Ísafold


Ísafold - 03.05.1904, Qupperneq 3

Ísafold - 03.05.1904, Qupperneq 3
103 3 a n n segir ekki: |>á gerði e g það °gþað; þá talaði eg við þann og þann °g kom honum í skilning um málið; þá hugkvæmdist mér, að hafa það avo, reyna það eða það; þá kom eg UPP Eneð það eða það fyrstur manna; það var að m í n u undirlagi, fyrir 111 f n a r tillögur, að það og það var gert, eða hafðist fram. það var í stuttu máli eg, sem málinu bjargaði. Aldrei, aldrei talaði h a n n eða rit- aði þann veg. f>að var síður en svo. 3 a n n hefði getað sagt það með sanni hverjum manni framar um flest eða öll framfaramál vor um hana ðaga, En ekki mun finnast nokkur 8tafnr í ^tt ( öllum ritum hans. Og jafndulur var hann á alt slíkt í tali. t'eð vita þeir, sem hann þektu. — Mikilmenni hirða ekki um að gylla sjálfa sig. f>eir þurfa þess ekki. ^erk þeirra gera það sjálfkrafa. f*að eru h i n i r, sem þurfa þess, og ®ru tíðum ósparir á það. Lan dak otsspítalinn. Sjúkrahús St.-Jósefssystra í Reykjavík árið 1903. Eftir héraðslækni Guðm. Björnsson. Nýársdag 1903 voru 18 sjúklingar í ajúkrahúsinu. Nrá ársbyrjun til ársloka komu 221 Bjúklingur í viðbót. f>að eru samtals 239 sjúklingar. Legudagar samtals 7697. Sjúklingarnir voru: úr Keykjavík .... 81 úr öðrum hóruðum . 119 frá öðrum löndum . 39 Samtals 239 Sjúklingar komu úr öllum sýslum landsins nema tveimur, Eyafjarðar- sýslu og þingeyjarsýslu. Sjúklingarnir verða að borga s; unum 1 kr 50 a. á dag, tæringars lingar 2 kr;; læknishjálp verða þei borga aukreitis, eins og í öðrum sjú húsum hér á landi. Eg hefi ekki séð reikninga sjú hússins. En víst er um það, að 1 urnar græða ekki á sjúklingahalc Ef þær teldu sér kaup og rentu hyggmgarkostnaði, mundu tekju hvergi nærri hrökkva fyrir útgjölc Sama er að segja um sjúkrahús þ< t ,7 ‘ð"dw»> » g®f«t I mikið fe á hverju ári, - faér ekke Annað mál er það, að sjúkra vistin er mikils til 0f dýr fyrir al] manna. Mikill þorri sjúklinga verður að flýja á náðir sveitarsjóðanna til þess að geta komist í þetta stærsta Bjúkrahús lands- ins. »Með þeim hætti selur þjóðfélagið fátækum manni læknishjálp og meina- hót fyrir afsal borgaralegra réttinda«, 8ögir ritstjóri Fjallkonunnar, — og það er hverju orði sannara. I öðrum löndum er lagður svo ríf- legur skerfur til sjúkrahúsa af al- mannafé, að öll alþýða geti notað þau án þe88 að fara á sveit; í Danmörku er gjaldið 80 a. til 1 kr. 25 a. á dag, þar í talin Iæknishjálp; bæjarsjóðir og amtssjóðir bera allan kostnað, sem þar er fram yfir, meira en helminginn. Og líkt er þessu farið meðal flestra ment- aðra þjóða — annarra en íslendinga. Flestir eru svo gerðir, að þeir forð- ast sveitarstyrkinn í lengstu lög; marg- ir vilja heldur bera mein sín óbætt, eða una við þá hjálp, sem hægt er að veita í heimahúsum, þó að minni not- um komi. Ef sjúkrahúsvistin væri helmingi ó- dýrari en hún er nú, þá mundu helm- ingi fleiri leita sér nauðsynlegrar Iækn- ishjálpar í sjúkrahúsinu, og það mundi reynast of lftið. Af 239 sjúklingum árið 1903 höfðu 110 innvortis mein (medicinska sjúk- dóma), þar með eru þó taldir húðsjúk- dómar; þessa