Ísafold - 11.06.1904, Síða 3
151
Ferðapistill frá Berlín.
i.
Ekki skiftir œikið um Iandslag, þótt
kornið sé suður fyrir landamæri Dan-
merkur. þar er sama endalausa liat-
neskjan, svo langt sem augað eygir.
Sama tilbreytingarleysið. Sama »nef-
lausa og augnalausa ásýndin#. |>að
er eins og lestin sé altaf að fara fram
hjá sömu vindmyllunni, sama þorp-
inu, sama hjáleigukotinu eða sömu
hríslunni. peim er vel farið, sem geta
sofið í járnbrautalesturn ; mér var ekki
sú gáfa lagin. Eg horfði mig þreytt-
an út um vagngluggann og bjóst altaf
við, að eitthvað nýtt mundi bera fyrir
augun. Samferðamennirnir vissu bet-
ur, hvað þeir áttu að gera. |>eir þjöpp-
uðu sér sem fastast saman til að kenna
síður hristingsins, hölluðu sér svo aft-
ur á bak, létu höfuðfötin síga á nef
niður — og hrutu.
Ferðir með járnbrautarlestum eru
þreytandi. þær renna að vísu á hjól-
um eftir teinunum, en meðalbrokkar-
ar heima eru vissulega ekki stórum
illgengari. Lestin hrökkur ónotalega
til þegar hún hendist yfir samskeyti
á teinunum eða einhverja örðu, sem
fyrir verður. Eg öfunda engan af því,
að sitja heilan dag á grjóthörðum tré-
bekk í 3. flokks hraðlestarvagni. Og
þó verða margar þúsundir manna að
leggja þetta á sig daglega til að geta
farið ferða sinna. f>að er eitthvað
annað að sitja á bakinu á blessuðum
klárunum heima á Fróni. það getur
verið þreytandi; en þá er maður frjáls
að því að hvíla sig hvar og hvenær
sem manni þóknast, og hristingurinn
þar er líka annar. f>að eru fjörkippir
lifandi, aflmikilla vöðva, sem maður
finnur tíl, en ekki högg, sem stálhjól
gréiðir stálteinum, og frísið og blást-
-urinn í blessuðum skepnunum, þegar
þeim fer að hitna í akapi, er eitthvað
annað en hrinur í eimreið. En þó að
hér sé ólíkum samgöngufærum saman
að jafna, og eg efist ekki um, að
flestum, sem hvorttveggja hafa reynt,
þyki skemtilegra að ferðast á hestum,
get eg varla skilið í því, að nokkur
mundi hika við að óska þess, að járn-
’brautir lægju um alt ísland.
f>að má heita, að myrkrið gerði mis-
kunnarverk, þegar það byrgði þetta
leiðinlega landslag. Himinn var skýj-
aður og veður kalt með hraglanda.
En nú fór þó að verða tilvinnandi
að horfa út um gluggann, því alt það,
sem framhjá þaut, tók á sig hinar
kynlegustu myndir. Maður sá eitt-
hvað, en sjaldnast hvað það var.
Sumt líktist jafnvel skrípamyndunum
í háðblöðunum: keisaranum, með báða
skeggbroddana beint upp í loftið;
Björnstjerne Björnson í stórri, flags-
andi kápu, og með uxahorn fyrir ofan
augun; Bússanum á vöxt sem Golíat
Og Japana í gervi Davíðs; Tyrkjasol-
dáni eins og hrædýri með blóðugan
kjaftinn og klærnar o. s. frv., — hersing
af 8krípamyndum, sem myrkrið og
hraðinn koma sér saman um að búa
til. |>að leyndi sór þó ekki, að bygð-
in var að aukast, og húsum og þorp-
um að fjölga, og út við sjóndeildar-
hringinn lagði breiðan, ljósleitan bjarma
upp á kvöldhimininn af rafmagnsljós-
unum í B e r 1 í n.
