Ísafold - 06.08.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.08.1904, Blaðsíða 2
‘206 En þóct steyptu ateinarnir séu ódýr- ir, er mér það fullljóst, að margir eru þeir, sem hafa ekki efni á að koma sér upp sæmilegum húsum úr þeim að svo stöddu; þess vegna sneri eg at- hygli minni að torfinu, að eg veit, að margir eru til neyddir fyrir fátæktar sakir að byggja úr því enn um lang- an aldur, og þá er sjálfsagt að reyna að gera þær umbætur á torfbæjagerð- inni, sem kostur er á. Timburhúsa- öld má heita upp runnin hér á landi fyrir nokkru. En hún hlýtur að Hða undir Iok og ætti að líða undir lok sem fyrst. Illa gerð timburhús eru einhver verstu hús, sem til eru hér, og þó langt um of dýr eftir gæðum og endingu, en þeir, sem hafa efni á að gera sér vönduð tiraburhús, hafa eins vel efni á að koma upp góð- um steinhúsum; þó geta verið undan- tekningar frá þessu í sumum héruðum; en yfirleitt er það og verður þjóðar- tjón, að yfirgefa hið innlenda torfbygg- ingalag fyr en hægt er að reisa stein- hús þau, sem eiga að standa um ald- ur og æfi. þetta ættu bændur að hafa hugfast: bæta torfhýsi sín sem bezt, og fá til þess allar þær leiðbeiningar, sem þeir eiga kost á, en byrja sem fyrst að efna til steinhúsa þeirra, eft- ir því sem hentugleikar leyfa, sem þeir eða niðjar þeirra hljóta að reisa á sínum tíma. ' Keykjavík, 27. júlí 1904. Jón Þorláksson. Ráðgjafamorð. Helzti ráðgjafi Kússakeisara, v. Plehve, var myrtur 27. f. mán. í Pét- ursborg, tættur f smátt með sprengi- kúlu, ásamt vagni, ökumanni og hestum. Plehve var að leggja á stað frá Pót- ursborg út í Peterhoff, sumarsetur keis- arans, er hann var myrtur. Hann var kominn aS brautarstöðinni. Þá kemur maður hlaupandi út úr gistiskálanum við hrautarstöðina og hendir sprengi- kúlu á vagninn, sem Plehve ók í. Nokkrir aðrir nærstaddir lótu og líf- ið. Því sprengingin var voðaleg. Hún tætti upp steinlagninguna í strætinu og sprengdi hús þar nærri. Þrátt fyrir ósköpin, sem á gengu, var maðurinn, sem sprengikúlunni fleygði, þó um- kringdur og höndlaður. Enginn vissi deili á honum að svo stöddu. Önnur saga nýrri segir, að þegar Plehve ók að brautarstöðinni, þá hafi þar borið að bifreið (motorvagn) með 2 mönnum í, og var annar í einkennis- búningi samgöngumálaráðgjafans, en hinn í óbreyttum búningi. Og í því bili er bifreiðin þaut fram hjá vagni Plehve, fleygði annar maðurinn sprengi- kúlu fyrir framan fæturna á hestun- um fyrir vagni hans. Þegar vagninn sjálfan bar þar yfir, er kúlan lá, sprakk sú vítisvól með voðahvell. Líkamir þeirra ráðgjafans og öku- manns hans voru allir í tætlum, og voru þær tíndar saman og látnar í stóra voð og farið með heim til ráðgjafans. Bifreiðin staðnæmdist og voru menn- irnir höndlaðir. Enginn vissi deili á þeim að svo komnu. Enn segir ein sagan svo frá, að sprengikúlurnar hafi verið tvær, og hafi annari verið fleygt frá áminstri bifreið, en hinni ofan úr glugga úr gistihöll- inni samtímis. Heyrðust glögt tvær sprengingar. Tuttugu menn nærstaddir á strætinu urðu sárir, mest af glerbrot- um, en enginn beið bana, utan þeir ráðgjafinn og ekill hans, — segir sú Plehve stýrði innanríkismálum og þar með Finnlands málum. Hanu var