Ísafold - 15.06.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.06.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn siimi eöa tvisy. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l‘/j doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. jfíuAÁidi jHtb'ufaslMb í. 0. 0. F. 866249 Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á bverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og ld. 11-12. Hlutabanlcinn opinn kl. 10—íi og ■67*-7>/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og •sunnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjðnusta kl. 9 •og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- ■andur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag fcl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ug ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Misling-ahug1 vek j a Eftir héraðslækni Guðm. Björnsson. I. Fyrir fám dögurn kom út auglýsing frú ráðherra íslands, þar sem hann á- kveður að sóttkvía skuli Norður-ísa- fjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað, vegna þess að þar gangi mislingar. Samtímis fóru þeir vestur landlækn- ir og landritari til þess að skipa nán- ar fyrir um sóttvarnirnar. |>að er vonandi, að þessar rösklegu ráðstafanir stjórnarinnar stöðvi sóttina. Ef sóttvörnin mistekst, ef misling- arnir fara í sumar um alt landið, þá má búast við því, að þeir leggi þús- und manns í gröfina. Hér á landi eru nú um 36 þúsund manns innan 22 ára, sem ekki hafa haft mislinga. Ef ekki deyja fleíri en 3 af hverju hundraði, þeirra sem mislingana fá, þá er mjög vel sloppið; en 3y- af 36000 er 1080. |>að er ilt að missa börn og ung- linga út úr landinu, en verra er þó að missa unglingana hrönnum saman í gröfina. Sóttvörnin fyrir vestan getur mis- tekist og mislíngarnir farið um alt fandið, farið með 1000 manns 1 gröfina, enda miklu fleiri. En til þess eru vítin að varast þau. j?að ætti að verða í síðasta sinn, sem mislingarnir færu í einum fleng yfir alt landið. |>jóðin getur varið sig mislingum, ef hún vill, hver einstök Bveit getur það, ef hún vill, jafnvel einstök sveita- heimili geta varist sóttinni, þá er hún gengur, ef ekki skortir vilja og vit. II. Mislingar eru næmur sjúkdómur. Nýfædd börn fá sjaldan mislinga, en öllum öðrum er jafnhætt við þeim, og þegar mislingar leika lausum hala, fer jafnan svo, að nær því hver ein- asta manneskja tekur sóttina. |>eir fá mjög sjaldan mislinga aftur, sem einu sinni hafa haft þá. Reykjavík miðvikudaginn 15. júní 1904 í öllum stórum löndum og þéttbýl- um eru mislingar laodlægir. Allir fá mislinga, og flestir á barnsaldri. í litlura löndum og afskektum t. d. íslandi og Eæreyjum eru mislingar ekki landlægir, koma stöku sinnum, taka þá alla, sem ekki hafa fengið þá áður, og hverfa síðan; geta þá liðið mörg ár og enda tugir ára áður en þá ber aftur að landi, án þess neitt sé gert, sem gagn er í, til þess að verja þeim á land. III. Mislingasóttin byrjar snögt, 10 dög um eftir að menn hafa fengið í sig sóttkveikjuna. Byrjunin er sótthiti og kvef, nefkvef og hósti. f>etta mislingakvef er að því leyti frábrugð ið venjulegu kvefi, að því fylgir oftast þroti í augum og ljósfælni. Á öðrum d9gi líður sjúklingnum betur, sótthit- inn minni eða enginn; þá má oft sjá rauða bletti í gómnum — til aðgrein- ingar frá venjulegu kvefi. A 4. degi (3.