Ísafold - 15.06.1904, Blaðsíða 2
154
þá hefðu í allra minsta lagi 4°/0 af
öllum þessum börnum dáið úr misl-
ingum. Mörg hefðu auðvitað ekki
fengið mislingana, dáið á undan þeim
af öðrum ástæðum, en 4°/0 er hka iágt
settur missir, ef um ungbörn er að
ræða. 4°/0 af 212,988 er því sem næst
8,500.
Um 8500 manns hefðu dáið úr
mislingum á 19. öldinni, ef þeir hefðu
verið laudlægir.
En þjóðin slapp betur.
Hún misti ekki nema 3,500, af því
að sóttin gekk ekki nema þrisvar
sinnum.
Ágóðinn er 5000 mannslíf.
því sjaldnar sem mislingarnir koma
á hverri öld, þeim mun minni mann-
dauða valda þeir ó allri öldinni, og
því minni verður voðalegasta afleiðing
þeirra: aukin útbreiðsla berklaveik-
innar.
Fyrir því eru tvær ástæður: fyrst
sú ástæða, sem öllum hlýtur að vera
ljós, að því sjaldnar sam sóttin kem-
ur á bverri öld, þeim mun færri mann-
eskjur fá hana, þeim mun fleiri lifa
og deyja án þess að hafa nokkru sinni
fengið míslinga. Hin ástæðan er það,
að því sjaldnar sem sóttin kemur á
hverri öld, þeim mun færri ungbörn
fá sóttina á allri öldinui, en ungbörn-
um er langmest hætta búin af misl-
ingum, miklu meiri en fullorðnu fólki.
Árið 1846 fekk öll þjóðin mislinga
og manndauði var sem hér segir, bor-
inn saman við manndauða eins og hann
var til uppjafnaðar 2 árin á undan.
Fleiri dánir en undanfarið, í °/0.
Aldur. Karlar. Konur.
0— 1 137 149
1— 3 368 223
3— 5 43 150
5—10 90 114
10—20 30 55
20—30 28 46
30—40 61 67
40—50 66 121
50—60 261 218
60—70 124 239
70—80 152 330
80—90 209 316
90—100 1000 14
Af þessari skýrslu má marka;
mislingarnir eru langhættulegastir ung-
um börnum og gamalmennum.
1882 hrundu börnin niður; á þrem
mánuðum dóu 1006 börn innan 5 ára,
á sömu mánuðum árið áður dóu 277
börn. Er því óhætt að fullyrða, að
rúm 700 börn innan 5 ára hafi dáið
af mislingum á þessum þremur mán-
uðum.
Og svo vilja þeir flytja mislinga
inn í landið.
það er eins og því bregði stundum
fyrir, að allir þykjast hafa vit á öllu,
jafnvel þeir, sem ekki hafa vit á neinu.
það er eins og þau eigi við þessa
mislingamenn orð, sem kennari einn,
nafnkunnur maður, lét hrjóta af vör-
um við einn skólabróður minn:
»það er öldungis rétt, eða með öðr*
um orðum: hringlandi vitlaust*.
(Niðurl.).
Landhelgisbrot botnvörpunga.
Herskipið Hekla höndlaði 11. f. m.
sekan botnvörpung enskan við Dyrhóla-
ey, Guilliomot, frá Grímsby (G Y 1198)
og fór með til Vestmanneyja. Hann
var sektaður þar um 30 pd. sterl.
Annan höndlaði Hekla 3. þ. mán.
við Reykjanesskaga, Sea Gull frá Hull
(H 494), og fór með til Hafnarfjarðar.
Sekt 12 pd. sterl.
Prestaköll. Yeittir voru 11. þ. m4n.
S a n d a r í Dýrafirði sira JÞórði Ólafssyni
presti í Dýrafjarðarþingum.
Laus eru því Dýrafjarðarþing (Mýra,
Núp8 og Sæbolssóknir), metin 959 kr. 45 a.,
auglýst 14. þ. m., umsóknarfrestur til 30.
júli; veitist fr4 þ. 4. fardögum.
Herskipið Hekla og mislingarnir.
