Ísafold - 03.08.1904, Page 3

Ísafold - 03.08.1904, Page 3
203 sumir eru sársmeykir um að allur bær- inn muni kollhlaupa sig. SíSan bærinn fór að stækka að mun, hafa spáflugur suðað yfir höfðum manna ár frá ári: Bráðum fer alt á hausinn; bráðum bregzt fiskiaflinn eða fiskverðið og þá er alt úti. En allar hafa spáflugurnar sprungið, og altaf er þeim að fækka, sem trúa á illar spár, en þeim að fjölga, sem trúa á framtíð bæjarius. Og það er sannarlega ekki þakklætis vert. Vér byggjum framtíð þessa bæjar aðallega á sjávarútveginum, og það er óhætt að fullyrða, að ekki getur víða í heimi öruggari framtíðargrundvöll en fiskimið íslands — þessa óþrjótandi auðs- uppsprettu. ‘ Fiskæti getur fallið í verði, en það verður aldrei til leugdar, eða: haldið þér að menn muni nokkurn tíma hætta að éta 1 Mannkyninu fjölgar svo óðfluga, að þess má vænta, að landfæða geri frem- ur að hækka í verði en falla, en þá eykst líka eftirspurnin et'tir sjóföngum. Að þau falli úr gildi — það nær ekki nokkurri átt. Oss blæðir í augum að horfa á botn- vörpuskipin ensku og norsku síldar- skipin. Eftir nokkra mannsaldra verða hér engin ensk eða norsk eða annarra þjóða skip. Hvers vegnal Af því, að þá verða fiskiskipin öll orðin íslenzk. Það getur ekki hjá því farið. Vér stöndum svo miklu betur að vígi en allar aðrsr þjóðir, til þess að nota fiskimið vor. Og etiginn staður á öllu landinu stend- ur eins vel að vígi eins og Reykjavík. Það segja sjómenn vorir og til þeirra standa vonirnar, að þeir með tímanum éti útlendingana af stalli. Hér vantar því ekki atvinnuveginn. En hér vantar fólk. Vér erum ertn of fáir, of fáir i sveit- unum, of fáir í bæjunum. Peningaskorturinn er ekki versti skort- urinn, enda er óðum úr honum að ræt- ast. En hér er enn helzt til lítið um hug og dug og samtakssemi. Það er versti skorturiun. Eða — hafið þér nokkurn tíma vitað peninga gera huglausan daufingja að dugnaðarmanni? En hafið þér eklci margsinnis sóð dugnaðinn gera fátrekling að efnamanni. Þetta á jafnt heirna um alla sent einn, jafnt um bæjarfélagið í heild sinni, sem einstaka menn. Hver er sinnar lukku smiður. Lukka Reykjavíkur er undir oss sjálfum komin, undir trú vorri á fram- tíðina, dugnaði vorum, áræði og sam- takssemi. Víðfrægasti vísindaxnaður þjóðarinnar hefir nylega komist þannig að orði: »Þjóðleg menning á íslandi þrífst bezt til sveita, og enga trú hefi eg á því«, segir h a n n, »að sjávarútvegur- inn auki menninguna að mun, þó að hann só nauðsynlegur, ef hann stendur í réttu hlutfalli við landbúnaðinu og flytur fó inn í landið«. Það á þá að vera vort hlutverk, sjáv- artnanna, það eitt, að flytja fé inn i landið — handa þessum hámentuðu og háþjóðlegu bræðrum vorum til sveita. Merkur bóndi á Suðurlandi hefir ný- lega gert grein fyrir hugsunum bænda. Hann tekur í sama strenginn. Hann spyr, hvað það þýði, að menn flytja sam- an í bæi við sjóinn, og svarar sór sjálf- ur á þessa leið: »Það þýðir hnignun og afturför í mentalífi og starfslífi þjóðarinnar, er getur geugið svo langt, að landið kom- ist í auðn að meiru leyti eða minna og landsbúar glati þjóðerni sínu«. Hann spyr, þessi sami bóndi: »Hvað- an hafa komið afreksmenn þjóðarinuar á öllum öldum?