Ísafold - 03.05.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.05.1904, Blaðsíða 1
Kenrar út ýmist einu sinni eÖa tvisv. i viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Vj doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslustofa blaösins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík þriöjudaginn 3. maí 1904 26. blað. MuóJac/ó jWaAýaUih 1. 0. 0. F. 885681/,. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á överjnm mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld ! 1 -12. Frílœkning á gamla spitalanum (lækna- oskólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og fflunnudagskveldi kl. 8l/2 síðd. Landakotskirkja. öuðsþjónusta kl. 9 ■rog kl. 8 á hvej-jum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- -andur kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ítl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag %!. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd. *g ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b t. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Næsta blað fimtud. 5. mal og þar næst laugard. 7 maí. Málsbæturnar. Margur mun hafa ímyndað eér, satt að segja, að eitthvað hefði ráð- herrann sér þó til málsbóta. E i 11- hvað gæti hann eða hans talsmenn komið með, svo að virða mætti honum til vorkunnar, þó að hann ryuni svona skyndilega af hólmi óðara en þar kom hann. En nú sést, að það er e k k i. f>etta, sem fyrir er borið bonum til varnar, er ýmist alveg haldlaust hjóm, eða þá blekkingar, eða loks beinn ó sanninda-uppspuni. Um fúkyrðin töl- um vér nú ekki. f>að er tíðast, að til þeirra er gripið, þegar alt um þrýt- ur. Málstaðurinn ráðherrans er með öðrum orðum alveg óverjandi. f>að er alveg haldlaust hjóm og markleysuhjal, að haga hafi orðið skipuu ráðherrans svo sem gert var vegna þess, að það sé »stöðug regla, eem aldrei 'sé frá vikið«, að forsætis- ráðherrann danski undirskrifi með konungi skipun hinna ráðgjafanna allra. f>að hefir sem sé aldrei verið nokk- urt tilefni til að víkja frá slíkri reglu fyr en einmitt nú. f>etta er í fyrsta skifti, sem skipaður er í Danmörku sérráðgjafi í þeirri merk- ingu, sem stjórnarskrá vor á við. ísland er hiun eini hluti Danaveld- is, sem er með sérstökum landsrétt- indum. Allir aðrir hlutar þess eru limir á einum og sama líkama. f>eir eru all- ir án sérstakra landsréttinda, ann- arra en höfuðríkið hefir. Vér á 11 u m að fá sératakan ráð- gjafa 1874, um leið og stjórnarskrá sú gekk í gildi. En vér vorum prettaðir um hann. f>að var haft aama lagið og áður: einn hinna dönsku ráðgjafa látinn fara með íslandsmál, dómsmálaráðgjafinn, eins og áður hafði gert verið all- lengi. Munurinn var sá einn, að áður var ísland ekki n e f n t í embættisheiti þess ráðgjafa, fremur heldur en Fær- eyjar, eða Vesturheimseyjar, eða Borg- undarhólmur. En n ú var bætt aftan við orðið »dómsmálaráðgjafi« orðunum: »og ráðgjafi fyrir lsland«. f>að var gert til að fullnægja í o r ð i fyrirmælum stjórnarskrárinnar, til að hlýðnast b ó k s t a f hennar en a n d a hennar var raunar alls ekki sint, þvert ofan í það sem til hafði verið ætlast af vorri hálfu og að vísu geng- ið, bæði af Jóni Sigurðssyni og öðr- um. Svona hefir þetta verið alla tíð síðan þangað til nú. Ráðgjafi þessi var og varla nokkurn tíma annað nefndur í Danmörku en dómsmálaráðgjafi