Sjálfsagt hugsa sér margir á íslandi
Berlín öðruvísi en hún er. |>að mun
vera mjög alment, þótt minkun sé, að
Islendingar séu tæplega eins fróðir um
pýzkaland eins og þjóðverjar um ís-
land. f>eir ferðast oft til íslands og
rita um ferðir sínar, en Íslendingar
komast sjaldan lengra suður nú orðið
en til Danmerkur.
Flestum mun þó kunnugt, að Berlín
er nú ein með allra stærstu borgum
heimsins. f>egar úthverfi þau eru tal-
in með, sem nú eru algerlega samvaxiu
aðalborginni, telst svo til, að þar muni
vera fram undir þrjár miljónir íbúa.
Borgin er afarstór fyrirferðar, því ekk-
ert þrengir að henni á neina hlið; hún
er rúmar 12 rastir að þvermáli, eða
meira en U/2 míla, álíka vegarleDgd
eins og frá Reykjavík og upp að Hólmi,
og nærri því kringlótt. Fyrirferðin
stafar mjög af því, hve strætin eru
breið og mikið um torg og skemtigarða
innanbæjar, og eins hinu, að þar er
með lögum bannað, að hafa íveruhús
mjög há. f>au eru venjulega ekki
meira en fimmlyft.
Berlín er einhver hinn mesti sam-
göngustaður á landi, sem til er hér í
álfu. Sjö stórar járnbrautir liggja að
borginni og eiga þar endastöðvar. f>ar
að auki liggur hringbraut um alla
borgina; sömuleiðis raflestabraut í
stórum boga um suðurhluta henDar
og flein brautarstúfar hingað og þang-
að, ýmisc ofan jarðar eða neðan. Enn
fremur rafmagns sporbrautir í ótal
hringum og krókum, og hestvagnar,
leiguvagnar og mótorvagnar, og bátar
á ánni (Spree) gera sitt til að greiða
fyrir samgöngunum. En alt þetta
gerir ekki betur en hrökkva til. í
stórborgunum stendur ekki alt kyrt.
Berlín er ólík flestum stórbæjum
öðrum á þýzkalandi og ef til vill í
allri álfunni að því leyti, að hún er
öll ný. í flestum öðrum borgum stend-
ur einhver borgarhluti frá eldri öldurn
og er ólíkur allri nýtízkuuni. f>ví
fylgir mikil tilbreyting. Berlín hefir
vaxið svona gríðarlega á síðustu öld
og þó einkum síðan 1870, að hún varð
höfuðstaður hins sameinaða þýzka
ríkis og keisarasetur. Aður var hún
að eins höfuðborg Prússlands, og smá-
bær að kalla; og hin gamla Berlín er
nú að mestu leyti horfin. f>ó standa
enn þá fáein stórhýsi frá eldri tíð, t.
d. keisarahöllin, sem áður var höll
Prússakonungs, voðalegur skrokkur,
söngleikahúsið (Opera), líkast gríðar-
stóru hesthúsi, o. s. frv. Einnig
Braudenborgarhlið, sem svo er kallað,
mjög svo snoturt stórhýsi og var raun-
ar borgarhlið einu sinni. Uppi á því
stendur mynd sigurgyðjunnar, og ekur
hún í vagni, sem fjórir hestar renna
fyrir. Hún vissi áður ú t frá borg-
inni. En þegar Napoleon mikli tók
Berlín herskildi, lét hann taka mynd-
ina, sem þykir vera mikið listaverk,
og flytja til Parísar; en þegar París
gafst upp fyrir þjóðverjum 1871, tóku
þeir myndina aftur og komu henni
fyrir á sínum gamla stað. En nú
snýr hún i n n að borginni.
Annars er Berlín fremur leiðinleg
borg á að líta. f>að sem gerir hana
I leiðinlega og einkennir hana mest, er
tilbreytingarleysi og smekkleysi. í
Berlín eru allar götur beinar og breið-
ar og lagðar asfalti; en engin tekur
annari fram. f>ær göturnar, sem að-
alfólksstraumarnir Iiggja um, eru jafn-
stórar hinum og mikils til of litlar.
Afleiðingiu er sú, að í aðalgötunum
ætlar alt að troðast undir, en hinar
eru sem tómar. Berlínarbúar finna
þetta sjálfir og geta ekki að gert.
