Ísafold - 06.07.1904, Síða 2

Ísafold - 06.07.1904, Síða 2
Aðallandmegin Mandsjúríu er upp af (norður af) Líaótungskaga. Bn Kórea samsvarar Eeykjanesfjallgarði að afstöðu; margfalt stærri þó, helm- ingi stæri en alt ísland. Yalu-elfi yrði þá hér um bil þar sem Hvaifjörður gengur inn hér. Landher Japana er þrískiftur. það eru 3 herir, sem kallað er, allir komn- ir fyrir löngu inn í Mandsjúríu. Byrir 1. hernum ræður Kuroki hers- höfðingi. það var hann, sem fór yfir Yaluelfi 1. maí og vann sigurinn þar. Hans höfuðstöðvar eru enn í Feng- húang-tsjeng, á leiðinni norður og vestur að Líaó-Yang, eða þar í grend. J>á er 2. herinn japanski. það var hann, sem komst á land í Líaótung- skaga um miðjan maímánuð, bæði austan (hjá Pi-tse-wo) og vestan, og or- ustuna vann við Kin-tsjá, 25. maí, settist sumur í Dalny í mánaðarlokin og sótti lengra fram á nesið, út að Port Arthur, en snerist sumur í móti Eússum vestan megin, er sóttu út eft- ir frá flóabotninum (Líaótung-flóa). þar bar fundum saman við Wafangká og Telissú 14. og 15. f. m., sem fyr segir. Sá heitir Oku, er fyrir þeim her ræður. Hann mun eiga Bér höf- uðstöðvar nærri Dalny, eða sem svar- ar því, að væri hér í Staðarsveitinni. þá er 3. herinn Japana og síðasti þar í milli, eins og inn á Mýrunum innan til. Byrir honum ræður hers- höfðingi sá, er Nodzu heitir. Hann er nýlega þangað kominn til þess að gera, heiman frá Japan. Sá herinn var síðast vígbúinn. Hver þessi her um sig nemur 70— 80 þúsundum. |>að er 1. og 3. herinn eða þeir Kuroki og Nodsu, sem er ætlað að kljást við Kuropatkin. þeirra lið beggja er gizkað á að muni nema 140 þús- undum. En ekki er sá herafli allur tiltækur, með því að jafnan verður að hafa stórar sveitir á verði hér og þar um farinn veg, að eigi heftist aðflutn- ingar eða gerður verði annar farar- tálmi. Til þess er gizkað á að þurfi 30,000 manna frá þeim Kuroki og Nodzu. þá eiga þeir eftir 110,000. Bn 100,000 manna hefir Kuropatkin viðlátíð. Fyrir því þora hvorugir á aðra að ráða að svo stöddu. Bn Kuropatkin tjáist eiga von slíks liðs- auka vestan að bráðlega, eftir Síbiríu- járnbraut, að ummiðjan þ. mán. muni hans her verða orðinn 250 þús. Jap- anar þyrítu þá að hafa komið honum fyrir kattarnef áður. þess var getið síðast, að flotadeild Eússa í Vladivostoek, við Japanshaf norðanvert, mundi hafa grandað 3—4 flutningaskipum fyrir Japönum í f. mán. Skrydloff aðmíráll, sá er þar ræður fyrir, segir nú, að þau hafi verið 5 alls. f>að er langhelzta þrekvirki Eússa í þessum ófriði. Flotadeildin var að svamla úti í Japanshafi rúma viku, 12.—20. júnf, og duldist þá tíð alla fyr- ir Karaimura aðmírál, er hefir þó verið meira í mun að láta hana ekki ganga sér úr greipum. En því tókst hoDum þó að tálma, að hún kæmist vestur að Port Arthur, sem Eúasar ætluðu sérfyrst. Meira en 1000 hermanna japanskra var á einu flutningaskipinu, sem Eúss- ar söktu. f>að hét Hitachi Maru. f>ar var og mikill vistaforði og vopna, og svo miljónum skifti í gulli, að sumra manna sögn. f>ví var öllu fleygt útbyrðis, er sá til Eússa. og þar með ýmsum áríðandi skjölum og herfararuppdráttum. Skipið vildi ekki gefast upp, heldur hélt