« Og svar hans er — og það er rétt, að þeir h a f a komið úr sveit. Síðan uppástungan kom í vetur um búfræðiskenslu í Reykjavík, hafa ónot og óvildarorð dunið yfir oss bæjarbúa úr öllum áttum, í öllum blöðum lands- ins að heita má. Þegar sveitamenn tala um Reykjavík láta þeir oft eins og þeir væru allir komnir í Hjálpræðisherinn. Þeii hafa fyrir augum — þessir menn — muninil á sveitabændum og sjávar- mönnum, ems og hann var fyrir nokkr- um mannsöldrum; þeir gæta ekki þess, sem síðar hefir gerst; þeir gleyma því, að margt það, sem þá var heilagur sann- leikur, er nú orðið helber lygi. Þá —fyrir 100 árum— var land- búnaður einasti atvinnuvegur þjóðarinn- ar, að heita mátti; þálifðuSðaf hverju 100 landsmanna á landbúnaði, en ekki nema 5 af hverri þúsund eða l/., af 100 af sjávarútveg eingöngu. Þá áttu ekki aðrir heima í kaupstöð- unum eu kaupmennirnir einir, flestir útlendir, og svo nokkrir íslenzkir em- bættismenn. En tímarnir hafa liðið — liðið og breyzt. N ú er það ekki nema rúmur helm- ingur þjóðarinuar, sem lifir eingöngu á landbúnaði. Nú er sjávarútvegur eini eða helzti atvinnuvegur fjórða hluta þjóðarinnar. Nú eru ekki atorkumennirnir allir xipp í sveit og aumingjarnir einir á sjónum. Nú á fjórði hver maður á landinu heima í kaupstað eða sjávarþorpi. Að bæjamenn n ú standi að baki sveitamönnum í menning og þjóðrækni — því neita eg. Yór neitum því allir. Þó að sveitamönnum só í nöp við oss bæjamenn, þá fer því fjarri, að oss só illa við þá. Yór óskum þeim af alhug allra heilla og framtíðarþrifa. , Hér munu vera staddir margir að- komugestir úr sveit og eg veit að mér er óhætt í nalni allra bæjarbúa að bjóða þá velkomna á þjóðhátíð vora. Hvað sem á milli ber. Islendingar viljum vór allir vera, jafnt borgarar sem bændur. Oss verður oft að líta til aunarra landa, á allar hiuar miklu framfarir ná- grannaþjóðanna á siðari tímum. Þar hafa menn flutt saman i bæi. Þar eru það bæirnir bæjamenn, sem haft hafa forustuna í flestum framför- um. Þetta er eðlilegt. Því að strjálbygðin elur deyfð og sundurlyndi. En þéttbýlið eykur fjör og dug og félagsskap. Það er hlutverk vort bæjamanna, að auka og efla þær framfarir, sem ekki geta þrifist í strjálbygð. E ti n er engin samvinna milli bæ- janna á íslandi, en hún hlýtur og verð- ur að koma. Það er þá framtíðarhlutverk Reykja- víkur, að vera fremst í flokki, vera fyrirmynd annarra bæja á íslandi í sjávarútveg, iðnaði og verzlun, í ment- un og fögrum listum, til gagns og frama fyrir alla þjóðina. Þetta er markmiðið. Vér óskum þess — og vonum að það v e r ð i ósk allrar þjóðarinnar, að Reykjavik miði sem fljótast að þessu marki. Vér heitum því allir, að elska og efla frumbýli og nú höfuðstað fósturjarðar vorrar. VTér höfum gáð til só'ar og séð, að á umliðna árinu hefir oss miðað drjúgum áfram og upp á við. Veri það jafnan orðtak þessa bæjar: F r a m og u p p. Þrífist Reykjavík og þróist. Blómgist og blessist höt'uðstaður Is- lands. Aths. Ræða þessi er prentuð hér orð- rétt eins og hún var flutt. Þjóðhátiðarverðlaun. Við veðreiðarnar var hór nú í fyrsta skifti almenuileg tilhögun. Bæði var á- horfenda-mannkvíin nægilega víð, svo að hestarnir höi'ðu engan beyg af, og eins skeiðvöllurinn látinn halda áfram nógu langt fram hjá dómpallinum. Skeiðvöllurinn var 145 faðm. Það rann bezti skeiðhesturinn á 24 sekúnd- um, brúnn að lit, 10 vetra, og óvenju- stór (140 cm.), norðan af Blönduósi, eig- andi Ásgeir Þorvaldsson. Honum voru dæmd 50 kr. verðlaun (1. vl.) Annar skeiðhestur, fult eins líldegur, sunnan úr Hafnarfirði, hljóp upp ör- skamt frá skeiðsenda. Fyrir s t ö k k hlutu 3 hestar verð- lauu, 50, 30 og 20 kr. Fyrstu verð- laun hlaut Blesi frá Blesastöðum á Skeiðum, 9 v. ; hann fór skeiðvöllinn sama á enda (145 faðm.) á 17 sekúnd- um. Það kvað hafa hér við borið 1 sinni áður. Onnur verðlaun hlaut grár hestur, 9 vecra, er átti Bogi Þórðarson trésmiður. Og þriðjxx annar grár hestur, 8 vetra, eigu Ásgeirs Gunnlaugssonar Verzlm. Þeir höfðu verið mjög fallegir, klár- gengu hestarnir allir. Fyrir hjólaferð voru dönskum manni, Banemann bókbindara, dæmd 1. verðl. 