Ísafold - 06.08.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.08.1904, Blaðsíða 1
'Kemnr út ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ,l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laug/ardaginn 6. ágúst 1904 52. blað. JtuJÁidi jHa'UfaAMV I 0. 0. F. 868199 Augnlcekning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngrzpasafn opið mánnd., mvd. og ld. 11-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 oe á)1!*—7*/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og ■sunnudagskveldi kl. 8*/, siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 5g kl. tí á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- ►endnr kl. 10'/2—12 og 4—tí. Landsbankinn opinn hvern virkan dag *! 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. <og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, í Yesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b l. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Björnsons-fyrirlestrarnir O. P. Monrad verða haldnir í Iðnaðarmannahúsinu þriðjudag, fimtudag, laugardag og sunnudag í næstu viku kl. 9 síðd. Nánara á götu- auglýsingum. Af ófriöinum. Rússar hafa enn beðið töluverðan Ó8igur fyrir Japönum, 24. f. m., á Líaó tung-skaga efst, þar sem Japanaráttu mjög ilt aðstöðu, en hinir stóðu mjög vel að vígi, höfðu 40—50 þús. manns og 100 fallbyssur. Japanar mistu800 manna, en um manntjón Rússa ó- kunnugt; Japanar segja full 2000. þetta var 2. her Japana, er þennan sigur vann, sá er Oku stýrir. Or- ustan kend við borgina Ta sjí-tsjaó, 10—12 mílur suður frá Líaó-Yang, þar sem Kuropatkin situr, við járnbraut- ina þangað sunnan frá Port Arthur. Rússar hopuðu undan norður eftir og héldu Japanar á eftir. Mjög talið hætt við, að Japanar hremmi loks Kuropatkin og hans metin. Þeir munu vera komnir yfir mesta tor- leiðið, Japanar, en Rússar alla tíð farið halloka fyrir þeim. Þeim hefir aldrei unnist neitt á í viðskiftum þeirra þar á landi, í Mandsjúríu. Talað um mikil veikindi í liði Rússa. Rigningar miklar og vatnagangur ákaflegur og þar með hitar óþolandi. Japanar fara ákaflega dult með, hvað þeim verður ágengt við Port Arthur landmegin. Borist hefir kvittur um, að farið sé að minka um skotfæri fyrir setuliði Rússa þar. Þeir eiga og að hafa mist nýlega 3 tundurbátadólga við Port Arthur; Japanar grandað þeim með tundursendlum. Ekki er að heyra að flotadeild Rússa frá Vladivostock hafi orðið neitt veru- legt ágengt. Hún ónáðar farmskip, er hún hittir fyrir og rekur sig á að hafa meðferðis forboðinn varning handa Japönum. Hún sökti nýlega ensku gufuskipi stóru, Knight Commauder, fyrir þá sök í Japanshafi; veitti skips- höfninni 10 mínútna frest til að forða sér, yfir í rússnesku herskipin, og skaut því næst gufuskipið í kaf. Bretar láta miðlangi vel við því. En hinir þykj- ast liafa fulla lögheimild til þeirrar meðferðar, og beita henni hvaða þjóöa skip sem í hlut eiga. Gufuskipinu Malacca hafa Rússar slept aftur. Það var það, sem sjálf- boöaliösfloti þeirra tók í Rauðahafi í f. m. Þeir hafa og kvatt heim aft- ur herskipin þau, er þann óskunda gerðu af sór. Enn um bæjabyggingar. Ritgerð mín um byggingarefnarann- sóknir og byggingatilraunir í ísafold í vor hefir gefið þeim Stefáni Guð- mundssyni á Fitjum og Sigurði Guð- mundssyni í Helli tilefni til hugleið- inga um sama efni, og hafa þær birzt hér í blaðinu fyrir skemstu. Til þess að girða fyrir allan misskilning í þessu mikilsverða máli, verð eg að biðja um rúm fyrir nokkrar athugasemdir. Eg skal þá fyrst taka það fram aft- ur, sem eg sagði í ritgerð minni, að tilgangur minn var ekki í það sinn að kenua mönnnm að byggja, þ. e. tillög- ur mínar voru ekki svo ákveðnar, að hægt væri að byggja eftir