Ísafold - 18.05.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.05.1904, Blaðsíða 2
122 til þessarar kenslu, þegar allir búnað- aðarakólarnir eru komnir í kaupstað, bara til að lesa bækur? það sjá allir, að þetta er nauðalítil trygging fyrir því, að búnaðarskóla- nemendurnir fái verklega kenslu, svo að nokkru gagni sé. Hér standa sveitaskólarnir með bók- legri og verklegri kenslu miklu betur að vígi og samsvara betur þörfum vor- um en þessir bóklegu kaupstaðarskólar; og þessi ókostur við kaupstaðarskól- ana er miklu meiri en svo, að það' vegi á móti honum, sem bóklega kensl- an kann að vera fjölbreyttari þar en í sveitaskólunum. Flutningurinn er að þessu leyti bana- tilræði við verklega búnaðarkenslu á íslandi. Sú mentun, sem fæst með því að dveljast í kaupstað lengur eða skem- ur, verður landbúnaðinum aldrei að verulegu gagni. En hinu er fullhætt við, að búfræð- ingarnir geti flutt sumt það heim með sér úr kaupstöðunum, sem landbúnað- inum er til engra þrifa. Glaumur og sollur kaupstaðarlífsins hefir fyr og síðar orðið svo mörgum námsmanna vorra til æfinlegs tjóns, að ekki er vert að nauðsynjalitlu að leiða bændaefni vor hópum saman í þá freistni. En hvað sem því líður, þá eru á- hrif kaupstaðarlífsins á unga menn alls ekki til þess fallin, að gera þá að góð- um sveitabændum. f>au miða miklu fremur til að gera þá innlífaða kaupstaðavistinni með öll- um hennar tilbreytingum, glaðværðum og skemtunum, heldur en að glæða hjá þeim áhuga og löngun til bænda- stöðunnar, með öllum hennar áhyggj- um og erfiðismunum; og það kæmí mér ekkert á óvart, þótt sumir af þessum kaupstaðarbúfræðingum þætt- ust eftir alt saman of »fínir« til að ganga að algengri sveitavinnu. Landbændur kvarta sáran um sívax- andi fólkseklu, með því að vinnulýð- urinn streymi gegndarlaust til kaup- staðanna og sjávarþorpanna. þetta er eitt mesta mein landbúnaðarins um þessar mundir, og kaupstöðunum og sjávarsveitunum er skammgóður verm- ir að þesaum straumi; það sannast þegar í ári harðnar til sjávarins. Mun það nú geta talist miða til bóta þessu meini, að flytja aðalkenslustofn- anir landbúnaðarins úr sveitunum til kaupstaðanna? Skyldi það ekki frem- ur geta orðið til að auka kaupstaða- sóttina í fólkinu en draga úr henni? Mjög er það tvísýnt, að nokkur verulegur fjársparnaður verði að þess um flutningi; skólahús geta reyndar orðið ódýrari í kaupstað en sveit; en lítil líkindi eru til, að skólahaldið verði ódýrara, hvort sem á það er litið frá hálfu landsins í heild sinni eða nem endanna. Laun kennaranna munu að öllum líkindum verða hærri í kaupatað en 1 sveitaskólunum. Eeykjavíkur- skólinn mundi innan skamms verða kostaður að öllu leyti af landssjóði, og þá er nú skamt til að stofnað yrði eitt eða fleiri kennaraembætti við bann með eftirlaunarétti; í embættastofnun- um erum vér Islendingar meiri afkasta- menn en í flestu öðru, þótt vór þykj- umst eftir á sjá eftir nærri hverjum eyri, er til embættismannanna gengur. Skólavistin í kaupstöðunum hlýtur að verða nemendunum töluvert dýrari en í sveitabúnaðarskólunum; þar hafa þeir litlu eða öðru þurft til að kosta en vinnu sinni. Allur þorri þeirra, sem búnaðarskól- ana sækja, eru fátækir menn, sem ekki hafa við annað að styðjast en hand- afla sinn. Með þessu kaupstaðarskóla- fyrirkomulagi fá nemendur að líkind um lítið fyrir sumarvinnu sína; það er fult eins líklegt, að þeir verði jafn- vel að gefa með sér fyrir þessa verk- legu kenslu, og bætist þá á þær nýr og hvimleiður kostDaður. |>að má að mÍDSta kosti telja víst, að sumargagn þeirra verði með þessu móti miklu minna en ef þeir mættu leigja sig sumarlangt til algengrar vinnu. En hvernig eiga þá fátækir piltar að standast skólakostnaðinn að vetrinum (fæði, þjónustu, bækur o. fl.)