Ísafold


Ísafold - 08.06.1904, Qupperneq 1

Ísafold - 08.06.1904, Qupperneq 1
Xemur út ýmist einu sinni eöa tvisy. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sé ti) útgefanda fyrir 1. október. AfgreifTslustofa blaösins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík miövikudaginn 8. júní 1904 37. blað. jfúidJadá jWa/upaAMv I. 0. 0. F. 866109 III. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opiö mánud., mvd. og ld. 11—12. Frílœkning á gamla spitalanum (lœkna- iskólanum) á þriðjndögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á bverju föstudags- og iiunnudagskveldi kl. 8’/, sfðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 2 og kl. ij á hverjnm helgnm degi. Landakotsspltali opinn fyrir sjúkravitj- 'Sndur kl. 10l/a—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafti opið hvern virkan dag kl. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. -og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið k sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og i. mánud. hvers mán. kl. 11—1. íslands banki er tekinn til' starfa. Afgreiðslutími er kl. 10—3 og kl. 6l|2—17^ hvern virkan dag. Banka- stjórnin er til viðtals all- an tímann meðan opið er. Eeykjavík 7. júní 1904. Framkvæmdarstjörn bankans. Hlutabankinn. Tekinn til starfa. Loks rann sá dagur upp, í gær, að bankinn tæki til starfa, sjálfan afmælis- dag laganna um stofnun hans ; þau eru dagsett 7. júní 1902. Hlutabanki hefir hann verið kallað- ur lengst í ræðu og riti, þótt »íslands banki« sé hann skírður í lögunum. Nafnið það var látið halda sér eftir að horfið var frá að láta hann vera k’un eina banka landsins. Bn óhent- er það, með því að það má heita aamnefni • við Landsbankann. Hinu viHist enginn á. |>að er skýr aðgrein- Ing, að kalla annan bankann Lands- banka, en hinn Hlutabanka. Langt naál, langa sögu mætti rita um stofnun þessa banka. Hún er froðleg að tnörgu leyti. En ekki þar eftir ánægjuleg allB kostar. Hitt er mest um vert, að sú saga fór þó all vel á endanum, til þess að gera Eétt sögð yrði sagan mest um það, hversu þar hafa höggvið þeir, er hlífa skyldu. Hversu mjög hefir verið lagst i móti stofnun þessari af þeirra hálfu einmitt, er hún horfir til hagsældar aðallega. Hversu mikið kapp var á lagt, að láta hagsmuni landsins lúta í lægra haldi fyrir sönnum eða ímynd- uðum hagsmunum örfárra, einstakra manna. Hversu nærri lá, að drotn- uuargirni og valdafíkn yrði stofnun. þessari að fjörlesti í sjálfri fæðingunni. Hér hefir nýlega þess verið minat hátíðlega og fagnaðarsamlega, erverzl- un landsins losaðist úr gömlum ánauð- arfjötrum fyrir hálfri öld liðinni. Bn eins og lítil not verða frelsisins þeim manni, sem er úti á öræfum staddur, eins hefir sú þjóð verzlunar- frelsisins lftil not, sem skortir nauð- synleg tæki til að hagnýta sér það til hlítar. En þeirra tækja er nægilega öflug og hagfeld peningastofnun í landinu sjálfu einna nauðsynlegust. Vér áttum kost á henni fyrirmörg- um árum. Vér megum allra þjóða sfzt við mik- illi þarfleysu-töf við hvert framfaraspor, er vér eigum kost á að stíga. |>ví hrapallegri er slysnin og skamm- sýnin, er slíkt kemur þar niður, sem sízt skyldi. |>að eru tvö mein