Ísafold - 15.06.1904, Page 3
155
fjarðar norðan af Siglufirði eftir hvala-
fangi. Sumir hræddir um, að sóttin
hafi borist með því.
Heldur væga taldi læknir sóttina að
svo stöddu. Enginn dáið enn.
Mest hafði hún dreifst út að mælt
er með kírkjufólki frá Eyri í Seyðis-
firði á hvítasunnu; þar var fermt þá.
Langmest er nú undirþví komið, að
almenningur veiti yfirvaldsfyrirskipnn-
um fulla og fúsa hlýðni. Hægðarleik-
ur er að brjóta þá, fyrir þá sem svo eru
heímskir eða óhlutvandir, eður og hvort-
tveggja í senn, t. d. að stelast fram
hjávörðunum á svig, eða því um líkt.
Sjálfsagt mætti hefta mikið för veik-
innar innan héraðs án þess að taka
fyrir allar samgöugur, með því að leyfa
þær þeim einum, er sóttina hafa feng-
ið áður, þ. e. eldri u'önnum en 22 ára.
En ekki er að heyra að neitt hafi ver-
ið um það hugsað þar vestra.
Af ófriöinum
Blöð hafa borist ensk til 7. þ. m.
Engin höfðu þá tíðindi orðið að
marki síðan orustuna miklu við Kin-
tsjá 25. f. m. f>að var þá, sem höf-
uðhríðin stóð, eigi skemur en 15 stund-
ir samfleytt. En barist hafði verið
raunar þar um slóðir fulla viku.
Eússar segja, að Japanar hafi verið
45,000; en þeir, Eússar, færri miklu.
jþeir segja mikið af vasklegri fram-
göngu af beggja hálfu. Einu sinni
höfðu Japanar vaðið sjó upp uudir
höku, heil sveit, alllangt frá landi, til
þess að komast á bug við Eússa og
þeim í opna skjöldu. En það tókst
ekki. Eússar urðu varir við og tóku
vasklega í móti.
Ekki þykjast Eússar hafa mist í
þessari orustu nema 800 manns, fallna
og sára.
Japanar bera það á Eússa, að
þeir hafi brugðið upp griðamerki,
hvítri veifu, í miðri orustu; en er
Japanar hættu þá að skjóta og gengu
nær, létu Bússar dynja á þeim nýja
skothríð. þeir kenna því um hið
mikla mannfall. En fullar sönnur á
þetta eru ófengnar enn. Enda nóg
um ýkjur og mishermi jafnan í fyrstu
fréttum af stórum bardögum.
Norður í Mandsjúríu við höfuðor-
ustu búist þá og þegar. Kuropatkin
situr enn í Liaó Yang með sinn her
og lætur all-borginmannlega. En tíð-
indamenn segja hann lítið að hafast.
Miklar sögur ganga af vígamóð Japana
°g þjóðrækni.
Tiðindamaður einn enskur i Tokio ritar
blaði sinu meðal annars það, sem hér segir.
Mér voru sýndir í gær í bermálaráðstof-
unni 2 stórir hlaðar af sendibréfum. Það
voru bónarbréf um að mega ganga í her-
þjónnstu. Þau voru frá uppgjafadátum,
frá óliðgengum sveinum fyrir æsku sakir
og frá ellihrumum gamalmennum. Litið
þér á, mælti fyrirliðinn, sem sýndi mér
þetta, og dró úr bréfahlaðanum öðrum bréf
með rauðu letri; hér er erindi frá 7 gam-
almennum í Osaka. Þeir bafa ritað undir
það með blóði sinu. Þeir biðja um að
mega gera úr sér battotoi. En battotoi er
fornyrði nm sveit ungra, vaskra hermanna,
er runno með brngðnum sverðum beint
framan að fjandmönnum sinum og hirtu
ekki hót um, hvað um sig yrði. Þeir strá-
féllu að jafnaði, en hófðu hver mann fyrir
sig eða tneir.
Þeir báru sig npp undan því, þessir
7 öldungar, að lög fyrirmunuðu þeim að
gerast reglulegir hermenn. En þá beiddust
þeir þess, að mega falla með sæmd hins
vegar fyrir keisarann heldur en að sitja
kyrrir heima auðum höndum.
Herskáir skólapiltar rita hermálaráðgjaf-
anum bónarbréf hrönnum saman um að
mega fara þangað sem verið er að berjast
og gerast skósveinar fyrirliðanna eða þá
eitthvað annað, sem þar gæti orðið til ein-
hvers gagns. Og það er svo sem ekki eins-
dæmi um þessa öldunga sjö frá Osaka, að
þeir veki sér blóð og riti úr því nafn sitt.
Það er fjöldi bréfa með þess kyns undir-
skrift. Það táknar, að sá sé fús að láta
lífið fyrir fósturjörð sina. Og ekki hafa
þeir nokkurt hið minsta hugboð nm, að
slíkt sé neitt merkilegt eða óvanalegt. Það
er í þeirra augum ekkert annað en einfald-
asta leiðin að þvi, að láta það uppi, að
þeir séu þess albúnir, að láta lífið fyrir
fósturjörð sína.