keisarans illur andi við Finnlendinga. Keisari hefir kvatt Witte til að taka við embætti Plehve og boðið honum kanzlaratign. Hann var áður fjár- málaráðgjafi og sagður Finnum hlið- hollur heldur. Hann bað um umhugs- unarfrest, en áskildi sér frjálsar hend- ur um ráðstafanir til að friða landið, ef hann tæki að sér embættið. Yiðskifta-ódrengskapur. Eftirfarandi klausu hefir ísafold verið beðin fyrir út af greinarkorni með þeirri fyrirsögn 25. júní þ. á.: í blaðinu ísafold, sem út kom 25. júní síðastliðinn, steudur grein með of- angreindri fyrirsögn. Af því að grein þessi hvað staðhætti snertir gæti átt hér við, og eg hefi jafnvel heyrt á einstöku manni, að grein þessi væri stíluð annaðhvort til mín eða I. R. B. Lefoliis á Eyrarbakka, þá leyfi eg mér fyrir mitt leyti að lýsa nefnda grein staðlaus ósannindi, ef ámæli grein- arinnar eiga að snerta mig. — Eg hefi ekki í ár hvorki með verzlunarskipum mfnum eða á annan bátt fengið spritt sem svari minst 2000 pt. af brennivíni. Eg hefi heldur ekki selt brennivín hvorki beinlínis eður óbeinlínis, og heldur ekki hefi eg reynt að ná viðskifta- mönnum frá keppin autum mínum með víngjöfum. Hvort aðrar verzlan- ir á Stokkseyri eða Eyrarbakka hafa gert það, læt eg ósagt; það er þeirra að svara fyrir sig. — Eg leyfi mér’ hérmeð að skora á ritstjóra blaðsins að birta í næsta blaði sínu nafn þess kaupmanns, sem hann þykist hafa ástæðu til að fara svo hörðum orðum um, sem í áminstri grein, til þess að viðkom. gefist kost- ur á að bera hönd fyrir höfuð sér, því það er hart fyrir saklausa að liggja undir þannig löguðum ámælurn, og lík- lega má gera ráð fyrir, að ritstjórinn hafi haft eitthvað fyrir sér, er hann ritaði áminsta grein, en hafi ekki hlaup- ið eftir staðlausum kjafthætti. Virðingarfylst Stokkseyri 11. júlí 1904. Ólafur Árnason. Meginregla ísafoldar í afskiftum hennar af landsins gagní og nauðsynj- um er: málið, en ekki maöurinn. þess vegna hlífist hún við eftir mætti að baka einstökum mönnum ófrægð eða rýra orðstír þeirra, er hún vítir það, sem miður fer. þrásinnis verður að vísu alls ekki hjá því komist, eins og segir sig sjálft; því er nú miður. En sé það hægt, er sjálfsagt að gera það. Það er sjálfsagt að gera það, hve nær sem svo stendur á, að ávítur fyr- ir ósiði og ávirðingargeta komið að til- ætluðum notum, þó að enginn maður sé til nefndur og honum þar með snar- að í gapastokk, sem kallað er. En svo var einmitt í þessu dæmi. Með því að tilnefna kaupmanninn, sem gert hefir sig sekan í því víta- verða háttalagi, er hér um ræðir, hefði hann verið ófrægður um land alt að þarflausu, jafnt meðal ókunn- ugra sem kunnugra. Með hinni að- ferðinni er ekki annað gert en að sýna sjálfum honum fram á og þeim, sem hans framferði eru kunnugir, hve ósæmilegt er þess kyns háttérni, í því skyni að láta hann blygðast sín fyrir það og leggja það niður, annaðhvort alveg sjálfkrafa, eða fyrir aðhald frá viðskiftamönnum sínum. það er þá fyrst, er sú aðferðin hríf- ur ekki, sem rétt kynni að vera að reyna hitt: að nefna manninn. Fyr verður það ekki gert, hve fast- lega sem þess er leitað. Málið, en ekki m a ð u r i n n . Ekki er hætt við, að saklaus verði hér fyrir sök