Ísafold - 06.08.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.08.1904, Blaðsíða 3
207 Bæ.jarst jórn Beyk.javikur sam- þykti á aukafundi 27. f. mán. af5 verja alt að 5000 kr. úr bæjarsjóði til að fá borun- armenn frá útlöndum og reyna til blitar að bora eftir vatni hér við bæinn. Samþykt varog á þeim fundi að skifta al- þingiskjósendum i deildir eftir stafrófsröð sem bér segir: 1. deild A—G; 2. deild H—N; og 3. deild O—Ö. £>ví næst var á fundinúm i fyrra dag beiðni frestað frá Tb. Thorsteinsson konsúl um að mega gera sér bryggju í Grófinni. Petersen verkfræðing var leyft að byggja á erfðafestulandi því, er bann bafði keypt af Vilhjáimi bónda Bjarnarsyni á Rauðará. Bæjarstjórn afsalaði sér forkaupsrétti að Norðurmýrarbletti nr. lö, sem Sveinn Jóns- son snikkari selur fyrir 4500 kr. Framhald heilbrigðissamþyktar rætt og samþykt. Samþyktar brunabótavirðingar á þessum húsum: Steingr. Torfasonar í Hverfisgötu 2468 kr., Odds Oddssonar í Njálsgötu 1534, og viðbót við hús Jókannesar Larussonar við Laugaveg 3678. Yirðingarverð á húsum þeirra Sigurðar Þórðarsonar við Framnesveg og Sæm. Sveinssonar i Holtsgötu var 4x40 og 3668 kr. (sbr. fundinn 20. f. mán.). Tiöarfar. B/sna-þurkalítið. Töður varla nema hálfhirtar og liggja undir skemdum, ekki sízt vegna þess, hve heitt er í veðri. Grasspretta mikið góð að heyra hvarvetna. Mun og vera þurkasam- ara norðanlands og eystra. Meðal ann- ars er Isafold skrifað úr Suðurmúlas/slu 27. f. máu.: Nú nær hálfan mánuð hafa mátt heita brakaþurkar á hverjum degi, aldrei dropi úr lofti; áttin vestur og suðvestur. Engin síðdegisguðsþjónusta i dómkirkj- unni á morgun. Strandferðab. Hólar kom austan að í fyrra dag og með lionum strjáiingur af farþegum, þar á meðal kauprn. og alþm. Björn Kristjánsson aftnr, frá Djúpavog. Settur læknir i Keflavíkurhéraði er frá 1. þ. mán. læknaskólastúdent Jón Jóns- son. Frá þeim degi hafði héraðslækni Þórði J. Thoroddsen verið veitt lausn af konungi 28. júní þ. á. eftir beiðni hans án eftirlauna. Umsóknarfrestur um það emi ætti er til 20. sept. þ. á. — Launin eru 1700 kr. Lausn frá prestskap hefir ráðgjaf- inn veitt 19. f. nián. síra Sveini Guðmunds- syni presti i Goðdölum frá þ. á. fardögum að telja án eftirlauna. Þetta mun vera 4. presturinn, er hrökl- ast frá brauði sínu þetta ár af þvi, að ekki er þar við lift. Fórn Abrahams. f Frb.) Hann sá, hvar einn dátinn lá á hnján- um út við he8thúsið og horfði yfir í gerð- ið; það sáat vel yfir það þaðan. Heiftar- eldur brann úr augum haus. Mjóan blóðtaum lagði niður andlitið á honum. Hann var úr sári upp við gagnaugað. Hann mundi glögt það, sem bezti vinur hans hafði kallað til hans, er hann féll skömmu áður rétt við hliðina á honum. Honum varð litið þangað, sem maður stóð uppréttur í vagni, baðaði út höndunum og þuldi einhverja vit- leysu í sífellu. Hann gekk að því vísu, að sá væri úr óvinaliðmu, úr