyrði, er
mér virðist vanta til þess, að hérgeti
risið upp stórkaupaverzlun.
Eyrst og fremst vörugeymsluhús,
er reist sé á kostnað landssjóðs fyrir
allar tollskyldar vörur.
Annað, að lög vantar til að gera upp
á milli smásala og stórsala.
Hið þriðja skilyrði er ritsíminn.
Fyrnefnd þrjú höft þarf að leysa;
ella hefst hér aldrei stórkaupaverzlun.
Nú höfum vér fengið íslenzkan ráð-
gjafa, búsettan í landinu, mann, sem
þekkir vel til þarfa vorra í þessu sem
öðru. Nú getum vér því vænst þess,
að lög fengjust um þetta.
f>egar þessi höft eru leyst, þá líða
aldrei mörg ár svo, að hér rísi ekki
upp allfjörug stórkaupaverzlun, og auð-
vitað þá hér í Beykjavík.
f>egar vér erum búnir að fá stór-
kaupaverzlunina inn í landið, þá fyrst
blómgast íslenzk verzlun og íslenzkar
framfarir.
Það eru engir smávegis hagsmunir,
sem vér förum nú á mis við fyrir þá
sök, er nú var lýst, og enn lenda í
Danmörku og annarstaðar erlendis,
vegna þess, að íslenzkir smásalar verða
að kaupa vöru sína erlendis. þeir,
sem þurfa að fara utan til að sækja
sér vörur vita, hvað það kostar; og
þá vita margir, hver ókjör fara í út-
lenda umboðsmenn.
f>egar vér fáum innlenda stórkaupa
verzlun, er hefir aðsetu hér í Evfk,
þá sannast það, að innlendur iðnaður
fer að blómgast, og þá fer landbúnað-
inum og sjávarútveginum að fara fram,
en það eru höfuð-atvinnuvegir lands-
ins. Hugur verzlunarstéttarinnar fer
að vakna einmitt um að hjálpa at-
vinnuvegunum áfram, því að þá getur
henni betur skilist, að framfarir lands-
in8 í búnaði og sjávarútveg og fleira
eru hennar aðallíf.
Vér getum verið alveg vissir um
það, að stórkaupaverzlun í Eeykjavík
verður oss miklum mun ódýrari en nú
gerist oss til handa erlendis, þegar á
alt er litið, og o»s að öllu leyt.i miklu
hagkvæmari. Vér þurfum minna fjár-
afla að verzla með, og keyptum þá
síður þær vörur, sem vér verðum inn-
lyksa með, oss til stórtjóns.
f>egar stórsalarnir yrðu innlendir og
hér búsettir, þá rynnu allar þær tekj-
ur inn í landið, er sá hluti verzlun-
arstéttarinnar vinnur sér inn, en það
er venjulega drjúgt, þótt ekki sé mikið
hundraðsgjald af hverri krónu í hvert
skifti. Hver krónan fer oft margar
ferðir á ári.
Framfarir Eeykjavíkur sjálfrar yrðu
og margfaldar. Hér mundi koma
verzlunarskóli og máske kauphöll og
fleira og fleira oss til þrifnaðar.
Eg vil óska þess að lokum, að fs-
lenzk verzlunarstétt haldi betur sam-
an og verndi réttindi sín og hugsi bet-
ur um málefni sín en áður, án þess
þó að samkepnin minki að neinu
leyti, og að hún kenni viðskiftamönn-
um sínum að vera haldinorðir, með
því að vera sjálf haldinorð.
VerUsmiðjufélag
Akureyrarbúa átti með sér aðalfund
30. f. m., segir Nl. Félagið var stofn-
að fyrir 2 árum til að koma þar upp
klæðaverksmiðju. Hlutbafar, 10 að tölu,
lagt fram 30 þús. kr. og varið til húsa-
gerðar, vinnuvóla og vatnsveitu; og er
svo til ætlast, að verksmiðjan geti nú
kembt árlega um 40 þúsund pund ull-
ar og spunnið nokkuð, og fullnægt
þann veg þeirri aðsókn, er búast má
við að hún fái frekast. Það hafði dreg-
ið nokkuð úr atvinnurekstri félagsins
árið sem leið (1903), að mikill hluti
sumars fór til húsagerðar og til þess að
koma upp nýjum vélum. Þó hafði ver-
ið kembt meir en 20 þús. ullar og
nokkuð af því spunnið líka. Þó all-
góður árangur af atvinnurekstrinum,
eftir vonum; hluthafar fengið vexti af
fó sínu og aukið varasjóð siuii dálítið.
Frá Köreu og landslýð þar.
i.
Fróðlegt mun þykja að heyra lýst nokk-
uð því landi, þrætueplinu þeirra Rússa og
Japana. Þar höfum vér fyrir oss alveg nýja
hók danska. Ehrencron-Miiller heitir sá,
er skráð befir.
