Ísafold - 02.07.1904, Side 1
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. i vikn. Verð 4rg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin vi8
iramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœii 8.
XXXI. árg.
Reykjavík laugardaginn 2. júlí 1904
44. blað.
jfúijJadl jfia/ujaAÍiv
T 0. 0. F. 86789
Augnlœkning ókeypis 1. oe 3. þrd. á
hverjnm mán. kl. 11—1 í spitalanum.
Forngripasafn opið mánnd., mvd. og
ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og
■’61/s-71/2-
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
snnnndagskveldi kl. 8'/8 siðd.
Landakotskirkja. Gnðsþjénusta kl. 9
og kl. 6 á hverjnm helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
sndur kl. 10’/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafji opið hvern virkan dag
ki. 12-3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud,
•«g ld. kl 12—1.
Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið
i sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Botnyörpungs-strokumálið.
Í>es8 þarf ekki að geta, að ekkert
hefir spuret til hins seka og dæmda
hotnvörpungs síðau er hann strauk úr
haldi í Hafnarfirði 18. f. mán.
Flestír búast við, að ekkert hafist
uPp úr því máli framar. Brezkt ráð-
ríki og yfirgangur muni sýna sig í því,
&ð halda hlífiskildi yfir sokudólg þess-
um, og ekki verða sint neinum sann-
gjörnum kröfum frá oss eða Danastjórn,
þó að hún fengist til að skerast í
xnálið.
Hér skal engum getum um það
leiða.
Kn hitt má benda á, að með því
að löghald það, er hér var lagt á skipið,
er jafngilt fyrir því, þó að það stryki,
°g fylgir því alla tíð, meðan það er
ekki úr gildi numið hér með dómsúr-
skurði, þá er það rétttækt hvar sem
hittist í landhelgi inuan endimarka
Danaríkis. Sama er að segja um
skipshöfnina, að hana má höndla
alla og hvern skipverja um sig og
draga fyrir dóm fyrir glæpinn þann,
að ráðast á varðmennina íslenzku, er
stofnað var þar að auki í lífsháska,
auk afbrots þess, er í strokinu sjálfu
felst og á skipstjórnarmönnum bitnar
aðallega; þar með og stolið heilum
shipsfarmi af fiski o. fl., er gert hafði
verið upptækt með löglegum dómi.
hkipið er alveg nýtt, og óvenjustórt
°g vaudað, smíðað beint til fiskiveiða
hér við land. pað var 216 smálestir
hruttó og um 100 nettó. |>að er út-
gerðinni stórmikill bagi, ef það verður
að hætta alveg við að koma hingað
oftar. J>ví væri ekki ósennilegt, að
útgerðin kysi heldur að bjóða góð boð
fyrir sig en að eiga annað verra yfir
höfði sér.
prætni skipstjóra fyrir að hafa fisk.
að í landhelgi er fylsta ósvífni. pað
var 2V2 mílufjórðung nær landi í
Leirusjó en lög leyfa. Fyrir því feng-
ust hóg vitni, er það sóru fyrir rétti.
Eða réttara sagt: þau miðuðu staðinn,
en Hekla mældi síðan. Og þannig
vaxin sönnun hefir verið gild tekin og
af engum rengd, svo kunnugt sé, alla
tíð síðan er amtmaður vor glæptist á
fortölum enska konsúlsins hér og yf-
irmannsins á varðskipi Breta, Bell-
ónu, um að það eitt væri gild sönnun,
er sjómælingafróðir menn, ekki færri
en 2 í senn, stæðu sakborning að laud-
helgisbroti. það var árið 1899. Næsta
sumar lýsci yfirmaður á danska varð-
skipinu yfir því, að hitt væri meira
en nóg. Enda hefði hér um bil eng-
inn kostur verið að sanna landhelgis-
brot öðruvísi en að varðskipið sjálft
stæði sakborning að því, ef vitleysan
hin hefði átt að gilda.
þe8s óskar sýslumaður getið um við-
tal þeirra yfirmannsins á Heklu og
hans, að hann hafi ekki beðið hann
beint um 2 menn vopnaða til varð-
gæzlu á botnvörpuskipinu, heldur að
eins talað utan að einhverri hjálp þess
kyns. Málaleitun sýslumanns um, að
tekið væri stykki úr gangvélum skips-
ins, hafði ag yfirmaður vísað frá sér
alveg til vélmeistara, en hann vildi
ekki við það fást.
Cariama er skipið nefnt í skjölum
þess hjá sý8lumanni. En Bellónu-
menn kölluðu það hitt, sem hermt var
í Isafold ura daginn, Carry Anna.
Richard Bascomb heitir skipstjóri, en
Henry Bascomb útgerðarmaðurinn,
bróðir hans. Einkennisstafir skipsins
auðkenna það til hlítar, hvað sem
nafninu líður: G. Y. 4, eins og frá var
skýrt um daginn.