því að hann var þar staddur. Hann gerðist ygldur á brá. Hann lyfti upp byssunni, miðaði henni vandlega og hleypti henni af. þ>ar hepnaðist mér þó að hefna þín, Villi minn,kvað hann, ogglottivið tönn. Wilkes lautinant hljóp til og kipti í dátann þetta var síðasta skotið í bardagan- um við Koopmans gerði. En fyrir því varð E. W. Stephens lautinauo í herliði hennar hátignar Bretadrotningar. það varð hans bani. Sjötti kapituli. í Afríku lofti. f>etta var snildarlega gerð gildra, segir Eoley riddarahersir, þegar hann var búinn að selja sverð sitt í hendur du Wallou höfuðsmanni. Mór er nær að halda, að fáir hefðu varast hana. f>að var eugin gildra, anzaði hinn. f>að var ekki annað en alvanaleg tilvilj- un. Svarið kom flatt upp á riddarann. Hann sneri upp á yfirskeggið með fingrunum vandræðalega. f>að var rautt og mikið. Nei herra höfuðsmaður; þér verðið þó að kannast við. . . Fyrirgefið þér, að eg gríp fram í fyrir yöur, herra viddarahersi. En svo að eg segi' yður alveg eius og er, þá vissi eg ekki, að hér væri Englendingar í nánd, og eg var það langt í burtu, að ekkert heyrðist, þegar skotið var. En eg fekk vitneskju um, hvar þeir höfðust við. Eg hraðaði mér. Vér höfðum góða hesta, eins og þér vitið kannske. . . . Hitt annað vitið þér eins vel og eg. Eg skil, mælti riddarahersirinn, dapur í bragði. Merkisvaldurinn vissi, að þér voruð á leiðinni. Nei, hann hélt að eg væri hundrað mílur í burtu. En þá skil eg ekkert í, að. . . Svo er sem eg segi, hr. riddarahersir. f>að var eintóm tilviljun og ekkert annað, sem réó því, að mig bar hér að á réttum tíma. Foley riddarahersir hristi höfuðið og leit efinn framan í liðsforingja sína, er stóðu í hnapp bak við hann. f>eir brostu kurteislega. En það var auðséð á svip þeirra, að eitthvað fanst þeim þetta vera bogið. Hitt fanst þeim raunar vera alveg eðlilegt, að ekki væri verið að láta neitt uppskátt um þetta ferðalag, þó að ekki heyrðu til aðrir en hertekn- ir menn af óvinaliðinu. Jæja, þér hafið sjálfsagt rétt að mæia, hr. höfuðBmaður, kvað riddarahersirinn. En vér höfðum ekki búist við að hitta hér annað en fáeina hlaupri^la, svona sunnarlega. Veðurathusranir í Reykjavtk, eftir Sigridi Björnsdóttur. 1904 júlí ágúst Loftvog millim. Hiti (C.) <rr ct <1 CD O* P *-* pr $ c* Skymagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 30.8 752,4 12,7 0 10 2,4 2 752,4 13,6 0 10 9 752,8 12,7 0 7 Sd 31.8 756,2 13,1 0 6 4,0 2 756,4 15,6 0 7 9 755,5 13,8 Nw 1 5 Md 1.8 756,9 14,2 0 4 3,4 2 757,7 15,4 8 W 1 8 9 757,5 13,4 0 10 l>d 2.8 758,5 12,7 0 10 4,4 2 759,7 14,61 0 5 9 759,7 11,8 w 1 10 Md 3. 8 759,9 11,1 0 10 0,2 2 759,5 13,6 0 8 9 758,5 12,7 Niv 1 10 Fd 4. 8 757,7 12,5 nw 1 7 2 756,9 15,6 NW 1 8 9 752,6 14,5 sw 1 6 Fd 5. 