Ísafold - 25.05.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eÖa
trisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l‘/j doll.; borgist fyrir miÖjan
’Ali (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin viö
áramót, ógild nema komin sé ti)
átgefanda fyrir 1. október.
AfgreiÖslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXXI. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 25. maí 1904
33. blað.
! 0. 0. F. 865279
Augnlækning ókeypis 1. og 8. þrd. á
hverjnm mán. kl. 11—1 i spltalamim.
Forngripasafn opið mánud., mvd. og
Id. ' 1 —12.
Frílœkning á gamla spitalanum (lækna-
•skólanum) á þriðjudögum og föstudögum
kl. 11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in & hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveidi kl. 8'/a síðd.
Landakotskirkja. Guðsbjónusta kl. 9
og kl. 9 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
«adur kl. 10‘/2—12 og 4—6.
Landsbavkinn opinn bvern virkan dag
fel 11—2. Bankastiórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafn opið hvern virkau dag
kl. 12-3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
•«g ld. kl 12—1.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b
L og á. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Af ófriðinum
Frá 10. til 18. maí.
Meiri háttar tíðindi hafa engin orð-
ið þann tíma.
|>eir hafa nú herkvíað Port Arthur,
Japanar, bæði á sjó og landi. Her-
virki sín í Dalny hafa Eúsaar ónýtt,
áður en þeir hrukku þaðan fyrir Jap-
önum. Kínverjar hyggja, að Port
Arthur muni naumast, fá varist lengi.
Kuropatkin herBhöfðingi kvað vilja
láta gefa hana upp og setuliðið þar
halda norður eftir og renna saman við
meginherinn, er hann stýrir, norður í
Mukden. Bn það vill ekki Alexeieíf
jarl. Hann segir, að þá sé úti um
flotann rússneska í Port Arthur, þetta
lítið sem eftir er af honum, og óvíst
nema Japönum takist að ráða niður-
lögum setnlíðsins, ef það hætti sér
brott þaðan. Sagt er, að skoðun
Alexeieffs hafi byr í Pétursborg.
Kússneskt tundurdufl sprengdi tund-
urbát fyrir Japönum við austurströnd-
ina á Líaó-tung skaga. |>ar týndust 7
ménn og nokkrir urðu sárir, — f>að er
fyrsta herskipið, er Japanar hafa mist
í ófriðinum.
Níú-tsvang, fyrir botni Líaó-tung-flóa,
yfigáfu Eussar alveg fyrra mánudag.
f>á voru Japanar að eins ókomnir
þangað með óvígan her, um 20,000,
er þeir höfðu hleypt á land suður það-
an vestan á skaganum og stefndu
uorður, en Eússar hrokkið fyrir.
Kuroki Japana-hershöfðingi, sá er
vann orustuna við Yaluelfi 1. þ. m.,
var kominn með sinn her allnærri
Líaó-Yang og Múkden, og stefndi lið-
inu enn norðar sumu.
Lvent var til um það, hvort Eúss-
ar mundu bíða átekta og leggja til
höfuðorustu við Japana þar um slóð-
ir, eða halda undan norður í Charbin
(eða Harbin). f>arkvað Kuropatkin Big
munu hafa á að skipa 120,000 manna
og eiga von á 105,000 vestan afEúss-
landi þangað í viðbót áður en Japan-
ar komist svo langt ; til þess veiti
þeim ekki af 6 vikum.
Kússar þykjast hafa komist að því,
að Kínverjar hafi heitið Japönum að
styðja þá með þeim hætti, er hér
segir: Japanar hugsa sér að hrekja
Kuropatkin með sinn her vestur
yfir landamæri Mandsjúríu og vest-
ur í Mongólíu (sjá afstöðuuppdráttinn
í Isafold 19. marz), sem Kínverjar eiga
umyrðalaust, og gera þá þann veg
seka í því, að hafa vaðið inn í hlut-
laust ríki. f>ar er fyrir hershöfðingi
sá kínverskur, er Ma heitir, með all-
miklu liði, viðbúinn að taka á móti
Kússum og eigi vinsamlega; svo hafa
Japanar lagt undir fyrir fram. f>á
væri ekki hægt að brigzla Japönum
um, að þ e i r hefðu gengið á hlutlaust
land, og Kínverjum ekki heldur um,
að þeir hefði gengið á heit sín um,
að koma hvergi nærri viðskiftum
Eússa og Japana í Mandsjúríu.
Kósakkasveit hafði ráðist suður í
Kóreu aftur austarlega, um fjöll og
firnindi. Japanar snerust í móti þeim,
og kunna menn það síðast af þeim
að segja, að Japanar höfðu króað þá
af 200 og höfðu í sveltu.
Meir en 2000 lík rússnesk kváðu
nú Japanar hafa fundið í valnum eft-
ir Yaluelfar-orustuna og jarðsett. f>eir
fullyrða, að manntjón Eússa þar muni
hafa numið 3x/2 þús.