Kórea er mestöll skagi, er gengur suður i
milli Gulahafs og Jap&nshafs, er 4000fermílur
að stærð eða liðlega helmiugi stærri en ís-
land, og liggur jafn-sunnarlega og Spánn,
nær þó 2 stigum lengra í suður. Það er
frjósamt land og allfagurt, háfjöllótt aust-
an með sjó fram og hallar vestur af, með
mörgum dölnm þar og ám, er renna vest-
ur i Gulahaf. Tiu til tólf þúsund feta hár
fjallgarður er á landamærum Kóreu á
kafla þar í milli og Mandsjúríu Sá heitir
Jan-Alin. En þá ræður Yaluelfi landa-
mærum þaðan i útsuður. Yaludalur er
fagur og frjór, skógi vaxinn allur.
Loftslag er holt á Kóreuskaga og þægi-
legt. Akuryrkja er aðalatvinna landsbúa.
En meiri hluti lands i iitilli rækt sem engri.
Þar er mikið um tígrisdýr, léparða, birni,
villigelti, hirti, og krókódila í ám og vötn-
um. Þar er mikill sægur tígrisdýra; þau
eru mannfólki nærgöngul. Þau rifa stund-
um þak af kofum landsbúa og hlemma sér
niður yfir þá sem inni eru.
Söul kalla Evrópuþjóðir höfuðstaðinn.
Það kvað þýða konungssetur. Borgin
stendur í djúpum dal, þingmannaleið frá
sjó, nærri miðja landi að lengd. Fiest eru
húsin leirkofar með stráþaki. Þó er meira
horið i keisarahíhýlin. Það eru margar
hallir, með kínversku sniði. Þar er grjót-
veggur umhverfis, hár og breiður, og 3
hlið á, en vatnsdíki fyrir innan og brýr
yfir jafnmargar. Viggirðing er og um-
hverfis borgiua alla, 9 álna hár veggur,
um hálfa þingmannaleið á lengd, og 8 hlið
á. Hliðunum er lokað um nætur og geym-
ir keisari sjálfur lyklana, eins og Friðrik
YI. gerði við lyklana að hliðum Kaup-
mannahafnar. Stræti eru blaut og óþrifa-
leg. Þau þrifur enginn nema hundarnir.
Það er krökt af þeim í Söul, eins og i
Miklagarði. Kóreuhúar éta hundakjöt.
Rafmagnssporbraut er ein i Söul, eftir
Yesturheimsmenn. Bæjarbúar era sagðir
um 200,000. Þar er ein kirkja, kaþólsk,
en musteri engin, nema gamlar rústir.
Keisarinn á sér kvennabúr; þar eru 350
konur.
Um tölu landsbúa fer ýmsum sögum.
Líklegast þykir, að þeir muni vera um 13
miljónir. Þeirra er 19 þúsundir Japanar
og 5 þús. Kínverjar. Aðrar erlendar þjóð-
ir þaðan af færri. Höfuðþjóðin er mon-
gólsk að kyni, lík Kinverjum, en hærri
vexti, þróttmeiri og gerfilegri. Þeir eru
sagðir mjög greiðviknir og gestrisnir, Kór-
eubúar; hreinlyndir og hrekklausir, en þrá-
lyndir og hefnigjarnir. Mannavíg alltið.
Ekki láta þeir sér bregða við sár eða
bana, og kunna eigi að hræðast. Þeir eru
örlátir úr hófi fram og svallsamir. Þeim
loðir ekki fé við hönd, og mjög er þar
fátt um auðmenn. Ættræknir eru þeir
mjög. Þeir láta ekkert skyldmenni kom-
ast á vonarvöl, meðan nokkurs fjár hafa
ráð. Sé um að kenna leti og ómensku
örbirgð einhvers vandamanns, er hann
heimtur á ráðstefnu ættmanna sinna, þeirra
er ala önn fyrir honum, og hýddur þar.
Þeir eru yfirleitt engir verklundarmenn,
karlmenn í Kóreu. Þeir láta kvenþjóð-
ina vinna flesta stritvinnu, ganga sjálfir
auðum höndum, reykja, hjala og spila.
Þess hefir getið verið áður i blaði þessu
(9. marz þ. á.), að kvenfólk er lltt haldið
og i smáum metum haft í Kóreu. Þó
þykir það ósæmd karlmönnum, að vera
ókvæntir. Þeir eru þá hæddir og spjaðir,
stundum harðir bótalaust. Okvæntir menn
verða ogaldreifullveðja aðlögum. Fjölkvæni
er hannað. En frillur heimilt að halda
svo margar sem vill, og þykir sá enginn
eiginmaður með mönnum teljandi, er það
gerir ekki. Hjónaskilnaður er þar ekki
torsóttur. En ekki má maður kvongast
aftur, er skilið hefir við konu sína, meðan
hún lifir. Ekkjur mega ekki giftast, og
her ósjaldan við, að heldri manna ekkjur
skera sig á háls við útför eiginmanns
þeirra; það er þeim vegsauki.
Frábreytilegt er timatal Kóreubúa. Mán-
uði telja þeir eftir tungium og hafa 60
ár í öld. Vikuskifting hafa þeir enga.