8 753,3 13,6: e 1 9 2,0 2 753,3 15,5 E 1 6 9 753,1 14,0! ne 1 5 Stjórnarvalda-augl. (ágrip). Skiftaráðandinn á Aknreyri kailar eftir sknldakröfum í þrotabú Jóhanns Thoraren- sens á 6 mán. fresti frá 5. ágúst þ. á. Skiftafundur i þrotabúi Þ. V. Ottesens verður haldinn á bæjarþingstofunni i Rvík föstud. 12. ág. á hádegi um tilboð 1 hús- eignir húsins. Skiftaf. i db. Magnúsar Þórarinssonar i Miðhúsum verður haldinn á skrifstofu Kj. og Gnllbrsl. í Hafnarfirði föstud. 16. septhr á hád. og í dh. Jóns Gunnlaug3sonar vita- varðar á sama stað ld. l'i. septhr. á hád. og skiftum á þessum búum þá væntanlega lokið. = LAMPAR = fpir' Bæjarins stærsta og: ódýrasta úrval er nú í vQrzlun c3. c7í! cftjarnason. Verzl. LIVERPOOL Rvík. Landsins ódýrasta fatasölubúð. Þar fást flcstallar vörur er sjómenn þarfnast Góð og ódýr matvara. Botnfarfi á þilskip. Vagnhjól ni. m. Á. vbizI. P. I. Thorsleinsson í I í Hafnarfirði er von á, fyrir miðjan ágústmánuð, gufuskipi með ♦ Rol og steinoliu ♦ Ættu því þeir, sem vilja fá góð kaup á þeim vörum til vetrarins, að semja sem fyrst. Kolin verða seld, hvort heldur sern menn óska, við skipshliðina á meðan skipið verður affermt, að INGOLFSHVOLI í Hafnarstræti selur allra ódýrast smekklegustu og beztu álnavöruna i bænum. Það margborgar sig að líta þar inn. Orgel Harmonium smíðuð í verksmiðju vorri — verðlaunapeningur úr silfri í Málm- ey 1896, Stokkholmi 1897 og París 1900 — frá 108 kr. með 1 rödd og frá 198 kr. með 2 röddum (122 tónum). Amerísk Harmonium frá Estey, Mason & Hamlin, Packard, Carpenter, Vocalio, Need ham, Chicago Cottage Organ Co. o. fl. með lægsta verði og af beztu gerð. Einkum mælum vér með Chicago Harmonium »Style 1« með standhillu (Opsats), 2 röddum, 7 tónkerfum á 244 kr. með umbúðum. |>etta harmonium er óviðjafnanlegt að hljómfegurð og vöndnðum frágangi. f>essir hafa meðal annara fengið það hjá oss: Prestaskólinn í Reykjavík, Holdsveikra- spítalinn, alþm. Björn Kristjánsson, organleikari Brynj. f>or- láksson Rvík, síra Bjarni f>orsteinsson Sigluf., og Kj. f>orkels- SOn, Búðum. Hann skrifar oss m. a.: »Eg keypti fyrir 4 árum Chicago Cottage Harmonium hjá Petersen & Steenstrup og hefir ekkert oröið að þvi á þessu timabili. Margir hafa dást að, hversu fagra og góða rödd það hefði. Eg hefi ieikið á Harmonium i 15 ár, og hlýt að játa, að eg hefi ekki séð hetra orgel með þessu verði. Búðum 19 fehr. 1904. Kjartan Þorkelsson. Jónas sál. Helgason organisti komst svo að orði um Harmonium nr. 5 frá verksmiðju vorri (verð 125 kr.). Þessi litlu harmonium eru einkar-haganleg fyrir oss íslendinga; þau eru mátuleg til æfinga, tiltölulega ódýr og léit í vöfum. Allir sem nokkuð eru kunnugir Harmonium, vita að yðar Harmonium eru góð og varanleg. Jónas Helgason. Vér veitum skriflega 5 ára áhyrgð á öllum vorum Harmonium. Verðlistar með myndum og skýringum sendast ókeypis þeim er þess óska. Petersen & Steenstrup, Kaupmunnaliöfn. Vín og vindlar bezt og ódýrust i Thomsens magasíni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.