Ísafold - 10.08.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.08.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist eimi sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa 1',/j doll.; borgist fyrir miðjan ’nlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bnndin viB áramót, ógild nema komin sá tii átgefanda fyrir 1. október. AfgreiOslnstofa blaOsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miðvikudaginn 10. ágúst 1904 XXXI. árg. JíidJadl Jía'LýaslMv I 0. 0. F. 868199 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á kverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og 'ld. U—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- 'in á iiverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstndags- og snnnndagskveldi kl. 8V2 síðd. Landakotskirkja. GufJsbjónusta ki. 9 •ug kl. t; á hverjum helgum degi. Landakotsspítáli opinn fyrir sjúkravitj- ■endur kl. lOVa—og 4—ö. Landsbankinn opinn hvern virkan dag k\ 11—2. Bankastjórn viO kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið bvern virkan dag •ki. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, í Veaturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1, og á. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hvernig kjösa ber nú á þing. f>að er að 4 vikum liðnum rámum, sem bjósa á nú 5 af 34 þjóðkjörnum þingmönnum, er sitja eiga á næstu þingum tveimur, sem sé sinn þing- mann í hverjum af landsins 4 baup- stöðum, og hinn 5. í Eyjafjarðarsýslu, í stað landritarans, er áskilið var við fyrirfram að legði niður þingmensku og hefir nú gert það. f>að er lítið brot af þingliðinu öllu. En ekki stendur þó á sama, hvernig það er gert. Sizt er oíaukið nýtum viðauka við þá, sem fyrir eru, að þeim ólöstuðum öllum. f>að eru og óefað bæði þeir sjálfir og aðrir sammála um. En um hitt ber heldur á milli, hvað kalla skuli nýta þingmenn og ekki nýta, og þó einkum, hvort meira beri að líta á almenna þingmannshæfileika eða flokks-fylgispekt. Flokkarnir vilja að sjálfsögðu skara hver eld að sinni köku. Annars væri þeim engin alvara. Annars væri þeir ekki flokkar. En flokkaleysi er staðleysu- hugmynd. f>að er dauðamark, en ekki lífs. f>að er eins um þá og frost og hita, sumar og vetur, dag og nótt. f>eim linnir ekki, þingmálaflokkunum, meðan jörðin er við lýði, fremur en þeim tilbrigðum í náttúrunni. Svo hef- ir verið hvarvetna, og svo verður alla tíð, hvar sem er einhver þingstjórnar- nefna, merkileg eða ómerkileg. Skyn- leysishjalið um flokkaleysi á rót sína 4 þeim hugsunarreyk, að það sé sama sem illiudaleysi. Stjórnmála-flokka- skifting er lífsskilyrði, hvorki meirané minna. Hitt er alt annað mál, að þingmálaflokkar getaverið sammálaog samtaka í því eða því máli. f>eireru jafn-sjálfstæðir fyrir því, og jafnsjálf- sagðir fyrir því. Nú er spurningin sú: íhvorn höfuð- þingmálaflokkinn hér á þjóðin heldur 'tið kjósa nú, stjórnarflokkinn eða and- málsflokk hennar? f>að er eitt, sem gerír svarið alveg vafalaust, hvað sem öllu öðru líður. f>að er undirskriftarhneykslið al kunna. Sumir tala um, og gera ráð fyrir, að þar muni flokkarnir verða sammála. En til þess eru alls engar líkur, heldur þvert á móti. f>að er enginn vafi á því, að stjórn- arflokkurinn er einráðinn í að gera ekkert úr því máli. Blöð hans hafa kepst hvert við annað að lýsa það hé- góma, og í 8ama streng er kunnugt að þingmenn flokksins og þingmannaefni hafa tekið. f>eir fara ekkert dult með það. Enda er það í fullu samræmi við stefnuskrá flokksins, hina órituðu. En hún er valdaatriðið, eins og allir vita. Aðfinsla að undirskriftarhneyksl- inu finst þeim vera háska-árás á valda kastalann þeirra. Og þeirri árás telja þeir vera sína fyrstu og æðstu skyldu að hrinda. Alt er hjá þeim létt á metum í samanburði við það. En þjóðinni á að vera það meira alvörumál en svo, að hún geri sér annað eins að góðu. Hér er verið að tefla um aðal-árangurinn af hinni nýju stjórnarbót, um þingræði og þjóðræði. f>að er kjarninn í undir- skriftarmálinu. Hvað verður svo úr því, ef ábyrgðarlaus ráðgjafi annarrar þjóðar má ráða því, hver er æðsti stjórnandi landsins með konungi? f>jóðin má fyrir sitt leyti með engu móti Iáta ónotað hið fyrsta tækifæri, sem henni veitist til að mótmæla slíku, mótmæla því með þeirri ’ alvöru, sem hún á frekast kost á. Sýnt hefir verið fram á það áður í þessu blaði, að þjóðin átti nú siðferð- islega heimtingu á þingrofi og nýjum, almennum kosningum. f>á kröfu hefir stjórnin vettugi virt, svo sem ganga mátti að vísu fyrir