á rás undan. Eús8ar drógu það uppi og skutu í kaf. Hvað margt manna Japanar hafi látið á skipum þessum öllum, er ó- kunnugt að svo komnu. Margir kom- ust af á sumurn skipunum, auk þess er Eússar gáfu þeim grið og björguðu, er grið þáðu í tíma; söktu skipuDum síðan. Hroðaleg sjón hafði það verið, segja þeir sem af komust, er menn og skepnur (hestar) af skipunum svöml- uðu hundruðum saman á sjónum, en EúsBar skutu í þvöguna, og gerðist sjórinn allur blóðlitaður langar leiðir. Fyrirliði einn japanskur, er af komst, sagði keisaranum af því í Tokio, er hann og þeir félagar á einu skipinu, sem Eússar söktu, kusu heldur að deyja en gefast upp, og hrópuðu þre- falt b a n z a i (ekki básai) fyrir keis- aranum, áður en skipið sökk með þá. f>á fekk keisarinn ekki tára bundist. Launaniál presta. Eftir Jóhannes L. L. Jóhannsson. Eitt af hinum mörgu málum, sem landsstjórnin nýja verður að taka til meðferðar, er launamál prestanna. Alþingi síðasta lagði svo fyrir, að setja skyldi milliþinganefnd til að koma fram með tillögur um málið, og auðvitað hefir stjórnin í fyrstu eigi annað að gera en að skipa hana. f>etta, að þingið fól stórmál þetta sórstakri nefnd til meðferðar, sýnir, að það kannast við, að hér er um mikið vandamál að ræða, sem þarf bráðrar aðgjörðar við frá hálfu löggjafarvalds- ins. Enginn réttsýnn maður í landinu mun neita því, að ástandið með launa- kjör prestanna er óhæfilegt eins og það er, hvort heldur litið er á það frá sjónarmiði prestanna eða almenn- ings, eða frá sjónarmiði beggja í einu, svo sem róttast er. Allir eru því sammála um, að hér þurfi stóra breytÍDgu að gjöra. En þegar fara á að koma með ákveðnar tillögur um, hvernig breyta skal, þá sýnist sitt hverjum, og þeir geta illa orðið samdóma. En þó rekur að því, að þeir mega til að sameina sig um einhvern veg í málinu. Sumir vilja fara þá leiðina, að bæta launakjör presta með þvf, að sameina prestaköll þar, sem hægt er, en láta gjaldmátann standa óumbreyttan. En sú aðferð er algjörlega óhæfileg, því hún lítur á málið eingöngu frá sjónarmiði prestanna. f>á er mest hugsað um að auka tekjur þeirra, en eigi hirt um hitt, að laga til eða létta af fólki óeðlilegu og úreltu gjalda- fyrirkomulagi. Vitanlegt er það, að sumstaðar má að skaðlitlu sameina prestaköll; en varlega verður þó að fara í því efni, því þar er bleypt út á mjög hálan ís og getur skriðið orðið Iengra en holt er þjóðinni. En hennar hag eigum vér að hafa fyrir augum. Eg man eigi heldur eftir, að prest- arnir hafi kvartað svo mjög um það, hvað laun þeirra eru lág, þótt þau séu auðvitað of lág nokkuð víða, heldur mun hitt kreppa meira að þeim, hvernig gjöldum þeirra er reyt- ingslega fyrir komið og hversu óviss þau tíðum eru. Um þetta hafa prestarnir kvartað, og það þarf að lagast, því það er beiu- línis þjóðarmein hjá oss og þjóðar- skaði, hvernig farið er með prestana. f>eir geta að mörgu leyti eigi notið sín nó gjört fult gagn, meðan ástand- ið er eins og það nú er. Með óvarlegri sameiningu mundi og reka að því, að söfnuðirnir hefði miklu minna gagn af prestunum en æskilegt er; það er svo b3zt gagn að prestinum, að prestakall hans sé eigi