Ísafold - 07.05.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.05.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eÖa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l'/a doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viÖ áramót, ógild nema komin sá til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Beykjavík langardaginn 7. maí 1904 28. blað. JíwiJadi jlía/ujaAíih 1 0. 0. F. 865681/,. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á áverjnm mán. kl. 11 —1 í spltalanum. Forvgripasafn opið mvd. og ld II ; -i2. Frilækning á gamla spítalannm (lækna- •skólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- ín á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og ■snnnudagskveldi kl. 8l/a siöd. Landakotskirkja. öuðsþjónnsta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- .gndnr kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn bvern virkan dag >fcl. 11—2. Banka8t,jórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafti opið hvern virkan dag ki. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið * sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b l. og 3. mánud. hvers raán. kl. 11—1. Byggingarefnarannsóknir Og byggingartilraunirnar. Eftir cand. polyt. Jón Þurláksson. II. Torfveggirnir hafamiklakosti, ■eina og allir vita; þeir eru ódýrir og skjólgóðir, og er svo mikils um það vert, að terfveggirnir eiga fyliilega skilið að gerðar séu ítrustu tilraunir til þess að bæta ókosti þeirra, áður en þeir eru dæmdir óalandi og óferj- andi. Með þeirri gerð sem tíðkast á torf- VBggjum nú, eru ókostir þeirra býsna- margir. f>eir síga, þeir drekka í sig vatn, þeir snarast, þeir springa (klofna), þeir feyja viði, sem næstir þeim eru, þeir geta ekki borið þungann af þak- inu, heldur þarf til þess sérstakar Stoðir; þeir eru ófagrir útlits. Og enn fleira mætti sjálfsagt til tína þeim til foráttu. v Getum vér nú hug8ftð oss nokkur ráð til að bæta úr þessum ókostum, þótt ekki væri nema sumurn þeirra? Fyrst er að athuga u n d i r s t ö ð - u n a . Vanalega mun ekki vera höfð nein aérstakleg undirstaða undir torfbygg- ingunum. En það er ófært. f>egar þeir eru hlaðnir á jörðina bera, sjúga þeir í sig vatn að neðan, svo að þótt þeir væru varðir fyrir vatni að ofan og utan, mundu þeir verða rakir öðru hvoru neðan til og sá raki mundi duga til að feyja viði og valda ýmsum öðrum óþægindum. f>ar við hætist, að þegar undirstöðuna vantar, getur frostið orðið veggnum að falli; vatnið undir veggnum þenst út þegar það frýs, og lyftir þar með veggnum, en ekki er víst að allur vegg- urinn lyftist jafnmikið, heldur er það einmitt mjög ólíklegt. Fyrst er nú það, að ekki er alstaðar jafnmikið vatn í jörðu undir veggnum, og þá kemst frostið ekki alstaðar jafnvel að; það nýtur sín betur undir ytri hlið veggsins en undir honum innanverð- um; þetta hvorttveggja gerir það að verkum, að veggurinn lyftist misjafnt, og þegar þiðnar, sígur hann aftur mis- jafnt, en mjög óvíst, að hann fari aft- ur í sínar fyrri skorður. f>etta tekur sig upp ár eftir ár, og getur þá vel farið svo, að veggurinn snarist. Fyrir því er reynandi, að gera und irstöðu úr grjóti undir torfveggi; hún þarf að ná að minsta kosti V/2 alin niður í jörðina, til þess að frost kom- ist ekki undir hana, og hún verður að vera að minsta kosti eins breið og veggurinn; hún á að vera úr tómu grjóti, helzt blágrýti, því það Býgur ekki vatn í sig; gott er að hún nái um x/2 alin upp fyrir jörð, en þá þarf helzt að leggja efri hluta hennar í steinlímj og hafa vatnshelt lag