Ísafold - 06.07.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.07.1904, Blaðsíða 3
179 læti, komi í staðinn fyrir ójafnaðar gjöld þau, er falla burtu. Eg hefi einhvern tíma áður stungið upp á því, að hreppstíundin væri tek- in frá sv9Ítarsjóðunum og lögð til barnaskólanna, er stofnaðir verða á landinu smámsaman, og nú legg eg til, að eins verði farið með preststíund- ina. En hvernig svo sem þetta verð- ur haft, þá er víst, að lýðmentunar- málið þarf allmikið fé, þegar farið er að sinna því af alvöru. jpað mál og prestamálið þurfa bæði bráðrar og góðrar breytingar við, og þau standa í talsverðu sambandi hvort við annað. Byiting á Finnlandi. Bylting risin upp á Finnlandi, eftir víg Bobrikoffs landshöfðingja. Hófust róstur í höfuðstaðnum, Helsingfors, og var ráðist á landsstjórnarskrifstofurn- ar, þæreyddar og vegnir þar 18 meun, er þar höfðu sýslan á hendi, þeirra á meðal sonur Pinkens aðmíráls nokk- urs. |>ví næst var ráðist á lögreglustjórn- arskrifstofurnar þar í borginni og þær rifnar niður. Búist við, að bylting þessi muni fær- ast út, og að þá sé stórtíðinda von. þeir hafa lengi átt um sárt að binda, Einnlendingar. f>etta hafði frézt til Khafnar, og var símritað þaðan til Englands. Beina leið frá Finnlandi eða Bússlandi eru eigi þess kyns tíðindi látin berast. Eússar Bjá um það. Vöxtur stóiba»ja á 19. öld. |>að er eins og segir í greininnni i siðasta blaði um fjölgun mannkynsins á 19. öld, að langmest kveður að svo stöddu að germönsku þjóðunum. |>ær láta nú langmest á sér bera og ráða mestu í heiminum. |>að sæist þóenn greinilegar, ef höfuðríkin germönsku {•jóðverjar og Bretar, væru vel sam- rýmd og samtaka. Germanskar þjóðir ráða nú fyrir 700 miljónum manna, er útlendur þeirra eru allar meðtaldar. Bómanar eru með þeirra lýðlendum öllum um 220 miljónir, og Slafar tæpar 200 milj- ónir. Aldrei hefir verið annar eins vöxtur í stórbæjum eins og öldina sem leið. En þar kveður þó langmest að ger- mönsku löndunum. því er svo að orði kveðið, að þau séu stórbæjalönd- in, rómönsku löndin smábæjaríkin og hin slafnesku sveitalöndin. Meðal germanskra þjóða eiga 26 af hundraði alls landslýðs heima í stór- borgum. {>að er sama sem 4. hver maður og þó vel það. En ekki nema 15 af hundraði eiga heima í stórbæj- um í rómönsku löndunum. Og í slaf neskum löndum eru að eins 16 af hundr- aði f bæjura. |>ar eiga þá 84 af hundr- aði heima í sveit. f>að gera í róm- önskum löndum að eins um 60 af hundraði og germöaskum 50 af hundr- aði, sama sem annar hver mað- ur að eins. Örðugt er um það að segja, hvern- jg hér var háttað f þeirri grein um árið 1800. En víst er um það, að miklu var bæjalýður faerri þá að til- tölu en nú gerist. |>á voru Lundúnir me8t borg hér í álfu, eins og nú. En ekki voru bæjarbúar orðnir full 1 milj- ón þá. f>á var Mikligarður önnur mest borg hér í álfu. f*ar voru þá 600,000 manna. Ekki var þá í París nema J/2 miljón. f>ar næst var Nea- pel með 350,000. Talið er, að þá hafi verið J/4 milj. í Pétursborg og Moskva. f>á var Italía stórborgaland- ið. f>að er 19. öldin, sem hleypt hefir upp germönsku stórbæjunum. Ekki voru fyrir 100 árum nema 2 bæir á f>ýzkalandi með meira eu 100,000 manna. f>að var Berlín og Bamborg. f>á voru og ekki nema 100,000 manns í Kaupmannahöfn og 75,000 í Stokk- hólmi. f>að voru smáar borgir þá að tiltölu. Nú 7 miljónaborgir hér f álfu. f>að eru Lundúnir, París, Berlín, Vín, Pét- ursborg, Moskva og Mikligarður. Ekki mun marga tugi ára þess að bíða, að þeim fjölgi drjúgum. Nú keppast 5 borgir á um, hver fyrst verður upp í, miljónina. f að er Glasgowj Liverpool, Hamborg, Budapest og Varsjá. Tíðarfar fréttíst með Hólum að væri hið bezta norðanlands og austan. Gras- spretta sérlega góð. Bankabókarinn nýi, þessi ólöglega skipaði, við Landsbank- ann, hr. Ólafur F. Davíðsson frá Vopnafirði, kom nú með Hólum. Ekki er h a