aðallega, sem hinni nýju peningastofnun er ætlað að græða fyrst og fremst. j?að er annars vegar vöruskifta og lánsverzlunin, sem svo afarmikíð ilt fylgir, og hins vegar hin afarkostnað- arsama útlenda umboðsmenska við vöru útveganir kaupmanna vorra og varning88ölu. Bót þeirra meina á að verða og hlýtur að verða bein áhrif hennar, ef rétt er með farið og alt gengur skaplega. En óbeinu áhrifin verða ekki tölum talin. Og þó að hér sé talað helzt um verzlunarstétt vora og tilætluð bein á- hrif bankans á hennar atvinnu, og þar með óbein áhrif á hagi allra lands- manna, þá er hitt jafnRjálfsagt, að við- skifti Hlutabankans ná til allra stétta í landinu. Verzlunin er að eins höfð þar fremst í röð, með því að það er sú stétt landsins, er nægilegt »afl þeirra hluta sem gera skal« er hvað allra nauð- synlegast, en henni veitt áður einna örðugast að vera sér út um það afar- kcstalaust. |>etta er og berum orðum fram tek- ið i sjálfum bankastofnunarlögunum. þ>ar stendur, að sá skuli vera til- gangur bankans, »að efla og greiða fyrir framförum íslands í verzlun, búnaði, fiskiveiðum og iðnaði, og yfir höfuð bæta úr |peningahögum lands- ins«. f>etta er hið víðtæka verkefni bank- ans. Og það óskum vérj( og vonum að honum takist sem bezt af hendi að leysa. Stjórnarskrárbrotið. Norðurland tekur rækilega til íhug- unar málið um hina ólöglegu ráðgjafa- skipun hjá oss í vetur, með undirskrift forsætisráðherrans. |>ar segir svo meðal annars í rit- stjórnargrein 28. f. m.: f>etta er alveg ótvírætt stjórnarskrár- brot. •Konungur hefir hið æðsta vald yf- ir öllum hinum sérstaklegu málefnum ÍBlands með þeim takmörkunum, sem settar eru i stjórnarskrá þessari, og lætur ráðgjafann fyrir Is- land framkvæma það«, segir 2. gr. stjórnarskrárinnar. Hvað getur nú verið sérstak- legra mál fyrir Island en að skipa ráðherra, sem má eigi hafa annað ráð- herraembætti á hendi en ráðherraem- bættið fyrir lsland, eins og hin end- urskoðaða stjórnarskrá tekur fram skýlaust, ráðherra, sem búsettur er á íslandi, ráðherra, sem launað er að öllu leyti af íslenzku fé, ráðherra, Bem stjórnarskrá vor og engin dönsk lög skipa fyrir um ? f>að er svo ómótmælanlegt, sem nokkur hlutur framast getur verið, að þetta er »eitt af hinum sérstaklegu mál- efnum íslands*. Og a i þ v í a ð þetta er eitt af þeim málum, og a f þ v í a ð stjórnarskráin segir, að ráð- herrann fyrir Island — og enginn annar ráðherra — skuli framkvæma valdið yfir þeim málum, þá var brotið gegn stjórnarskrá vorri, þegar forsæt- isráðherrann danski skrifaði undir skipun ráðhsrra vors. Sé nokkur embættismaður ís- 1 e n z k u r embættismaður, þá er ráð- herra vor það sannarlega. Forsætis- ráðherrann hafði því ekki meira vald eða rétt til að skrifa undir skipun hans en skipun hvers sýslumanns í landinu, eða hvers annars af embætt- ismönnum vorum. |>að er Islandsráð- herrann e i n n, sem m á framkvæma það vald samkvæmt skýlausum fyrir- mælum stjórnarskrár vorrar. Stjórnarskrá vor hefir verið brotin. A því getur ekki leikið nokkur vafi. Af þeim varnaratriðum, sem fram hafa komið í málinu, er ekki nema eitt þess eðlis, að um það þurfi að ræða. Sú málsvörnin, sem vér íslendingar verðum ekki að eins að athuga, held- ur