Ísafold - 03.05.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.05.1904, Blaðsíða 2
102 ugmenni þeas kyna, er uppi var fyrir mörgum öldum, sem sagði t. d. einu sinni: »Sá er eg kyssi, hann erþað. Hand- takið hann !< Tildrög verzlunarfrelsislaganna frá 1854. Nánustu tildrögin eru ítrekaðar bæn- arskrár frá alþingi síðan er það var endurreist (1845) og þjóðfundinum (1851). Stjórnin var að vísu verzl- unarfrelsinu alls eigi móthverf. En skamta vildi hún naumara en far- ið var fram á, eða oss mundi duga, og þurfti auk þess að vanda að hafa æði- rífan tíma til umhugsunar. Hún þurfti að spyrjast fyrir og ráðgast um við hin og þessi stjórnarvöld. Segir svo hinn ötulasti stuðningsmaður málsins á þingi Dana, Kirck landsþingismaður, að skjöl þau, er því fylgdu, þegar það var fengið í hendur nefnd þar á þing- inu, hafi verið meira en klyfjar á hest, og að þar hafi verið »skýrslur og álits- skjöl frá stiftamtmönnum, frá toll- heimturáðinu, frá stórkaupmannafélag- inu, frá verzlunarmönnum í Plensborg og öðrum fleirit. þetta var á áliðnum vetri 1858. |>að var stjórnin, sem lagt hafði is- lenzkt verzlunarlaga-frumvarp fyrir landsþingið. En þá var þing rofið um vorið í miðjum klíðum, áður en nefndin hafði lokið starfi sínu. f>vi var raunar stefnt saman aftur um sumarið og sama frumvarpið lagt fyrir hið nýkjörna þing. En þá var það felt frá umræðu, með því að þingið, laudsþingið, þóttist hafa of litinn tima til að sinna öðru en bráðnauðsynleg- ustu dönskum málum. |>að var nýr ráðgjafi, sem þá hafði tekið við íslandsmálum um vorxð, lög- vitringurinn A. S. Orsted; hann stóð fyrir innanríkismálum, en undir þann ráðgjafa lágu þá islenzk mál. Honum þótti ekki álitsskjalasafnið nógu mikið fyrirferðar enn, og tekur því það ráð, að skipa í það utanþings- nefnd um haustið. Formaður hennar var Bardenfleth, er hér hafði verið stiftamtmaður mórgum árum áður og eftir það ráðgjafi konungs; auk hans voru í nefndinni Oddg. Stephensen, þá nýlega orðinn deildarstjóri í ís- lenzku stjórnardeildinni; einn dansk- íslenzkur kaupmaður, Hans A. Clausen, er síðar varð etazráð, og loks 2 menn aldanskir: Garlieb nokkur konferenz- ráð og A. Hansen etazráð, faðir Oct- avius Hansen hæstaréttarmálfærslu- manns og þeirra bræðra. |>eir, sem ant varum, að vér fengj- um hið fyrirhugaða verzlunarfrelsi sem fyrst, voru hræddir um, að þetta væri eða yrði ekki annað en svæfingarnefnd. f>ví tók sig til fyrnefndur þingmaður, Kirck, og gerði fyrirspurn til stjórn- arinnar, er liðinn var mánuður af þingi og ekki bryddi neitt á því, að hún ætlaði að gera neitt þá af sjálfsdáð- um. »Tíminn líður óðfluga» mælti hann, »og mál þetta er lagt upp á hillu hjá öðrum mygluðum málum«. Hann kvaðst ekki efast um, að stjórn- in mundi kannast við, að nú »sé kom- inn tími til að leysa bönd þau, er enn halda öllu í dróma, er enn hamla hinni líkamlegu og því líka hinni and- legu velferð íslendinga. f>ar liggja hulin öfl, er vér þekkjum ekki hér, þar eru kraftar til, sem nú virðist eins og menn vilji svæfa; en þeir munu samt vakna. Gefið þeim frelsi! og þeir munu kunna, ekki síður en Norð- menn, að neyta þess sér til framfara; þar