Liatínuskólanum
var sagt upp f fyrra dag, eins og
lög gera ráð fyrir. Með sæmilegri
spekt og friði fór sú athöfn fram. þó
var eigi annað átt undir en að sleppa
öllum söng. En daginn áður urðu þar
meiri háttar róstur. það var meðan
stóð á ínntökuprófi. þá tóku piltar
til að gera svo mikinn skarkala á
ganginum, óðara en rektor lét sjá sig, að
kennarar höfðu ekkert næði, og sýndu
piltar honum auk þess megnan mótþróa
og ókurteisi. Varð að senda hvað eftir
annað eftir lögregluþjónum til að setja
niður þann ógang, og loks eftir lög-
reglustjóra sjálfum. Voru þá allir
reknir út úr skólanum, nema kennar-
arnir, inntökusveinar og þeir sem að
þeim stóðu. En óróaseggirnir rudd-
ustáútihurð skólansog brutuupp. þeir
brutu og rúðu í glugga, þar sem kenn-
ararnir voru inni fyrir. Mátti kalla,
að engum lögum yrði yfir þá komið.
Margur spyr, hvort allur skólinn
eigi hér óskilið mál.
Nei, á að gizka helmingur, segja
þeir, sem kunnugastir eru.
En hvar eru þá hinir? Reyna þeir
ekki að hafa þau áhrif á óspektar-
mennina, að þeir skirrist við að gera
af sér óskunda?
því er svarað svo, að þó að þeir
sýni af sér fulla siðsemi sjálfir og
þyki illar óspektirnar, þá taki þá þó
ekki það sárt til þess eða þeirra, er
fyrir óskundanum verða, að það knýi
þá til að leggja sig í framkróka til að
afstýra honum.
Ekki gat það talist ofætlun, að láta
nú rektor í friði, eftir að úrskurður var
fenginn fyrir því, að þeir losnuðu nú
við hann. En ekki var því að fagna.
þeir 4 piltar, er reknir voru úr skóla
í vetur, eftir hinar megnu óspektir tyr-
ir jólin, höfðu fengið leyfi landstjórn-
arinnar til að ganga undir árspróf í
skólanum, með því skilyrði, að þeir
sýndu ekki af sér neina ósiðsemi eða
ókurteisi við rektor eða kennarana.
jþeir héldu þann skildaga allir, nema
einn. Hann gat ekki stilt sig, er hon-
um fanst rektor beita við sig ranglæti
sem prófdómandi, hafði þá í frammi
við hann megna ókurteisi, og var þá að
sjálfsögðu vísað frá prófi.
Flestalla kennarana kváðu þó ó-
eirðarseggirnir vera þægir við og kurt-
eisir. Eiga þá að vera allar líkur til,
að ófögnuði þessum létti, ef rektorsval-
ið nýja tekst bærilega. Hægra að var-
ast kalann fyrir fram en að útrýma
honum, þegar hann er inn kominn og
magnaður orðinn, hvort heldur er á
aðra hlið eða báðar.
lnn í skólann gengu nú 10 piltar
og 1 stúlka.
Önnur valdmannsfyrirmynd.
það hefir gerst í málinu því, um
nýtt afrek Stykkishólmsyfirvaldsins,
sem skýrt var frá hér í blaðinu 11.
f. mán., að sá, sem téður valdsmaður
hafði þá fyrir oddi, Helgi prestur
Árnason f Ólafsvík, hefir nú kært af-
brot hans fyrir amtmanni.
Kæran er svo látandi:
Með bréfi dags. 13. apríl þ. á. hefir
sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu leyft sér að gefa mér til
kynna, að sakamálsrannsókn yrði haf-
in gegn mér út af þvf efni, að honum
þótti eg hafa farið aðra lej^ heldur
en hann áleit eiga við í beiðni um
gjafsókn í máli nokkru móti
séra Árna þórarinssyni á Rauðamel,
og einnig í öðru erindi, um úrskurð á
barnsföður til ómagameðlags.
Mér hafa ennfremur í gær borist í
hendur sýslufundargerðir úrofanefndri
sýslu fyrir þetta ár, þar sem eg hefi
útskýringu á því, á hverju sýslumað-
urinn þykist vilja byggja þetta furðu-
lega tiltæki sitt, og leyfi eg mér að
taka hér fram það, sem fundargerð-
irnar segja undir stafl. XI um þetta
efni. f>ar segir svo :
•Jafnframt bar sýslumaður það und-
ir sýslunefndina, hvort hún fyndi eigi
ástæðu til þess samkvæmt 38. gr.
sveitarstjórnartilskipunarinnar að láta
rannsaka þetta háttalag hreppsnefnd-
aroddvitans eða hreppsnefndarinnar
með réttarranusókn, og mætti síðan á
næsta sýslunefndarfundi taka ákvæði
um málshöfðun. Sýslunefndin álykt-
aði með öllum atkvæðum gegn at-
kvæði sýslunefndarmannsins úr Nes-
hreppi innan Ennis, sem á sæti í
hreppsnefndinni, að rannsókn þessi
skyldi fara fram«.
