Ísafold - 06.07.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.07.1904, Blaðsíða 1
'Xemur út ýmist einn ginni eöa tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða .l'/í doll.; borgist fyrir miðjan ■’iilí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viÖ áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXXI. árg. jfúiéJaíli yf'faAýO'lMb T 0. 0. F. 86789 Augnlœkning ókeypis 1. otr 3. þrd. á ihverjum mán. k). 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og Id. H—12. Blutabankinn opinn kl. 10—U og «‘/i-71/.- K. F. TJ. M. Lestrar- og skrifstofa op- dn á bverjnm degi kl. 8 árd. ti! kl. lOsiðd. Almennir fnndir á hverju föstudags- og isnnnudagskveldi kl. 8'^ siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ag kl. ti á hverjum helgum degi. Landákotsspitáli opinn fyrir sjúkravitj- '@ndnr kl. 10'/2—12 og 4—B. Landsbankinn opinn hvern virkan dag (kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkau dag 'kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. -*g ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Lúðrafélags Rvíkur er ákveðio til Keflavíkur useata sunnudag 10. þ. m. Nánara á götuauglýsingum. Þjóðhátíð Reykjavíkur Stjórn þjóSminninngardags Reykjavík- ur 1904 leyfir sór hér með að skora á þau fólög í bænum og þá einstaka borg- ara, er óska að fd til leigu hátíðardaginn sérstakt svæði fyrir tjöld, skúra, rólur, skotbakka eður eitthvað þess háttar til gleðakapar, að senda sór um það skrif- lega beiðni innan 15. júlí næstkomandi, Til þess að mega selja áfenga drykki a hát.íðarsvæðinu þarf leyfi lögreglustjóra kaupstaðarins. Reykjavík 4. júlí 1904 Kristján Þorgrimsson. Indriði Einarsson. Hannes Hafliðason. Guðmundur Jakobsson. Pétur Jónsson. Eðlileg afleiðing. Ekki er það beint stjórnin sjálf, heldir einhverir vildarmenn hennar °g sporgöngumenn, sem það er haft ehir, að ekki sé neitt tiltökumál, þótt yfirvald álykti sakamálsrannsókn á hendur saklausum manni, eins og SnsefellÍQgayfirvaióijð tjáist hafa gert, með þvf að þessi saklausi maður hafi ekki veitt því kjörfylgi til alþingis °g meira að segja haft í frammi hhfðarlausan andróður í þeim við- skiftum. þetta sé eðlileg a f- 1 e i ð i n g af því, 0g þá sjálfsagt af- sakaDlegt. það er með öðrum orðum, að þó ftð það athæfi sýslumanDS varði annars við lög, og það svo freklega, að vægasta hegning er embættismiss- ir og 3 mánaða faDgelsi, þá sé engin hærgætni að vilja láta það gilda, úr því að svona standi á, — úr þvf að yfirvaldinu er illa við manninn af góðum og gildum ástæðum. Ekki Reykjavik miðvikudaginu 6. júlí 1904 megi taka hart á því, sem þá er látið fjúka. Stjórnin lætur ekki sjálf þetta til BÍn heyra að svo stöddu. En haft er það eftir þeim, sem eru annars vanir að bergmála hennar röddu eða mæla af hennar anda og innblæ3tri. Fróðlegt væri að vita, hvort sömu reglu ber að beita hvaða afbrot sem yfirvald fremur við þá, sem því eru undirgefnir og því er illa við af því sem kallað er réttmætum ástæð um. Hitt væri þó enn meira í varið, ef vitringar þessir vildu leysa úr þeirri spurningu, hvort uudirmaðurinn megi einnig að ósekju hafa í frammi við- líka óhæfu við yfirmann sinn, ef líkt á stendur. Hvort ekkert hefði sagst á slíku, ef síra Helgi hefði gerst álíka brotlegur og yfirvald hanB hefir nú gerst