n n um það að saka, þótt hann sé ólöglega skipaður; og nærri má geta, að ekki fari Landsbankastjórnin, meiri hlutinn, að banda neitt á móti honum fyrir það. Hún er ekki svo gerð. Hlutabankinn. f>að er býsna-verzlun, sem bankinn hefir gert fyrstu 3 vikurnar“rúmar, frá 7,—30. júní. Hann hefir lánað út þann tíma »gegn veði og sjálfskuldarábyrgð* nær 108 þús., og 30 þús. gegn handveði. Enn fremur veitt víxillán 62 þús. kr. Nær 40 þús. hafði hann tekið inn á dálk og með innlánskjörum. Seðla hafði hann gefið út í mánaðar- lokin fyrir 280 þús. kr., en hafði fyr- irliggjandi í málmforða 263 þús. kr., eða hér um bil helmingi meira en þurfti eftir seðlamergðinni. Enga þörf sögðu þeir vera á þess- ari stofnun, þessir sem töldu landsins velferð alla undir því komna, að Landsbankinn væri hér aleinn um hit- una. Rafmagnsfræðingur íslenzkur er hingað kominn til bæ- jarins nýlega, eftir 5 ára nára erlendis, 3 1 Khöfn og 2 í Berlín. Hann er Skaftfellingur, úr Mýrdalnum, og heit- ir Halldór Guðmundsson. Hann hefir stundað nám sitt bæði bóklega og verklega, haft síðast nokkra mánuði atvinnu við rafmagnslýsingu í Berlín. Hann mun hafa í huga að svipast um hér, hvort hugur kynni að vera f mönnum að koma upp raflýsingu í höfuðstaðnum, hvort heldur væri með gufuafli, eða með því að nota vatnsafl- ið í Elliðaánum, og mundi þá sparn- aður að verða samferða vatnsveitunni þaðan. Af mislingunum er það að frétta, að þeir eru komn- ir á 2 bæi í Steingrímsfirði. Hafa fluzt þaðan frá Djúpinu suður Stein- grímsfjarðarheiði, þrátt fyrir verði og samgöngubauu. f>eir hafa verið sóttkvíaðir hvor um sig, þessir bæir, eins og rétt er. Með Ceres barst sú lausafrétt, að sóttin væri komin á 1 bæ í Gufudals- sveit. Hefir borist þangað með ver- manni norðan frá Djúpinu. Börn feng- ið hana þar á bænum, 10—12 dögum efcir ftð hanu kom heim. Ekki getið um neinar sóttvarnarráðstafanir þar. Um Djápið ekki talað um að sótt- in hafi færst út meira en síðast var frétt, t. d. ekki komin lengra inn eftir því en í Skötufjörð. Samgöngubannið óvinsælt. Slíkt kem- ur engum á óvart. Einkum láta kaupmenn illa við því á Isafirði. þyk- ir það gera sér viðskiftahnekki. En læra þurfa þeír og aðrir með þeirra marki brendir, að meira ber að meta líf og heilsu náungans eða almenn- ings hag yfir höfuð heldur en nokk urra króua hag sjálfum sér til handa. f>etta er ágæt tilsögn f þeirri list, í löghlýðninnar hér á landi tornuminni list. Hver silkihúfan upp af annari. ísafold hefir sagt frá þvi greiniiega. oft- ar en einu sinni, að ráðgjafinn sem nú er, hr. H. H., hafi snúið aftnr húr i vetur bréfi frá. bankastofnunarmönnunum i Khöfn til Páls amtmanns Briem, þar sem hann (P. Br.l var ráðinn bankastjóri, farið með það sjálfur til Khafnar aftur, og þar með afstýrt þvi, að b'éfið kæmist nokkurn t'ma í amtmannsins hendur, — fengið með þeim hætti m. m. ónýtt ráðninguna. Höfuðmálgagn ráðgjafans bér veit, að þessi frásaga er sönn, en þykir þetta vera blettur á húsbónda sinum, er megi til að reyna að þvo af honum, tekur það ráð eða lætur kenna sér það bragð, að rangbverfa ummælum Isafoldar, og láta hana hafa hor- ið á ráðgjafann, að hann hafi rifið hréfið upp og stoliðþvi; og þræta svo fyrir þ a ð. Treystir því, að biekkja megi almenning þann veg. Þessu atferli fletti Isafold ofan af um daginn: prentaði samsiða ummæli sin og rangfærsluna á þeim í hinu blaðinu; það stóð þar með i gapastokk, skömminni í- klætt að vanda. En sama traustið hefir það enn sem fyr á heimsku lesenda sinna. Nú heldur það sig getað klórað yfir allan ósómann sjálfs sín með því að láta sem ísafold hafi horfið frá marg-itrekuðum áburði sinum á húsbónda þess eða tekið haun aftur. Af því að það reyndist lygi, að Isafold hefði nokkurn tima borið á ráðgjafann upprif á bréfi eða bréfaþjófnað, þá eru nú úrræðin fyrir -gagninu þau, að gefa í skyn, að Isafold