Eftir 38. gr. tilsk. 4. maí 1872 hef-
ir sýslunefnd engan rétt til að álykta
rannsókn á hreppsnefndarmenn. Eftir
ofannefndu bréfi sýslumannsins, sem
sendist hér með í staðfestu eftirriti,
sést það þó ennfremur, að hann hefir
með tillögu sinni til sýslunefndarinn-
ar um »réttarrannsókn« meint saka-
málsrannsókn, enda gat víst ekki,
eftir róttarfari lands vors, verið um
neina annars konar rannsókn að ræða.
Af nefndarmönnum þeirn, sr sátu á
fundinum og tóku þátt í þessari eins-
dæmisályktun, er sýslumaðurinn Lár-
us H. Bjarnason upphafsmaðurinn, og
þannig, auk þess sem hann er hinn
einasti embættismaður af nefndar-
mönnum, sérstaklega sá, er sæta á á-
byrgð fyrir það, að hafa þannig beitt
embættisvaldi sínu til þess að láta
vera ákveðna gegn saklausum manni
slíka opinbera ráðstöfun, er hegning-
arlög vor vilja vernda menn fyrir.
Samkvæmt 131. gr. hinna almennu
begningarlaga hefir téður sýslumaður,
Lárus H. Bjarnason í Stykkishólmi,
augljóslega gert sig sekan í slíku af-
broti gegn borgaralegri æru minni og
velferð með þessu athæfi, með því að
tilkynna mér sjálfum það bréflega, og
með því að láta það berast út í prent-
uðu máli, að eg vil ekki og get ekki
forsvarað fyrir sjálfum mér, að þola
það. Vil eg því hér með leyfa mér,
að krefjast þess, að sýslumaðurinn
verði af hálfu hins opinbera látinn
sæta þeirri ábyrgð fyrir þetta, sem
lögin ákveða, og að gjörðar verði þær
ráðstafanir tafarlaust í þessu efni, sem
réttarfar og lög Iandsins fyrirskipa.
Eg skal geta þess að endingu, að
öll aðferð sýslumanns þessa gegn mér
að undanförnu, sérstaklega notkun
hans á sýslunefndinni til þess að
breiða út um mig prentaðar meiðingar,
sem eg hefi áður fengið hann dæmd-
an fyrir í einkamáli, tekur af allan
efa um það, með hvaða hug og í
hverju skyni þessi misbeiting hans
á valdi sínu til þess »að koma til leið-
ar og álykta« sakamálsrannsókn, • er
fram komin.
Ólafsvík 29. júní 1904.
Virðingarfylst
Helgi Arnason.
Til amtmannsins yfir suður- og vest-
uramtinu.
|>eir sem ekki hafa sveitarstjórnar-
tilskipunina við höndina eða hirða
ekki um að fletta þeim upp, ímynda
sér ef til vill, að þessi 38. gr., er
sýslumaður vitnar x (eða lætur sýslu-
nefndina vitna í), hafi að geyma ein-
hvern voða-strangleika.
jpar segir þá svo fyrst, að sýslu-
nefndin hafi »almenna umsjón með
því, að hreppsnefndirnar í stjórnar-
störfum sínum hegði sér eftir þeim
boðum sem fyrirskipuð eru«.
■því næst segir svo :
»Virðist sýslunefndinni, að hreppsnefnd-
in hafi látið greiða ólögmæt útgjöld, eða
neitað að horga það sem hún á að greiða,
eða leitt hjá sér að framkvæma nokkra
aðra ráðstöfnn, sem hún er skyld til, eða
hún á annan hátt hafi farið fram yfir það,
sem hún hefir vald til, skal hún gera þær
ráðstafanir, sem með þarf i þessu efni, og
getur hún, ef nauðsyn her til þess, beitt
þvingunarsektum, til þess að boðum hennar
verði framfylgt, og þar að auki komið
fram ábyrgð á hendur hinum einstöku
hreppsnefndarmönnum við dómstólana*.
J>að er auðfundið, hvert lag sýslu-
maður hefir haft til þess að fá sýslu-
nefndarmenn með sér út í þetta glap-
ræði, að álykta sakamálsrannsókn gegn
hreppsnefndaroddvita þessum, er h a n n
elur bvo mikið hatur til og þarf að
hefna sín á. Hann kallar hana þá
að eins »réttarrannsókn«, vitandi það,
að svo leiðitama sem hann hefir gert