Kjötsölutilraunirnar
°g
alþm. Hermann Jónasson.
Eins og lesendum ísafoldar mun
vera kunnugt, tók alþingism. Hermaun
JónassoD að sér, að sjá um þær 2000
kr., er alþingi hafði veitt til kjötsölu-
tilrauna í fjáraukalögum fyrirárið 1903.
Hann sígldi fyrir þær í miðjum októ-
bermán. í haust til Khafnar í þeim
erindum, og kom aftur hingað til
Beykjavíkur í miðjum aprílm. í vetur.
Skýrsla um ferð hans er nú prentuð
í Búnaðarritinu.
í skýrslu þessari, sem er 25 bl.síður,
kennir margra grasa. Ýmist er höf.
að fræða lesendurna á, að hann hafi
heimsótt þennan eða hinn, orðið þeim
eða þeim samferða, fengið bréf, þar
sem bréfritarinn hafi verið honum sam-
dóma o. s. frv., eða að hann hafi unn-
ið að uppskipun á rúg á Seyðisfirði
fyrir rúmum 20 árum, m. fl.
f>ess á milli er hann að skýra Erá
»rann8Óknum« sínum eða æfisögu Sig-
urðar Jóhannessonar stórkaupmanns í
Kaupmannahöfn, sem virðist hafa á
einhvern hátt orðið honum að veru-
legu liði.
Hér skal ekki minst frekara á hina
mörgu útúrdúra og miklu málaleng-
ingar og mælgi höf., sem honum er
svo eiginleg, heldur skýrt frá aðalefni
ritgjörðarinnar og árangrinum af för-
inni.
Hermann hafði með sér 11 tunnur
af saltkjöti, og 1 tn. af söltuðum sauð-
arlærum. Af þessu kjöti voru 4 tn.
frá Blönduós, 3 frá Húsavík, 1 frá
Seyðisfirði og 4 frá Keykjavík. Alt
var kjötið beztu tegundar, af vænum
dilkum, og vænum veturgömlum og
tvævetrum sauðum. Megnið af því
var höggvið þannig, að læri, bógar og
slög voru höfð heil, síður lítið höggn-
ar og hryggur smáhöggvinn.
A söltunina virðist H. ekki hafa
lagt mikla áherzlu. Kjötið frá Beykja-
vík og Seyðisfirði sést ekki hvernig
hefir verið saltað, og hitt er auðsjáan-
lega saltað að handa hófi, þótt saltið
í það hafi verið vigtað að nafninu til.
í dilkakjötstunnu frá Blönduós voru
Iátin 12 pd. af salti og lítið eitt af
saltpækli, en í hinar tunnurnar það-
an hverja um sig 25 pd. af salti, og
18 pd. í hverja tn. af Húsavíkurkjöt-
inu. Auk þess var látið í kjötið syk-
ur og saltpétur; en hvað mikið var
látið í hverja tunnu, sér H. ekki ástæðu
til að geta um. Flestar tunnurnar
virðast hafa verið pæklaðar; en hvað
mikið af salti fór í þær á þann hátt,
sést ekki. Til þess að fá sem bezt
samræmi í tilraunirnar lét H. svo salta
sumt af kjötinu með smágjörðu salti,
nokkuð með grófu salti, og sumt með
salti, sem hann hvorki nefnir eða lýsir.
Vel er nú á stað riðið!
Enda er yfirbyggingin í fullu sam-
ræmi við undirstöðuna.
f>egar til Kaupmannahafnar kom, fór
Hermann að leita að hinum »rétta
manni« til að taka að sér söluna á
kjötinu »á réttum stað«, og komst eftir
mikla vafninga og fyrirhöfn að þeirri
niðurstöðu, að það væri Sigurður Jó-
hannessou stórkaupmaður, sem mörg-
um löndum mun kunnur að því, að
þykja vænt um aurana.
|>ví næst voru tunnurnar fluttar til
S. J. og kjötið grandskoðað. «Við
kaupmaðurinn# sáum ekkert athuga-
vert við kjötið; en af sérfræðingi voru
2513 pd. dæmd nr. 1, 247 pd. nr. 2, en
tunnan með lærunum talin frá. Af nr. 2
voru 192 pd. frá Reykjavík, 50 pd.
frá Blönduós og 5 frá Seyðisfirði. Að
svona mikið af kjötinu frá Beykjavík
lenti í 2. flokki, segir H. að aðallega
stafi af því, að vín hafi áður verið í
tveim tunnunum og kjötið fengið keim
þar af. f>etta getur þó ekk’i verið
rétt, því alvanalegt er, að nota vín-
tunnur undir kjöt, og í fyrra haust
sendi Landsbúnaðarfélagið út nokkuð
af kjöti, er saltað var með líkum hætti
og kjöt það, er H. fór með, í tunnur,
sem áður höfðu verið undir víni. Kjöt
þetta þótti mjög gott og seldist mikið
betur en kjötið hjá H., sem síðar mun
sýnt verða. Sanna orsökin er óefað
sú, að sunnlenzkt kjöt er ekki eins
gott og norðlenzkt, og stenzt því ekki
nákvæman samanburð við það. Úr
dilkakjötstunnunni frá Blönduós, sem
minst var saltað í, dæmdi skoðunar-
maður 45 pd. heldur lítið söltuð og
setti þau í 2. fl.; 10 pd. (5 frá Bl. og
5 frá Sf.) voru sett í 2. fl. af þvf, að
læri höfðu verið illa skorin.
