Ísafold - 08.06.1904, Page 2
altillögunni, hlaut mikinn meiri hluta
atkvæða, svo að aðaltillagan, sem
sumum líkaði betur, var því aldrei
upp borin.
Hin samþykta tillaga er svo lát-
andi:
»f>ar eð sýslumaður hefir eigi full-
nægt þeim úrskurði amtsráðsins frá
fyrra ári, að semja og senda loka-
reikning Laxárbrúarinnar á tilsettum
tíma, 1. febr., og auk þess hafa kom-
ið fram opinberlega nýjar kærur und
irskrifaðar af 2 sýslunefndarmönnum í
Dalasýslu út af reikningsfærslu sýslu-
manns í þessu brúarmáli, þá skorar
amtsráðið á forseta að láta rannsaka
allar framkvæmdir og reikningsfærslu
sýslumanns í þessu brúarmáli*.
Nú er eftir að vita, hvað úr þessu
verður. Hvort amtmaður þarf nú að
sýna skörungsskap sinn á því, að virða
vettugi þessa eindregnu áskorun
amtsráðsins. Eða þá að valinn verð-
ur til að framkvæma rannsóknina ein-
hver handónýtur maður, og rannsókn-
in fyrir það sama sem ógerð, þótt
myndast sé við hana að nafninu til.
Drykkjuskapur og berklayeiki.
Um það flytur Berblaveikisbókin
(sjáísaf. 30 apr.þ.á.) eftirfarandi klausu:
Enginn efi er á því, að drykkju-
skap verður að telja versta þröskuld
á vegi allra sannra þjóðþrifa og tíð-
ustu orsök til eyðileggingar á hjúskap-
arsælunni og heilsu manna á sál og
líkama; drykkjuskapurinn er öflugasta
meðhjálp berklasóttkveikjunnar.
Til þess að vinna bug á drykkju-
skapnum þarf um fram alt að fræða
alþýðu manna.
j?að kemur ekki að miklu haldi, að of-
sækja drykkjumennina eða setja ströng
lög í bága við almenningsálitið.
Setjið hinni uppvaxandi kynslóð fyr-
ir sjónir allan þann háska og alt það
böl, sem af drykkjuskap leiðir.
Bendið börnunum í skólunum og í
heimahúsum á drykkjumanninn, vekið
eftirtekt þeirra á því, að hann er aiira
manna volaðastur.
Gefið aldrei börnum áfengi, ekki
minstu vitund.
Yarið ungan mann við því að ceyta
áfengra drykkja, ef drykkjuskapur er
í ætt hans, og varið hann líka við
því, að brúka tóbak, því að ‘reynslan
hefir sýnt, að óhófleg tóbaksnautn hef-
ir oft í för með sér löngun í áfenga
drykki og óhófsnautn í þeim.
f>egar ungur maður leggur út á lífs-
brautma, á hann að hafa til að bera það
siðferðisþrek. að bæði sé hann og verði
álitinn kurteis maður og prúðmenní
eins fyrir því, þó að hann taki þvert
fyrir að neyta áfengra drykkja hjá
öðrum eða veita öðrum áfenga drykki.
1 kaupstöðum ætti að vinna að því,
að koma upp veitingastöðum, þar sem
matur sé á boðstólum og heitir drykk-
ir óáfengir. Bindindisfélög ættu allir
að styðja.
Með því að alkunnugt er um þýð-
anda Berklabókarinnar, héraðsl. Guðm.
Björnsson, að hann er bindindismað-
ur, mun vera réttast að minnaá það,
sem hann tekur fram í formálanum,
að »alt það, sem sagt er í bókinni um
nautn áfengra drykkja, er óbreytt þýð-
ing; þar hefi eg eugu breytt og engu
við aukiðt.
Framanskráð klausa er með öðrum
orðum eftir frumhöfund ritsins, S. A.
Knopf, lækni í New York, samþybt
og verðlaunum sæmd af þar til kjör-
inni nefnd úr hóp heimsins frægustu
lækna.
Reikning*slán
Sturfseini Hlutabankans.
