Ísafold - 07.05.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1904, Blaðsíða 2
110 til hlítar, og munið, að alt landið get- ur haft gagu af því birkifræi, sem grær í hverjum einstökum skógi. Hlítið þessum reglum og fáið ná- granna yðar, hver í sinni sveit, til þess að hlíta þeim, þar sem skógar og kjörr eru. Flensborg skógfræðingur mun halda fyrirlestra á ferðum sínum í sumarum skóggræðslumálið og sýna ljósmyndir. Ákveðið er fyrst um sinn að hann haldi fyrirlestra: í Eeykjavík, í öndverðum maí, á Eskifirði, um 21. maí, á Seyðisfirði, um 4. jóní, á Akureyri, um 10. júní, á Sauðárkrók, um 17. júní, í Stykkishólmi, um 22. júní. Hlýðið fyrirlestrunum; í þeim verð- ur veitt nákvæm leiðarvísun um með- ferð skóga og árangurinn af góðri með- ferð þeirra. C. V. Prytz. C. Ryder. Moti gaddaYírslögnnuin. Það rignir niður mótmælum gegn þeim úr öllum áttum, öllum landsfjórð- ungum. Sumt af því hefir ísafold þegar hirt. Hún hefir annars ekki rúm nema fyrir ágrip, smáklausur, sína frá hverjum, mjög svo merkum mönnum, ýmist nafn- greindum eða ónafngreindum. — Letur- breytingar eru eftir ritstj. Jónas Eiríksson, skólastjóri á Eiðum, segir svo meðal annars: Eg verð að játa, eins og margir fleiri, að lög þessi ná ekki tilganginum, lík- lega fyrir ónógan undirbúning og kapp þingsins að afgreiða þau frá sór; það hefir gert þau vanhugsuð og ófullkom- in, enda myndi verða skaðleg fyrirbún- aðarframfarir landsmanna, sbr. g r e i n Þorláks Guðmundssonarí ísa- fold 19. marz. Það er margt sem höf. finnur lögum þessum til foráttu, en fátt af því hygg eg hægt sé að hrekja. Eg ræð öllum bændumtilað lesa þessa grein. Eg tel víst, að fáir bændur eða jafn- vel en g i n n t a k i 1 á n til túngirð- inga þar til næsta alþingi kemur sam- an og nemur gaddavírslögin úr gildi, og það tel eg hyggilegt. Vegna hinna skaðvænu veðbanda, er mundu hvíla á bændum og ábýlisjörð- um þeirra, er eg alveg á móti því, að þingið veiti lán til túngirðinga á öllu landinu, hversu mjög sem girðing tún- anna er nauðsynleg í sjálfri sér, enda þótt væri úr hagkvæmara girðingarefni en gaddavír. En aftur á móti tel eg hyggilegt og nauðsynlegt, að þingið veitti í fjárlögunum á hverju fjárhags- tímabili svo mikið sem það sæi sér fært, til verðlauna handa bændum fyrir fram- kvæmdar túngirðingar. Eg hefi engan málsmetandi mann heyrt hrósa þessum lögum. Eyólftir Guðmundsson, bóndi á Hvoli í M/rdal, segir svo: Gaddavírslögin eru alveg óhæfi- 1 e g. Ekki af því, að gaddavír só ekki gott girðingarefni, meðan hann endist, og nauðsynlegt að girða tún, heldur af því, að lögin eru svo vanhugsuð ogillaúrgarðigerð, að bændur munu heldur sitja við sitt gamla lag. Skoðun málsmetandi manna hér nær- lendis er þessu lík. Enginn vill nota gaddavírslögin. Annar bóndi úr sama héraði l/sir göllum á lögunum líkt nokkuð og Þorl. Guðmundsson. Siðan segir hann: Engum hygnum bónda dettur í hug að nota lögin, þann gallagrip. Þau gætu orðið til þess, að menn flyttu sig af landi burt, heldur eti að taka jarðir með lítt n/tum gaddavírsgirðingum, en ærinni gjaldhækkun. Tveir