Ísafold - 27.04.1904, Side 3

Ísafold - 27.04.1904, Side 3
°g byrja á einhverjum framkvæmdum í þessa átt, t. d. gera út 2 skútur til reyuslu. Heyrat hefir mér á einstöku manni, að einfaldaBta ráðið til að bæta úr fiskþörf bæjarin8 væri, að gera út botnvörpung og láta hann fiska handa bænum. það væri líka ágætt ráð, ef bærinn væri nógu stór eða vildi gjalda nógu mikið fyrir fiskinn. En, eins og nú stendur á, býst eg ekki við, að það mundi bera kosíinaðinn, jafnvel þóttsá fiskur, sem ekki gengi út, yrði verk- aður til verzlunar. Oðrum hefir dottið í hug að fá út- lenda botnvörpunga, er veiða hér þorak til söltunar, að koma hingað inn og selja bæjarmönnum smáfisk, ýsu og kola. f>að gæti ef til vill rekið að því, ef fisk yrði ekki öðruvísi að fá og er enda að vissu leyti byrjað (botn vörpungar þeir, er fiska handa Edin- borgar-verzluninni), hve lengi sem það stendur. Eeykvíkingar og nágrannar þeirra, þar á meðal Akurnesingar, ættu að geta aflað sjálfir þess fisks, er bærinn þarfn- ast. Og í þeirri von, að þeir g e r i það, enda eg þessar línur. Botnvörpungar hjálpa. |>eir mega eiga það, botnvörpung- arnir ensku, svo mikið mein sem þeir vinna oss oft ella, að þeir eru mjög greið- viknir og hjálpfúsir við landsmenn í nauðum stadda á sjó. Eitt dæmi af því er ísafold skrifað núna frá Vestmanneyjum: þriðjudag 5. þ. m. (apríl) reru allir fiskibátar hér snemma nætur í blíðu veðri; en er á daginn leið og um það leyti er þeir fyrstu voru að koma af sjó, hvesti hann svo á vestan útsunn an, að bátar þeir, 6r langt voru undan, hefðu naumlega ná' landi hjálparlaust eða að minsta kosti ekki fyr en seint um kveldið. Um það leyti, er veðrið var skollið á, komu hér inn á leguna nokkrir ensk- ir botnvörpungar til að leita sér skjóls. j?á kom Gísla kaupm. Jónssyni í hug, ungum og ötulum vaskleikamanni, að reyna að fá einhvern þeirra til að sækja bátana sem eftir voru. Hann fekk með sér þá Hannes Jónsson hafnsögumann og Guðjón bónda Bjarnason til leiðbeiningar, er festa skyldi bátana, ef til kæmi, og líta eftir þeim. Flestir höfðu botnvörpungarnir lagst nm akkeri, en einn var laus. Hann var nýkominn með skip er hann hafði bitt á leið sinni og boðið að verða aft- ftn í sér heim óbeðið. Sá hét Cryst- aHte, skipgtj. W. Sörensen. Gísli kaupmaður kallaði upp til hans á stjórn- pallinn og spurði, hvort hann vildi gera sér þann mikla greiða, að fara austur fyrir Eyjar og leita þar uppi og sækja báta, er þar mundu vera og naumast mundu ná landi hjálparlaust. Skipstjóri svarar viðstöðulaust: »1 will do for you what you like«. Hann eimdi því næst með þá félaga beint austur fyrir Bjarnarey. þar bittu þeir 2 báta og var annar að draga lóð, en hinn á siglingu. þeir urðu mjög fegnir hjálpinni; mjög tví- sýnt hvort þeir næðu landi ella. þeim var tylt aftan í botnvörpunginn og þá haldið heimleiðis. En er komið var í nánd við Erlendsey, sást hvar 2 bát- ar lágu austan undir henni í skjóli; þeir treystuBt eigi að halda lengra vegna roksins. Skipstjóri hét að fara aftur eftir þeim, er hann hefði komið hinum tveim heim, og það gerði hann. Fyrir alla þessa fyrirhöfn vildi hann ekki þiggja einn eyri. Annar botnvörpungur kom þennan sama dag með mannlausan bát, er brotnað hafði nokkuð og slitnað aftan úr, en skipshöfn af honum komin upp í skipið, annan botnvörpung. Það skip heitir Selanon, skipstj. Arthur Smith, og hafði bjargað í fyrra bát í róðri frá Vestmanneyjum, er mundi hafa farist ella. Fyrir tilhlutun yfirmannsins á Heklu (varðskipinu) fekk skipstjóri fyrir það verðlaun frá stjórninni í Khöfn, silfurbolla með nafni hans á- letruðu og þrekvirki þessu hinu drengi- lega. Strand Inga kongs. Einn farþeginn þar, Jóh. Vigfússon konsúll frá Akureyri, hefir ritað Norð- url. ítarlegri skýrslu um slysið það og róttari en dönsk blöð fluttu, en eftir þeim var höfð frásögniu f Isafold um daginn. Skipið hafði lagt á stað frá Akur- eyri 2 dögum áður, sunnud. 