Um þ á væntanlega starfsemi Hluta-
bankans ritar Páll Briem amtmaður
og bankastjóri mjög þarflega grein í
Norðuri. 28. f. mán., einkar-glöggva
og skilmerkilega.
jpetta er aðalefnið í henni:
Sá, sem tekur reikning3lán, þarf
jafnan að setja einhverja tryggingu,
handveð í tryggingarbréfi, handveð í
skuldabréfi, lausafé, sjálfskuldarábyrgð
o. s. frv., sem vér skulum athuga
síðar.
|>egar lánþurfi hefir gert samning
við bankann um reikniugslán, þá er
hann kominn í viðskiftasamband við
baun. Ef samningurinn hljóðar um
það, að haDn skuli fá lán alt að 5000
kr., þá getur hann auðvitað tekið það
alt út í einu, en 1 daglegu lífi er sjaldn-
ast þört á því. Nauðsynjarnar eru
jafnaðarlega eins og streymandi vatn.
jpess vegna eru reikningslánin þannig
vaxin, að lánþegar geta tekið það
út, sem þeir þurfa, eftir því sem þörf-
in kallar að, en vextir taldir af því
einu, sem þeir skulda í hvert skifti.
En eins og lánþegar geta tekið út
það, sem þeir þurfa í hvert skifti, eins
geta þeir borgað inn, hve nær sem þeir
eignast peninga. Við það spara þeir
sér vexti.
Afleiðingin af þessu er það, að við-
8kiftamenn rífa ekki út lán sín eins
og búðarvarning, og þeir reyna að
borga alt inn, sem þeir geta. Beikn-
ingslánin prédika sparsemi, ekki í orði,
heldur á borði. Lánþegi á að fá reikn-
ing á hverju missiri. Vextirnir vekja
athuga hans á því, hvort hann hefði
eigi getað borgað eitthvað inn eða lát-
ið vera að taka út láD, og komist þann
veg hjá að gjalda vexti.
I öllum löndum hafa reikningslánin
verið hin mesta hvöc fyrir menn til
þess að spara og afla fjár.
En þau veita lánþega einnig aðra
hvöt til að spara og afla fjár, og það
er sambandið við bankann. Ymsir
menn geta eigi hugsað sér annað
en að bankinn hljóti að heimta ár-
legar afborganir af reiknÍDgsláninu.
En þetta er fjarstæða. Bankinn vill
hafa og á að hafa fó sitt á vöxtum;
og það er ekkert betra að vera ávalt
að skifta um viðskiftamenn, heldur en
að skifta við sama maDninn stöðugt.
En hér kemur annað til greina.
jþegar bankinn veitir reikningslán,
þá er tilætlunin, að lánþegi óti ekki
lánið út, eins og kornmatarlán úr kaup-
stað, heldur sé það til þess að gera
hann færari um að afla sér meira fjár.
Húsasmiðnr vill reisa sér hús og leigja
það öðrum. Hann fær reikningslán í
bankanum, með 4—5°/0 vöxtum á ári,
en leigan af húsinu er 8—9°/0. Ef
húsið kostar 20 þús. kr., þá er ieigan
16—1800 kr., en vextirnir 800—1000
kr. á ári. Maðurinn hefir með þessu
aukið tekjur sínar um allmikla fjár-
hæð á ári.
Ef maðurinn notar þessa peninga
að eins til þess, að eiga betri daga,
eða til munaðar, og lætur lánið standa,
eins og hann ætlaði að láta það bíða
dómsdags, þá fer bankinn að láta
brýnnar síga og segir við manninn:
•Hvernig er um lánið, vinur! |>ú
notar það eigi til að afla þér fjár.
Lánið stendur í stað; starfsþrek þitt
eyðist. Ef þessu heldur áfram, þá
fara viðskiftin að verða varasöm.
Farðu nú að hugsa um að afla þér
fjár. Annars vill bankinn ekki hætta
fé sínu hjá þér*.
Nú verður maðurinn steinhissa, og
segir við bankann:
»Hvað varðar þig um þetta? Er
þér eigi nóg að hafa trygginguna?*
En þá svarar bankinn:
»Nei, vinur. Að grípa til trygging-
arinnar er að eins síðasta neyðarúr-
ræði mitt. Tryggingin er trygging, og
ekkert annað. það sem mér er fyrir
mestu er að hafa viðskiftamenn, sem
spara og afla fjár. Hagur þeirra á að
blómgast og dafna. A þessu byggist
heilbrigt viðskiftalíf, sem er lífsskílyrði
bankanst.