höfum vér vott þess, að frelsið er gott og breiðirút blessunarríka ávexti í allar áttir; vér sjáum það einmitt á Noregsmönnum; þeir skara bráðum fram úr oss, og það er af því, að mannleg atböfn er þar frjálsari, að þar er frelsi, hvert sem maður snýr sér«. Ráðgjafinn, Orsted, tók málinu vel að því leyti til, sem hann kvaðst bera það fyrir brjósti, en vildi biða eftir ut- anþingsnefndinni, sem hann hafði skip- að í það og fyr var getið. Hann bar mesta hól á nefndarmenn sína. Hann sagði meðal annars, að það væri al- mannarómur, að íslenzki kaupmaður- inn í nefndinni, Hans A. Clausen, væri allra vænsti maður og skynsam- ur vel; og þó að hann yrði hlutdræg- ur í málinu, þá væri það gott, því það miðaði til að sýna sérstaka skoðun á því. Kirck líkaði ekki drátturinn. »Sér- hver stund er jafnlöng, en ekki jafn dýrmæt« kvað hann, »og málsháttur- inn segir, að kýrin deyr, meðan gras- ið grær«. Mál þetta, sem er svo áríð- andi fyrir íslendinga, hefir verið á flæk- ingi síðan 1787, er verzlunaránauðinni var af létt, eftir þvf sem mig minnír; ísland hefir haft sultarband síðan, og enn á það að hafa það. f>jóðin má ekki um frjálst höfuð strjúka; hún hefir ekki lausar hendur til að starfa, eða frelsi til að taka sér fram; hún fær ekki að leita sér þeirra auðæfa, sem íelast í landinu sjálfu; bún fær ekki að beita afli sínu; og þó er alt þetta leyft hverri mentaðri þjóð; en þessi eina þjóð er látin sitja í bönd- um og fjötrum*. Kirck fór mörgum fleiri hörðum orð- um um meðferð landa sinna á oss. Hann kvað það vera að fara aftur á bak með ísland, en ekki áfram, ef enn væri haldið fyrir því verzlunar- frelsi. »f>að verður ekki farið lengra aftur á bak með íslendinga« kvað hann, »en að taka þá og binda áklafa með d ý r u n u m, og þannig h ö f u m vér farið meðþá núí langan aldur«. (Leturbreyt. hér gerð). Hann var harðorður f garð Barden- fleths, er mótmælti því, að ísland væri í neinum fjötrum o. s. frv. Kvað hann Bardenfleth hafa »komið því upp um sig, að hann væri gersamlega ó- kunnugur málavöxtum íslenzku verzl- unarinnar, og því, hvernig gefa ætti hana lausa«, þótt hann væri einn í utanþingsnefndinni, og kvað sér þykja grátlegt til þess að vita, að slíkir menn ætti þar sæti. Annar landsþingismaður, er vorn málstað tók drengilega í þetta sinn sem oftar, var Baltazar Christensen. Hann kvað það gegna mikilli furðu, að nokkur þingmaður létí sér um munn fara, að eigi lægi þungar við- jar og hörð fjötur á íslendingum, og yrðu menn þó að játa í sama orðinu, að eiun helzti atvinnuvegur þeirra, verzlunin, væri ánauðugur. f>að væri harla hryggilegt, ef skipun utan- þingsnefndarinnar yrði til þess, að málinu yrði ekki lokið þar á því Þingi Ráðgjafinn (Orsted) fór undan í flæmingi; vildi vitaskuld bíða eftir nefndinni, og vissi ekkert, hvenær hún yrði búin. Frekara hafðist ekki upp úr fyrir- spurninni. En tæpum hálfum mánuði síðar, 10. nóv., var málið borið app í hinni þing- deildinni, fólksþinginu. Sá hót Frö- Iund, er það gerði, og lét frumvarpinu fylgja mjög rækilegar ástæður. Hann mælti skörulega fyrir málinu, í líkum anda og Kirck í landsþinginu, en ráð- gjafinn (Orsted) þæfði