20. marz, og byrjað þá ferðalagið á því, að sigla upp á Toppeyrargrunn við Eyjafjörð; var þar fast ll/2 stund. Klukkan var tæplega 3 aðfaranótt þriðjudags, 22. marz, er skipið heyrist hrína einu sinni snöggvast og nemur þá staðar að vörmu spori. »Eg sá ekki neitt fyrir hríð« segir bréfritarinn, »og hljóp niður; en í því brunaði skip- ið yfir flúðir, og hélt eg fyrst, að vér hefðum rekið oss á ísjaka; en fljótlega vis8Í eg, að það var ekki; því skipið hjó hvað eftir annað niðri. Eg vakti svo þá farþega í fyrsta farrými, sem voru ekki vaknaðir. Vér vorum 7, þar af 1 kvenmaður. En í 2. farrými voru 9 farþegar, þar af 1 stúlka og 2 ung börn á 1. og 2. ári. Nú var beðið dagsbirtunnar. Skipið hjó alt af í grjótinu. Vór vorum komn- ir svo langt upp í grjótið, að hægt var að fara á kaðli þurrum fótum niður f klungrið. En í myrkrinu sýndist sem vór hefðum lent undir hömrum, og var annar stýrimaður sendur á land með kaðal til þess að hægt væri að bjarga fólki, ef á þyrfti að halda. Hann átti mjög ilt að komast upp fyrir hamrabeltið. þegar kaðallinn var kominn á land, var mesta hættan búin. Enda var ekki mjög mikill sjógangur. þegar bjart var orðið, þektum vér, að vér vorum rétt skamt innan við HafDarbæinn (í Bakkafirði). Bátar komu nú fram og farþegar sendu með þeim alt dót sitt. Skipstjóri kennir því um, að komp- ásinn sé vitlaus, og muni um lö—16 stigum frá réttvísun. f>ess vegna höf- um vér lent hingað á tanganum í stað þess að ná Vopnafirði. [f>að munar þó 4—5 mílum, sem Kollumúli við Vopna- fjörð er sunnar]. Enginn ótti sást á farþegum. Enda var þegar auðséð, að hér var ekki um neinn lífsháska að tefla, veður stilt og sjógangur nær enginn. Skipið liggur grafkyrt, rótast hvergi né ruggar. Skipstjóri hefir sýnt af sér mestu stilling, rósemi og nærgætni við far- þega — —«. Bæjarbruni. f>ess mun ekki hafa getið verið áður, að í vetur, 19. janúar, brann bærinn á þingvöliura í Helgafellstveit. f>að var um miðjan dag. Heimafólk komst alt út og bjargaði því sem það gat úr baðstofunni, en búr og eldhús brann, með öllu því, sem inni var, og var það mikill skaði. Hólmverjar brugðust drengilega við, gengu í félög, karlar og konur hvað sér, og öfluðu samskota, og munu bætt hafa skaðann að mestu eða öllu, — er skrifað þar vestan að. Fuglveiði við Drangey. Um 53 þÚ8. fuglar höfðu veiðst þar í fyrra vor. Sýslunefnd Skagfirðinga veitir verðlaun til sandgræðslu í eynni með sáningu, 50 kr. þetta ár, og annast það Jósef Björnsson á Hólum. Sýslunefnd segir heimi'.t hverjum sem vill að gera tilraunir með kartöflurækt i eynni. Snæfellsnesi 11. april. Vetur þessi, sem nú er þegar á enda, hefir verið frem- ur góður. Kýr gengu út i haust fram á veturnætur og í stöku stað lengur; á jóla- föstu kom nokkur snjór, en tók upp aftur; með þorra var snjólaust; á þorra var norð- anátt og austan, og næðingar, en ekki mik- il fijnn Hefir viða ekki orðið haglaust fyrir útigangsskepnur. Síðan í góulok hef- ir verið hagstæður bati og munu því flest- ir hafa nóg hey. Bráðapestin mjög litið gert vart við sig og eru því skepnuhöld góð alment. Og almenn heilbrigði manna á milli. Frá veiðistöðunum undir Jökli er það að segja, að þar hefir fiskast vei i vetur af vænum fiski; frá nýári til pásKa sagður hæstur hlutur eitthvað á sjötta hundruð. Heldur ósumarlegt veður. Hór er og hefir verið alhvít jörð frá því síðasta vetrardag, meira að segja kaffenni hór niSur við sjó sumstaðar, og jafnvel harðfetmi, eins og á þorra. En frostið komist upp í 6 stig. Og ilt í sjóinu mjög. Veður