Hið sama, sem gildir um þennan
mann, á og við um bóndann, sem fær
lán til að kaupa sér kýr, ær eða ann-
an bústofn, um kaupmann, sem fær
lán til að reka verzlun, og um aðra
starfsmenn. Allir þessir menn fá lán,
til þess að geta aflað sér meira fjár,
og þeir eiga ekki að nota þetta tneira
fé emungis til munaðar eða til þess
að eiga betri daga, heldur að minsta
kosti að einhverju leyti til þess að
verða efnaðri.
Bönkum er þetta svo mikið áhugamál,
að þeir heimta surair jafnvel af yms-
um viðskiftamönnum sínum árlega
skýrslu um hag þeirra, til þess að
sjá megi, hvernig viðskiftamaðurinn
hagar sér, hvort hann er hagsýnn og
sparsamur, eða óhagsýnn og eyðslu-
samur.
Ef viðskiftamaðurinn aflar fjár, þá
lætur bankinn eigi brýnnar síga, held-
ur verður léttbrýnn við slikan við-
skiftamann, og veitir honum jafnvel
enn meira reikDÍngslán til að afla enn
meira fjár.
Eg vonast til að allir sjái á þessu,
hversu þessi eina tegund af störfum
banka miðar til að auka efni þjóð-
arinnar.
Illa launað ofeldi.
|>að gerðist eitt með öðru á amts-
ráðsfundi hér í fyrra sumar, að bók-
aðar voru harðar ávítur til Stykkis-
hólmsvaldsmannsins fyrir það, að hann
hafði bókað í gjörðabók sýslunefndar
innar meiðandi ummæli um síra Helga
Árnason í Ólafsvík, og var sýslumað-
ur dæmdur fyrir þau síðar i 80 kr.
sekt og málskostnað, en ummælin lýst
dauð og ómerk, sjá ísafold 11. apríl
þ. á. Sýslumaður (L. H. Bj.) var þá
staddur hér, þetta var um þingtímann,
og nær fundi amtmanns áður en gjörða-
bók amtsráðsins var undirskrifuð. Ekki
fara sögur af því, hvað gerst hefir
þeirra í milli. En það var amtmanni
brugðið morguninn eftir, er átti að
undirskrifa fuudarbókina, að hann bið
ur amtsráðsmennina allþarflega að lofa
sér að breyta bókuninni í þá átt, að
draga úr ávítunum og milda þær.
f>etta hafðist fram, nauðulega þó, og
með sjálfs hans atkvæði, amtmanns,
með því að 1 amtsráðsmaður (Ásgeir
í Knarrarnesi) var farinn af fundi
heimleiðis.
En sjaldan launar kálfur ofeldi.
Nú í vetur á sýslufundi þarf sýslu-
maður Snæfellinga enn af nýju að
svala sér á síra Helga Árnasyni, með
nýrri bókun í gerðabók sýslunefndar,
og veitir um leið amtsráði og forseta
þess nokkurs konar ofanígjöf fyrir
hina hógværu aðfinslu þess í fyrra,
þessa sem amtmaður hafði fengið dreg-
ið stórum úr, svo sem nú var mælt.
Meðal annars hafði sýslumaður brigzl-
að þar amtsráðínu um, að það hefði
gefið síra Helga undir fótinn um að
höfða mál gegn y f i r-manni sínum,
(sem sé Hans Mikilmensku, sjálfum
sýslumanninum, þing-h e r r a n u m).
f>essu hafði amtmaður verið mjög
reiður fyrst í stað, borið sig beint illa
út af ófeilni síns undir-manns.
En ekki reyndist sú vanþóknun
þrekmeiri en það, er til kastanna kom,
að amtmaður lagði það til og fekk
samþykt af amtsráðinu, að það lýsti
því yfir, að það hefði aldrei, hvorki
beinlínis né óbeinlíuis, hvatt síra Helga
til að fara í mál.
.Þingeyjarsýslu (Húsavik) 29. oiaí.
Hér var brunahríð 16.—18. þ. mán., mánu-
dag—miðvikudags fyrir hvítasunnu, með
mikilli fannkomu, einkum þriðjudaginn 17.,
það er að segja hér við sjúinn, en litil
upp tii landsins.
