Ísafold - 07.05.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.05.1904, Blaðsíða 3
111 Mannalát. Hídd 23. dag aprílDaánaðar þ. á. andaðiBt síra Magnúe Gíslason, uPPgjafapre8tur, í Kvígindisdal við Pat- reksfjörð. Hann var á 85. ári, fædd- Ur að Helgafelli á þorláksmessu 1819. Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson, aðetoðarprestur að Helgafelli, en síðar Prestur í Sauðlauksdal, og Sigríður Magnúsdóttir frá Stóra-Holti í Saurbæ. Bræður síra Maguúsar eru þeir Benedikt, kaupmaður í Kudköbing á Bangeland, og Olafur, bóksali í Bonn á þýzkalandi. Magnús var á 1. ári, er hann fluttist með foreldrum sínum að Sauðlauksdal, en þar átti hann síðan heimili meir en 60 ár. Hann var einn af hinum síðustu, sem útskrifaðist úr Bessastaðaskóla, og einn af hinum fáu Bessastaða- skólamönnum, sem lifað hafa fram á þessa daga. Hann vígðist 1847 aðstoðarprestur föður sín3, en veitingu fekk hann fyrir Sauðlauksdal 1852. Lausn frá prestskap fekk hann 1879 og fluttist 2 árum síðar að Kvígindisdal. Hann var kvæntur Steinvöru Egg- ertsdóttur prests Bjarnasonar land- læknis Pálssonar. þau áttu ekki barna, en tóku til fósturs nokkur munaðar- íaus börn. Eitt af þeim er Gísli Sig- urðsson, trésmiður á Vatneyri, bróður- sonur síra Magnúsar. Frú Steinvör andaðist 23. apríl 1894, réttum 10 árum á undan manni sín- um. Sira Magnús var búhöldur góður og um eitt skeið talinn allvel fjáður. — Hann var skyldurækmu í embætti sínu og í öllu sómi stéttar sinnar, prúð- menni í framgöngu, góðlátlegur við alla, skemtinn og glaðlegur í viðræðu, og því einkar-vel látinn bæði af sóknar- uaönnum sínum og öðrum, er við hann iyntust. Hann var sífjörugur í anda og miklu unglegri ásýndum en aldur var til; sýndist svo sem ellin biti eigi á. hann; síðasta árið hnignaði honum uijög, en hélt þó andans kröftum ó- -skertum fram að andlátÍDU. p. J. Hinn 28. f. mán. andaðist í Hruna frú Sigríður Stefánsdóttir Briem, ekkja prófasts Jóhanns sál. Briem í Hruna, 77 ára að aldri, fædd 7. okt. 1826. Stefán faðir hennar var Pálsson Þor- lákssonar á þingvöllum, bróður þjóð- ®káldsins Jóns þorlákssonar. Móðir ennar var Guðríður Magnúsdóttir °gtnanns Ólafssonar á Meðalfelli, ystir prófessors FÍDns Magnússonar en móðir Guðríðar var Ragnheiður nnsdóttir biskups Jónssonar. A börnnm þeirra síra Jóhanns og ' ar ^onaust 2 á fullorðinsaldur, þau síra Steindór Briem, prestur í runa, og frú ójef J3riem) kona síra Valdimars prófasts Briem á Stóranúpi (f 17. marz 1902). Frú Sigríður sál, var ágætum gáfum gædd og mjög Vej ftg Bér bjægj jjj munns og handa; til merkis um náms- gáfur hennar er það, ftð faún ,ærði j elli sinni því nsar alla Davíðs sálma síra Valdimars Briems, og mikið af Bibhuljóðum hans, enda var hún mjög guðhrædd og trúuð kona. Hún var “jög vel heima í mannkynssögu, einkum þó í íslendingasögum, sem hún kunni úr heila kafla utanbókar orð- retta, og Var ættjarðarást hennar svo heit, að fá dæmi munu til. Hún var að öllu leyti mesta merk- iskona. g Bæjarstjórn Reykjavíbur sam- þykti á fuDdi sínum i fyrra dag; að auka fjárveitinguna til girðingar kring«m Aust- nrvöll upp í 3000 kr., til þess að haft verði steinstétt undir girðingunni allri. Landsstjórnin hafði veitt bænum heimild til I i,050 kr. lántöku, og að hann mætti fá það lán úr viðlagasjóði. Þeim Guðnnindi Guðmundssyni og Guð- jóni Helgasyni var synjað mn þóknun fyrir ræktun erfðafestulands, er af þeim er tekið undir veg. Til erfðafestunefndar var vísað beiðni frá Thor Jensen kaupmanni um 5—8 dag- sláttna erfðaíestuland í Bráðræðismýri. Þorbjörn Finnsson bóndi á Kleppi bað um styrk til húsabóta, og var samþykt