enn í móinn, Auk Frölunds studdi málið vel auð- maðurinn Alfr. Hage stórkaupmaður, föðurbróðir Cbr. Hage, þess er nú er fjármálaráðherra og samgangna. Frölund var engu vægari í garð landa sinna en Kirck. Haun segir meðal annars: •Tilskipunin frá 1787 byrjar fallega, og lesum vér upphafið, mætti ætla, að öll ánauð væri horfin; en bráðum sést, að hér er sett ein ánauð fyrir aðra, þar sem verzlunin er seld í hend- ur íslenzkum kaupmönnum, sem tevo heita, en eiga ílestir heima í Kaup mannahöfn, og eru fáir að tölu. Verzl- unin hefir síðan verið fjarskalega óhagfeld fyrir íslendinga, því auk ann- ars hefir verð á útlendum varningi verið ákaflega hátt. Mönnum hefir reiknast svo til, að skaðinn af hálfu íslendinga og ábatinn á hinna hönd hafi verið nærri hundrað af h u n d r a ð i hverju (o: nærri tvöfald- ur).-------í áliti tollheimturáðsins segir, að það sé fjarskalega mik- i 11 h a g u r (fyrir Dani) að verzlun- aránauðinni«. Fólksþingið setti nefnd í málið og valdi í hana ekki af verri endanum, heldur slíka merkismenn sem Monrad biskup; Tscherning, er var hermála- ráðherra Dana 1848 og lengi meðal þeirra mestu stjórnskörunga; Rosenörn, er var hér stiftamtmaður fám árum áður og nú er nvlega látínn; og svo þá Alfred Hage og Frölund. Nefndin gerði dálitlar breytingar á frumvarpinu og óverulegar, og hafðist málið fram í fólksþinginu fyrir miðjan febrúar 1854. f>á loksins, fám dögum síðar, var stjórnin (Orsted) tilbúin með sitt frumvarp, að fengnu álitsskjali utan- þingsnefndarinnar, og bar það nú upp í landsþinginu; vildi hún láta taka þ a ð þar til meðferðar, en láta fólks- þingisfrumvarpið eiga sig eða þó sitja á hakanum. En þingið hafði það þvert á móti, að ráði nefndar í mál- inu þar, og var Kirck framsögumaður. Fólksþingisfrumvarpið var haft að und- irstöðu, en hitt að eins til hliðsjónar. Tölur fluttu í málinu í landsþing- inu þeir Örsted ráðherra (geysilangt mál); Kirck; Baltazar Christensen; Krabbe, fyrrum amtmaður á Borgund- arhólmi; Bardenfleth; Madvig háskóla- kennari, og 2—3 aðrir. Er það lít- illar frásagnar vert, og ágreiningur enginn mjög verulegur. f>ó var mjórra muna vant, að aukagjald yrði lagt á lausakaupmenn, 3 rd. á lestina (= 3 kr. á smálest hverja), eftir tillögu stjórn- arinnar. Kirek fekk það felt með 2 atkvæða mun (20 : 18). Efnið í einni ræðu Örsteds var mik- ið lof um Bardenfleth fyrir það, hversu kunnugur hann væri á íslandi og hversu mjög hann elskaði það land. En Balt- azar Christensen neitaði að svo væri. Lokið var málinu í landsþinginu í miðjum marz. Fólksþingið gekk að frumvarpi lands- þingsins óbreyttu, en þó með nokkr- um ummælum, helzt frá Alfr. Hage. Og 15. apríl hlaut það undirskrift konungs. f>essi tildrög verzlunarfrelsisins frá 1854 eru hér skráð í afmælisminningu þess og til þess meðfram, að halda á lofti minning þeirra manna útlendra (danBkra), er þar gengu vel og drengi- lega fram fyrir vora hönd, svo sem voru einkum aðalflutningsmenn máls- ins í báðum þingdeildum ríkisþingsins, þeir Kirek og Frölund, og því næst þeir Baltazar Christensen og Alfr. Hage. Vér spörum eigi álasið við Dani, er 088 þykir þeir hafa til