Ísafold - 30.07.1904, Side 2

Ísafold - 30.07.1904, Side 2
198 Merkisgestur. Með þessari yfirskrift hefir ísafold í 43. tölubl. 29. júní skýrt frá því, að hingað væri væntanlegur presturinn við hina kristnu hjúkrunarkvennastofnun í Khöfn, N. Chr. Dalhoff, til þess að kynna sér bindindishreyfinguna og hjúkrunarráðstafanir hér á landi, og á hvern hátt mundi mega styðja þær og efla. Nú er hann hingað kominn, í gær. Hann gerir ráð fyrir að halda hér í bænum 1 eða 2 fyrirlestra um hið kristilega hjúkrunarstarf og 1 fyrirlestur um bindindismálið, auk þess sem hann hefir í hyggju, að fengnu leyfi, að flytja prédikun í dóm- kirkjunni. f>að mun óþarft að hvetja menn til að sæta þ\í færi, sem hér gefst, til að heyra þessi 2 mikilvægu mál skýrð af manni, sem til þess er flestum mönnum færari. |>að mun mega telja víst, að mikíl aðsókn verði að fyrirlestrum þessum, og að menn telji þeim aurum vel varið, sem að- gangurinn kostar. f>es8 má hér geta, til viðbótar við það, sem tekið var fram í fyrnefndri ísafoldargrein, að síra D. er höfundur ritlingsins »En farlig Ven«, útg. 1884, sem þýddur hefir verið á íslenzku (Hættulegur vinur). Hann var og for- göngumaður að stofnun hins fyrsta hælis í Danmörku til viðreisnar drykkju- mönnum 1893. Vér íslendingar eigum góðfúsri milligöngu hans það að þakka, að 2 fyrstu hjúkrunarkonurnar á Holdsveikraspítalanum og síðan nokkr- ar fleiri stúlkur héðan hafa fengið að gang að stofnun þeirri, sem hann er skipaður prestur við, og hafa dvalið þar alllangan tíma í góðu yfirlæti og fengið ókeypis kenslu og æfingu í hjúkrunarstarfinu. f>ess má loks geta til marks um, hve mikilsverður þessi maður þykir vera f sínulandi, að scjórnin danska hef- ir þrívegis sent hann á sinn kostnað og Bvo sem sinn fulltrúa á allsherjarbind isfundi út um heim, í París, Vín og Brimum. H. S. Thorvaldsensbazarinn svo nefndur hér í bænum hefir nú starfað rúm 4 ár að sölu á ísl. handa- vinnu, með þeim árangri, er hér segir. Hann hefir selt: Vaðmál .... fyrir 2,487 kr. Band.................— 757 — Nærföt .... — 756 — Sokka............... 1,248 pör Vetlinga............ 1,376 — Hyrnur..................326 Kvenhúfur................513 Abreiður, glit-og salúnsofnar38 Ljósdúka.................206 Kommóðudúkar . . . 117 Servíettur...............172 Heklað .... . 456 Silfurbelti..............151 Beltispör ...............112 Millubönd.................22 Brjóstnálar .... 269 Millur...................345 ísl. skó................. 535 pör og mikið af skinnum. |>á eru nefndir 240hlutir af hvítum og misl. hannyrðum, og 284 munir, sem verða ekki taldir til neins ákveð- ins flokks. þar að auki mikið af út- skornum munum gömlum og nýjum, úr horni og tré, fatnaði, myndir, bréf- spjöld, smíðisgripi o. fl. Forstöðukona Thorvaldsensfélagsins hefir frá upphafi verið iandlæknisfrú þórunn Jónassen; með henni eru nú í stjórninn frú Katrín Magnússon og frú María Amundason, en til aðstoðar þeim frúrnar Pálina þorkelsson, Guðrún Arnason, Ingibjörg Johnsen og Sigríð- ur Pálsson (adjunkts). þær hafa á hendi sölu á bazarnum til skiftis, þókn- unarlaust. Alls vinna við bazarinn 40 kvenmenn. Bazarinn byrjaði í einu litlu her- bergi, en nú er orðið all-þröngt um hann í 3 stofum. þess er getið til marks um góða reglu og eftirlit á bazarnum, að þar hafi ekki glatast eyrisvirði frá því er hann byrjaði.