Stórborgir þurfa að hafa aðalgötur til
að taka á móti aðal-fólksstraumunum.
f>ær eru lífæðar bæjarins, og er því
betra, sem þær eru stærri og breiðari.
í Berlín er að eins einn götustúfur
nógu breiður, eða réttara sagt óþarf-
lega breiður; það er »Unter den
Linden«. Ef tvær slíkar götur lægju
í kross um bæinn, mundu þær bæta
mikið úr, og veita bænum um leið
annað útlit. Líklega neyðast Berlinar-
menn til fyr eða síðar, að brjóta nið-
ur bæinn til að fá slíkar götur. f>að
eru syndir feðranna, sem þar bitna á
hörnunum.
Bara að Reykjavík sæi að aér í tíma.
Eg hefi aldrei séð meiri þvögu af
fólki og vögnum standa hreyfingarlaust
og bíða lags til að komast áfram,
heldur en þar sem mætast tvo höfuð-
strætin í Berlín, Leipzigerstrasse og
Friederichsstrasse; lögregluþjónar þar
eru að jafnaði á verði, 8 lögregluþjón-
ar, ríðandí og gangandi, til að reyna
að afstýra Blysum. Næstu göturnar
eru jafnstórar; en þar ber ekkert á
umferðinni.
Tilbreytingarleysið á götunum er
slæmt, en tilbreytingarleysið á húsun-
um er verra. Munu vera fá dæmi
annars eins tilbreytingarleysis í hús-
gerðarlist eins og í Berlín. Fiest hús-
in eru svo nákvæmlega hvert öðru lík,
að þau eru sem gerð væri alveg eftir
sömu fyrirmynd. f>au eru eins og raðað
væri stórum kössum meðfram götunum.
f>ó gerir skrautið, sem haugað er á
framhlið húsanna, þau enn þá leiðin-
legri. f>að er að kalla má á hverju
húsi, og svo íburðarmikið, en að hinu
leytinu svo smekklaust og hversdags-
legt, að það óprýðir meira en prýðir.
f>jóðverjar finna þetta líka sjálfir, en
þeir afsaka sig með því, að borgin sé
gerð á þeim tírna, þegar öll list var
fremur í bernsku.
Ekki gera Berlínarbúar sór mikið
far um að láta himingnæfandi turna
bera yfir bæinn. f>að, sem hæst ber á
þar, eru verksmiðjureykháfar.
En skrautið gengur fram úr öllu
hófi. Utan á almenning3stórhýsum og
í kring um þau er skrauti hlaðið svo,
að oft verður um of. Torg og auð
svæði eru óteljandi í bænum, og þó
bregzt það ekki, að á hverju torgi sé
standmynd úr eir eða marmara, og
margar brýrnar yfir S p r e e, sem
rennur gegnum bæinu í mörgum kvisl-
um, eru myndum prýddar; ein þeirra,
Hallarbrú svo nefnd, er með 8 mar-
inaramyndum. Margar standmyndir
og gosbrunnar víðsvegar um bæinn
eru fræg listaverk. Mann sundlar
nærri því af að hugsa til þess, hvílík
ógrynni fjár, reiðinnar ógrynni, felast í
öllu því skrauti, sem ber fyrir augun í
borginni.