sjúklinga flesta stundaði héraðslæknir. En 119 höfðu útvortis mein (kírúrgiska sjúkdóma); þar með eru taldir augnasjúkdómar; þá sjúk- linga fleata stundaði læknaskólakenn- ari Guðm. Magnússon, en Björn Ó- lafsson auðvitað augnasjúklingana. Á árunum, þegar sumir menn töldu ósæmilegt að landið ætti ekkert mynd- arlegt sjúkrahús og vildu koma upp landsspítala í Reykjavik, var svo til ætlast, að kennarar læknaskólans í útvortis og innvortis sjúkdómum yrðu læknar þess spítala. NúerþaðGuðm. Magnússon sem kennir um útvortis sjúkdóma (Chirurgi), en eg kenni um innvortis sjúkdóma (Medicin). Sjálfra okkar vegna og kenslunnar hefði slík tvískifting verið okkur eink- ar-kærkomin. En af ymsum ástæðum getur hún aldrei komist á til fulls í sjúkrahúsi St.-Jósefssystra. Eg get ekki stilt mig um að geta þess, að Guðm. Magnússon hefir á ár- inu sem leið gert í sjúkrahúsinu 77 holdskurði (óperatíónir), og hefir einn einasti af sjúklingunum dáið eftir að- gerðina; annars veit eg, að honum er jafnógeðfelt og mér, að verið sé að tala um einstök læknisverk í blöðun- um, og fer því ekki fleiri orðum um læknisstörf okkar. Sumir höfðu búist við því, að syst- urnar mundu reyna aó snúa sjúklmg- unum til kaþólskrar trúar. Eg hef alls ekki orðið var við nokkra tilraun í þá átt. f>ær hafa að vísu Kristsmyndir eða krossmörk f stofunum; en þess konar myndir sé eg líka víða á lúterskum heimilum. |>ær (þ. e. systurnar) hafa líknað mörgum bágstöddum sjúklingum, gefið þeim upp Iegukostnaðinn, samtals 467 legudaga; en naumast getur það kall- aðt trúboð. í sambandi við þessa breytni systr- anna verður að geta þess, að sjúkling- arnir hafa sífelt orðið fyrir miklum heimsóknum, að eg ekki segi átroðn- ingi af hinu og þessu fólki úr þjóð- kirkjunni, sem gengur með guðsorð á vörunum og útbýtir kristilegum smá- ritum. Aðra hjálp hafa sjúklingarnir ekki hlotið úr þeirri átt. Systurnar hafa látið þetta hlutlaust, og vér læknarnir höfum hvorki vald til að leyfa það eða banna. En eg veit með vissu, að þessar heimsóknir hafa stundum verið ymsum sjúklingum til angurs og ónæðis. Ef sjúklingur hefir fulla rænu, dett- ur engum lækni í hug að neyða hann til að þiggja læknishjálp. f>að er sjálfsagt, að sjúkur maður fái prestsfund, ef hann æskir þess; alt sem þar er fram yfir, biblíulestur og bænagerð hinna og þessara óviðkom- andi manna, getur orðið til að raska ró sjúklinganna. Botnvörpungar og Hekla. f>rír sjómenn úr Vestmanneyjum höfðu hitt í vetur 10. janúar enskan botnvörpung á fiski í landhelgi, sett á sig nafn hans og einkennistölu og kært fyrir sýslumanni, en hann tilkynt varð- skipinU Heklu, er hún kom til skjal- anna. Nú í f. mán. seint rekur Hekla sig á skip þetta liggjandi um akkeri við eyjarnar (Vestm.), höndlar skip- stjóra og dregur fyrir dóm. Hann játar brot sitt, er hann sá sér eigi annað fært, með því að á honum stóðu fyrnefnd 3 vitni, og undirgekst venjulega sekt til landssjóðs, 60 pd. sterl. eða 1080 kr. Skip þetta heitir Hercules, frá Hull, og er auðkent H 771; skipstjóri P. Petersen — danskur líklega. Annað skifti tók Hekla norskan botnvörpung, Kisor, frá