—5. degi) þingir sjúklingnum aftur, hann fær aftur sótthita og nú kemur mislinga útþotið, rauðir smáflekkir. það kemur fyrst á andlitið og fer því næst á skömmum tíma, 1—2 dögum, um allan líkamann; gisnast er það á út- limum. Á 6. eða 7. degi hverfur sótt- hitÍDn, og nú fer sjúklingnum að batna, kvefið að þverra og útþotið að fölna ; kemur þá smágert hreistur alstaðar þar sem útþotið var. |>etta er lýsing á sóttinni, eins og hún er algengust. En mislingasóttin er hamhleypa, eins og allar aðrar farsóttir. Stund- um svo væg, að sjúklingurinn fer ekki órekinn í rúmið. Stundum svo megn, að sjúklinguriun er dauður áður dag- ur er liðinn. Mjög oft dregur það til dauða, að kvefið snýst í lungnabólgu. Ungbörnum og gamalmennum er mest hætta búin af mislingum. í Heidelberg á f>ýzkalandi var að því gætt fyrir skömmu, hversu mörg börn dóu af þeim, sem fengu mislinga, og kom í ljós, að af 100 börnum á 1. ári dóu 14 _ 100------------- 2.-3. ári — 7 _ 100-------- - 5.—13. - — 2 Mikil áraskifti eru að því, hversu þung sóttin er, svo að missirinn er mjög misjafn. Ef allir eru taldir, sem veikina fá, börn og fullorðnir, má gera ráð fyrir, að 1 til 8 af hundraði deyi, alt eftir því, hvernig sóttin hagar sér í það og það 8kiftið. En þar með eru ekki öll kurl kom in til grafar. Mislingar veikja viðnámsþrótt líkam- ans gegn berklaveiki að stórum mun, meira en nokkur önnur farsótt. Fjöldamörg börn taka berklaveiki meðan þau eru veikluð af mislingum eða eftir þá. Alstaðar, eins hér sem annarstaðar> er líka til fjöldi af börnum og full- orðnum, sem hafa lítils háttar berkla- mein í lungum eða annarstaðar, en lifa þó við góða heilsu, af því að veik- in stendur í stað eða er á batavegi. Ef þessar manneskjur fá mislinga, fer mjög oft svo, að berklaveikin magn- ast svo, að ekki verður við ráðið. Mislingar auka að stórum mun út- breiðslu berklaveikinnar. Með þeim hætti verða þeir fjölda fólks að líftjóni. IV. Mislingar eru komnir á land og við búið að þeir fari um alt landið. |>að mun því þykja fróðlegt að heyra, hvern- ig þeir hafa hagað sér hér áður. Tökum nítjándu öldina. Árið 1846 gengu mislingar yfir alt landið. J>á höfðu þeir ekki hingað komið um Iangan aldur, ef til vill ekki síðan á 17. öld. Enginn hafði haft mislinga. Allir fengu þá. f>að ár dóu alls 3329 manneskjur eða 56.8°/00, en árin 1841—50 var dánartalan til upp- jafnaðar 36.9°/00. Að dánartala sé t. d. 30°/00 þýðir, að á einu ári deyi 30 af hverri þúsund landsmanna. Svo telst til, sem rúm 1500 manns hafi dá- ið af mislingunum árið 1846. Árið 1845 var tekið fólkstal og var þá tala landsmanna 58558. Ef allir eða flest- allir hafa fengið mislingana, sem lík- legt er, þá hefir missirinn verið um 2V2% öða 250/o0, þ. e. 25 hafa dáið af hverri þúsund þeirra, sem mislingana fengu. Árin 1868—69 gengu mislingar í Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu, og verður ekki sagt með neinni vísru, hversu mörgum þeir þá hafi orðið að bana. Svo komu þeir sællar minningar hingað til Beykjavíkur árið 1882 og bárust héðan út á alla landsenda. |>að ár dóu hér á landi 3353 manneskjur eða 47.1°/oo> en 1881—1890 að meðal- tali 81.9°/oo- Hr. revisor Indriði Ein- arsson hefir reiknað út, að 1580 manns hafi dáið það ár af mislingum, og er það vafalaust nærri sanni. |>á voru liðin 35 ár frá stóra faraldrinum 1846 og voru á lífi snemma ársins 1882 um 46000 manns innan 35 ára, en sumir af þeim mönnum höfðu fengið misling- ana 1868—69 og sumir sluppu íþetta sinn. Ef gert er, að 40,000 manns hafi fengið mislingana 1882, þá hefir mis8Írinn verið um 4%) Þ- e- I dáið af hverju hundraði eða 40 af þúsund þeirra sem sóttina tóku. Sóttin geis- aði yfir landið um