að eins, — nema í ríkishandbókinni. f>að hefir ekki 1 af 100, ekki 1 af 1000, jafnveí naum- ast 1 af 100,000 dánskra manna haft hugmynd um það alt tímabilið frá 1874 —1904, að til væri embæitismaður, sem héti »ráðgjafinn fyrir ísland*. f>ess vegna er hógómi að tala um, hver hafi verið annars regla um skipun ráðgjafa í Danmörku. f>ar hafa í rauninni aldrei til verið nema danskir ráðgjafar, ráðgjafar fyrir Dan- mörku, grundvallarlagaráðgjafar. Eða þá hitt, ef ekki vilja menn samsinna þessu, þá mætti orða það svo, að ísland hafi átt sér segjum ^ioblnta úr dómsmálaráðgjafanum danska, en Danmörk 9/io- 8e8ir ði8 8jálft að um skipun hans hlaut meira að ráða þetta, að hann var að 9/10 hlut- um Danmerkurráðgjafi, en ekki ís- lands. f>ar hlaut að gilda danska reglan, hin sama og um hina ráðgjaf- ana. f>að er tóm blekking, að koma með það, að sé skipun hr. H.H. með þessu lagi — undirskrift forsætisráðherrans — ólögmæt, þá hafi skipun allra fyr- irrennara hans (Kleins, Nellemanns o. s. frv.) verið líka ólögmæt. f>eir voru alls ekki íslandsráðgjafar öðru VÍ8Í en að eins á pappírnum, eða þá í hæsta lagi dálítill snepill af þeim. f>eir voru danskir ráðgjafar, grund- vallarlagaráðgjafar. Um þessa skipun hlaut því að fara eftir þar gildandi reglum. Hr. H. H. er fyrsti íslandsráðgjaf- inn. Um skipun hans var því ekkert bundið við regluna um skipun hinna ráðgjafanna, ekkert bundið við neina tízku í því efni. |>að getur engin tízka verið til um embætti, sem verið er að stofna, hefir alls ekki til verið áður. En gerum nú ráð fyrir, að við hefði þótt eiga að fara eftir danskri tízku um skipun hins í s 1 e n z k a ráð- gjafa, vegna þess, að ómissandi hefði þótt að halda sér við einhverja tízku, og þá danska, úr því að til var engin íslenzk, þá er spurningin þessi: Hve mikla helgi hefir tízkan á sér ? Er hún rétthærri, er annars lands t í z k a rétthærri heldur en r é 11 u r vor, heldur en landsréttindi vor ? Er hún helgari en vilji þings og þjóðar, helgari en sannfæring sjálfs ráðherraefnisins um, hvað rétt sé og sjálfsagt, eftir sjálfs hans yfirlýsingu ? f>að er eftirtektarvert, að talsmenn ráðherrans bera e k k i fyrir sig grund- vallarlögin dönsku. f>eir hafa ekki svo mikið við. |>að væriauðvitaðörðugt viðfangs,með því að þau meðal annars hafa enga reglu, engin fyrirmæli að geyma um þetta at- riði. En ekki væri það meiri upp- spuni, meiri »skáldskapur« en sumt annað hjá þeim, að herma það upp á grundvallarlögin. f>ó tekur steininn úr, þegar þeir fara að bera ráðherrann undan sök með því, að hann hafi ekki þ e k t þesea tízku í sumar, þegar hann samdi nefndarálitið sæla í stjórnarskrármál- inu og komst svo ógætilega að orði,sem kunnugt er. Hann hafi ekkert vit- að um hana fyr en í vetur, er hann kom til Khafnar, og fallið þá allur ketill í eld. Honum hefir þá brugðiðsvo mikið við, orðið svo felmt, er hann sá framan í þetta stórveldi, tízkuna, að honum hef- ir ekki orðið annað að orði en: »Eg sé hana, eg sé tröllið; eg heyri og hlýði«. f>að eru hans eigin talsmenn, sjálfs ráðherrans, sem gefa honum þetta þrota-vottorð ! Úr því að tízkan, dönsk tízka, hef- ir svona mikla helgi á sér í þessu at- riði, skipuninni í embættið, má þá ekki búast við, að hún verði einnig látin mestu ráða um önnur sérmál vor, hver helzt sem eru, ef út í það fer? Hvar eru takmörkin? Getur