merkismenn í Eangárvallas/slu hafa þegar tekið rækilega til máls gegn lögunum, þeir Magnús s/slumsður Torfa- son og Sigurður oddviti í Helli Guð- mundsson. Enn einn helzti bóndinn þar kemst svo að orði: Mór finst lög þessi vera einstaklega vanhugsuð. Hyggilegra hefði verið', að eg ætla, úr því að þingið vildi sinna þessu túngiiðingamáli, að veita s/slu- og hreppsfélögum kost á slíku láni með aðgengilegum kjörum. Hitt finst mér vera einstaklega fráleitt, að einskorða þetta við tómar gaddavírs- girðingar um land alt, og þá stjórnar- ráðstöfun, sem því er samfara. Það sem eg tel gaddavír frekast hæfan til, er að snúra með honum torfgarða; þá mega þeir vera lágir og geta víst enzt lengi, ef ekki er því ver frá þeim geng- ið. Grjótgirðingar þykja hér langbezt- ar, þegar alls er gætt, og meira til þess vinnandi, að þær komist á. E i n a r prestur Thorlacius í Saurbæ segir: Túngirðingalögin tel eg óhagfeld þannig löguð, og eg veit ekki til, að nokkur maður hór í sveit ætli að færa sér þá lánsheimild í nyt, er þau veita. Landbúnaður vor og verzlun er ekki enn á því stigi, að þau lög eigi við hæfi bænda, eða að þeim allmörgum mundi ekki reynast erfitt að rísa undir því láni og afborgunum, auk eftirgjalds jarðanna, eigi síður en ymsum prestum veitir fullörðugt að borga prestakalls- lánin. Þá hefir vestfirzkur bóndi einn ritað langt mál um lögin. Þar í stend- ur þetta meðal annars: Það gengur yfir mig, að skynsamir menn skuli hafa komið upp með aðra eins vitleysu, og það einn landbóndinn, þm. Strand. (Guðjón G). — — Það er sérstaklega með tímanum, þegar vírinn fer að bila og liggja hingað og þangað, að skepnum stendur mesti háski af. Annað er það, að slík girðing, sem hverfur úr sögunni innan fárra ára, leggur þungan toll á bændur um aldur og æfi nærri því. Gaddavírsgirðing er ekki komin hér vestanlands nema á ör- fáa bæi og það fyrir svo sem 2—3 ár- um. Og þó hefi eg séð hana niður rifna og flækjast fyrir manna og d/ra fótum, og það meðan n/jabrumið er á. Hvað mundi verða síðar meir? Nær hefði verið að styðja eitthvað með lík- um hætti almennilegar túngirðingar úr innlendu efni, er þar að auki veitti landsmönnum atvinnu, en að vera að ausa peningum út úr landinu fyrir end- ingarlaust prjál. J ó s e f bóndi á Melum J ó n s s o n . Mór þótti mjög vænt um ritgerð hr. Þ. G. í 14. bl. ísaf. þ. á. um túngirð- ingalögin, með því að þar kemur al- veg fram hin sama skoðun og eg hefi á því máli eftir nákvæma íhugun. Eftir því sem eg hefi hugsað meira um það mál, eftir því hefi eg betur sannfærst um, að þau lög hljóta að verða landbúnaðinum til meiri hnekkis en viðreisnar, ef meiri hluti þjóðarinn- ar verður svo grunnhygginn að ganga í gildruna, sem til allrar hamingju eru reyndar fremur litlar líkur til. Það s/nist í fljótu bragði mikilsvert, að fá túnið sitt algirt á einu eða tveim- um árum, og þurfa sjálfur tiltölulega lítið fram að leggja til þess. En þeg- ar þess er gætt, a ð með því leggur maður þungt árgjald á sjálfan sig og niðja sína eða eftirkomendur um lang- an aldur, a ð of fjár er