þess var getið um daginn, hve mik-
inngreiða yfirmaðurinn á Heklu gerði
landsstjórninni og landinu öllu með
því að gera sér fyrst og fremst ferð
hingad vestan af ísafirði til þess að
gera landsstjórninni tafarlaust viðvart
um voða þann, er þar var á ferðum,
þar sem er mislingasóttin í algleym-
ingi að færast út um Djúpið: og þar
næst, að fara þegar um hæl vestur
aftur með þá landritara og landlækni.
f>að er eftirtektarvert, hve ljóst þeim
er þegar í stað, Heklumönnum, hver
voði hér er á ferðum, ekki fyrir
þá sjálfa, með því að þeir hafa
sjálfsagt allir haft mislinga í æsku
sinni, heldur fyrir landsmenn hér; og
hve ant þeir láta sér um, að voðanum
verði afstýrt eftir föngum.
f>að mun hafa verið fyrra miðviku-
dag, er Hekla kom til ísafjarðar og
lagðist þar á höfnina á venjulegum
stað. Yfirmaðurinn, P. A. Grove höf-
uðsmaður, lætur róa sig að landi.
f>eir standa þá á bryggjunni, hinn
setti sýslumaður og bæjarfógeti, Grím-
ur Jónsson, og héraðslæknirinn, Davíð
Sch. Thorsteinsson, og gera honum
kunnugt, um leið og báturinn kemur
að bryggjunni, að þar gangi mislingar
í bænum. f>eir segja, að hann geti
gert hvort hann vilji, að koma á land
eða ekki. En hann aftók það alveg.
f>á hafa þeir orð á því, að slæmt sé,
að hafa nú ekki fljóta ferð og beina
til Reykjavíkur, til þess að fá þaðan
fyrirskipanir um, hverjar ráðstafaDÍr
gera skuli við veikinni. Yfirmaður ræð-
ur þeim til að ríta ráðherranum og
býðst til að fara með bréfið undír eins.
En eggjar þá á að sóttkvía jafnharð-
an alla þá staði, þar sem veikin hafi
gert vart við sig.
Er svo helzt aðheyra á þessu, sem
haft er eftir manni, er á skipinu var
(Heklu), að þeir hafi ekki mikið að
því gert þangað til, og því hafi sýkin
magnast þetta á stuttri stundu. f>að
er þó ekki líklegt.
f>ví svo mæla lög fyrir, sóttvarnar-
lögin frá 31. jan. 1896, að hlutaðeig-
andi læknir s k u 1 i þegar í stað, ef
mislingar koma upp, beita hinum al-
mennu sóttvarnarreglum, og eru sýslu-
menD og bæjarfógetar og önnur hér-
aðsstjórnarvöld skyld að veita honum
alla aðstoð til þess.
f>ar stendur og í téðum lögum, að
•þegar mjög mikil hætta vofir yfir, get-
ur lögreglustjóri eftir tillögum læknis
skipað fyrir, að afkvía skuli heila
kaupstaði, kauptún og þorp eða hluta
þeirra, svo og önnur stór svæði, og
skal hann annast nauðsynlegar ráð-
stafanir um samgöngubann.«
En að þá sé um mjög mikla hættu að
tefla er hér koma upp mislingar, um
það getur engum blandast hugur, sem
nokkuð þekkir til þess, hvern óskapa-
usla sú landfarsótt á að sér að gera
hér á landi.
Eftir að Hekla var lögst á höfnina,
kemur þar franska herskipið, La
Manche, og lætur yfirmaður þá gera
því veifumerki um, að kaupstaðurinn
sé sóttkvíaður. f>að bregður þegar
við og heldur á brott.
f>ví næst fer Hekla til Patreksfjarð-
ar og eggjar sýslumann þar á að gera
allar nauðsynlegar ráðstafanir til varn-
ar veikinni, teppa samgöngur við ísa-
fjörð og Djúpið, og gera fiskimönnum,
útlendum og innlendum, viðvart um,
að hafa engin mök við þá staði.
Hekla kom aftur vestan að á sunnu-
daginn. Hún hafði hleypt þeim land-
ritara og landlækni á land á ísafirði.
En varaðist að Iáta aðra stíga þar
fæti á land. Sagt var svo frá af bryggj-
unni, að færst hefði sóttin lengra inn
eftir Djúpinu frá því um daginn, og
vissu menn óglögt, hve langt hún væri
komin.
f>að er víst um það, að lánist að
stemma stigu fyrir veikinni áður en
hún gerir mjög mikinn usla, þá á P.