Eins og áður er sagt, var kjötið
saltað mjög mismunandi mikið. í
sumum tunnunum virðist hafa verið
að minsta kosti þrisvar Binnum meira
salt en í öðrum, og svo þar í milli.
Mætti því ætla, að H. hefði látið skoð-
unarmann segja ákveðið um, hvað af
kjötinu var hæfilega saltað, og hvað
yfir höfuð var athugavert við söltun-
ina. Nei, það forðast hann sem heit-
an eld. En til hvers var hann þá að
láta salta mismunandi? Hafði ein-
hver sagt honum það, þegar hann
»tók að sér tilraunirnar«, og var hann
svo búinn að gleyma því þegar til
Kaupmannahafnar kom?
j?á er salan á kjötinu. J>að seldi
Sig. Jóh. kaupmaður; tunnuna með
lærunum (241 pd.) á 33 au. pd., kjöt
nr. 1 (2513 pd.) á 22 au. pd. að með-
altali, og nr. 2 (247 pd.) á 8 aura
pundið.
Alt kjötið sem H. hafði með sér var
úrvalskjöt, og að dómí hans sjálfs og
seljanda (S. J.) mjög vel út lítandi,
þegar það var selt, sem einnig má sjá
á því, að skoðunarmaður dæmdi það
nærri því alt í fyrsta flokk. Hætt er
því við, að fáir verði hrifnir af þess-
ari sölu, ekki sízt þegar athugað er,
að H. segir á bl.síðu 10, »að hverja
einustu tunnu af íslenzku saltkjöti
hefði að þessu sinni mátt selja að
minsta kosti fyrir 47—48 kr.«, eða á
rúml. 21 eyri pd., sem er fast að
hálfum eyri á pd. meira en
hann seldi sitt úrvalskjöt.
Við nánari athugun kemur þó í ljós,
að salan hefir verið enn verri en þetta.
Á bl.síðu 13 segir H., að af því að
ísl. saltkjötið 3é ekki fiokkað eftir
gæðum, og af því að það hafi ekki
áreiðanlegt vörumerki o. s. frv. sé
»ekkert af kjötinu frá íslandi
keypt sem u r. 1«. |>etta er al-
veg rétt hjá H., enda margsagt áður.
En þegar vér skoðum kjötsölu hans í
þessu ljósi, virðist hún ekki glæsileg.
Hann selur sem sé nr. 2 af sínu kjöti
á 8 au. pd., en nr. 2 (eða jafnvel nr.
3) af öllu íslenzku kjöti má selja á
sama tíma, eftir hans eigin orðum, að
minsta kosti á 21 eyri pd. e ða n ær
því 3 sinnumhærra. Hér við
bætist, að umboðsmaður Zöllners í
Kaupmannahöfn seldi í fyrra, þegar
ísl. saltkjötið var sem óðast að falla
í verði, 3 tn. af kjöti fyrir Landsbún-
aðarfélagið frá sama kaupmanni í
Eeykjavík og H. fekk sitt kjöt frá,
saltað á líkan hátt, fyrir 55 kr. eina
tunnuna og 75 kr. hinar hvora um
sig.
Bftir að Hermann er búinn að
fimbulfamba á 23 blaðsíðum um »alla
sína þekkingu«, virðist einhver ljós-
glæta renna upp fyrir honum, svo að
hann sér, að ekki muni vera mikið að
græða á því sem komið er. Hann
byrjar því seinasta kafla skýrslunnar
á þessa leið: »Aðalárangur ferðar minn-
ar er sá«, .... að kaupm. Sigurður
Jóhannesson leyfir, að kaupfélög,-kaup-
menn eða einstakir menn á 8—10
höfnum á Iandinu, þar sem kjöt er
bezt, megi senda séríumboðssölu
næsta haust 2000 tn. af kjöti. f>etta
er þó meðal annars bundið því skil-
yrði, «að valinn verði eftirlifsmaður,
sem má treysta að drengskap og fram-
kvæmdum« (Hermann sjálfur ? ?)
Eins og höf. tekur rétt fram, er
þetta aðalárangurinn af ferð hans og
hið eina nýja í skýrslunni. En nú er
eftir að vita, hvort kaupmenn og aðrir
kjötsalar meta þennan »árangur« eins
hátt og H. sjálfur. Elestir fslenzkir
kaupmenn, sem verzlað hafa með salt-
kjöt á seinni árum, munu þekkja hr.
S. J. að minsta kosti að nafni, og