lagt í hendur stjórnarinnar til að fleygja út úr land- inu, án nokkurrar tryggingar fyrir því, að hún hafi vit eða hæfileika til að sæta góðum kaupum fyt-ir það, a ð maður gerir sig og eftirkomendur sína háða sérstöku eftirliti lög- reglunnar um aldur og æfi, og að alt þetta er unnið til þess, að koma upp endingarlitlum, skjóllausum og hættulegum girðingum, þá hverfa. kost- irnir fyrir ókostunum. Ofan á alt þetta bætist það, að ekki er annað s/nilegt á lögunum, en að gaddavír s-girðingunum eigi að við- halda og endurn/ja þ æ r um aldur og æfi, jafnvel þótt reynslan syni að þær sóu með öllu óhæfar, sem þær vitanlega eru á snmum stöðum. Það er marg- reynt, að fari vírinn í kaf í snjó, þá tognar hann allur og slitnar af þyngsl- unum, og verður því að endurn/ja girð- inguna á hverju vori þar, sem miklir skaflar hafa komið. Sumir áköfustu gaddavírspostularnir játa nú reyndar, að grjótgirðingar sóu hinar beztu girðing- ar; en því merkilegra er, að hvergi í lögunum skuli finnast leyfi til að taka upp gaddavírinn og setja aðra girðingu í staðinn. Ekki hefir þó verið tilgang- ur löggjafanna að banna hinar beztu og varanlegustu girðingar, sem til eru; en þetta er gott dæmi þess, hve i 1 1 a og fljótfærnislega þessi lög eru úr garði gerð. Gaddavírinn hefir engan þann kost, sem gjöri hann hæfan til að skipa önd- vegi fyrir öllu öðru girðingarefni. Það er fljótlegt að girða með honum, og að því leyti er hann góður í bráðabirgða girðingar, sem ættu svo bið fyrsta að þoka fyrir öðrum betri og varanlegri girðingum. Eflaust er hann líka góður til umbóta á ófullkomnum girðingum, t. d. ofan á lága torfgarða; þar er hann líka hættulítill. Eg læt svo útrætt. um þetta mál, með þeirri ósk og von, að sem fæstir landsmenn taki þessi gaddavírslán, og að næsta þing afnemi lögin með öllu, eða að minsta kosti gjörbreyti þeim. Hin sósíalistiska hugsjón, sem auðsjáan- lega liggur til grundvallar í þeim, er að minni hyggju mjög viðsjál hór á landi. Úr því að stjórn landsins fer að j>líta eftir« túngirðingunum og hegna mönnum fyrir að hafa þær í slæmu standi, þá s/nist ekki mikið á móti því, að líka sé »litið eftir« öðrum mann- virkjum á jörðunum, túnaslóttum, hús- um o. s. frv. Gæti þá svo farið, að smámsaman kæmist á opinbert eftirlit á öllum eigum manna, og eftir slíku munu fáir æskja. Árni A. Þorkelsson, syslu- nefndarmaður og óðalsbóndi á Geita- skarði: Gaddavírslögin ern alræmd hór í s/slu og munu fáir verða til að draga úr ummælum Þorl. gamla í Fífuhvammi um þau. Um þau mun bezt að segja það eitt, að gagn sitt eru þau búin að s/na, sem er: búhygni, hagfræði og löggjafarþroska höfundar eða höfunda þeirra. Skoðun ymist margra eða flestra máls- metandi manna í 7 hreppum s/slunnarhefi eg haft tækifæri að kynna mór. Má heita, að þeir, sem minst hafa út á gaddavírs- lögin að setja, segi, að óráð só að fram- kvæma þau, fyr en búið só að breyta þeim í öllum aðalatriðunum. B j ö r n P é t u r 8 s o n hreppstjóri á Hofstöðum í Skagafirði: Það er álit mitt, sveitunga minna og fleiri, að ef gaddavírslögin væru tekin