þeim; eg á- lít hvorki vel fara né vel hægt, að koma slíku fyrir í stuttri blaðagrein, sem í dag erlesÍD, en á morgun í eld- inn kastað af flestum, enda naumast rétt að setja fram ákveðnar tillögur fyrir almenning fyr en reynsla er fengin, svo að vissa sé fyrir, að tillög- urnar séu hinar hyggilegustu í alla staði. Tillögurnar voru því auðvitað ekki heldur svo greinilega fram settar, að hægt væri um þær að dæma með rökum; enda ætlaðist eg e'kki tíl að það yrði gert, heldur vildi eg vekja éftirtekt á stárfi mínu, og koma mönn- um til þess að leita leiðbeiningar hjá mér.. f>eim St. Guðmundss. og Sig. Guð- mundss. hefir ekki skilist þessi hugs- un mín til fulls; þeirvilja hafa ákveðn- ar tillögur nú þegar, og koma bvor með sfnar. Hér er ekki rúm til þess að rekja einstök atriði þeirra; en eg vil aðeins benda á það, að allar tillög- urnar eru miðaðar nær eingöngu við þau byggingarefni, sem tíðkast mest hér nú (torf, timbur og bárujárn), enda er ekki annars von, þar sem höfund- unum mun lítt kunnugt um annað. Ekki bera tillögurnar það með sér, að þær séu á reynslu bygðar, og eru það fráleitt að öllu leyti. Ritgerð hr. St. Guðmundss. er prýð- isvel hugsuð og rituð, og hef eg fátc við hana að athuga. f>ó skal eg geta þess um torfþökin með pappa undir torfinu, sem honum lízt svo illa á, að eg býst við að geta búið svo um þau, að ekki saki þó að veggirnir sígi dá- lítið, þ. e. að vatnshelda lagið, sem á að ná út yfir vegginn, geti fylgt honum þegar hann sígur. Hr. St. Guðmundsson þykist hafa reynslu fyrir því, að það þak sé kalt; en það getur tæplega verið rétt, því að fvrst og fremst hefir hann áreiðanlega aldr- ei séð svo lagað þak (lýsing á því er væntanleg í Búnaðarritinu), og í öðru lagi hlýtur það samkvæmt gerð sinni að vera skjólbetra en beztu torfþök, sem til eru hér á landi nú, og munu þau þó allajafna vera hlýrri, ef þau eru vel gróin, en torfþök þau með járni yfir, sem margir hafa tekið upp á sfðari árum og hr. St. Guðmundss. mælir með. Hr. St. Guðmundss. hefir opið auga á því, hve mikið er í varið að pressa torfið vel, og beinir að mér þeirri spurningu, hvort ekki sé hugsanlegt áhald, sem í megi fergja torf fljót- 1 e g a. f>ar til er því að svara, að lítt er það hugsanlegt, nema með mikl- um tilkostnaði, og hggja til þess þau rök, að ef torfið á ekki að ganga sund- ur aftur (þenjast út) eftir ferginguna, þá verður fargið annaðhvort að liggja á því töluvert lengi, eða vera miklu meira (þyngra) en hægt er að fá með litlum tilkostnaði. Eg hygg því, að réttast sé að fergja torfið með því, að bera nógu mikið af grjóti á torfstakk- ana; en betra er að leggja fjalir und- ir grjótið á stakkinn, svo að fargið komi sem jafnast á hann allan; einnig getur vel komið til mála að fergja vegg- ina fullhlaðna. Ekki er hægt að setja reglur fyrir því, hve þungt fargiðþarf að vera, því að torfið er svo mismun- andi; það torf fergist bezt og harðnar bezt í veggjum, sem er nokkuð leir- borið; en auðvitað er ekki hægt að flytja strengi úr því um þverbak á hestum, þegar þeir koma undan farg- inu. Við grein hr. Sig. Guðmundss. hef' eg eiginlega töluvert fleira að athuga. Hann fullyrðir, að torfveggir hætti aldrei að síga, og ætti honum að vísu að vera kunnugra um það en mér, þar sem hann er maður eldri; vera má að veggir í héraði hans (neðri hluta Rangárvallasýslu) verði aldrei svo gamlir, að þeir séu hættir að síga, þegar þeir líða undir lok; rista (eða stunga) mun vera þar seDdin og slæm, og meðalaldur torfhúsa mjög skammur. En hitt er víst, að víða á landinu eru til torfveggir (meira en 100 ára gaml- ir), sem eru svo harðir, að óhugsandi er annað en að þeir séu hættir að sfga fyrir löngu, nema hvað þeir fylgja auðvitað