— Talsvert meira mundi hafa selst af ísl. vaðmáli, ef eigi fylgdi því sá ókost- ur, að það e'r of mjótt. Félagið tekur lítils háttar söiulaun, er fara til að gjalda húsaleigu og ann- an nauðsynlegan smákostnað. Afgang- urinn rennur í sjóði Thorvaldsensfé- lagsins. Yms tíðindi erlend. Paul Kriiger, fyrrum ríkisforseti í Transvaal, andaðst 14. þ. m. suður í Sviss, úr lungnabólgu, nær áttræður, f. 10. okt. 1825 suður í Höfðalvðlendu (Cap). Hann réð miklu um uppreist- ina gegn Bretum 1879 og var þeim löugum erfiður. Hann var forseti frá 1883 til 1899. Þá fór hann úr landi og hingað í áifu, í upphafi Búaófriðar- ins, í liðsbónarerindum. Hann var vits- munamaður og kjarkmaður mikili, karl- menni og hreystimaður á yngri árum. Hann hafði verið kynjaður frá Branden- burg, eins og Bismarck. Bretastjórn hefir leyft að flytja iík hans suður í Transvaal og jarða þar. Obolenski heitir landshöfðinginn nyi á Finnlandi og er fursti að nafnbót. Hann var áður landstjóri í Kharkow á Rússlandi sunnanverðu. Hann bældi þar niður óeirðir fyrir 2 árum með mikilli grimd. Þá var honum veitt banatiiræði um sumarið síðar. Eftir það var honum veitt annað embætti, í Pétursborg. Vilhjálmur keisari brá sér til Noregs að vanda snemma í þessum mánuði, á Hohenzoliern. Þess þarf ekki að geta, að honum er tekið þar hvarvetna með miklu dáiæti, og þó eir.kum í Aalesuud, er hann hjálpaði svo fljótt og drengi- lega í vetur eftir brunann, sem öllum er kunnugt. Alexander L. Kieiland amtmaður fiutti honum snjalla fagnað- arkveðju. Nær 1100 manns er nú uppvíst orð- ið að týnst hafi með skipinu General Slocum á höfninni í New York (18. júní). Skipstjóri hafði verið dauða- drukkinn, þegar slysið varð, enda ekk- ert gert af viti til að bjarga lífi far- þega. En skipshöfnin hugsaði um það eitt, að forða sjálfri sér. Höndlaður botnvörpungur. Herskipið Hekla höndlaði fyrir fám dögum, 26. þ. m., enskan botnvörpuug sekan 1 landhelgisbroti, úti fyrir Arn- arfirði. Hann var frá Hull (H 56) og heitir Paragon, skipstjóri William Magara. Hekla sá til hans langar leiðir álengdar, langsamlega í landhelgi; hann stefndi undan landi. Hann nem- ur staðar, er hann verður var við Heklu, til þess að leysa frá sér vörp- una; það var x/2 sæmílu fyrir innan landhelgismörk; hann hraðar því næst ferðinni sem mest hann má, og hirðir ekkert um, þótt Hekla gefi honum bend- ingu um að staðnæmast. Lét ekki undan fyr en honum var sent hvert skotið á fætur öðru, og þau mörg, fyrst púður eingöngu, og því næst kúlur. Skipstjóri harðþrætti frammi fyrir höf uðsmanni fyrir að hafa fiskað í land- helgi; þóttist hafa mist vörpuna frá sér kveldið áður úti fyrir Djúpinu. En Heklumenn höfðu séð glögt allar aðfarir hans, og