við hann, hefði h a n n verið þingmaður Snæfellinga, en sýslumað- ur sýnt sig f því að vilja spilla fyrir kosningu hans. Svipað nokkuð er það, sem fyrir hefir flogið úr sömu átt um mál Dala- sýslumannsins. það er látið réttlæta hann, að kærendurnir hafa veitt hon- um mótspyrnu í þihgfararleiðangrum hans. þó hefir hvorugur þeirra þreytt við hann um þingför nokkurn tfma. Og enginn hefir heyrst bregða þeim um ofstopa eða ofstæki. þeir eru hér- aðsins merkustu menn, mestu sæmd- armeun báðir, er hvorugur vill vamm sitt vita, og yfirvaldinu það fremri um flesta hluti eða alla. að þar kemst hann aldrei með tærnar, sem þeir hafa hælana. Loks er á það að líta, að seint mundi í liðinn kipt því sem aflaga fer hjá yfirvöldum, ef biða ætti eftir kvörtunum frá skósveinum þeirra og rænulausum fylgifiskum. f>að verður ilt að verja það, ef ekki á að skifta sér af þessum málum. Nema með svo feldu móti, að kjör- sigur flokks og höndlun valda hafi í för með sér sakfrelsi allra, sem flokk- inn fylla. En þá fer að verða úrelt kenningin sú, að með lögum skuli land byggja. Ingi kongur, (Kong Inge), Thorefélags-gufuskipið, sem strandaði í vetur á Bakkafirði eystra, 22. marz, er aftur genginn og kominn til Noregs. Hafði verið sent þaðan björgunarskip, er tókst að losa hann og gera skriðfærann til Noregs. þ>ar á að gera við hann til hlítar. Skipin lögðu í haf bæði 29. júní og höfðu samflot. Ingi kongur ekki hafður í seil, heldur gekk fyrir sjálfs sín gangvél. Allar líkur til, að hann verði jafngóður aftur. Strandferðab. Hólar (Örsted) kom i fyrra dag norðan um land og austan. Heldur fátt farþega i þetta sinn. Þeirra á meðal P á 1-1 Ólafsson skáld, nú til heimilis á Presthólnm. Af' ófriðinum. Tvær stórorustur enn, á sjó og landi. Rússar enn halloka á sjó. Leikslok óvis á landi. Svo segir hraðfrétt frá Tokio fyrra laugardag, að þá hafi daginn fyrir Jónsmessu, fimtudaginn 23., staðið sjó- orusta við Port Arthur, og Japanar sökt þar einum höfuðorustudreka fyr- ir Rússum, á reki við Peresviet, en gert 2 skip önnur óvíg fyrir þeim, og var annað höfuðorustudreki með sama sniði og Sevastopol, en hitt brynsnekkja eins og Díana. þetta hafði Togo að- míráll tilkynt keisaranum, og er þá líklega satt. Skipin þekkjast ekki á löngu færi. |>ví er svo að orði kom- ist, að þau séu það eða það stór, eða með því eða þvf sniði. |>að geta vel hafa verið einmitt þessi skip, svo nefnd, en líka einhver önnur á sömu stærð og með sömu gerð. það er merkilegt, að einmitt þau tvö skip, sem hér eru nefnd, voru ein eftir óskemd af öllum höfuðorustu- drekum Rússa í Port Arthur eftir á- fallið mikla 13. apríl, þar sem Petro- paulowsk sökk. — Díana skemdist í fyrstu orustunni þar, 9. febr., en hafði verið gert við hana aftur. Væri þetta sönn frétt, ætti flotinn rússneski í Port Arthur að vera nú alveg frá hér um bil, eða að minsta kosti allur í lamasessi. f>ó hafði verið gert við eitthvað af skipunum, sem laskast höfðu þar fyr og síðar í vetur. En líklegast ekki til fullrar hlítar. f>að er svo að sjá á þessu, að Rúss- um hafi hepnast að losa svo um tappann í hafnarmynninu á Port Art- hur, að fært hafi orðið stórskipum þeirra út þaðan. f>eir hafa þá lagt út óskemdu skipunum og ætlað að vinna Japönum geig tneð þeim. — |>eim hefir þótt ilt að liggja þar inni