? þetta fyrirkomulag er þannig vaxið, að öllum þorra ungra manna er nærri því fyrirmunað að nota þessa kaup- staðarskóla. |>að er sagt út í bláinn, að það bljóti að kosta margfalt, margfalt meira fé en nú er lagt til búnaðarskólanna, að gera þá svo úr garði í sveit með bóklegri og verklegri kenslu, að þeir fullnægi þörfum vorum. Með miklu mein rökum mætti segja hið sama um kaupstaðarskólana, er öll kurl koma til grafar. Sá maður, sem gagnkunnugastur er öllu því, er að búnaðarskólahaldi lýtur hér á landi, Torfi í Ólafsdal, lítur nokkuð öðruvísi á eudurbótakostnað búnaðarskóla vorra. Haon ritar í 13. tbl. ísafoldar gegn þessari flutningshugmynd, og fullyrðir þar, að með tvöíöldum fjárstyrk við það, sem nú er lagt til búnaðarskól- auna, og 16—20 nemendum í hverjum þeirra, gæti verklega kenslan orðið mjöggóð, og bóklega kensl- an nálgast það, að svara öllum nauð- synlogum kröfum. ■* Eg hika ekki við að taka Torfa hér trúanlegri en flesta ef ekki alla er eg þekki, og það því fremur sem þetta hefir lengí verið skoðun mín, er eg hefi og látið áður í ljósi. Fáum mun geta ofboðið þessi kostn- aður, og það því síður, ef sú yrði nið- urstaðan, sem eg tel réttasta nú sem fyr, að fækka búnaðarskólum vorum um helming; því að þá yrði kostnað- araukinn enginn, þótt tillagið til hvers skóla yrði tvöfaldað. En auk þess er ekki horfandi í að hækka það meira, til þess að gera skólana enn fullkomn- ari. þessir tveir skólar ættu að vera á Hvanneyri og Hólum. Eg enda svo lÍDur þessar með þeirri ósk, að Hvanneyrarskólinn verði end- urreistur á sama stað betri og full- komnari en áður, og að ekki sé hreyft við Hólaskóla til annars en að endur- bæta hann, þar sem hann er. Eg er sannfærður um, að það er landbúnaði vorum hollara en að flytja þá til kaup- staðanna. Yigar 25. april 1904. Sigurður Stefánsson. Flensborffar g;agnfrœðaskóli. Burtfararprófi þaðan hafa lokið í vor (d. þýðir dável): Adaleinkunn; 1. Svafa f>orleifsdóttir. d.+ (ð,44) 2. Valdimar Erlendsson ... d. + (5,44) 3. Sigurður þorvaldsson... d.+ (5,39) 4. Gísli Gíslason ....... d. + (5,33) 5. Ólöf Sigurbjörnsdóttir... d.+ (5,31) 6. Vilhjálmur Pétursson ... d. + (5,27) 7. Sófónías Jónsson...... d. + (5,21) 8. Ólafur Pálsson........ d. (5,08) 9. Bjarni Guðmundsson ... d. (5,06) 10. Brynjólfur Jónsson..... d. (5,04) 11. Halldór Hansen ........ d. (5,04) 12. Guðm. Ólafsson ........ d. (5,04) 13. Sigurður Sigurðsson ... d. (5,02) 14. Gunnl. Kristmundsson d. (4,94) 15. |Guðmundur Jónasson... d.+ (4,55) Prófdómendur voru: Páll Einarsson sýslumaður og f>órður Edílonsson læknir. Gengið hafa í skólann þ. á. 50 manns, konur og karlar. Rektors-skiítin. Ekki gert öllum að því, hve greið- lega land8tjórnin hefir látið undan skólapiltum og almenning3álitinu svo nefndu um það mál. Hún hefði átt að taka þar öðru vísi í taum, segja þeir, og halda uppi aga í skólanum með því að láta rektor sitja sem fast- ast. Hitt 8é að ala upp óvanda í piltum, stæla hina ungu kynslóð upp til ólöghlýðni, og fara alveg með virð- ingu fyrir allri stjórn. f>að er þó naumast rétt skoðað. Enga freisting hefir ísafold til að leggjast á náinn og rifja upp ávirðing- ar hins fráfarandi rektors, þegar hann er að hverfa úr sögunni. Hitt er víst, að setið hafði hann meðan sætt var og verið meðan vært var. Lengi má þræta um það, hvorum ó- standið í skólanum hafi verið framar að kenna, rektor eða piltum, og fánýt úrlausn þess er spakmælið það, að sjaldan valdi einn þegar tveir deila. Betur sker það úr og verður þungt á metum piltum í vil, að samtímis þessum rektor var við skólann fram undir síðasta missiri annar kennari, er hafði hans tíð mestalla það hlut- verk á hendi við stjórn skólans, er lakast er þokkað ella: hina daglegu umsjón, — maður, sem mun hafa ver- ið strangastur allra kennaranna, en var þ ó svo vel látinn af piltum, að allir unnu þeir honum hugástum. f>að var kennarinn, sem dó í vetur, Björn Jensson. f> a ð bendir e k k i á, að þ e i r séu mjög illa innrættir, óknyttasamir eða óviðráðanlegir fyrir óstýrilætis sak- ir. það bendir miklu fremur á hitt, að þeir eigi, sem betur fer, yfirleitt það sammerkt við aðra unga menn á líku reki og sæmilega óspilta, að þeir séu auð-laðaðir til auðsveipni, ástar og virð- ingar við þá kennara sína og yfirboð- ara, er til slíks vinna með allri fram- komu sinni og rétt tök hafa á þeirn. Dæmið af þessum rektor er