Rússneskt himnarikt. Stössel heitir
herBhöfðingi Rússa í Port Arthur. Hann
hefir harðan aga í liði sínu. Þvi veitir
aldrei af i umsetinni borg. Þar var mikið
um hnupl og gripdeildir, og varð engum
lögum yfir komið. Loks tekur hann það
ráð, að leggja liflát við þjófnaði. Enn
var stolið þó, meðal annars rússnesku
brennivíni úr vistaforða liðsforingja, og
sannaðist það á 2 stórskotaliða rússneska
og 1 Kinverja. Rússarnir bárust mjög illa
af. En Kinverjinn glotti. Rússnesku
prestur var til fenginn, að tala um fyrir
þeim áður en þeir væri af lifi teknir. —
Hann segir við Kinverjann, að svo mikið sem
hann hafi fyrir sér gert, þá sé ekki alveg
loku fyrir skotið, að hann komist í himna-
ríki, ef hann . . .
Lengra komst hann ekki, með því að
Kinverjinn greip fram i og segir, og glotti
enn við !
Mig hirða ekki um rússneskt himna-
riki.
Póstgufuskip Laura (Aasberg) kom
i gærkveldi af Vestfjörðum, með fátt far-
þega-
Siglingf. Með viðarfarm til trésmiða-
félagsins Völundar kom í gær seglskip
Minerva (193, J. P. Fuglsang) frá Halm-
stad.
Enn fremur i fyrra kveld gufuskip
Scandia (259, Grundersen) frá Grlasgow með
kolafasm til timbur- og kolaverzl. Reykja-
víkur.
Sekur botnvörpungur
lá í Keflavík í gærkveldi, er Laura
kotn þar vestan að. J>ar kemur sýslu-
maður út í póstskipið og ber það
undir landritara, hvort hann eigi að
reyna að hafa hönd á skipstjóra og
fara með á land til yfirheyrslu. Hann
hafði gert sig nýlega sekan í land-
helgisbroti og verið kærður. Landrit-
ari var á því eindregið. Sýslumaður
fór þá út í botnvörpunginn og sást
bafa skipstjóra með sér brott þaðan.
Honum hefir ekki litist á að þrjóskazt.
Meira vita menn ekki.
Herskipinu (Heklu) var gert viðvart,
er hingað kom. f>að fór þegar suður
=ALFA LAVAL=
Vegna nokkurra villandi auglýsinga frá ónefndum keppinautum leyfum vér oss að skýra frá því, að í Danmörku, sem er heimsins fremsta
mjólkurbúaland og kann því bezt að meta skilvindur, eru í brúki
meir en 4500 Alfa Laval skilvindur,
"r'yr"r^r'r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r^r~r^r^r^r^r^r^r^r^r^r
en ekki 100 alls af öllum öðrum skilvindutegundum.
11 Tölurnar tala fyrir sig sjálfar. —....................................
Jafnframt leyfum vér os að láta þess getið, að síðustu mánuði ársins 1903 fekk Alfa Laval-skilvindan þau verðlaun, er hér segir:
LUCKAN á Þýzkalandi: A 1 fa Laval gullmedalíu, hæstu verðlaun.
ALINGSAS í Svíþjóð: Alfa Laval gullmedalíu, hæstu verðlaun.
ANKLAM á Þýzkalandi: A 1 f a L a v a 1 silfurmedalíu, hæstu verðlaun.
HEDEMORA í Svíþjóð : Alfa Laval silfurmedalíu, hæstu verðlaun.
LUXEMBORG í Luxemburg: AlfaL a v a 1 2 gullmedalíur, hæstu verðlaun.
OREL á Rússlandi: eftir samkepnistilraunir A 1 f a L a v a 1 heiðursskjal, hæstu verðlaun. Krone-skilvinda fekk 2. verðlaun, stóra gullmed-
alíu. Perfect: 3. verðlaun, litla gullmedalíu.
BUENOS AIRES í Argentína : A 1 f a L a v a 1 3 silfurmedaliur, hæstu verðlaun. Kroneskilvinda 2. verðlaun. Perfekt engin verðlaun.
VINNIZA á Rússlandi: eftir samkepnistilraunir : A 1 f a L a v a 1, gullmedalíu, hæstu verðlaun.
CHARKOW á Rússlandi: eftir samkepnistilraunir A 1 f a L a v a 1 gullmedalíu, hæstu verðlaun.
KISCHINEW á Rússlandi: eftir samkepnistilraunir A1 f a L a v a 1 gullmedalíu, hæstu verðlaun. Krone og Perfect: 2. verðlaun.
VANSBRO í Svíþjóð : A1 f a L a v a 1 silfurmedalíu, hæstu verðlaun.
Um árið 1903 seldust um allan heim meira en
84,000
Alfa Laval-skilvindur eða meira en tvöfalt á við það sem seldist af öllum heimsins skilvindum öðrum samtals.
Alfala Laval-skilvindan, heíir frá því hún kom fyrst á markaðinn fengið
meira en 600 fyrstu yerðlaun og selst af henni meira en hálf miljón.
cfi. ©3. Separaíor ^Dapot
Alfa Layal
Vestergade nr. io, Köbenhavn.