ekki ráðherrann afsakað sig alt af með því, að svona og svona hafi hann viljað hafa það og það, en að það hafi þá vitnast, sem honum hafi verið ó- kunnugt um áður, að »föst regla« eða »tízka« sé að hafa það hins vegar? Sú röksémd, að íslandsráðgjafinn só einnig skipaður fyrir almenn ríkismál- efni, er íslandi koma við, og þ v í hafi rétt verið, að ráðaneytisforsetinn und- irskrifaði skipun hans, er sú fákænsku- fjarstæða, að engra svara bíður. f>að veit þó hvert manns barn, er nokkra hugmynd hefir um það, sem í stjórn- skipunarlögum vorum stendur, að það eru sérmálin ein, sem honum koma við; í þeim e i n u m höfum vér löggjöf vora og landstjórn út af fyrir oss, eða e i g u m að hafa. Sameigin- legu málin fara binir ráðgjafarnir með, hver sinn flokk mála, og það jafnt fyrir ísland sem aðra hluta Dana- veldis. ------- Hér hefir minst verið áður á ósköp- in þau, að afsaka ráðherrann með því, að a ð r i r mundu eigi hafa gert betur eða sérstaklega einn tilnefndur maður, ef honum hefði verið embættið boðið. fess þarf ekki að geta, að það eru bláber ósannindi, að þessi þar þar til nefndi maður hafi tjáð sig fús- an að taka að sér stöðuna með sömu kostum, sem hr. H. H. gerði. En hitt er annars mjög svo kátlegt, að gera ráð fyrir, að úr því að stjórn- inni, vinstrimannastjórninni, þótti al- veg sjálfsagt, að taka ráðgjafann úr hóp meiri hlutans á síðasta þingi, úr stjórnarflokknum, sem nú er, þá mundi hún hafa farið í sömu andránni að taka í mál mann úr minni hlutanum. Hún hlaut að sjálfsögðu að ganga á röðina hinna mörgu ráðherraefna í þeim flokki, meiri hlutanum, er hafð- ir voru á takteinum og munu hafa haft dágóða lyst á upphefðinni. J>að var fyrir fám árum beitt þeirri lævísi hér í einu kjördæmi, að hræða einhverja lítilsiglda kjósendur frá að kjósa mann úr Framsóknarflokknum með þeirri lygasögu, að þeir dr. V.G. og hans flokksmenn ætluðu sér að koma hér á danskri herþjónustuskyldu. jpetta var gert í síðustu forvöðum, svo að ekki var tóm til að reka lygina aftur fyrir kjörfund. Bragðið hepnað- ist og þá í svip. f>að tókst að koma að manni úr hinum flokknum í það sinn. En að því varð skammgóður vermir. Sá maður féll á næsta kjör- þingi, árið eftir, við svo lítinn orðstír eða svo mikinn atkvæðamun, að hér eru fá dæmi annars eins kosningaró- sigurs. Hann varð síðan að hröklast f annað kjördæmi. Nú er brugðið fyrir sig öðrum »skáld- skap« af sama tagi, — þeim, að það hafl verið fyrir h a n s tilstilli eða að hans undirlagi, dr. V. G., að Alberti hafi skotið ríkisráðssetu-boðorðinu inn í stjórnarskrárfrumvarpið 1902. Vitanlega er það þessu máli óvið- komandi. En áþreifanlegt er, til hvers refarn- ir eru skornir. Með þessum áburði á saklausan mann í framandi landi á að bægja reiði almennings við ráðherrann fyrir hér um rædda frammistöðu hans frá honum, og koma henni yfir á aunan mann, þótt ekki sé nema í svip. »Er á meðan er«. En hver mun endingin verða? Liklegast svipuð og raun varð á um herþjónustusöguna. |>etta er annars svo sem engin ný- lunda, að óhlutvandir menn verða til að bera bönd að saklausum og koma honum eða þeirn það sem kallað er undir manna hendur eða eitthvað í þá átt. Aðferðin getur auðvitað verið raarg- vísleg, og ólíku eða ólíkum saman að jafna. f>að var eitt sæmilega kunnugt göf-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.