og hafa alvarlegustu gætur á, er þessi: að það sé dönsk stjórnartízka, að forsætisráðherranu undirskrifi skip- un allra ráðgjafa konungs, og að und- an þeirri tízku hafi ekki veriðjunt að komast með ráðherra vorn. Eftir þessu ættu ekki að eins dönsk lög, heldur og dönsk t í z k a, sem ekki byggist á neinum lögum, að vera rétt- hærri en stjórnarskrá Islands, hvað þá önnur lög vor. jpetta er ill kenning fyrir oss ís- lendinga. fæssa kenning má enginn íslendingur flytja. |>ví að hér er að tefla um landsréttindi vor. Hér er ræða um innlimunarkenning danskra lögfræðinga, sem vér íslend- ingar börðumst gegu undir forustu Jóns Sigurðssonar. f>etta er kenning- in, sem vér Islendingar h ö f u m á- valt barist móti í allri vorri stjórnar- baráttu og e i g u m ávalt að berjast á móti. Opinber rannsókn. Gegn Dalavaldsmanni. Nú er loks þar komið, að líklega verður hafin opinber rannsókn gegn Dalavaldsmatininum út af reiknings- færslu hans í Laxárbrúarmálinu. Að minsta kosti fóru þeir fram á það einhuga, amtsráðsmennirnir allir, nema reikningshaldarinn sjálfur. En amtmaður maldaði í móinn eftir mætti. Síra Sigurður Stefánsson í Vigur hafði orð fyrir þeim, amtsráðsmönnum, og fór allhörðum orðum um háttalag sýslumanns, sem von var, um óhlýðni hans og lítilsvirðingu við fyrirskipanir amtsráðsins. En mjög var amtmaður þar andræðinn. Einhvern svo nefndan »lokareikn- ing« um brúargjörðina hafði sýslumað- ur nú komið með. En hann hafði óhlýðnast alveg fyrirmælura amtsráðs- ins í fyrra um að senda slíkan reikn- ing endurskoðanda sýslureikninganna í Dalasýslu, og hafði þvf sýslunefndin þar vísað honum frá sér, er sýslumað- ur lagði hann fram óendurskoðaðan undir lok sýslufundar í vetur. Amtsráðið stóð því uppi alveg ráða- laust með að úrskurða reikninginn að þessu sinni. f>að lagði loks fyrir sýslu- mann enn af nýju að senda reikning- inn endurskoðanda hið bráðasta, svo að hann hefði nægan tíma til að end- urskoða hann. Síðan skyldi reikn- ingurinn lagður fyrir sýslunefndina á aukafundi, er halda skyldi í sumar í ágústmánuði. A 11 i r amtsráðsmenn, nema Dala- sýslum., voru ennfremur á þvf, að nauðsyn bæri til þar að auki að láta hefja opinbera rannsókn gegn sýslu- manni út af þessu máli; og komu fram tvær tillögur nm, hvernig orða skyldi áskorun til amtmanns um það, önnur frá síra Sigurði í Vigur, en hin (síðari) frá sfra Sigurði prófasti í Flat- ey. Síra Sigurður í Vigur lagði til, að amtsráðið skoraði á forseta sinn, að láta hefja opinbera rannsókn gegn sýslumanni, sér í lagi út af því, a ð hann hefði óhlýðnast skipun amtsráðsius f fyrra um að semja og Iáta endurskoða lokareikning Lax- árbrúarinnar, a ð hann hefði gert sýslufélaginu rsikning fyrir pakkhúsleigu af sementi, sem aldrei hafði komið í það hús, er um var að ræða, a ð hann hefði reiknað til brúar- kostnaðar 55 tunnur af sementi, en eigi notað nema 51 tn., og a ð hann hefði skýrt amtsráðinu rangt frá um vegagerð þá, Bem hann taldi með á Laxárbrúarreikningnum ranglega. Hin tillagan, breytingartillaga við þetta, frá síra Sigurði í Flatey, sem var borin undir atkvæði (sjaldan eða aldrei þessu vaut) og auðvitað á undan að-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.