af ýmsurn áttum, mest útsunnan þó, með fjúki nótt og dag með köflum. Sólbráð hefir hvergi nærri undan. Fiskirannsóknaskipið Thor, frá Danmörku, var hér á ferð í vik untii sem leið, að byrja satnkyns leið- artgur sem i fyrra og með sömu fyrir- mönnum: Jörgensett skipstjóra, dr. Joh. Smith, er fæst við fiskiratinsóknir, og cand. Nielsen, er sjóiun rannsakar og mararbotn. Hinn þriðji vísindamaður, cand. Poulsen, er væntanlegur á skipið síðar, á Astfjörðum. Boðið hefir verið adjunkt Bjarna Sæ- mutidssyni að vera með skipinu í sum- ar, og hugsar hann til að þiggja það boð um tíma. Gufuskip ísafold kom hér i fyrra dag frá Vestmanneyjum til Brydes-verzlana; hafði lagt á stað frá Khöfn 9. þ. m., degi síðar en Laura, og kom við i Vik. Farþegi með þvi hingað var Gísli kaupm Jónsson. Póstskip Laura (Aasberg) kom aftur í gærmorgun af Vestfjörðnm. Með henni kom frá lsafirði ráðherrafrú Ragnhe.iður Hafstein og börn þeirra öll 5. krónnr hafa tapast á götum hæjar- ins. Skila má i afgr. Isaf. Til leiiru 9 herbergi með góðri geymslu nú þegar. Ritstj. visar á. 2 loftherbertii fást til leigu frá 14. mai þ. á. i Ingólfsstræti 5. 5 herbergi og eldhús eru til leigu frá 14. maí i Þingholtsstr. 23. D. 0 stlund. (frá Galle & Jessen) bezt. og ódýrast í W. Fischers-verzlun. Óskilatrippi, ljósbleik hryssa 2 vetur, mrk.: sýlt h., hefir verið tekið hér á götunum og komið fyrir til geymslu. Réttur eig- andi gefi sig fram innan 14 daga og borgi áfallinn kostnað og þessa aug- lýsingu. Að þeim fresti liðnum verð- ur trippið selt sem óskilapeningur. Bæjarfógetinn í Evík 26. apr. 1904 Haildór Daníelsson. JSairtau er bezt að kaupa í verzlun V. Ottesens. s/8 »Laura« nýkomið til VEEZLUNAR Vald. Ottesen mikið af ÁLNAVÖRU; einnig ULL- ARNÆRFÖT, KVENSOKKAR, HANZKAR, o. m. fl. Ný verzlun. HÉRMEÐ leyfi eg mér að tilkynna heiðruðum almenningi, að eg hefi byrjað nýja verzlun í Aðalstræti nr. 9. Þar eð eg í fleiri ár hefi verið við stórverzlun á Þýzkalandi og komist þar i góð sambönd, er mér unt að selja, góðar vörur fyrir iágt verð. Sérstaklega hefiegmikið úrval af leir- vöru, svo sem: Borðbúnað, Þvotta- stell, Blómsturpotta, Kryddkrukkur, Brauðplötur, Diska, Bollapör, Mjólk- urkönnur, Kökukefli o. s. frv. Postulín : Kaffistell, Kökudiska, Desertdiska, Bollapör mjög falleg, Nipsfigurer o. s. frv. Emaljevörur: Kasterollur, Katla, Kaffikönnur með misl. blómstr- um, Húsvigtir, Olíumaskínur, Steik- arapönnur, Mjólkurfötur með loki o. m. m. fl. Alnavörur: Léreft bleikt og óbleikt, Tvisttau, Skyrtutau, Sæng- urdúk, Chellas o. s. frv. Allar þessar vörur seljast með ó- vanalega lágu verði og ættu því allir að nota slík kostaboð. Gjörið svo vel að líta inn hjá ntér áður en þér kaupið annarsstaðar, yð- ur mun ekki iðra þess. Virðingarfylst J. J. Larabertsen. Nýkomið naeð 8/s »Laura« mikið af alls konar þeir sem hafa seDt verkefni til „Silkeborg Klædefabrik" eru hér með beðnir að sækja tau sín hið allra fyrsta og borga vinnulaun um leið; annars verða þau seld. Virðingarf. (Bífesen. Frá Kirkjubæ á Rangárvöll- um struku 2 hestar 12. apríl, rauð- skjóttur og rauðblesóttur, ættaðir úr Norðurlandi, klárgengir, ójárnaðir, brennimerkdr á framhófum Gr. Th. Hver sem hittir hesta þessa, er beð- inn að koma þeim til mín, eða gera mér viðvart um, hvar eru. Kirkjubæ 25. apríl 1904. Grímur Sk. Thorarensen. Stumpasirz er ódýrast í verzl. V Ottesens- |G§“ Munið eftir að hvergi er vandaðra og ódýrara hálslín, en hjá Kristínu Jónsdóttur Veltusundi 1. Almanök á 12 aura fást nú í afgreiðslu ísafoldar. Alla reikninga til »Leikfé- lags Reykjavikur« óska eg mér senda ekki siðar en næstkomandi þriðjudag. Kristján Þorgrimsson p. t. gjaldkeri.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.