A. Grove höfuðsmaður harla mikils-
verðan þátt í því; hann, útlendingur-
inn, hefir þar með gert landinu ómet-
anlegan greiða og ógleymanlegan, og
það ótilkvaddur. Og lánist það ekki,
þá hljóta allir að kannast við, að söm
hafi verið hans gerð.
Sjónleikar.
Til ágóða fyrir minnisvarðasjóð Jón-
asar Hallgrímssonar var hér leikinn í
gærkveldi í 1. sinn í Iðnaðarmanna-
húsinu hinn nýi þýzki leikur, er minst
var á um daginn í ísafold. Hann er
í 5 þáttum og heitir Alt Heidelberg á
frummálinu, er kallaður í danskri þýð-
ingu Hans Höihed og hér er hann
nefndur Heidelberg. Höfundurinn
heitir Y. Meyer Förster. Leikurinn
er mjög við alþýðu hæfi, einfaldur og
óbrotinn að hugsunum eða hugsjónum,
og nýtur sín mjög vel á sjónarsviði.
Enda eru og leiktjöld í aðalþáttunum,
landslagsuppdrættir frá Heidelberg, eft-
ir Carl Lund, einkarfögur, mesta snild,
hin langfegurstu og tilkomumestu, er
hér hafa sést. Skóglendi með hallar-
rústum til annarar handar og ánni
Neckar til hinnar, í glaða tunglskini.
Leikendur eru fjöldi fólks og til-
breytni nóg að því leyti til.
Og mikil ánægja er að geta með
sanni sagt, að höfuðpersÓDurnar tvær
í leiknum, erfðahertoginn (síðar hertogi
frá Saehsen-Karlsburg) og veitingastúlk-
an Káthie, eru tiltakanlega vel leiknar.
f>að er áþreifanlegur vottur um stór-
mikla framför í leikment hér, stórmik-
ill munur við það sem gerðist yfirleitt
fyrir ekki mörgum árum. Sum atriði í
þeirra leik er mjög óvíst að betur takist
vel vönum leikendum í meiri háttar
leikhúsum, einkum leikslokin sjálf eða
niðurlag 5. þáttar, og eins niður-
lagið á 3. þætti. Leikendur þessir
báðir, þau kand. Jens B. Waage og
frk. Guðrún Indriðadóttir, hafa sýnt
mikið góða hæfileikaáður. En fráleitt
betur tekist nokkurn tíma en nú.
Lutz, herbergissveinn hertogans, er
og mikið vel leikinn (af stúdent G. T.).
Aðrir leika þetta upp og niður, eins
og gerist. Sumir tala óhæfilega lágt
og óskýrt. Mest eru brögð að því
um ráðherraun. Til hans heyrist
varla neitt einmitt þar, sem sízt má
missast það sem hann segir.
Ljóð eru sungin nokkur í leiknum,
af þýzkum stúdentum, og fór vel.
f>að er mjög bagalegur galli á leik
þessum, hve afarlangt líður milli þátta.
Fyrir því stendur hann yfir hátt upp í
5 stundir, frá 8—123/4, og erþaðskárri
tíminn. f>að er að kenna miklum og
seinlegum leiktjaldaumskiftum. Leik-
sviðið er helmingi minna en minst
verður raunar komist af með. Nú
hafði orðið að gera dálítinn skúr bak
við húsendann, og varð að flytja þang-
að leiktjöld og húsbúnað milli þátta.
f>að er lítt kleif fyrirhöfn.
Svo margir voru áhorfendur, sem
húsið tók frekast.
Hús þetta er orðið langt um of lít-
ið fyrir bæinn, bæði áhorfendahlutinn
og einkum leiksviðið, auk þess sem
hvergi er hægt að hafast við milli þátta
svo, að við sé unandi.
Leikurinn verður leikinn aftur á
morgun.
Rangárvallasýslu (Ásahr.) 6. júni:
Héðan er að frétta niesta hrun 4 okkar
betri bændum í Ásahreppi. Auk Guðna
i K41fholtshj41eigu, sem lézt rétt eftir sum-
armélin, eru nýdénir þeir feðgar Jósef ís-
leifsson 4 Ásmundarstöðum, gamall maður,.
en gildur bóndi, og sonur hans Sigurður 4
Berustöðum, mjög efnilegur bóndi 4 bezta
aldri. B4ðir þessir menn dóu úr ékafri
lungnabólgu og fara báðir í sömu gröf.