Upp frá því fór fyrst að mildast loftið,
og um hvítasunnuna 22. þ. m., skifti vel um.
Siðan hefir hver dagur verið öðrum betri,
skúrir og hlýindi; tún orðin aigræn, og
úthaga að iitka.
Margir eru búnir að setja niður jarðepli.
Eg hefi haldið spurnum fyrir um fénað-
arhöldin i öllum áttum, og er undravert,
hvað það virðist ætla að leiðast vel út,
sumstaðar í betra lagi ásigkomið um sauð-
burð, og mjög óviða, að eg hefi getað
spurt teljandi vanhöld, venju fiamar.
F|öldi manna er nú samt kominn i þrot
með hey handa kúm.
í>eir hafa hagnýtt mörg örþrifsúrræð-
in, margir notað miKinn mat (mannamat)
handa skepnum, mest útlendan, en líka
gera margir sér gott gagn af heimafengnu
kraftfóðri, bæði á sjó og landi, svo sem
fyrst að telja lýsi, sem er þó sorglega lit-
ið tiðkað enn, við það sem ætti að vera;
þá hrognkelsasoð og hrogn, súr-skol og skyr.
Þá er og gamalt og nýtt ráð, að náí víðinn,
þar sem hann er tii. Þetta alt hefir verið
notað meira og minna. Fóður peningsins
er vist orðið mörgum ákaflega dýrt.
Alt um það hygg eg, að betri merki
séu yfir tímanum en fyrir svo sem 100 ár-
um og beri vott um meiri menning.
Það ætla eg sé yfirburðir yfir fyrri
tíma, er almenningur heldur enn allvel fjár-
stofni sinum eftir jafnhörð siðustu missiri.
Að visu hefir oft sú orðið reynslan, að
þegar bændur hafa i byrjun vetrar verið
verst staddir og hræddastir um sig, þá hef-
ir afkoman orðið furðugóð i samanburði
við hin árin, þegar hey hafa verið talin
nægileg. Þetta gjörir, að mér hafa þótt
oft áminst yfirráð tiltekinna manna yfir
heyásetningi annara alvarlega varhugaverð.
Hins vegar hafa fjársboðúnir þær og
heyja óefað ágæt áhrif, sem viða hafa
verið tiðkaðar lengi og nú eru lögboðnar
að nokkru.
Hin fyrri lög um þetta efni, sem ekki
urðu 2 ára gömul, þóttu mér samt miklu
betri; en þau gátu ekki haldist við iýði
hjá þessari kynslóð, heldur en sumtannað,,.
sem fagurt er og gott.
Það þarf að koma slíku fyrst inn í blóð-
ið, svo að það renni með þvi út um þjóð-
líkamann, áður en lögg.jafarvaldið fer að
staðfesta það. Og þetta er meðal annars
verkefni þeirra, er lýðnuni eiga að leið-
beina i ræðu og riti, segja til i skólum, o.
s frv.
At skipstrandinu
í Vestmanneyjum, sem getur um í
ísafold 31. f. m„ er þetta sagt ná-
kvæmara og réttara í bréfi þaðan 3.
þ. mán. :
það varð að morgni hins 20. maí
(ekki 21.). Skipið lagðist hér við akkeri
fvrir norðan Eiðið í austanrokinu 19.
f. m., en ekki í hina réttustu legu;
svo lá það daginn af og til óttu morg-
uninn eftir. Annar akkerisstrengur
slitnaði; bitt akkerið dró skipið, og bar
þá straumur það inn á milli stór-
bjarga vestan til við svonefndan Hall-
dórssand norðan undir Heimakletti.
Þar braut fljótt gat á það; var það
svo affermt að nokkru á bátum 3
daga, og farmur fluttur upp á Eiðið.
En svo losnaði skipið út og dró þá
gufuskipið ísafold það austur fyrir,
og var strandið lagt utan til við Hörg-
eyri norðanverða; þar losnaði úr skip-
inu það sem eftir var af farminum í
því og rak alt inn í Botn, sandfláka
innan við höfnina, og skipskrokkinn á
eftir. Skipið var frá Marstal, og kom
með alfermi af við frá Halmatad
til Landeyinga og Ólafs á Stokkseyri..
Siglurnar eru báðar óbrotnar, en skip-
ið sjálft má heita í molutn, enda mjög
fúið.