sá hann sér loks eigi fært anDað en að meðganga. Hekla fór því næst með hann til Patreks- fjarðar. þar var hann sektaður um 2000 kr., og afli og veiðarfæri gert upptækt. Hann hafði mikinn fisk. það vitnaðist, að þetta sama skip hafði oft verið staðið að landhelgis- veiði hér f Garðsjó. En nú var á því nýr skipstjóri. Svo er vant að hafa það, þá er svo ber undir, að ekki komist sökudólgar uudir manua hendur. Anuað landhelgisbrot m. m. Daginn áður en Hekla handsamaði enska botnvörpunginn út af Arnarfirði, 25. þ. m., rakst hún á norska fiski- skútu í landhelgi við Siglunes, Elise, frá Skudesnæs, skipstj. Sigurd Waage. Hún var á siglingu undan landi, rétt fyrir innan landhelgismörk, og var nærri því logn, en hafði sent frá sér bát til að fiska síld, og var hann á leið út að skipinu. Hekla tók bátinn V2 sæmílu fyrir innan landhelgismörk. Rúmar 10 tunnur af síld voru í bátn- um í netunum. Formaðurinn á bátn- um játaði, að hann hefði fiskað á ó- leyfilegum stað. Höfuðsmaður á Heklu sendi lautinant út í skútuna og hafði Hekla hana aftan í sér inn á Sauðár krók. þar var Norðmaðurinn sektað- ur um 150 kr. það komst þá og upp^ að hann hafði líka brotið mislinga- samgöngubannið við Isafjörð; hann hafði komið þar og aflað sér vatns, og var skipstjóri þá fenginn í hendur sýslu- manni til frekari ráðstafana. Um þilskipafor - annspróf í Friðrikshöfn á Jótlandi skrifar merk- ur maður þar kunnugur hingað og eggjar Islendinga, sem farroensku stunda eða fiskiveiðar á þilskipum, á að sæta færi, ef þeir eru utanlands vetrarlangt eða langar til að »kynna sér siðu ann- arra þjóða«, að ieysa það próf af hendi. Það sé mjög létt og hentugt fyrir þá. Nefndir eru til 2—3 íslendiugar, er próf þetta hafi af hendi leyst í fyrra með mjög góðum vitnisburði. Prófið veitir rétt tii formensku á fiskiþilskip- um í Danmörku, og líklegt, að þeir, sem það próf leysa af hendi, geti einn- ig fengið að vera fyrir íslenzkum fiski- skipum með stjórnarleyfi, eftir þar til veittri heimild í lögunum um at- vinnu við siglingar frá 1893. Nám- inu mun vera þannig háttað, að veru- leg áherzla sé lögð á það eitt, sem fiskiskipaformönnum er nauðsynlegt að kunna, og annað ekki. Sbr. auglýsingu þar að lútandi hér í blaðinu. Veikindi á ísafirði. Þar er sagt að gangi mikil veikindi, jafnhliða mislingunum og í sambandi við þá, bæði barnaveiki og taugaveiki, og var sendur þangað maður hóðan í fyrra dag til aðstoðar héraðslækninum, Valdimar Steffensen læknaskólastúdeut. Bindindisfyrirlestur flytur síra N. D a I h o f f frá Khöfn í kveld kl. 8-£ hér í Iðnaðarmannahús- inu. Ráðgjafinu kom aftur í fyrra dag með Heklu úr ferð sinni f kringum landið. Hann hafði farið upp í Fljótsdalshérað af Eskifirði, Fagradalsheiðina, og þaðan niður á Seyðisfjörð. Lengsta viðdvöl hafði hann á Akureyri. liistaverkið Útilegumadurinn eftir Einar Jónsson myndasmið í Khöfn (frá Galtafelli), er hiugað komið í gær með Tr. kongi. Hr. D. Thomsen konsúli hefir sýnt af sér þann höfðings- skap, að kaupa það af höf. og gefa landinu. Það