að gefa honum eftir 1 árs eftirgjald eftir jörð- ina (b0 kr.) i þess notum. Launabótarbeiðni frá Sigurði Péturssyni lögregluþjón var til greina tekin þann veg, að honum var veitt Ö0 kr. þóknun til fatakaupa. Leikfélagi Reykjavíkur var samþakt að ávísa fyrirbeitnum styrk, 150 kr. Þessar brunabótavirðingar voru sam- þyktar: Húseign Gísla Björnssonar o. fl. við Ilverfisgötu 6618 kr. Húseign Högua Finnssonar við Bjargar- stig 6208 kr. Lyfjageymsluhús M. Lund lyfsala í Thor- valdsensstræti 6068 kr. Ilúseign Valdimars Loftssonar við Vita- stíg b200 kr. Húseign Þorsteins T. Péturssonar við Kaplaskjólsveg 2574 kr. Lýðháskólinn í Dalasýslu. Við undirritaðir, nemendur á lýðháskól- anum í Dalasýslu, finnum okkur skylt, að segja opinberlega álit okkar um skóla þenn- an, til þess að almenningur fái sem réttasta hugmynd um hann og stefnu lians. Þar er hæði kent með fyrirlestrum og samtals-yfirbeyrslu. Hver munur er á þessu kenslufyrirkomu- lagi og þvi, sem tiðast við aðra alþýðu- skóla, getum við ekki metið. En það eitt getum við sagt. að okkur hefir geðjast að skólanum og kenslunni þar. Og við erum sannfærðir um, að við hefðum ekki fengið meiri eða hollari þekking og mentun í öðrum alþýðuskóla hér á landi. Kennararnir hafa gert alt það, sem í þeirra valdi stóð til þess, að okkur liði sem bezt, og reynt að haga öllu þannig, að við gætum haft sem mest not af skólaver- unni. Og aðal-áherzlan lögð á að kenna það, sem hver alþýðumaður hefir mest gagn af í lífinn. Skólinn sjálfur hefir kent okkur að meta gildi hans. Við komum þangað með þeirri von, að við mundum læra þar eitthvað nyfsamt og gott; og við förum nú af skól- anum eftir þetta skólaár með þeirri sann- færingu, að vonir okkar og trú á skólanum hafi ekki hrugðist. Skólinn hefir sýnt okkur inn í hvern krók og kyma lifsins, skýrt það, sem við höfum séð þar, gefið okkur bendingu um þau villuljós, sem alstaðar er fult af í lif- inu. Skólinn hefir kent okkur að unna landinu okkar, málinu okkar, fornsögum okkar og öllu því, sem er þjóðrækilegt — unna þjóðinni og trúa á framtíð hennar. Skólinn hefir kent okkur að unna sveita- iifinu, landbúnaðinum og hverri heiðarlegri atvinnu, að trúa og treysta sjálfum okkur, trúa því, að í oakur sjálfam búi máttur, sem við megum ekki láta ónotaðan. Við þökkum kennurunum fyrir þá góð- vild, kurteisi og lipurð, sem þeir hafa sýnt okkur i umgengni sinni við okkur. Við biðjum guð að blessa þessa skóla- stofnun, og óskum og vonum, að hún verði til þess, að upp ala nýja kynslóð i laudinu, sem trúir og treystir á guð, ann landi og lýð, og 8é jafnan reiðubúin að berjast fyr- ir hverri góðri og göfugri hugsjón, land- inu til heilla og hamingju. Sigurður Pálsson, Kvennhól, Dalasýslu. Guðmundur Jónsson, Valbjarnarvöllum, Mýrasýslu. Armenar eru þeir nú sagðir eða segj- ast vera, þessir 6 náungar, sem getið var siðast um að komið hefði með Tryggva kongi, en þá fullyrtu sumir að væru Pól- verjar, en aðrir Finnar. Ferðalag þeirra er eitthvað skritið, virðist helzt vera i sníkju- erindum; munu geta lítil skilríki sýnt. Af ófriðinum |>eim ber ekki saman um það, Kússum og Japömim, hve margir hafi druknað á Kíú-síu Maru fyrra þriðju- dag. RÚ88ar segja 200, en Japanirað eins 73. Skipið hafði vilst í þoku frá herskipum þeim, er veittu því föru- neyti og áttu að vernda það. Rússar komust norður f Vladivostock heilu og höldnu. það var þokan, sem hlífði þeim. Kamimura aðmíráll var í hælunum á þeim. Rússar hrósa hér miklu happi; en Japanareru hreyknir af hugprýði sinna manna, er kusu heldur lífi að týna en að þiggja grið af Rússum og láta þá hafa gagn af skipinu. þeir