15 kr. Hann fór skeiðið, 145 faðm., á 27 sekúndum. Önnur verðlaun (10 kr.) fekk Jónat- an Þorsteinsson söðlasmiður. Hann var 278/4 sek. G 1 í m u r þreyttu nær 20 manna. Þar hlaut 1. verðlaun, 50 kr., Jónatan Þorsteinsson söðlasmiður, og önnur, 30 kr., Guðmundur Erlendsson frá Hlíðar- enda í Fljótshlíð, tvítugur piltur, sem glímdi tiltakanlega fimlega. Til kii-kjumálanefndariunar. Preatafundurinn á Sauðarkrók samdi og samþykti eftir laugar umræður og ítarlegar eftirfarandi álitsgreinar um nokkur hin helztu atriði, er kirkju- málanefndinni er ætlað að fjalla um : 1. Að varlega sé farandi að mjög mikilli stækkun prestakalla, og það tekið fram, að hvergi ætti að vera meira en 3 kirkjur fyrir hvern prest, eða 4 þar sem eigi yrði hjá komist. 2. Að ekki sé fækkað kirkjum og prestaköllum nema í samráði við söfn- uðina og eigi verði neinstaðar gerð lengri kirkjuferð en svo, að vel megi fara á dag fram og aftur. 3. Til þess að bæta tekjukjör fá tækra kirkna, skal með lögum svo út búið, að a 11 a r jarðir séu tíundar- skyldar til kirkju, ef tekjur þeirra verða bygðar á þeim grundvelli, sem verið hefir. 4. Sóknartekjur presta sé af cekn- ar (o: tíundir, dagsverk, lambsfóður, lausamannagjöld og ofiúr), en laun í þeirra stað verði greidd úr landsjóði. Eftirlaunum presta og prestsekkna verði sömuleiðis létt af prestunum, og lánskjörum til endurbyggingar prests- setra verði breytt í sanngjarnara horf en verið hefir. 4. Störfum, sem sérstaklega ekki snerta prestsskapinn, verði létt af prestunum, t. d. manntali o. fl. skýrsl- um, sem heimtaðar eru í þá átt. Nefnd hafði skipuð verið á fundin- um málinu til íhugunar og undirbún- ings, og eftir hennar tillögum voru framanskráðar tillögur gerðar, hér birt- ar eftir Norðurl. Nefnd þá skipuðu þeir síra Efálfdan Guðjónsson og pró- fa8tarnir Zoph. Halldórsson og Jónas Jónasson. Nærrl slysi lá hér í gærkveldi. Það var um það bil, er lokið var þjóðhátíðarglínmnum. Margir höfðu verið hræddir um, að ein- hver dytti úr Stýrimannaskólareiðanum, af þeim mórgu, sem þar voru að klifrast og virtust fara heldur ógætilega. Svo fór og að lokum, að þar hrapaði piltur ofan af einni ránni niður á völlinn, og var borinn inn í spítala með lítilli með- vitund eða engri. En burt gekk hann sjálfur þaðan aftur fyrir háttatímann allhress. Madur fyrirfór sór nýlega austur í Holtum, niðursetu- karl, rúmlega sjötugur, skar sig á háls og í brjóstin; lifði 18 stundir eftir. Botnvörpungur enn strokinn. Héðan strauk fyrir helgina undan rann- sókn fyrir gamalt landhelgishrot skipstjóri einn af Edinborgar-botnvörpungum (Ásg. Sig.), Stratheden, skipstjóri Jas. Vesterby. V oðurattiuganir i Reykjavík, eftir Sigriði Björnsdóttur. 1904 júlí Loftvog millim. Hiti (C.) >' crr c+ <1 CD CX P *-í zr & 0X Skýmagu Urkoma millim. Ld23.8 763,8 10,8 w 1 10 0,1 2 763,6 13,6 0 10 9 762,1 12,5 0 10 Sd 24.8 758,4 12,9 E 1 10 0,2 2 757,9 14,3 8 1 10 9 757,3 12,7 8E 1 10 Md 25 8 757,8 14,9 E 1 10 2 758,8 13,6 8E 1 9 9 758,9 13,5 8E 1 10 Þd 26.8 758,9 15,3 0 9 2 760,0 15,3 0 9 9 760,7 13,7 0 9 Md27 8 762,3 14,4 0 7 0,3 2 762,2 13,6 Nw 1 9 9 762,6 12,2 NW 1 10 Fd 28.8 763,3 12,8 0 10 2,6 2 762,8 13,6! nw 1 9 9 761,5 12,9 0 10 Fd 29.8 759,2 í 12,3 0 10 2 758,1 1 13,6 1 N 1 10 9 756,8 i 12,5 i 0 8 Ötluni þeim, er auðsýndu konu minni Ólafiu Sigriði Ólafsdóttur hluttöku í banalegu henn- ar og heiðruðu útför hennar 26. þ. m., votta eg innilegt þakklæti. Reykjavik 31. júli 1904. Lárus Benediktsson. Hið alþekta góða köku- efni er selt í verzlun P J. Thorsteinsson & Co. í Hafnarfirði. Atvinna. Einhleypur, duglegur og vel vanur verzlunarmaður getur fengið atvinnu sem bókhaldari frá 1. október næstkomandi. Eiginhandar umsókn á- samt meðmælum sendist undirrituðum fyrir 20. ág. Sauðárkrók 18. júlí 1904. J2. c?opp. Samsöngur verður haldinn í Báruhúsinu laugard. og 8unnud. næstk. Aðgöngumiðar kosta 1 kr., og paDta þá fyrir- fram í afgreiðslu ísafoldar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.