Haugasundi, er lá um akkeri við Vestmanneyjar og hafði vörpuna utan borðs. Sá fekk viðvörun hjá sýslumanni. Hekla hitti í f. mán. rétt í land- helgismörkum 1 enskan botnvörpung, 1 lóðaveiðiskip enskt og 2 franskar fiskiskútur. Hún rak þau þaðan með áminning. Svo er sagt, að heldur hafi botn- vörpungar haldið sig í lengra lagi und- an landi nú upp á síðkastið, síðan er Hekla kom. f>eim stendur þó nokk- ur geigur af henni. Annað er hitt, að fiskur kvað hafa haldið sig heldur dýpra en undanfarnar vetrarvertíðir. Af Framfarafélagsfundi sunnudag I. maí. Tr. Gunnarsson (i formannssæti, tsl- andi að vanda »einn fyrir alla« fundar- menn mestallan fundinn): Eg hefi fengið áskorun um, að stinga upp á mönnum i sóknarnefnd i staðinn fyr- ir þessa, sem eru (sem allir þurfa að setj- ast af, af því að þeir eru ebki mínir menn eða bankans neinir af þeim) —[þetta hér milli sviganna var mæltíhálfumhljóðum, svo ekbi heyrðu nema sumir], og vil eg þá stinga app á þeim, sem mér datt í hug á leiðinni hérna á fundinn núna, af þvi að þeir komust ekki í hæjarstjórn i fyrra, nefnil. honum Jóni Brynjólfssyni og hon- um Arinbirni Sveinbjarnarsyni og hon- um . . . . J?á fara fundarmenn einhverir að hlœja. Þeir voru svo hótfyndnir, að hafa þaðá móti þessnm heiðursmönnum, að þeir væri ekki i þjóðkirkjunni, heldur fríkirkjunni, og að þeir væru þar meira að segja í safnað- arnefnd eða safnaðarstjórn, — spurðu hvort það ætti að láta þá stjórna báðum söfn- uðunum, bæði þeim, sem þeir væru i, og þeim, sem þeir væru ekki i! Tr. Gunnarsson: Eg fer úr forseta- sætinu, ef þið eruð að hlæja að mér. Eg vil hreint ekki vera þar upp á þá skilmála. (Hann tekur i nefið og fer). Einhver fundarmaður stóð upp — einn af minum mönnum, — og átaldi þingheim harðlega fyrir þá ósvinnu, að flæma banka- stjórann úr forsetasæti með hæðnis-hlátri. Þeir mættu stórskammast sin fyrir slika ókurteisi. Eyrir suðmjúka og innilega bón ræðu- manns og stuðning annarra minna manna á fundinum gekk bankastjórinn aftur til forsetasætis. Þá biðja sér hljóðs 2 minir menn hvor á fætur öðrum og flytja langar ræður og snjallar um það, hverir hezt mundn kjörn- ir i sóknarnefnd. Þá ris upp einhver, sem ekki er minn maður, og vekur athygli þingheimsins — þingheimurinn var um 20 manns — á þvi, að hvorugur þessara ræðuskörunga tilheyri söfnuðinum, þjóðkirkjusöfnuðinum, sem ver- ið sé að koma sér saman um stjórn fyrir, heldur séu háðir — frikirkjumenn! Almennur hlátur. Fundarstjóri (Tr. Gunnarsson) úr- skurðar, að hann (sjálfur) hafi gert alveg rétt, er hann lét þá hafa orðið, þó að þeir væri utanþjóðkirkjumenn, þar eð þeir séu alt eins skynsamir menn og sumir i þjóð- kirkjunni, Aftur hlátur. Fundarstjóri (Tr. Gunnarsson): Eg geng t.afarlaust úr forsetasæti, ef þið ekki steinhættið að hlæja að mér. Þá slær óhug á mína menn, og þagga fundarmenn hver niður i öðrum. Þegar hér var komið, gekk eg af fundi. Heyrt hefi eg, en ábyrgist það þó ekki, að fundurinn hafi endað á endileysu, en að siðan hafi verið skotið á leynifundi meðal minna manna og þar samþykt i einu hljóði að kjósa i sóknarnefnd i