Þeir eru gleðimenn miklir og hafa mæt-
ur á söng, sjónleikum og glímum. Hana-
at og nautavig er þeim og bezta skemtun.
Þeir eruog veiðimennmiklirog hafa enn mest
boga og örvar til veiða. Þeir kunna
manna bezt að láta fuglsrödd; það er ein
veiðibrella þeirra.
T.i-shi heitir keisari Kóreumanna, maður
litið yfir fimtugt (f. 1551). Hann tók
konungstign 1864, en við rikisstjórn sjálf-
ur 1873. Keisaranafn tók hann sér fyrir
fám árum (1897), og guldu önnur riki þar
jákvæði við. Kóreuriki er lýðskylt Kína-
keisara frá fornu fari og greiðir þangað
skatt ár hvert. Sendiherrasveit færir hann
heim til Peking á hverjum áramótum, en
þiggur í móti almanak um ár það, er i
hönd fer; það jartegnar lýðskylduna. Og
þegar höfðingjaskifti verða i Kóreu,
verður staðfesting að koma til frá keisar-
anum í Peking, svo að gilt sé. En þrátt
fyrir lýðskylduna er Kóreukeisari afarvold-
ugur þjóðhöfðiugi í jiegna sinna augumý
hann er og heilagur og friðhelgur i sinu
ríki. Fáum leyfist að lita hann augum
og engum að snerta hann. Það er metin-
guðleg náð, ef hann snertir einhvern þegna
sinna, og er sá likamshlettur heilagur upp
frá því, er keisarinn hefir komið við. S4
sem það happ hlýtur, má og bera rauða
silkisnúru þaðan af alla æfi eður og rauð-
an silkilinda, segja sumir. Ekki má nefna
keisarann nafni, meðan hann lifir; dánum
gefur eftirmaður hans honum nafn, er
sagan geymir. En ekki skifta erlendar
þjóðir sér af slíkri hégómakreddu. Ekki
má hafa mynd keisarans á peningum né
frímerkjum. Svipuð dæmi þessu nokkuð
höfum vér frá hirð Spánarkonunga forðum.
En illa getur slíkt upphefðardekur komið
sér fyrir keisarann sjálfan. Það er t. d.
eitt, að aldrei má járn koma við likama
hans neinsstaðar. Það er ekki langt á
að minnast, að það varð hani Kóreukon-
ungs eins, að læknir mátti ekki skera r
banvænt kýli, er hann hafði fengið. Um
það eru og nákvæmar reglur, hvað keisar-
inn má sér til munns leggja og hvenær
hann á að matast, hvort sem matarlyst
hefir eður eigi. Aðalmáltiðir hans eru
tvær, önnur fyrri hluta dags, en hinstundu
eftir miðnætti. Kúamjólk má enginn
drekka í Kóreurilri nema keisarinn.
Drotning átti Li-hsi keisari sér. Þau
voru jafnaldrar. Hún var mjög þjóðieg, og
fjandsamleg Japönum; þeir hafa lengi ver-
ið áleitnir við Kóreuriki. Fyrir rúmum 20
árum var stofnað gegn henni samsæri og
stýrði því tengdafaðir hennar. Hann var
vin Japana mikill. Samsærismenn brutust
inn til drotningar, hittu þar fyrir kven-
mann, er þeir hugðu vera hana, og þrýstu
henni til að drekka eitur. Hún dó, þegar. En
þau konungshjónin — hann var þá að
eins konungur — höfðu forðað sér og leit—
uðu fulltingis hjá Kínverjum. Þeim varð
ekki mikið fyrir að hæla uppreist þessa.
Amháttin, er eitrið hafði drukkið orða-
laust, til þess að bjarga lífi drotningar-
innar, var jarðsett með hinni mestu við-
höfn. En svo fór mörgum árum siðar, að
drotning var af dögum ráðin. Það var
eftir ófriðinn Japana við Kinverja 1894/95.
Þar hafði hún verið þeim allóþörf, Jap-
önum. Þá slógu japanskir hermenn og
kóreiskir hring um konuugshöllina á næt-
urþeli. Varðmenn konungs voru bögnir
til bana. Þá komu þeir þar að, konungur
og sonur hans, rikiserfinginn. Illvirkjarn-
ir vildu láta þá vísa sér til herbergja
drotningar. Þeir aftóku það. Þá voru
þeir illa leiknir og óvirðulega. Þá ætlar
heimilisráðgjafi konungs að varna þeim
leið. Þeir vógu hann þar. Þeir hittu loks
drotningu og eltu hana fáklædda út í hall-
argarðinn, vógu hana þar með hroðalegum
aðförum, heltu yfir likið steinolíu og,
kveiktu í. Þetta var 8. okt. 1895.
Gaddavírinn.
Hvorki í Suður-Þingeyjarsýslu né Eyja-
fjarðar hafa sýslunefndir kosið menn
til að skoða girðingarstæ'öi samkvæmt
túngirðingalögunum — segir NorSurl.
En í Skagafirði lcaus sýslunefndin menn