afarstórt um sig. Hugsað get eg þó, að engin ófæra væri að fækka prestaköllunum, sem nú mun vera um 140 á öllu landinu, niður í 110, og væri það eigi alllítill sparnaður. f>eir sem vilja fækka prestaköllum, en láta gjöldin standa óbreytt, hafa og stungið upp á því, að fela sýslumönn- um innheimtuna. En það yrði beint til að gjöra prestana óvinsæla, því all- ir hlyti að skilja, að presturinn stæði þar á bak við sýslumann, enda leiðin- legt fyrir prestinn að láta innheimta með harðneskju fyrir sig þau gjöld, er hann játar engu síður en gjaldendur að eru í rauninni ranglát, þegar mið- að er við efnahag manna. f>etta, að fela sýslumönnum inn- heimtuna, er og engin breyting frá þvf, sem nú getur verið, með því að nú er með lögum hverjum presti heim- ilt að láta sýslumann heimta inn gjöld- in, þótt fáir séu þeir víst, er nota það. f>að sýnir, að sú leiðin þykir alls eigi góð. Með þessari aðferð, að hugsa að eins um að hækka laun prestanna, en breyta ekkert gjaldatilhöguninni, verð- ur því óánægjan hjá prestum engu minni en áður, og hjá söfnuðunum meiri en hingað til, sem og er von. Málið heldur þá áfram að flækjast sífelt fyrir fótum löggjafanna eftir sem áður, því stöðugt verður beðið um breytingar. f>að verður því að taka málið til meðferðar frá rótum og á alt annan hátt, ef vel á að fara. f>að eru þá víst eigi nema tveir vel færir vegir eftir með mál þetta. Ann- ar er aðskilnaður ríkis og kirkju og að láta kirkjufélagið halda jarðeignum sínum eða andvirði þeirra í pening- um, sem mörgum geðjast víst betur, en láta svo kirkjufélagið sjálft, alla landskirkjuheildina, ráða fram úr því, hvernig gjöldum safnaðanna til presta verður komið fyrir. Sumir kunna að vera til, sem vilja taka bótalaust inn í landssjóð allar kirkjueignirnar. En það er óhæfileg ránsaðferð og dæmalaus alstaðar í heiminum. Slíkar tiltekjur hafa hvergi þótt réttar eða ráðlegar. Sú aðferð, að skilja alveg í sundur ríki og kirkju með hentugum og hæfi- legum kjörum, hefir ávalt verið æski- legasta leiðin í kirkjulöggjöfinni, eftir skoðun minni og margra annarra frí- kirkjuvina. En því miður eru þeir enn of fáir, svo að hætt er við, að málið eigi örðugt uppdráttar í þeirri mynd fyrst um sinn. Ed það tel eg algjörlega vafalaust, að slíkur aðskilnaður ríkis og kirkju yrði bezta ráðið til að hleypa nýju fjöri í alt hið kirkjulega líf í landinu, og þá um leið hafa vekjandi áhrif á landsmenn í öðrum greinum. Efki og kirkju ætti þá báðum að verða stór hagur að aðskilnaðinum. Eg veit vel, að hákirkjuvinirnir gjöra lítið úr þessu. En orð þeirra hafa lítið sannfærandi afl fynr mér, því eg sé, að reynslan í öðrum löndum, þar sem fríkirkjur eru, hefir alt til þessa verið minni skoðun í vil. Vel veit eg það, að vel er vakandi kristindómslíf í sumum ríkiskirkjunum. En þó verður því eigi neitað, að frí- kirkjusniðið á bezt við alt eðli kirkj- unnar og kristindómsins. þyki mönnum nú fríkirkjuleiðin í málinu eigi tiltækileg að svo komnu eða svo ráðleg, að hún fái nóg fylgi til þess, að málið nái almecnu samþykki í þeirri mynd, þá verður það vitan- lega að vera svo. Enda tel eg engan hag, að flýtaneinu tráli í framkvæmd, hversu