grundvellinum, ef hann sígur (t. m. í klakahlaupum). Og enginn efi er á því, að sé torfið vel valið og rétt með það farið, þá má flýta mjög fyrir sigi veggjanna. |>á hefir hr. Sig. Guðmundss. hneyksl- ast mjög á því orðtaki, að veggir geti staðið »af vana«, þegar þeir eru full- signir; það er þó óþarfi, því að orð- takið er algengt í alþýðumáli víða um land, ef ekki um alt land. Sérstak- lega er það haft um gamla veggi, sem eru svo skakkir og hallfleyttir af mis- sigi eða öðrum orsökum, að varla er annað sjáanlegt en að þeir ættu að steypast á hliðina samkvæmt þyngd- arlögmálinu; en veggirnir eru þá alveg hættir að haggast, því að þeir eru orðn- ir svo jafnharðir og þéttir í gegn, að líkast er sem einn hnaus væri; undir- staðan er venjulega svo breið, að veggnum er í raun réttri ekki hætt við að velta, þótt svo virðist í fljótu bragði, og stundum styður þakið hann að nokkru, með því að það er gróið við hann að ofan. Hugmynd mín er nú éinmitt sú, að sjá við því, að vegg- irnir snarist og skekkist, á meðan þeir eru að verða svona þéttir og harðir, þ. e. á meðan þeir eru að sfga; þar á eftir fer »vaninn að styðja þá«; þeir hafa þá ekki lengur neina ástæðu til þess að snarast. Vona eg, að Sig. GuðmundsB. verði ekki mjög »tornæm- ur á þessi vísindú. Hr. S. G. er hræddur um, að það verði of dýrt, að hafa tómt torf í vegg- ina, en vill hafa þykka kekki (hnausa) eða mold. Flest mun þá reynast of dýrt til húsagerðar hér á landi, ef torfið verður of dýrt f veggi, og það þótt takast mætti að gera þá nógu endingargóða úr því. En um hnaus- ana er það að segja, að vel má hlaða úr þeim, ef stungan er góð; aðalatrið- ið er, að veggurinn sé a 11 í g e g n úr samaefni, og svo vel bund- inn, að hvergi geti neitt sprungið úr honum. Ekki lýst hr. S. G. á fjósbaðstof- urnar, enda býst eg ekki við, að þær verði almennar. Heldur vildi eg þó eiga heima í vandaðri fjósbaðstofu en í ofnlausu og óhituðu timburhúsi. jþað er ekki rétt, sem hr. S. G. heldur, að hitinn geti ekki borist upp um gólfið, ef svo er gengið frá, að engin lykt berist upp og sem minst hljóð. Eg skal nú ekki fara frekara út í einstök atriði í grein hr. S. G.,þóým- islegt fleira sé þar athugavert. Að eins verð eg að víkja að einu, sem þeir báðir, St. G. og S. G., byrja grein- ar sfnar á. f>eir segja að ekki hafi fundist til þessa það byggingarefni, sem geti bætt úr hinu bágborna byggingarástandi til sveita, sérstaklega á veggjum, og að leitun muni verða á því. Eg verð að mótmæla þessu. I rit- gerð minni »Nýtt byggingarlag* í Bún- aðarriti síðastl. ár hefi eg lýst efni því, steinsteypunni, sem vafalaust á mes.ta framtíð fyrir sér til veggjagerð- ar á flestum stöðum og í flestum hér- uðum hér á landi; og hefi eg einnig skýrt frá því þar, hvernig eg tel hyggi- legast að nota efni þetta að svo stöddu, áður en fengin er frekari reynsla: steypa steina með einfaldri og hag- kvæmri aðferð, og hlaða úr þeim tvö- falda veggi. SteÍDar þessir verða svo ódýrir víðast hvar, ef rétt er að farið, að lítt hugsanlegt má heita, að hér finnist annað byggingarefni, sem verði ódýrara uppi tíl sveita og staðið geti um aldur og æfi. Húsagerð hér á landi verður auð- vitað að komast í sama horf með tím- auum eins og í öllum öðrum siðuðum löndum, þ. e. öll hús hljóta að verða steinhús með tíman- um. f>etta gengur svo alstaðar, enda þar sem nóg er af öðrum byggingar- efnum, svo sem trjávið. Orsökin er auðvitað sú, að steinhúsin eru ódýr- ust, eða svara bezt kostnaði, þegar til lengdar lætu; þau standa þangað til þau eru rifin niður af því, að þau sam- svara ekki lengur kröfum tímans að stærð og fyrirkomulagi; en öll önnur veggefni hafa reynst stopul.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.