höfðu skot- ið á Rússa, meðan máttu. Stjórnin í Pétursborg hefir látið sendi- herra sína meðal stórveldanna neita því harðlega, að Rússar muni vilja þýð- ast neiua sáttaumleitun annara ríkja. Skógræktarmálið. Hina snjöllu og fögru áskorun frá þeim, íslandsvÍDunum prófessor Pry tz og kapt. R y d e r í Kaupmannahöfn, um að hlífa skógleifum vorum, ættu allir landsmenn að láta sér vera ljúft að taka til góðra greina og gera sér að skyldu að hlýðnast henni. Hið al- úðarmikla starf þeirra, útlendinganna, að því að klæða aftur landið, sem er orðið svo vfða blásið og bert einmitt fyrir ræktarleysi niðja þess sjálfs, skammsýni og þekkingarskort, ættu landsmenn að þakka þeim þann veg, er þeim komi bezt — með því að styðja viðleitui þeirra af allri alúð og öllum mætti. Sundlaugarmálið. Bæjarstjórnin samþykti í einu hljóði á fundinum í fyrra dag tillögur nefnd- arinnar í því máli, sjá síðasta bl. Gufuskip Esbjærg, aukaskip frá Samein. gufuskipafél., kom i fyrri nótt frá útlöndum, með þær vörur er Ceres tók ekki. Faxaflóabátur Reykjavík kom 3. þ. mán. beint frá Mandal eftir 5 daga ferð. Hann hóf ferðir sinar bér um flóann í gser- morgun. Síðdegisguðsþjónusta á morgun kl. 5. (sira Jón Helgason). I bádegismessunni prédikar kand. S. Á. G. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigriði Björnsdóttur. 1904 apríl maí Loftvog millim. Hiti (C.) Átt <1 cc> ox c ■“< cr 8 OJC Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 30.8 748,3 1,6 NW i 10 2 749,0 4,6 sw i 5 9 747.6 4,5 NW í 6 Sd. 1.8 747,6 3,6 N 2 9 2 748,3 3,6 N 1 9 9 749,3 2,1 N 2 8 Md 2.8 752,5 2,5 NE i 4 2 754,4 5,8 N i 2 9 753,8 3,6 NE i 2 Þd. 3.8 759,5 1,3 NE i 1 2 752,7 5,1 0 1 9 760,5 3,6 NE 1 3 Md 4.8 756,5 6,4 NE 2 7 2 749,3 7,6 NE 2 10 9 750,0 5,7 NE 1 10 Fd 5.8 755,5 7,8 NE 1 5 12,1 2 755,6 10,6 NE 1 8 9 759,2 7,9 ENE 1 9 Fd 6.8 760,7 7,9 NE 1 9 2 767,0 10,3 E 1 9 9 767,7 1 8,6 0 9 IS” Vinnukona og smala- drengur óskast sem fyrst á gott sveita- heimili á Vesturlandi. — Ritstj. vísar á. Fyrirlestur i Bárufélagshúsinu á sunnudag kl. 4 e. h Efni: Anti-Krislur. Fri aðgangur. Allir velkomnir. D. Östlund. „Leikfélag Reykjavikur11 A morgun (sunnud.) verður leikið : „Hneykslið“, Og Yilludýrið. gar* Ágóðiuii af þessu leik- kvöidi gengur til legukostnaðar Gróu Helgadóttur. Simdmaga vel verkaðan, kaupir fyrir peninga Siggeir Torfason, Laugavegi. Síld til beitu, góða og vel frysta, geta menn fengið hjá Islandsk Handels- & Fiskeri- kompagni, Patreksfirði. Fyrir þilskip, sem stunda veiðar vestra, er styzt og hægasta innsigling á Patreksfjörð. P. A. Ólafsson. /| « gufuskipinu »Esbjerg« 1 v JL Ww eru komnar ýmsar vörur úr nikkel og silfurpletti, allar gerðar eftir nýjustu tízku, mjög smekklega valdar, og sérstaklega endingargóðar. Mjög hentugar T ækifærisgjafir enda ódýrari en alment hefir gerst áður. Aðalstræti 10. Selskinn vel verkuð, eru keypt háu verði fyrir peninga eða vörur í verzlun SigcjQÍrs c^orfasonar Laugavegi. Obels-muuntóbak selur verzl. Ben. S. Þórarinssonar hæði mjótt og gilt. Gjafir til Hjúkrunarfélags Reykjavíkur hefir stjórn félagsins með þakklæti meðtekið frá N. N. 25,00 kr. frá N. N. 10,00 kr. cförenf oq maíaé Kaffi bezt í W. Fischers-verzlun. Byggtngarstæði góð og falleg til sölu. S. Jónsson fangavörður. Piltur, sem gengur inn í latínuskólann i vor, getur fengið fæði og húsnæðimeð góð- um kjörum á góðum stað. Ritstj. visar á. 1 herbergi með húsgögnum er til leigu Aðalstrœti 9 frá 14. mai. Upplýsingar gefur frú A. Christensen. Glysvarningur er ávalt smekk- legur og ódýr i verzlun Ben. S. Þórarinss,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.