Vedurdtta mjög óhagfeld, sífeld land-
synnings-rok og kalsi. Vöruskip, sem
hingað eiga að komast 4 hafnleysusvæðið,
verða að svalka úti fyrir. Skip Stokks-
eyrarfélags lagði út frá Englandi 2. maír
kom upp undir Vestn">nneyjar fyrir lok, og
hefir verið síðan að flækjast hér úti fyrir,
og óvíst hvað lengi það 4 að ganga.
Eftirmæli.
Hinn 25. apríl þ. 4. andaðist að Kálf-
holtshjáleigu i Ásahreppi Guðni bóndi
Jónsson, 4 fimtugsaldri, fæddur 4 Ásmund-
arstöðum í sama hreppi, og ólst þar upp
hjá foreldrum sínum, þar til hann fór vinnu-
maður til Dorsteins Jónssonar 4 Berustöð-
um. Daðan fór hann að Áskoti, og fór að
búa þar í samlagi við hálfbróðui sinn
Gruðmund Hróbjartsson. Haustið 1894 gift-
ist hann bústýru þeirra bræðra, Gróu Ey-
ólfsdóttur frá Vælugerði í Flóa. Vorið
1890 byrjaði hann búskap í Kálfholtsbjá-
leigu. Þau hjón eignuðust ekkert barn, en
tóku til fósturs bróðurson Gróu, konu Guðna,
og ólu hann upp sem sitt barn
Guðni sál. var einn af þeim mönnum,
sem aðrir þektu ekki rétt fyr en við nána
viðkynningu. Hann var sérlega útsláttar-
laus, vinavandur, en vinfastur og tryggur
í lund. Heimilisfaðir var hann ágætur, sí-
starfandi eljumaður, enda blómgaðist efna-
hagur bans mjög vel, ekki um lengri bú-
skapartima. Yfir höfuð mátti telja Guðna
sál. fyrirmyndarbónda, þótt hann væri ekki
stórbóndi. Þ.
Stjórnarráðstafanir gegn
mislingasóttinni.
þeir komu vestan að aftur í gær-
kveldi með Laura, landritari og land-
læknir.
ísafold hefir haft tal af landritar-
anum.
Hann segir sóttina bafa ekki verið
komna nema í 1 hús á ísafirði. þar
hafði komið með þá telpa innan úr
Álftafirði, þar sem sóttin kom upp
fyrst. Hún lá 3 daga. Ekki höfðu
aðrir veikst enn í því húsi, enda ekki
enn liðinn þar sóttarumleitunartíminn,
heldur að eins 6—7 dagar.
Ekki hafði húsið verið sóttkvíað; og
er merkilegt. J>að var borið fyrir, að
svo tíðar væri samgöngur milli Álfta-
fjarðar og ísafjarðar, að sóttin væri
sjálfsögð að komast þangað hvort sem
væri. þessu veldur auðvitað vana-
leysið að fást við sóttvarnir. Undir
eins lagðar árar i bát, og alt talið
óviðráðanlegt.
Með því að byrjaður var ágætur
afli úti í Bolungarvík, voru miklar
ferðir þangað út eftir úr Inndjúpinu
og hafði sóttin þegar borist þangað út
eftir. Vegna aflans er þar mikill
markaður fyrir síldarbeitu, og hann
nota meðal annars fiskiskútur hér
sunnan að ótæpt; verðið hátt. Mun
því ekki af veita, að hafa góðar gætur
á, að þær komi ekki með sóttina
hingað.
Innan sýslu hafði ekkert verið hugs-
að um að afkvía tiltekin svæði, þótt
til þess sé full lagaheimild.
Landritari lét sér nægja að árétta
afkvíun sýslunnar, Norður-ísafjarðar-
sýslu, ásamt kaupstaðnum, oggerði ýms-
ar ítarlegri ráðstafanir þar að lútandi.
Hann lét meðal annars setja verði
við alla vegi út úr sýslunni og banna
þar leið um öðruvísi en með tiltekn-
um, fulltryggilegum skilyrðum um
undangengið sóttvarnarhald og sótt-
hreinsun eftir atvikum.
Heldur voru ymsir hræddir um, að
sóttin væri þegar komin í önnur hóruð,
bæði landveg og sjóveg. En vissa eng-
in fyrir því að svo stöddu.
Skip hafði komið nýlega til Álfta-