Ísafold - 25.05.1904, Síða 4
132
Bæjarvatnsyeitan.
Dm það mál gerist nú margrætt
hér í bæ. Og er það sizt að furða.
f>að er hið mesta velferðarmál fyrir
bæinn.
Eitt, sem með vatnsveitunni mælir
mjög, eru stórmiklar líkur fyrir miklu
vægara brunaábyrgðargjaldi á lausafé
en nú eigum vér við að búa og er lítt
bærilegt síðan er það var hækkað
gífurlega fyrir 2 árum með samtök-
um meðal hinna útlendu brunabóta-
félaga. Miklu væri og þá árennilegra
en ella að ráðast í stofnun innlends
brunabótafélags. Brunahættan er
Btórum minni með nægu vatni um
allan bæ og handhægu, en án þess.
Vel er líklegt, að fá megi er til
kemur miklu betri látiskjör en gert
var ráð fyrir aíðast, t. d. komast af
með 5—6°/0 > vexti og afborgun, og
endurgreiðslu lánsins þó lokið á miklu
skemmri tíma, segjum 30—40 árum.
f>að er verkefni fyrir bankana, að
glíma við og keppa um.
Svo telst til með sennilegum rök-
um, að aldrei mundi vatnsskatturinn
fara fram úr 10% húsaleigu, og
það þ ó a ð árskostnaðurinn yrði mikl-
um mun hærri en gert var ráð fyrir
síðast, t. d. alt að 50 þús.
Mikið mundi það létta undir vatns-
skatt bæjarmanna, er gjaldast mundi
af útlendum skipum, sem fengju sér
vatn hér. Viðlíkan létti mundu og
verksmiðjur gera. En þær eiga íyrir
sér að fjölga og vaxa; nægar vatns-
birgðir styðja og að því.
Fremur mundu og þægindi þau, er
vatnsveitunni fylgja, hæna menn að
bænum en hitt.
Mjög dregur nánari íhugun og sam-
anburður úr ímynduðum hlunnindum
að sjálfsvinnuuni við vatnesókn. Það sér
nú rrargur, er áður þótti sem hann kost-
aði vatnið ekki neitt, með því að sækja
það sjálfur eða láta heimafólk gera
það, konu eða börn, að gera má sér
ti'mann, sem til þess fer, rniklu arð-
samari á annan veg, og að þeim yrði
meiri hagur að kaupa vatnið með fyr-
irhuguðum kjörum en að halda áfram
að sækja það í brunnana gömlu, —
alveg eins að sínu leyti og bændur
sjá sér meiri hag að láta ullarverk-
smíðjur, útlendar og innlendar, vinna
úr ull sinni, en að gera það sjálfir eða
láta gera á heimilum sínum. f>að er
og naumast nema um háveturinn, sem
ekki er meiri hagur að láta börn og
aðra liðléttinga gera heldur eitthvað
annað en sækja vatn, svo sem vinna
að fiskþurkum, sækja hesta eða vera í
snúningum fyrir aðra. En einmitt þá,
að vetrinum, er þeim vatnssókn frem-
ur um^megn. Og hart er það líka
aðgöngu þá fyrir þungaðar konur t. a.
m., sem hyllast nú þar að auki til að
gera það fyrir fótaferð eða eftir hátta-
tíma, til þe88 að minna beri á því, að
þær leggja slíkt á sig. Hverfa mundi
hneykslið það, ef til væri sístreym
vatnslind og næg innanhúss, hátt og
lágt.
Maunalát.
Mist hefir Sigurður sýslumaður Ólafs-
son í Kallaðarnesi og þau hjón 15. þ. m.
elztu dóttur sína, Guðrúnu Sig-
urðardóttur, mjög mannvænlega
mey, vart tvítuga, eftir stutta legu.
Slgllng. Hér kom í fyrra dag seglskip
Fjallkonan (133, Waardahl-eigandinn) frá
Mandal með timbnr í Hvanneyrarskólann.
Og í gær gufuskip Scandia (259, Gunder-
sen) með timburfarm til B. Guffmundsson-
ar timbursala.
Fábreytileg æfl.