miðsumarsskeið; á þremur mánuðum, júní, júlí og ágúst, dóu samtals 1912 manneskjur, þar af voru 1006 börn innan 5 ára. Til sam- anburðar skal þess getið, að árið áð- ur, 1881, dóu á sama tíma, júní—ágúst, 523. f>að mun láta nærri sanni, að á 19. öldinni hafi alls og alls látist um 3500 manns af mislingum. Eftir 1882 hafa mislingar borist nokkrum sinnum til landsins, en ávalt verið stöðwaðir, síðast í fyrra í f>ing- eyrarhéraði og nú í vor í Hesteyrar- héraði. V. Hver vill gerast barnamorðingi á íslandi? Spurning þessi er hrottaleg, en hún er því miðUr ekki ástæðulaus. Víðs vegar um land og ekki sízt hér í höfuðstaðnum er það skoðun margra manna, jafnt mentaðra sem ómentaðra, að réttast sé að gera mislingana land- læga. 39. blað. Ef mislingarnir koma með löngum millibilum, segja þessir menn, þá verða þeir fjölda fólks að fjörtjóni; ef þeir gengju hér árlega og allir fengju þá á barnsaldri, yrði tjónið miklu minna eða lítið sem ekkert; mislingarnir yrðu þá meinlaus barnasjúkdómur, segja þeir. fess vegna er rangt að beita sóttvörnum gegn mislingum; ætti miklu fremur að senda eftir þeim til útlanda og flytja þá inn í landið, ef þeir koma ekki nógu oft ótilkvaddir. Og ótilkvaddir koma mislingar ekki ár- lega hingað til landsins. f>rátt fyrir auknar samgöngur getur vel liðið heill áratugur, enda fleiri tugir ára, án þess að þeir berist hingað. Ef þessir menn ættu að ráða, þá yrði oft að senda eftir mislingunum, flytja þá inn í landið. f>að kynni nú að þykja of mikil fyrirhöfn að flytja þá hingað árlega; eg ætla að gera ráð fyrir, að mennirnir létu sér nægja að ná í þá fimta hvert ár. Árið 1901 var fólkstala hér á landi 78,470; þar af voru 9798 innan fimm ára. Fólk- inu fjölgar. Ef mislingar kæmu á 5 ára fresti, þá mundu þeir hitta um 10,000 börn og drepa 400 af þeim þegar í stað. Og það er vel sloppið, ef ekki deyja fleiri en 4 af hverjum 100 ungbörnum. f>arna er þá verkefnið. Hver vill takast á hendur að flytja mislinga inn í landið 5. hvert ár, greiða þeim götu um alt lánd og myrða þannig vísvitandi um 400 börn ? Ekki fæst nokkur læknir til þeirra verka. f>að yrði sjálfsagt að stofna nýtt embætti; ekki þarf lærdóminn til og embættisnafnið hlyti að verða: Barnamorðingi íslands. Hver vill gerast barnamorðingi á íslandi ? Ef sjómaðurinn dettur í sjóinn, bjarg- ar honum hver sem bezt getur. f>ví það? f>ví ekki láta ráðast, hvort maður- inn getur bjargað sér sjálfur, segjandi sem svo, ef maðurinn druknar ekki nú, þá druknar hann einhvern tíma seinna. Onnur útgáfa af sömu vitleysu er það, að vilja vanrækja að stöðva næma sótt, vanrækja að bjarga fjölda manns úr berum lífsháska, af þeirri ástæðu, að sóttin geti komið síðar og þær sömu manneskjur, sem nú er bjargað, þá dáið úr henni. Forfeður vorir báru út börn. ^eir álitu að betra væri að hafa börnin færri og fara vel með þau. Og svo fórnuðu þeir sumum börnunum til hagsmuna fyrir hin, sem fengu að lifa. f>essir mislingapostular telja rétt- mætt að lofa mislingunum að fara ferða sinna og enda flytja þá til lands- ins, telja rétt að sálga fjölda barna, sjálfsagt af því, að þeir álíta, að það sé til hagsmuna fyrir þjóðfélagið. f>eim kippir í kyDÍð. En lítum á þessa hagsmuni. Mislingar gengu hér þrisvar á 19. öldinni, tvisvar yfir alt landið, einu sinni yfir Austurland eitt. f>eir urðu um 3500 manns að fjörtjóni. Á 19. öldinni fæddust hér á landi 212,988 börn. Ef mislingar hefðu verið landlæg sótt alla öldina, gengið á hverju ári,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.