og hafast ekki að. En það fylgir sögunni, að skip Japana hafi farið sama sem óskemd af þeim fundi. Hraðfrétt var í frönsku blaði á Jónsmessu frá Pétursborg, um að barist befði verið þá 3—4 daga sam- fleytt þar nærri, er heitir Kla-sjá og mun vera einhversstaðar nærri Líaó- tuDgskaga miðjum. f>ar á að hafa orðið mikið mannfall, enda 140,000 manna í þeim bardaga af hvorum- tveggjum, og véttvangur full þing- mannaleið á breidd. |>ar hafa þeir þá lagt saman líklega, Oku og Nodzu, hershöfðingjar Japana, ef hæft er í þessu (sjá síðar). Landorustan 14. og 15. f. m. (júní), á Líaótungskaga, sú er fyr segir frá (ísafold 25. f. m.) og kend er ýraist 45. blað. við Wa fang-ká eða Telissú (Telisse), hefir verið mjög mannskæð. Rússar kannast sjálfir við, að þeir hafi mist þar hátt á 4. þús. manna, en haft er eftir hermannastéttar fyrirmönnum í Pétursborg, að það framtal muni vera mikils til of lágt. Kínverjar nefna 7000 miust, og frá Tokio hefir komið sú staðhæfing, að tjónið muni hafa numið 10 þúsundum. Stackelberg barón er sá nefndur, er Rússaher stýrði f þessum bardaga. Hann hélt undan norður á bóginn eft- ir orustuna með góðri skipan. Hann segir sjálfur í sinni skýrslu, að fallið hafi í bardaganum um 1200 sinna manna. Ekki er getið mannfallsins af Jap- önum. |>að mun og hafa verið all- mikið. Liðsmunur var lítill sem enginn. Japanar sagðir hafa haft 44 herfylki og Rússar 42. það mun vera kring um 30 þús. hvorum megin. þrjú örnefni eru nefnd í frásögum um bardaga þennan: Wa-fang-tien, Wa-fang-ká og Telissú. f>að hefir vilt menD, og því verið gerðar úr þessu 2 orustur; hafi hin fyrri staðið við Wa-fang-tien 14. og 15. júní, en sú síð- ari við Telissú (eða Wafangká) 18. júní. En það er misskilningur. Or- ustan var ein, og hófst 14. júní þar sem heitir Wa-fang-tien, en lauk dag- inn eftir, 15., á hinum stöðunum. Mun því bardaginn verða kendur við Telissú, með því að þar lauk honum og skildi með vegendum; þar voru síðustu virk- in, sem Japanar unnu. Fyrri daginn hröktu þeir Rússa af vígstöðvum þeirra við Wa-fang-tien. Sigurinn er þakkaður sérstaklega herkænsku Japana, og því þar með, að þeir höfðu betri stórskotaútbúnað. f>etta var á Liaótungskaga vestar- lega, 17—18 mílur danskar norður frá Port Arthur. f>aðan eru 23—23 míl- ur norður að Liaó-Yang, en þar situr Kuropatkin með meginherinn rúss- neska. f>angað áleiðis mun Stackel- berg hafa haldið. Nema Japönum hafi tekist að kvía hann af; ekki grun- laust um það, eftir síðustu fréttum. Til skilningsaulra um, hversu til hag- ar þar, er þeir eigast nú við á landi, Rússar og Japanar, er sízt fjarri að hugsa sér Líaótungskaga líkt og Snæ- fellsnes, með Skarðströnd, og væri þar land sem Hvammsfjörður er. f>á er Lfaótungflói Breiðifjörður og Faxaflói sama sem Kóreuflói. f>ó er Snæfells- nesskaginn allur, inn í Gilsfjarðarbotn og inn á Mýrar, helmingi minni fyrir- ferðar en Líaótungskagi. Landslag er og öðru vísi: fjöll lítil sem engin, en fell og hæðir og hæðabryggir. f>á ætti Port Arthur að vera nærri Stapa, Dalny þar sem Búðir eru, Kin-tsjá (stórorusta þar 25. maí) nær Grund- arfirði, og Telissú á Skarðströnd vest- arlega, langt frá sjó þó. fetta Iætur nokkuð nærri að eins, en getur ekki líkt heitið verulega.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.