sem hiíshæfur gripur og menn færu að aðhyllast þau, þá yrðu afleið- ingarnar þessar: Landið færi í stóra skuld. Bændur færu í fjárþrot. Enginn vildi taka til ábúðar jörð, sem búið væri að túngirða, fyrir skuldaþunga, svo að margar jarðir færu í eyði. S/slusjóðir mundu þurfa að svara drjúgum gjöldum. Flestir mundu vilja selja jarðir sínar, en engir kaupa, og varla höfuðból. S/slumenn, hreppstjórar og úttektar- menn mundu komast í ógöngur. — Síra Zophonias prófastur H a 11- d ó r s s o n í Viðvík: Eg er svo ánæjrður sem framast má verða með hiua ágætu ritgjörð fyrv, alþm. Þorláks í Fífuhvammi um gadda- vírslögin. Jafn-ánægður var eg með grein um þau, er kom í »Norðurlandi« í vetur. Öllum ástæðum í henni var eg samdóma. Að mfnu áliti eru gadda- vírslögin einhver hin vanhugsuðustu lög, sem komið hafa frá þinginu. Allir málsmetandi menn í mínu bygð- arlagi, þeir er eg hefi átt tal við um þetta mál, hafa þá skoðun, að gadda- vírslögin hafi svo mikla galla, að menn ættu ekki að sinna þeim. Þá ritar Ó 1 a f u r dbr.maður í Ási Sigurðsson á þessa leið: Um gaddavírslögin, gallana á þeim,. segi eg sama og Þ. G. Hann hefir svo- rækilega skrifað um þau í ísafold 19. marz, að eg hefi þar fáu við að bæta, en kann honum beztu þakkir fyrir ritgjörð hans. Þó lögin kæmust gegnum þingið í fyrra, fyrir dæmafáan dugnað og mælsku sumra þingmanna, þá var sá gallinn á, að þau voru að öllu óundirbúin, og þannig slengt á þjóðina að henni forn- spurðri, án þess hún hefði nokkurn tíma óskað eftir þeim. Lög þessi leggja á landbændur 500 þús. kr. útgjöld, eftir áætlun, sem vel getur verið of lág. Þessar 500,000 kr. er svo gert ráð fyrir að verði orðnar eyðslufó á 15 ár- um, því þá sé vírinn slitinn og ón/tur af ryði, sem mun láta uærri; virðist þá þessu mikla fó ekki sem hyggilegast varið. Hættuna, sem stafar af vírgirðingun- um fyrir menn og skepnur, tekur Þ. G. róttilega fram. En einkum er hættan auðsæ, þegar girðingarnar eru komnar undir fönn. Þegar hross og sauðfé leit- ar heim til húsa í stórhríðum, þá stend- ur víðast svo á, að húsin eru inn á túninu. Þó fjárhliðið sé haft opið á vetrum, þá finna skepnurnar það ekki, og lenda svo einhversstaðar á vírgirð- ingunni. Ríðandi ferðamaður viliist í hríð og náttmyrkri, en heldur þó áfram í þeirri von, að hann kunni að finna bæ. Loks- ins rekst hann á vírgirðingu, og hesturinn og maðurinn steypist á höfuðið og skaða sig báðir, en eru þó engu nær að finna bæinn, þar þessar girðingar leið- beina ekki í því efni, en það hafa tún- garðar oft gert, einkum grjótgarðar, eins og Þ. G. segir. Grjótgarðana ætti Lands- búnáðarfélagið að verðlauna mikið bet- ur en hingað til, því þeir eru varanleg jarðabót, og víða er nóg af grjóti skamt frá túnunum; þeir kosta iðni og ástundan, einkum við akstur á vetrum, en minni peningaútlát, og leggja engan óbærilegan skatt á eftirkomendurna. Mór er kunnugt um, að gaddavírinn er þegar orðinn alment óvinsæll hér í mínu bygðarlagi, og munu mjög fáir panta hann, ef til vill e n g i n n.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.