réttmætt sem það er, meðan fólk eigi er alment orðið nokkurn veg- inn sannfært um gæði þess. Svo bezt gjöra hlutirnir gagn, að þeir hafi trú á þeim, sem eiga að nota þá. Ef fríkirkjuhugmyndinni er slepc, þá er enn eftir ein leiðin með þetta launamál prestanna. Hún er nú, að launa prestunura beint úr landssjóði, aunaðhvort alveg og taka kirkjueignaafgjöldin í Iands- sjóð, eða þá að nokkru leyti, með þvíi lagi, að prestarnir haldi jarðaafgjöld- unum upp í laun sín, en fái úr lands- sjóði viðbót sem svarar sóknartekjun- um. þær tekjur verður að afnema alveg, eins og þær eru nú, því þær eru að mörgu leyti hneykslanlegar og fólk- ið vaxið frá þeim hugmyndum, er þær styðjast við, með því líka að grund- völlurinn fyrir þeim er ranglátur. Úr því höfð er ríkiskirkja, þá er auðvitað langréttast, að launa prestun- um beint úr landssjóði, alveg eins og öðrum embættismönnum þjóðfélagsins. Með því nú að fækka eitthvað presta- köllum og jafna tekjurnar, getur þetta eigi orðið mjög tilfinnanlegt fyrir lands- sjóð, því eigi berst eg neitt fyrir því, að laun presta verði svo afarhá. En þó að þetta yrði eitthvað tilfinn— anlegt fyrir landssjóðinn, þá stoðar eigi að horfa í það, úr því hér er um stór- vægilegt nauðsynjamál og þjóðarþörf að tefla. þetta er og eina ráðið til að geta skilið svo við stórmál þetta, að það verði eigi ávalt að flækjast fyrir á al- þingi og tefja fyrir öðrum málum. þetta mál verður að taka til ræki- legrar meðferðar, öldungis eins og læknaskipunarmálið hérna um árið. Vilji milliþinganefndin, sem sett verður til að íhuga mál þetta, eigi fallast á fríkirkjufyrirkomulagið, þá sé eg eigi, að hún geti farið aðra leið i uppástungum sínum en þessa, að greiða launin úr landssjóði. Með því einu móti getur orðið gagn að starfi hennar, en annars ekkert, til þess að koma góðri endalykt á málið. En þó að búið sé að taka svona einhverja fasta stefnu í aðalatriðinu, þá er verk nefndarinnar, sem eftir er^ samt afarmikið, og margt við það að athuga í ymsum greinum þess. En of langt mál að fara hér að tala um slíkt. Með því að Iauna prestum úr lands- sjóði, en afnema sóknartekjurnar, er allmiklum skatti létt af alþýðu. En vitanlega þarf að auka tekjur lands- sjóðs með einhverjum haganlegum ráð- um í staðinn. |>ó þarf þess eigi beint við sakir þessa máls eins. Ekki munar nema ör- lítið um það, heldur þarf að auka lands- sjóðstekjurnar vegna ýmissa annarra stórútgjalda, er óumflýjanlega hljóta að Ienda á landssjóði á komandi tím- um. Eitt af þeim stórmálum, sem taka verður rækilega fyrir innan skamms, er alþýðumentunin. það mál hlýtur að hafa mikil aukin útgjöld í för með sér. En raeð því að prestalaununum væri létt af almenningi, þá er löggjáf- arvaldinu hægra fyrir á eftir, að leggja eitthvert hæfilegt skólagjald á fólkið í landinu, til viðhalds skólunum og launa handa kennurunum. Með þeim hætti getur þá Iandssjóði sparast bein út- gjöld, í staðinn fyrir hitt, sem hann kemst engan veginn hjá að öðrum kosti, og ætti erfitt með að fá sér uppbætt. f>að er og eigi nema sann_- gjarnt, að eitthvert gjald, bygt á rétt-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.