Dáinn er nýlega á Keykhólum vestur
próventukarl þar, er Kristján hét Bjarna-
son, hálfniræður að aldri. Hann var fædd-
ur á Borg i Keykhólasveit, ólst þar upp
hjá foður sinum, tók við jörðinni að hon-
um látnum, og mun þá hafa verið hálf-
fimtugnr, og bjó þar nokkur ár með ráðs-
kou föður sins, þar til er hún giftist öðr-
um. Tóku þau hjón þá við búinn, og var
Kristján hjá þeim þar til konan dó. £>á
var hann hálfsjötugur. Þá gerðist hann
próventumaður hjá Bjarna bónda á Reyk-
hólum Þórðarsyni og var á hans vegum
til dauðadags.
Mjög var Kristján sál. vandaður maður
til orða og verka. Ekkert vildi hann
heyra lesið nema guðsorð.
Hann var mjög fáfróður á veraldlega hluti
og var þó alis ekkibeimskurnéneittfatlaður á
sál eða líkama Ekki gat hann lýst fjármarki
föður sins, þegar hann var smali hjá hon-
um; en svo var hann fiárglöggur, að hverja
kind hans þekti hann frá öðru fé.
Bjarni bóndi mun þó hafa verið nokkuð
fjármargur, því Borg er fjárjörð og hann
talinn hafa búíð við allgóð eíni. Ekki
kunni Krístján að telja fé föður sins. En
sagt gat hann til, ef vantaði af því. Aldrei
kom hann í 6kilarétt, og var þó ekki nema
meðal-bæjarleið til næstu réttar. Og aldrei
kom hann á manntalsþing né aðra mannfundi.
Hann sá aldrei timburhús, nema Reyk-
hólakirkju, sem var sóknarkirkja hans.
Þilskip sá hann og aldrei.
Alls eina nótt á æfinni var hann i burtu
frá heimili sínu. Svo stóð á þvi, að hann
var látinn flytja kaupamann föður síns
norður yfir Þorskafjarðarbeiði. A heim-
leiðinni réðu hestarnir ferðinni. Þegar
kom að Isfirðingagili, leizt honum það svo
ægilegt, að ekki þorði hann að riða það,
heldur fór af baki og óð það, en rak hest-
ana lausa ú undan sér. Það var í hné.
En þar kvaðst hann séð hafa mesta tví-
sýnu á lifi 6Ínu. Grjótið i botninum var
svo sJevT,t, að honum fanst þvi likast, -sem
silungar væri að skreppa undan fótum sér.
Enginn var hann tilhaldsmaður um dag-
ana, enda aldrei við kvenmann kendur.
Þegar hann kom að Reykhólum, hálfsjöt-
ugur, átti hann sömu stutt-treyjuna og sama
vestið, sem hann var fermdur i. Það voru
spariföt hans. Þeim hafði verið bleypt í
sundur eftir því sem hann óx. x
Fyrst um sinn verða engar ræð-
ur haMnar í kaþólsku kirkjunni kl. 6
e. m. 4 helgum.
fPjjF*' Kaupendur Isafoldar
hér í bænum, sem skifta um bústaði,
eru vinsamlega beðnir að láta þess
getið sem fyrst í afgreiðslu blaðs-
ins.
eru beðnír
að vitja Isa-
foldar í af-
greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8,
þegar þeir eru á ferð í bænum
Til heimalitunar viljumvér sér-
staklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verð-
laun, enda taka þeir öllum öðrum lit-
um fram, bæði að gæðum og litarfeg-
urð. Sérhver, sem notar vora liti,
má öruggur treysta því, að vel muni
gefast, — í atað hellulits viljum vér
ráða mönnum til að nota heldur vort
svo nefnda »Castorsvarti, því þessi lit-
ur er miklu fegurri og haldbetri en
nokkur annar svartur litur. Leiðar-
vísir á íslenzku fylgir hverjum pakka.—
Litirnir fást hjá kaupmöunum alstað-
ar á Ielandi.
Buchs Farvefabrik.
SKANDIN AVISK
Exportkaffi-Surrog’at
Kjcsbenhavn. — F Hjorth & Co-
Skemtisamkoma og
gripasýning
fyrir Rangárvallasýslu verður haldin
laugardag 11. júní í Lambey og hefst
kl. 11.
þar verða ræður haldnar og kvæði
sungin, — fyrir minni konungs, ís-
lands og héraðsins.
Tombóla kl. 12.
Glímur og dans kl. 4.
Kappreiðar kl. 5.
Forstððunefndin.
Bezt kaup
Skófatnaði
í
Aðalstræti 10.
Jafnaðarreikningur
sparajóðs Hafnarfjarðar hinn 31. des.lS03.