þess unnið. En þá eigum vór og að láta þá njóta sannmælis, er öðru snúa þeir að 088. En það gera margir þar í landi og hafa gert fyr og síðar. f>að sem 088 mislíkar við þá í vorn garð, er miklu fremur tómlæti og frámunalegt þekkingarleysi um hagi vora og háttu, land og lýð, heldur en góðvildarskort- ur eða ásetnings-yfirgangur og -ójöfn- uður. f>eir Kirck og Frölund voru atkvæða- miklir þingmenn og manna frjálslynd- astir, þeirra er við landsstjórnarmál fengust í þá daga. N. P. Kirck var skipaafgreiðslumað- ur, auðugur allvel. Hann var lengi þingmaður, fyrst á stéttaþinginu f Hróarskeldu og síðan á ríkisþinginu 1850—1863. Hanu dó 1864. C. Fr. S. Frölund var skólaumsjón- armaður á Kristjánshöfn og höfundur ýmissa kenslubóka. Hann var þing- maður 1849—1872, og dó 1882, rúm- lega hálfáttræður. Ekki var það tiltökumál, þótt kaup- menn, er hér ráku verzlun í þá tíð, létu miðlungi vel yfir hinu fyrirhug- aða verzlunarfrelsi. Hér átti að svifta þ á ævalöngum einkarétti og leggja þá undir sam- kepni annarra þjóða bótalaust. En auðvitað bryddi á um leíð hjá þeim heimskulegum, eigingjarnleg* um og úreltum hugmyndum, svo sem- þeirri, að landinu (íslandi) væri háskí búinn, ef slept væri alveg lausri verzl- uninni og þar með létt á innanríkis- kaupmönnum þeirri skyldukvöð, að sjá því fyrir nægum nauðsynjavörubirgð- um. En úr því hafði raunar lítið orð- ið oft og tíðum. Landið væri, sögðu þeir, svo ósköp mikið upp á aðra kom- ið, og þorri landsmanna menningarlít- ill og lítt mentaður. Svo segir í Nýjum Fólagsritum, er flest er eftir haft, það er hór er hermt,. að »þegar það varð kunnugt, að stjórn- in ætlaði að fara að hlynna að rnáli þessu [veturinn 1853], urðu hinir ís- lenzku kaupmenn og þeir, sem þeim fylgdu, uppvægir, og rituðu bænarskrá og héldu fundi í ákafa; þó var það þá í fyrsta sinn, að kaupmenn voru sín á meðal ósamþykkir í þessu máli, því sumir þeirra eru farnir að sjá, að gagn þeirra og landsmanna er eitt og hið sama, ef á alt er litið. En þegar minst varði, var ríkisþinginu hleypt upp, og þar með Bungu kaupmennirnir: •brast snaran, burt sluppum vór«. (N. F. 14, 3). Svo þakkarverð sem frammistaða talsmanna vorra hinna dönsku var f þessu máli, þá er hitt víst, að þeir voru ekki einir í ráðum. *Röddin var Jakobs«, þ. e. Jóns Sig- urðssonar. Hann bjó þeim alt í hendur. f>að er hans handbragð á nefndar- álitum þeirra. f>eir styðjast algerlega við hans miklu þekking á málinu og nota hans óræku sakargögn. En merkilegast er það, hvað honum tekst að koma í þá miklum áhuga og fjöri. f>arna rekur hver atrennan aðra fyrir þeim. f>eir hafa sýnilega engan frið og Iáta þingið enganfrið hafa fyr en málið er rekið af, á ekki fullu ári, þrátt fyrir bæði hálfvelgju af stjórn- arinnar hálfu og ítrekaðar tilraunir annarra til þess að fá tafið fyrir því. Eitt er eftirtektavert um Jón Sig- urðsson í þetta sinn sem oftar, að hvergi lætur hann sjálfs sín við getið um þetta mál, heldur en hann hefði þar hvergi nærri komið. Hann rekur feril þess og afdrif vandlega í tímariti sínu, N. F., en minnist ekki hót á. sín afskifti af því.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.