greini- leg áminning um, hve háskaleg van- hyggja það er, að láta svo og svo mikinn lærdóm, sem svo er kallaður, langmestu ráða um val í forstöðu- mannsembætti fyrir laDdsins mikil- verðustu uppeldisstofnun, í stað þess að líta á það helzt og fremst, hvort maðurinn hefir góða skóla- s t j ó r n a r - hæfileika, en láta sér af tvennu til heldur lynda, þótt lærdómurinn sé ekki meiri en svo, að skólanum sé baga- og vansalaust, eða þá að minsta kosti ekki bundinn helzt við stein- gerfingana hátignuðu: forntungurnar suðrænu. f>að er ilt bæði vegna stofnunarinn- ar og mannsins sjálfs. Eins og margur maður getur verið völundur að hagleik, og þó ófær til að standa fyrir hallarsmíði eður annars stórhýsis og að eiga að stjórna þar miklum verkmannahóp, eins er hitt alltítt, að miklir námsgarpar og jafn- vel vísindamenn eru alls óhæfir til þess að stjórna hvort heldur er skólum eða öðrum stofnunum. f>að er sjálfsagt, að það er bagalegt óhapp landssjóði, að þúrfa að taka upp á sína arma til eftirlauna mann, sem aldur hefir og þrótt til þess að vinna honum fulla vinnu 15—20 ár enn að líkindum. f>að getur kostað hann, landssjóð, ekki minna en 40—50' þús. kr. í beinum útlátum; og munar hann um það, sem minna er. f>etta er og því meinlegra, sem maðurinn er að flestra dómi mikið góður að segja til í sínum námsgreinum, og þá mikil eftirsjá í honum frá því starfi. f>ví ekki má svo sem o r ð a það einu sinni, hvað þá heldur meira, að h&nn haldi kennarastöðunni, þótt annar taki við skólastjórninni. f>ar ræður fordyldin hjá oss svo margfalt meira en fátæktin og þörfin fyrir landssjóð- að spara. f>að e r dýrt, þetta. f>vf getur eng- inn á móti borið. Enn hitt er þó enn dýrara, að hafa háska ólag á stjórn jafnmikilsverðrar stofnunar, sem hinn lærði skóli vor er, — þeirrar stofnunar, sem er ætlað- að eiga svo miktnu og ómissandi þátt í að skapa leiðtoga lýðsins um ókom- inn aldur. En skilyrðið fyrir, að hægt sé að sætta sig vel við þennan mikla kostn- að, er það, að rektors skiftunum fylgi veruleg bragarbót; að stjórn vor skipi svo vel hið auða rvim, sem frekast er kostur á; að hún láti þar ekk- e r t annað ráða en sannarlegt gagn skólans, gagn landsins; að hún láti hvorki flokksfylgi né vináttu né aðrar annarlegar hvatir minstu vitund um það ráða, hvern hún lætur verða fyr- ir kjöri. Hlutabankinn og sparisjöösinnlög. Hið skrítilega bann bankaráðsins gegn því, að hlutabankinn fáist h é r við sparjsjóðsstörf, þótt hann geri það við útbúin, verður líklegast magnlítið, er til framkvæmdanna kemur. Reglugerð bankans heimilar honum berum orðum að taka við peningum- sem innláni. f>að stendur í 13. grein bankareglugerðarinnar. Vöxtum af þeim innlánum ræður bankastjórnin. Hún getur haft þá jafnháa þeim, sem Landsbankinn greiðir eða spari sjóðir ella. Hún getur haft þá lægri og hún getur haft þá hærri, ef svo vill verkast. Viðskiftabók hefir hlutabankinn sjálf- sagt við þá, sem slík innlán eiga. Enginn ráðherra og ekkert bankaráð getur bannað henni það. En þá fer að verða lítill munur á slíkum viðskiftum og venjulegum spari sjóðsviðskiftum. Hún María á Hofstöðum. í>að var i fyrra dag, um það leyti sem Hólar voru að leggja á stað. Stýrimaður er að vitja póstflutningsins Rétt fyrir ofan bæjarbryggjuna kemur i móti honum drenghnokki 7—8 vetra, og heldur á í bendinni dálitilli munnhörpu og barnapistólu, er hann biðnr stýrimann fyr- ir »til hennar Mariu á Hofstöðum*. Hán hefði skilið þetta eftir hérna í vetur. Stýrimaður var svo gegn og bóngóður,. að hann tók vel i þetta. Hann var að bera sig að tala íslenzku við drenginn, og tókst það furðanlega. Strákur skildi hann að minstu kosti. Hann vildi þó telja hann af því fyrst, að vera að senda þetta. Murnharpan var brúkuð og brengluð, og pístólan litlu fémætari. Hann hélt því fram, að meira gaman væri að halda hvoru- tveggju og blása sjálfur á munnhörpuna og skjóta pistólunni hérna i höfuðstaðnum en að láta hana Maríu vera að því einhvers- staðar austur á landi. En strákur var ófáanlegur inn á þá,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.