hafi tekið þau ummæli aftur, — ummæli, sem sannast hefir, að hún hefir aldrei haft! Málgagnið neglir sig með öðrum orðum enn fastara i gapastokk sinn, svo sem það á vanda til, er svo ber undir. Hver silkihúfan upp af annari! Vatnsveituniálið. f>að er að frétta af vatnsborunar- tilraunum mannvirkjafræðinganna döusku, þeirra Carocs og Petersens, að alveg eru þeir uppgefnir við þær, og komnir á sömu skoðun og Eng- lendingarnir um, að jarðvegur hér fyrirmuni að ná vatni þá leið. Ell- iðavatn lízt þeim heldur ekki á, frem- ur en hinum. f>ykir því sem eina ráðið sé, að nota Elliðaárnar sjálfar. En vilja fara eitthvað lítils háttar öðru vísi að því, að ná vatninu þaðan. Mikið gott og blessað, ef það verð- ur ódýrara eftir þeirra hugmynd og tillögum, og þó eins tryggilegt. Skrifstofukostnaður amtsráðanna. f>að var ógreinilega frá því sagt seinast, hvað það var, þrekvirkið, sem amtsráð suðuramtsins vann á fund- inum sfðast. Svo segir í lögum um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn landsins frá 3. okt. f. á.: »f>eim mönnum, er forsetastöðurnar[!] í hinum [!] 4 amtsráðum landsins verða fengnar í hendur, skal greiða af jafnaðarsjóði þóknun fyrir skrif- Btofukostnað, að upphæð 300 kr. f>ó mega amtsráðin hækka upphæð þessat. f>að var sú lagaheimild, sem amts- ráðið hér notaði til þess að hækka þóknunina hauda forseta sínutn, amt- manninum, sem á að verða það á- fram, upp í 500 kr., úr jafnaðarsjóði. Vesturamtsráðið var niint á þessa heimild, af forseta sínum, sem verður og sennilega látinn halda stöðunni þeirri áfram. En það lét eins og það heyrði ekki þá ámiuningu, og stakk ekki upp á 1 eyris hækkun. Skrifstofukostnaður þessi svo nefnd- ur, sem nú er orðinn 500 lcr. hér í suðuramtinu, hefir verið áður 50 kr. Hann er nú með öðrum orðum tí- faldaður. StaÐlausap aðdróttanir. Með bréfi frá Khöfn, dags. 30. marz, var eg látinn vita, að til stæði að bjóða mér aðra endurskoð- arasýslanina við Hlutabankann, og eg eggjaður fastlega á að taka því boði. Eg svaraði þvf 9. apríl á þá leið, er eg skýrði frá um daginn. f>að bréf mitt hefir komið til Khafnar laust eftir miðjan þann mánuð. Bétt áður en síðasta póstskip fór þaðan á stað hingað í þeim mánuði, mun sýslaninui hafa verið ráðstafað eða hún veitt þeim, sem hlaut; því hingað kom vitneskjan ura það fyrstu vikuna í mafmánuði. Frá þessu er sagt þeirra vegna, er kunna illa við staðlausar getsakir og aðdróttanir mót betri vitund. Um hina læt eg mig engu skifta. B. J. SUetðarársands-sæluliúsið. Fljótt og vel hafði gengið að koma því upp. Smiðurinn, Sveinn Sveins- 8on, kom aftur með Hólum f fyrra dag, að afloknu verki. Flutt var efn- ið, vistir og annað, á 43 hestum aust- ur frá Vík, nál. 4 dagleiðir. Húsið stendur vestan til á sandin- um, beint niður frá Núpstað, sem er næsti bær, en 10—12 stunda ferð þaðan lestagang. f>að er nokkur hundruð faðma frá sjó, og ber hátt, stendur á malarkambi, sem vötn ganga aldrei yfir. Stengur stendur til að reistar verði síðar niður að sjónum og austur eft- ir sandinum, til leiðbeiningar að finna húsið. Mjög hafði héraðsmönnum þótt í þetta varið, og lofuðu hugulsemi og höfðingskap kostnaðarmanns, konsúls D. Thomsens. Ekki telja þeir neina hættu á því, að farið verði ófrómum höndum um muni þá, matvæli og annað, er í hús- inu er geymt, meðal annars vegna þess, að þetta er óraveg frá öllum mannavegi, nema þeirra fáu, er vitja um reka á sandinum, af bæjunum í Fljótshverfinu. Húsið á að vera læst fram á haust- ið, en opið að vetrinum. Endurskoðondur við íslands banka eru þeir IndriÖi Einarsson revisor, skipaður af ráðgjafanum (6. f. mán.), og Julius Havsteen amtmaður, valinn af bluthöfum að tilhlutun ráðgjafans, með 500 kr. þóknun hvor. úr silki, ull og silki, ull og bómull. Vandad úrval—mjög ódýrt í yerzlun G. Zoega.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.