dag — það á að gerast i dag kl. 5— þá sem hér segir: Banka-búfræðing Gísla Þorbjarnarsonr og sé hann formaður nefndarinnar. Bankastjóra Tr. Gunnarsson, varafor- mann, ef formaður ky.nni að »forfallast« einhvern tíma og geta ekki skrýtt prest- inn, o. s. frv. Bauka-assistent Ludvig Hansen. Banka-sendisvein Þorstein Jónsson. Banka-assistent Albert Þórðarson. Framsögumaður málsins á leynifundinum sagði meðal annars, að sér þætti það skrit- ið uppátæki hjá hinnm, að vilja vera að seilast út fyrir bankann eftir mönnum til þess að annast ekki vandasamara starf en að vera í sóknarnefnd. Það væri að sýna bankanum vantraust, og það mjög ófyrir- synju. Og úr því að nú væri þrír af bankans mönnum á þingi og fjórir af bankans mönnum i bæjarstjórn, þá fyndist sér fara einmitt langbezt á þvi, að láta þá fimm, einmitt fimm af bankans mönn- um skipa stjórn safnaðarins hérna. — Að þessu snjallræði var gerður mik- ill rómur. Framfarafélagsmaður. Klæðaverksmiðjan Iðunn Aðalfundur var haldinn fyrra mánud. í því hlutafólagi; það er nú ársgamalt. Starf verksmiðjunnar byrjaði ekki fyr en 1. desbr. f. á. og var enginn starfs- reikningur fram lagður í þetta sinn, heldur skyldi láta þennan 1 mánuð af árinu 1903 fylgja á sínum tíma starfs- reikningnum um árið 1904. Það var að kenna óorðheldni útlendra viðskifta- manna, að verksmiðjan tók ekki til starfa 2 mánuðum áður, eða 1. oktbr. sem ráð var fyrir gert í upphafi. Stofnunarkostnaðurinn hafði orðið um 78^/jj þús. kr. Þar við bætist-starfsfé, 10 þús. kr. Þessar samtals 88>l/<2 þús. kr. fengust með 67 hlutum á 500 kr. = 33,500 kr. -j-35,000 kr. landssjóðslán gegn veði í verksmiðjunni + 20,000 kr. ábyrgðar- lán. Þetta er helzti kostnaðurinn : Iðnarskálinn sjálfur, aðalhúsið, sem er nær 80 álnir á lengd, 18 á breidd og með 6 álna veggjum . nær 23 þús. Gufuvólarhús .... um 2r/2 — Vinnuvélar og aflflutningsút- búnaður................rúm 34 — Ýmisleg áhöld . . . . H/2 — Flutningskostnaður á vinnu- vélunum ...............nær 3 — Að koma vélunum fyrir nær 3r/2 — Hitaveita og gufupípur . 2'/4 — Þar að auki hafði verið varið nær 1500 kr. til brunngraftar, að árangurs- lausu þó að svo komnu, og til vega- gerðar m. m. nær 1800 kr.; til umsjón- ar með verkinn um 1850 kr. Gufuvélin, sem hreyfir allar vinnu- vélarnar, hefir 28 hesta afl. Helztu vinnuvólar eru : tuskutætir; ullartætir; kembivélar1 tvær, er hvor tekur við af annari og sú síðari lyppar um leið; spunavél, er spinnur 175 þræði í einu og kostað hefir rúmar 3000 kr.; spóluvól; vefstólar 3, er hafa kostað um 1000 kr. hver; lóskurðarvól; ló- kembivél; þófvél; litunarvél, o. s. frv. Bagalegt er vatnsleysið við verk- smiðjuna. Búið að grafa 24—25 álna djúpan brunn og bora 7—8 álnir þar niður úr, 20 álnir niður fyrir sjávarmál; en kemur ekkert vatn. Mikil aðsókn að verksmiðjunni nú þegar víðs vegar að, og talin þörf á að bæta við 3 vefstólum, svo að þeir yrðu 6 alls. Nú ráðinn ennfremur vanur vefari frá útlöndum. Hafði gengið ekki nógu liðugt vefnaðurinn fyrir óvaning- um þeim sumum, sem fyrir eru.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.