ofan á hana, undir neðsta lagið í veggnum sjálfum. jpessi undirstaða verður býsna kostn- aðarsöm, munu sumir svara. Og er það satt, ef veggirnir eru hafðir eins þykkir og nú tíðkast. Sé hann 2 álnir á þykt, þarf einn teningsfaðm af grjóti undir hverjar 5—6 álnir í lengd hans, auk steinlíms. En undirstaðan er að öllum líkindum nauðsynleg til þess, að fá veggina áreið- anlega endingargóða. þegar un.dirstaðan er komin, er næst að athuga g e r ð veggsins. Eins og nú gerist víðast, er sá galli á henni, að veggirnir eru ekki úr torfi (eða hnaus) alt í gegn, heldur er höfð hleðsla að utan og innan með bind- ingi í gegn hér og hvar, og svo er troðið mold eða rofi á milli. þegar veggirnir klofna, sem ber ó- sjaldan við, er það órækur vottur þess, að bindingin hefir ekki verið nóg. það á að vera hægt að girða alveg fyrir, að veggir klofni. það mun ekki þurfa annað en að hlaða þá úr eintómu torfi alt í gegn; torfið ætti að vera með svipuðu móti og þökur þær, sem eru ristar með spaða, torfurnar jafnþykkar úti við röndina og inni í miðju; ef torfurnar t. d. eru jafnlangar og veggirnir eru breiðir, en hálfu mjórri, þá má hlaða vegginn svo, að hann geti ekki klofn- að, annaðhvort með því að leggja all- ar torfurnar um hann þveran, eða þá aðrahvora þvera, en hina langsetis, eða réttara sagt tvær jafnhliða lang- setis og hina þriðju þvéra. En til þess þarf raikið torf, ef veggirnir eiga að vera eins þykkir og þeir eru hafð- ir nú; nokkuð má samt bæta úr því með því að skera torfurnar svo þykk ar, sem ristan leyfir. Torfið þarf að vera vel sigið, til þess að veggirnir sígi sem minst eftir að þeir eru hlaðnir; ætti jafnan að láta torfið standa í bunkum vetrarlangt, áður en það er notað, og hafa á því þungt grjótfarg. Aðalatriðið verður þó að verja vegg- ina fyrir vatni að utan og ofan, eftir að þeir eru hlaðnir. Vatnshelt þak verður að vera á hverju vönduðu húsi, og þá er sjálfsagt að láta þakið ná út yfir vegginn og dálítið txt fyrir hann; þar með er veggurinn varinn vatni að ofan, og það er mjög svo áríðandi. Erfiðara verður að verja vegginn vatni að utan, og að öllum líkindum frágangssök að gera það fyr en vegg- urinn er fullsiginn. En ekki er ólík- legt að þá mætti kalka hann, leggja á hann þakpappa að utan, og má ef til vill reyna fleira. En þó að veggurinn sé hlaðinn á góðri undirstöðu, úr eintómu signu torfi, og varinn fyrir öllu vatni, þá er ekki þar fyrir víst, að hann standi. Torf er ávalt nokkuð misjafnt í sér, sumt lausara, en sumt þéttara, og get- ur þá veggurinn missigið, meðan hann er nýr. Og þetta getur orðið upphaf þess, að hann snarist á hliðina. Til þess að girða fyrir þann agnúa, er ekki annað ráð sýnilegt en að styðja vegginn, meðan hann er nýr. þó að hann sé svo gerður, sem hér er lagt til, getur hann ekki borið sperrur og þak, svo vel sé, heldur verð- ur að hafa til þess stoðir, eins og nú tíðkast, og mætti þá ef til vill nota þær til þess að styðja vegginn meðan hann er nýr, eða með öðrum orðum, binda vegginn við stoðirnar. Hugsum oss t. d., að stoðirnar væru úr steinsteypu — þær stoðir fúna ekki og geta vafalaust verið ágætar, þar sem þær eiga við — og að frá stoð- unum liggi bönd úr galvaníseruðum járnvír gegnum vegginn, fest í slár eða stólpa yzt í veggnum; vírinn mundi býst eg við ryðga sundur með tíman- um, en þá væri veggurinn fullsiginn, og gæti úr því staðið af vana. En ef á annað borð er farið að styðja veggina, er víst óþarfi að hafa þá eins þykka og nú tíðkast; það þarf sterkari strengi til þess að halda þykk- um vegg en þunnum, ef