Activa :
1. Skuldabréf fyrir lánnm ;
a. fasteignarveðskulda-
bréf kr. 23325 22
b. sjálfskuldará-
byrgðarsk.br. — 2183 77
c. skuldabr.fyr-
ir lánum gega
annari trygg-
ingu . . . — 5670 00 316.8 99
2. Útistandandi vextir áfallnir
við lok reikningstímabilsins . 144 96
3. í sjóði....................... 235 53
Kr. 32059 4«
Passiva:
1. Innlög 141 samlagsmanna kr. 28811 09
2. Fyrirfram greiddir vextir
sem eigi áfalla fyr en eft-
ir lok reikningstímabils-
ins....................kr. 351 28
3. Varasjóðnr..............— 2897 11
Kr. 32059 48
Hafnarfirði 15. janúar 1904.
Páll Einarsson. Jóhannes Sigfússon.
Jón Gunnarsson.
Sparisjóðnr Hafnarfjarðar er aftur tek-
inn til starfa i Uainarfirði, með 4000 kr.
sjálfskuldarábyrgð, auk varasjóðs. Gefur
háa vexti. Sjóðnrinn er opinn mánndag
hvern kl. 4—5 e. h.
Páll Einarsson
p. t. formaður.
J2iRRra nzasa lan
sem áður var í 16 Hafnarstræti 16
er nú flutt í 8 Tjarnargötu 8-
G. Clausen.
Uppboðsauglýsing„
Laugardaginn 28. þ. m. kl. 11 árd.
verður útihús á lóð 3tjórnarráðsins við
Bankastræti selt við opinbert uppboð
til niðurrifs og burtflutnings þegar í
stað. þakhellur á húsinu fylgja ekki
í kaupinu.
Uppboðið verður haldið á skriistofu
bæjarfógeta og verða söluskilmálar
birtir á undan.
Bæjarfógetinn í Rvík 25. maí 1904.
Halldór Daníelsson.
Gufuskipafélagið
31. m aí á að koma hingað skip
frá félaginu frá Kaupmannahöfn og
Leith. Skipið á að fara héðan aftur
2. júní til Eskifjarðar, alla
leið norður til B 1 ö n d u ó s s og sömu
leið aftur til baka til B e r u f j a r ð -
ar, Færeyja og útlanda.
Jarðræktarfélag
Reykjavíkur.
Helgi Kr. Jónsson frá Lágafelli
plægir fyrir félagsmenn í suraar. f>eir
sem þurfa að láta plægja geri svo vel
og snúi sér til undirritaðs.
Rvík 24. maí 1904.
Einar Helgason.
Ódýit of> fallegt úrval
fæst í verzlnn undirritaðs.
Dálítið sýnishorn £
einnm af búðarglugg'anum
að norðanverðu.
c3. sJljarnason
Aðalstræti 7.
Innilegar þakkir til þeirra,
sem sýndu mér hluttekningu
víð lát mannslns míns elsk-
aða, Eiríks Sverrissonar, og
heiðruðu útför hans.
Hildur Sverrisson.
Umsóknir
um
næsta skólaár verða að vera komnar
til undirskrifaðs fyrir lok ágústmánað-
ar næstk. Æskilegt er, að umsæk-
jendur láti þe9s við getið í umsóknar-
bréfum sínum í hverja deild skólans
þeir vilja ganga.
í kennaradeild eru ekki teknir
yngri nemendur en 18 vetra, nema
með sérstöku leyfi.
Flensborg 11. maí 1904.
Jón Þórarins.son.
Eg undirritaður, sem hefi einkaút-
sölu á hinum alþektu Möllerups»mó-
torum« fyrir Suður- og Austurland, vil
hér með sérstaklega mæla með hinum
ágætu báta-mótorum, sem eru með 2
cylender, með 4 hesta krafti og þar
yfir. Og mega landar mínir trúa því,
að eg mæli eigi með þesssum mótor-
um af neinura kaupmannsanda, held-
ur af því, að mótorar frá hr. C. Möll-
erup eru hæði að mínu og annara á-
liti, sem eitthvert vit hafa á mótorum,
þeir langbeztu steinolíumótorar, sem
enn þá eru fáanlegir, og vil eg vin-
samlegast biðja þá menn að snúa sér
til mín, sem vilja fá mótora, eða báta
með uppsettum mótorum í.
Reykjavik 17. maí 1904.
Bjarni l>orkelsson,
skipasmiður.
Ritstjóri Bjftrn .Tónsson.
Isaf ol d «,rprentsmi Öja