Afarstór skemtigarður er í útnorð-
urhorni borgarinnar. Hann var einu
sinni utan borgar og var þá veiðiskógur
Prússakonung8. Enda heitir hann enn
Thiergarten, þ. e. dýragarður. Nú er
hann fyrir löngu látinn almenningi í
té til skemtunar. f>ar hefir f>jóðverj-
um tekist upp að hlaða skrautinu
saman. f>ar eru minnisvarðar þeirra
Goetheog Lessings skáldanna
ogRichard Wagners, tónskálds-
ins mikla, báðar úr marmara; ákaflega
stór B i s m a r k s-mynd úr eir og
grjóti, og Vilhjálmur fyrsti og
drotning hans úr marmara; einnig
R o 11 a n d s - brunnurinn úr rauðum
granit, höggvinn að öllu leyti norður í
Noregi, og þar er sigursúlan
mikla, geysimikill stöpull, sem á að
minna á sigurinn yfir Dönum 1864,
Austurríkismönnum 1866 og Frökkum
1871. Hann er prýddur myndum úr
sögu f>jóðverja, sem gerðar eru úr
marglitum smásteinum (mosaik), og
um hann ofantil eru þrjú belti af loga-
gyltum fallbyssum, en efst stendur af
armikið kvenskass í flaksandi pilsum
og með vængi út úr herðum, öll loga-
gylt, sem Þjóðverjar segja að sé sig-
urgyðja eftir myndasmiðinn Drake,
f>ar við bætist enn svo nefnd S i e g e s-
A 11 e e [Sigurbraut]; það er vegar
spotti með 32 marmaramyndastyttum
af prússneskum kongum og furstum,
sem þar er raðað á tvær hendur. f>að
er keisarinn, sem nú er, Vilhjálmur II,
sem gengist hefir fyrir því öllu, og mun
naumast of í lagt, að kostað hafi sá
litli blettur um 100 milj. kr. En ekki
þykir listahandbragðið prýða sumar
konungamyndirnar. f>að er síður en
svo. Ein þeirra kvað vera eftir mann
af íslenzku bergi brotinn, Harald
Magnússon; eg man ekki eftir, að eg
hafi heyrc hans fyr getið.
Gufuskip Pervie (238, A. Th. Sehiöttz),
aukaskip fri Thorefélagi, kom hingað í
nótt austan frá Vík, eu þangað kom það
hlaðið vörum frá Leith, sero hingað áttu
að fara og víðar. Það ætlar béðan vest-
ur á Hvammsfjörð og norðar á Hvamms-
tanga.
Siddegisguðsþjönusta á morgun kl.
(sira Jóh. Þ.). Hádegism. Fr. Fr.
Veðuratlnigauir
Reykjavik, eftir Sigrídi Björnsdóttur.
1904 júní Loftvog millim. Hiti (C.) >- rrr ct- < a> cx c zr 8 o* œ pr B q§ Urkoma millim. Minstur biti (C.)
Ld 4 8 752,5 11,2 SE 2 10 5,1
2 752,7 9,6 8 i 10
9 754,5 10,3 8 2 10
Sd. 5 8 759,9 9,7 SW 1 10 2,2
2 763,4 7,9 SSW 1 9
9 764,5 8,6 E 1 10
Md 6 8 765,0 9,8 8E 1 10 0,7
2 767,6 8,8 8E 2 7
9 765,9 10,7 8E 2 8
bd 7.8 766,7 11,3 E 1 10
2 767,2 8,8 NE 1 10
9 767,5 10,2 EsE 1 10
Md 8.8 768,7 10,9 8E 1 10 0,6
2 771,1 15,6 8W 1 9
9 772,3 9,7 SSW 1 10
Fd 9.8 775,7 10,7 0 4
2 773,4 11,6 0 9
9 773,3 11,1 0 10
Fdl0.8 772,1 10,8 NW 1 10
2 773,1 11,6 NW 1 10
9 772,9 10,1 NW 1 10
Sigurður bóksali Erlendsson
dvelur uppi í Borgarfirði sér til heilsu-
bótar fram í ágústmánuð.
komin. f>au beztu tau, sem
til Islands flytjast, seljast
með verksmiðjuverði.
Björn Kristjánsson.
Rúgmjöl,
Grrjón,
Hveiti
og Púðursykur,
hvítur sem mjöll, hjá
Matthíasi Matthíassyni.
Hafið þi5 (rétt það
að »Pervie« er nýkomin, með ósköpin
öll af fallegum og góðum
Stumpa-sirznm
til
Jóns Þórðarsonar.
fallegri og ódýrari
en áður hafa þekst, eru til sölu
ásamt mörgum öðrum silfursmíðisgrip-
um hjá
c3/rrn' Símonarsyni\
4 Vallarstræti 4.
Ministerialbækur
Og
Manntalsbækur
fást í bókverzlun íaafoldarprentsm.