hafður. Kunnugir einir vita, hvar lýsingiq á við. Ekki geta þeir farið að heimfæra hana upp á þá, sem saklausir eru. Og ókunnugir þvf síður. f>eir geta engum getum um það leitt, úr því að maðurinn er ekki nefndur, og hirða vitanlega ekki um það. En hugvekjan er eigi síður á- minning fyrir menn út i frá, er kynui að láta sér hugkvæmast viðlíka ósæmd- arbragð. Hún vinnur þ a ð gagn þar um leið. Séu tveir kaupmenn eða fleiri í sama héraði og einn þeirra taki sig út úr og hafi í frammi þennan ósóma, sem víttur var í áminstri hugvekju, þá er ekki hætt við, að héraðsmönnum sé ekki fullkunuugt um það. Og þá eina varðar um það. það er ekki hætt við, að þeir fari að hafa hina fyrir sök, sem saklausir eru. f>að vita þ e i r og ofurvel sjálfir, sem þar hafa um hvítt að velkja. f>að er öðru nær en að þeir kippi sér upp við margnefnda hug- vekju. |>eir vita, að hún keraur ekki þeim við, og þeir vita líka, að aðrir vita það. f>að er nú einmitt bagalegt um þessa andmálsgrein hr. Ólafs Árnasonar, að hún gerir honum sjálfum ógreiða, ef nokkuð er. Hún hefir gagnstæð áhrif því, sem hann ætlast til. f>að fer ekki hjá því, að þeir sem hana lesa og ekkert hafa annað fyrir sér — þeir fara að ímynda sór, að þar bíti þó sök sekan, og eigi hann að minsta kosti eitthvað skylt, eitthvað sammerkt við þennan kaupmann, sem greinin stefn- ir að, þótt ekki sé það beint hann sjálf- ur. f>ví þurfti hann að fara að reiðast hugvekjunni ella? f>ví þá hann frem- ur en t. d. Lefolii verzlun á Eyrar bakka? Er það ekki af því, sem sú vsrzl- un (Lefolii) þegir, að hún veit sig ekki einungis saklausa, heldur veit sig einnig hafna yfir allan grun, vegna gamals, rótgróins orðstírs fýrir orðheldni og drengskap, fyrir að vilja ekki vamm sitt vita f viðskiftum? Svona spurningum má búast við út af þessari grein hr. Ól. Arnasonar. Og úr því að svona lagaður grunur gerir vart við sig, einmitt út af svar- inu þessu, þá fara þeir að lesa það með frekari athygli, og hafa þá til að álykta sem svor hann fortekur, að hann hafi fengið sér þetta ár spritt sem svarar minst 2000 pottum af brennivíni, — það hafa þá kannske verið minst 1800—1900 pottar. Hitt hefði verið annað mál, e£ hann hefði getað sagst hafa alls ekkert flutt til sín af spritti. Eins er hitt, um sölu á brennivíni, beinlínis eða óbeinlínís. f>að er skilið svo margvíslega, hvað er sala og ekki sala. Merkisprestur einn íslenzkur, dáinn fyrir nokkrum árum, sagði þá sögu af fyrstu kaupstaðarferð sinni í upphafi búskapar síns, fyrir 40 árum, að þegar hann var búinn að taka út það sem hann ætlaði sór og er að búa sig á stað, þá finnur hann í tösku sinni 1 fl. af rommi og aðra af portvíni, og eitthvað 10 potta kút af brennivíni hjá varningsböggunum. Sjálfur hafði hann ekki tekið út nokk urn dropa af áfengi, og skildi ekki raeir en svo, hvernig á þessu stæði. f>að kemur þá brátt í ljós, að þetta er »gjöf« frá kaupmanni. En prestur afþakkaði hana alveg. Kaupmaður sagði sem satt var, að þetta var þá föst tízka, sjálfsögð skyldukvöð á kaupmönnum við þeirra heldri og betri skiftavini. Honum líkaði þetta vel af presti, þótt aldrei væri hann neinn bindindisvinur, þessi kaupmaður, enda bindindi þá varla nefnt á