er gipssteypa. Ætlast er tii, að myndin standi í anddyri Alþing- ishússins. Tryggvi kongur (kapt. Em. Nielsen) Thorefélagsgufnskipið, korn hingað í gær- morgun frá útlöndum og með allmargafar- þega, þar á meðal merkisgesti þá tvo, er getið hefir verið um hér i blaðinu að von væri á hingað um þetta leyti, þá prestana N. Dalhoff og 0. P. Monrad. Enn fremur rússneskur professor frá Péturshorg, dr. Th. Germann, sem er frægur augnlæknir; tann- læknir Kiær frá Khöfn og sonur hans Aage Kiær, Páll T. Halldórsson kaupmaður frá Ön- nndarfirði og systir hans frk. Sigriður Hall- dórsson; sömuleiðis frk. Jóna Björnsdóttir Kristjánssonar (kaupmanns) og frk. Margrét Olafsdóttir (Juiissonar); Stefán Eiriksson myndskeri; Börge Vestesen verzlunarm. frá Arósum; Hansen nokkur frá Hörsholm; Bjarnhéðinn Jónsson smiður; Páll Pálsson bakari; 3 enskar dömur o. fl. Við siðdegisguðsþjónustu í dóm- kirkjunni á morgun kl. 5 messar síra N. D a 1 h o f f frá Khöfn, — prédikar á dönsku. Skipafregn. Kaupfélagsgufuskipið Fridthjof kom hér aftur á miðvikudags- kveldið frá Englandi og Seyðisfirði. Með þvi kom hingað hr. Eyólfur Jónsson út- bússtjóri þar væntanlegur fyrir Hlutabank- ann, til að kynna sér bankastörf. Skipið fór aftur í fyrra kveld til ísafjarðar og Sauðárkróks eftir hrossafarmi. Héðan fór til ísafjarðar með skipinu Helgi Sveinsson Hlutahankaúthússtjóri þar. Sömuleiðis til Sauðarkróks sira Stefán M. Jónsson frá Auðkúlu, er hér var á ferð að skoða hið nýja brauð sitt (Stokkseyrarbrauð). Hér kom 25. þ. m. seglskip Thyra (260,. P. Rasmussen) með timburfarm frá Freder- iksstad til Godthaab-verzlunar. Um hjúkrunarkvennastarf og safnaðarhjúkrun er ráðgert að síra N. Dalhoff frá Kaupmannahöfn flytji fyrirlestur miðvikudagskveldið er kemur i Iðnaðarmannahúsinu. Fórn Abrahams. (Frh.) þeir eru gengnir af göflunum, segir maður, sem stóð við hliðina á van der Nath. Hann spurði og sjálfan sig forviða, hvað þetta ætti að þýða. þarna má sjá, hvernig þeir reka hern- að, rauðhálsarnir, æpti annar, hamslaus af vonzku. Friðarboðinn er eitt vanalega lymsku^ bragðið þeirra, hrópaði hinn þriðji bál- vondur. Skjótið þið, piltar! öskraði hinn fjórði, er merkisvaldurinn stóð enn hljóður. þá hvein alls ein snögg skotdemba þar frá grjótveggnum og iagði að velli 30 af sóknarsveitiuni á 150 feta færi. því næst hóldu Mauser-byssurnar ensku aft- ur áfram sinni banvænu iðju, og ruglað- ir og rænulausir, blindaðir og hamslaus- ir ultu dátarnir brezku hver um annan þveran bak við húsið, sem þeir voru að ráðast á. Sumir ruddust upp stig- ann og komust upp á loft. þeir ætluðu að hagnýta sér jafngott vígi þegar í stað; en það kom hik á þá, er þeir veittu því eftirtekt, hve alt var kyrt og hljótt kringum þá. því að skotiu frá garðinum höfðu einnig hætt, undir eina og þeir höfðu komist í skjól. Liðsforing inn einn rak höfuðið í gegnum op á þakinu og sá undir eins, hver breyting var á orðin. Hann hörfaði niður aftur náfölur, gekk hljóður ofan og á fund

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.