hann vill kasta sér, og torfið er svo ágætt til skjóls, að eg er sannfærður um — þó að það sé enn órannsakað —, að vegg- irnir mættu vera helmingi þynnri en þeir eru nú, og væru þó nógu hlýir, ef hvergi eru gættir milli þils og veggjar, sem kalda loftið kemst inn í. Eg býst við að veggirnir þyrftu ekki að vera meira en ein alin á þykt, ef þoir væru bundnir við stoðirnar, eða studdir af þeim á annan hátt, og þá yrði undirstaða undir þá ekki eins til- finnanlega kostnaðarsöm, og þá færi ekki svo mikið torf í þá, að þörf væri á að vera að spara það með því að hafa rof í miðjan vegginn. Yatnsveita Reykjavikur. Tveir Englendingar eru hingað komn- ir til að fást eitthvað við undirbúning þess mál8 frekara en orðið er. Er svo sagt, að annar þeirra hafi pen- ingaráðin, en hinn þekkinguna. J>á er vel skipað. Betur að eitthvað yrði nú úr framkvæmdum. Hér er orðið neyðarástand fyrir vatnsskorts sakir. Skepnutjón. Fáheyrt skepnutjón varð á prests- setrinu Hjaltastað 19. marz þ. á. — |>ar köfnuðu í fjósinu 3 kýr, [1 eldis- hestur og 20 hæns, af reyk úr týru, er fjósamaður hafði skilið eftir í ógáti. Síra Einar prófastur í Kirkjubæ sendi presti (Vigfúsi þórðarsyni) 1 kú í skarðið. Hlífið skógum og kjörrum! Landið var fyrrum skógi vaxiðmilli fjalls og fjöru, en margra orsaka vegna, ekki sízt fyrir sakir vægðarlauss skóg- arhöggs, hafa skógarnir eyðst, og fáar og smáar eru þær leifar, sem enn eru eftir. |>að er nauðsynlegt fyrir allan bún- að, að hlífa og vernda þessar leifar og að græða nýjan skóg í stað þess, sem eyddur er. Skógarnir veita eldivið og efnivið í smáhýsi. Skóga má græða svo, að þeir veiti hlé húsum, görðum og túnum. Skógarnir aftra þvi, að moldina blási hurt úr hlíðunum. Skógarnir aftra skriðum og snjóflóð- um. Skógarnir eru skrúð lands. Alþíngi hefir veitt fé til að græða móðurreiti og skóga og til náms handa gróðursetjurum. Tilgangurinn er sá, að selja plöntur úr þessum raóðurreit- um skógræktarfélögum og einstökum mönnum; það munu þó líða eitt eða tvö ár, áður en nægileg gnægð plantna verði til orðin til þess. Alþingi hefir veitt fé til þess að kaupa skógana við Hallormsstað, Háls og Vagla til friðunar, og til þess að þessir staðir geti orðið þær megin- stöðvar, er frá megi renna þekking á skóggræðslu til alþýðu og vakið áhuga hennar. Hvarvetna á landinu eru margir meiri og minní skógar og kjörr. f>að ríður líka á því, að forða þeim við eyðingu. Landssjóður getur ekki keypt það alt. fess vegna snúum vór oss að allri alþýðu landsins með áskorun og leiðarvísun þá, er hér segir: Hlífið kjörrunum, svo að niðjar yðr- ir megi hafa gagn og gleði af þeim. Hlífið skógunum, svo að þeir geti framleitt fræ, er nýr skógur grói upp af. f>að er þörf á miklu fræi. Að hlífa skógum er ekki sama sem að höggva ekki í þeim. f>vert á móti. f>að á að höggva í þeim; en það á að gera það á skynsamlegan hátt og svo sem þegar skal getið. Að hlífa skógunum er að varna fén- aði að kornast í þá, að svo miklu leyti sem hægt er, einkum á vorin; aunars bftur hann hina ungu frjóanga og ný- sprotnu plönturnar. Eigi skal höggva í kjörrum stór eða smá samfeld svæði. Eigi skal höggva hávöxnustu stofn- ana, en taka skal eldiviðarefni í kjörr- um þar, sem þéttast er; taka skal visn- uðu stofnana eða greinarnar og þá stofna, sem nágrannar þeirra eru næst- um að kæfa, eða þá, er standa svo nærri fögrum stofni, að þeir hindra hann í að þróast eftir mætti. Munið að trén eiga að verða stór, áður en þau geta borið fræ fullgóð og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.