nafn,— gerir sér lítið fyrir, þýtur í bókina, þar sem var skrifuð úttekt prests, og færir þar niður verðið á mörgu, sem hann hafði tekið út. »f>að 8egir sig sjálft«, kvað hann og brosti, »að við kaupmenn • verðum að ná okkur niðri einhvers- staðar fyrir það, sem við gefum«. Var nú þetta gjöf eða sala ? Enginn kaupmaður mundi fara að lýsa því yfir, að hann veitti vín í því skyni, að ná í viðskiftamenn frá keppi- nautum sínum. f>ví er eðlilegt, munu þeir segja, sem tortrygnir eru, að þessi kaupmaður beri á móti því, að svo sé. Meira hefði verið í hitt varið, ef hann hefði getað lýst yfir því, að hann feng- ist alls ekkert við neinar víugjafir, nema ef hann í hæsta lagi veitti vín heimilisgestum sínum. f>að sem hér er mergurinn málsins, það er, að þessi kaupmaður og aðrir kaupmenn allir, þeir er leggja niður áfengissölu, hætti um leið algerlega að hafa það um hönd nema að eins til heimilisþarfa, ef þeir eru ekki bindind- ismenn. f>eir munu gera það flestir,. væntanlega allir þeir, sem eitthvað gengur annað meira og göfugra til en að komast hjá landssjóðsgjaldinu. Ella er hætt við, að sú siðbót verði ekki annað en kák. Dragi kaupmaður að sér eftir sem áður miklar birgðir af áfengi og hjálpi viðskiftamönnum sín- um um það einhvern veginn, hvort heldur er beina leið eða fyrir annarra milligöngu, þá brýtur önnur höndin niður það, sem hin byggir. Hafi ann- ar keppinautur af tveimur það lag, en hinn taki alveg þvert fyrir alla áfeng- ÍBmiðlun um fram heimilisnotkun sjálfs sín, þá er von að það sé lagt alla vega út og virt honum til vansa, eins af þeim, sem ekki eru bindindismenn, Með þessum athugasemdum er, eins og allir sjá, ekkert sagt um það afné á, hvernig hr. Ó. A. hafi hagað sór í þessu efni upp frá því er hann afsal- aði sér áfengissölu, heldur að eins bent á það, að úr því að hann fór að hálf-taka það til sín, sem sagt var í margnefndri grein, þá hefði hann þurft að bera það miklu greinilegar af sér en hann hefir gert. Hitt líkist frem- ur því að höggva þar er hlífa skyldi, og er þvisjálfum honum um að kenna, en ekki ísafold, ef grunur sá legst nú á hann, er hann hugðist af sér að bera. Um hjúbrunarkveiinastarf og safnaðarhjúkrun flutti síra N. Dalhot'f frá Khöfn fyrirhugaðan, ágætan fyrirlestur á miðvikndagskveldið í Iðn- aðarmannahúsinu, fyrirfjölda áheyrenda. Hann lýsti þar meðal annars hinum mikla vexti og viðgangi, er hjúkrunar- kvennastofnunin í Khöfn (á Frederiks- bergi) hefði hlotið, á nál. 40 árum, af örlitlum vísi. Hann stakk upp á og mæltist til, að hór væri stofnaður félagsskapur fyrir land alt með sama markmið. Heitið var í fundarlok nokkrum hundruðum króna í árlegum tillögum, og tilnefndir 5 menn í bráðabirgðastjórn fyrir slíkum félagsskap, er semja skyldi frumvarp til laga og undirbúa reglulegan stofnunar- fund. Samsöngur verður haldinn í kveld í Bárubúð og sungin þar meðal annars tvö alveg ný lög eftir Sigfús stúdent Einarsson, og auk þess íslenzka þjóðlagið Bára blá. Auk þess sýnir hr. O. P. Monrad, norski presturinn, sem hér er staddur, fyrirtækinu þá góðserod, að leika auk- reitis nokkur norsk þjóðlög a knefiðln (violoncel). sagan.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.