fram. En því greinilegra a svarið á vera með þessu kosningabroti, sem nú er fyrir höndum. Svarið á að vera það, að þar sé hvergi kosinn nokkur stjórnarliði. Onnur ástæða til þess er sú, að ekki er holt að stjórnarflokkur hafi takmarkalaust einveldi á þingi. — Hann þarf aðhald, ekki síður en önn- ur stjórnarvöld. Nokkurt jafnvægi milli flokkanna verður miklu hollara. Til dæmis að taka þykir þjóðinni nóg um fjárausturinn á síðasta þingi, miljóna-þinginu. Hann er verk stjórn- arflokksins, sem nú er og þá hafði meiri hluta á þingi. Höfðingjaefnin þurftu að koma sér vel við sém flesta, til þess að sem fæstir legði stein í götu þeirra upp í valdasessinn. — Sama ráð mun óefað talið vænlegast til að sitja þar sem öruggast áfram. Hér skal að öðru leyti ekki farið langt út í þá sálma, hvort hin nýja stjórn hafi það sem af er unnið frem- ur til trausts og fylgis af þjóðinni eða ekki. Margur mun segja, að það só lítt reynt að svo bomnu. En hitt ætlum vér réttara, að næg reynsla sé þegar fengin fyrir því, hvert hún stefnir. f>etta blað hefir haldið gjörðum hinn- ar nýju stjórnar svo rækilega á lofti, að ekki þarf að rifja það upp að þessu sinni. Stjórnin þarfnast ekki liðsauka á þing í þetta sinn. f>að er síður en svo. Hennar lið frá sfðasta þingi er svo vel samvaxið og örugt, að þar er einskis á vant. Hana mundi og ekki draga það mikið, þótt henni bættist fylgifiskar úr þessum örfáu, nýju kjör- dæmum. En andmálsflokkinn dregur það mikið. Ekki sízt vegna þess, að stjórnin á nú svo hægt með að fjölga þingliði sínu sjálf, að öllum kjósendum landsins fornspurðum, þar sem eru hinir konungkjörnu þingmenn. Sólin á ekki vísara að jarðstjörn- urnar fylgi henni á braut sinni, en ráðgjafinn að hin konungkjörna sveit snúist eingöngu kringum hann á næsta þingi eðanæstu þingum. f>aðerhann, sem skapar hana af nýju að vori, og er langt síðan er óljúgfróðir vinir hans nánir hafa fullyrt, að tveim einum af þeim sex, er verið hafa konungkjörnir þingmenn undanfarið kjörtímabil, þyki fulltreystandi til svo óbifanlegrar fylgi- spektar, bæði að vilja og vitsmunum. Slík varúð kemur og mjög vel heim við það, sem annars er kunnugt um forsjállegan umbúnað hans um valda- sess sinn. Búast má við, að sum þingmanna efni hyggi það verá vænlegast til sig- urs í þessum kosningum, sem nú fara í hönd, að tjá sig vera annaðhvort flokksleysingja, eða hugsa sér að fylla nýjan flokk, er upp kynni að rísa, þegar á þing kemur. En ekki ætti kjósendur að vera svo misvitrir, að taka slíkan hégóma gildan. f>að er enginn efi á því, að þeir menn lenda í stjórnarflokknum, ef þeir eru þar ekki nú þegar í hjarta sínu. — Enda er þetta hjal um nýjan flokk ekkert annað en kænlegt bragð þeirra, sem fyrir stjórnarliðinu ráða, til þess að afstýra því, að andmálsflokkur henn- ar eflist að svo komnu. f>eir ríghalda sínum flokk saman. f>ar er ekkert lát á. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja. Ekkert er þeim fjær skapi en að láta neinum sinna manna haldast uppi að ganga undan merkjum. Skraf- ið um nýjan flokk er ekkert annað en tilraun til að koma tvístring á hinn flokkinn. f>að er eðlileg tilraun, og alls ekki láandi. En hins vegar eng- um ofætlun að sjá við henni, og láta ekki glæpast á því, sem er jafneinfalt. Af inislingunum er vonum fremur gott að frétta. f>eir eru mjög í rénun við Djúpið, sér- staklega rétt að segja búnir að lúka sér af á ísafirði, og hafa ekki komið þar nærri því í öll hús. Vestur-ísa- fjarðarsýslu h9fir tekist alveg að verja. f>eir ganga enn í Gufudalssveit, en hafa að sögn ekki komið þar nema á fáeina bæi. f>á mun vera sannfrétt, að þeir hafa ekki dreifst neitt frebara út um 53. blað. Strandasýslu og virðast vera búnir að lúka sér af þar. Út af fréttinni um mislinga í Húna- vatnssýslu, á Vatnsnesi, sendi lands- stjórnin norður þangað gagngert til þess að verða hins sanna vísvitandi. En svo reyndist, sem betur fór, að þar hafa þá alls engir mislingar kom- ið. Hafði þó fréttin um það gengið um alt, verið skrifuð hingað, og tilkynt að sögn héraðslækni og sýslumanni, að mislingar væri komnir þar, á Vatns- nesið. Ekki fer hjá því, að almenningur er yfirleitt miklu varasamari gegn mis- lingunum nú en áður, og mjög er hé- giljan sú að hverfa, að betra væri að hafa þá landlæga, eða hitt, að láta þá fara sem fljótast yfir land og tálm- unarminst, þegar þeir eru einu sinni komnir. Svo er fyrir að þakka hinni sköru- legu hugvekju héraðsl. Guðm. Björns- sonar hér i blaðinu í vor. Eftirlit með embættismönnura. 11. (Síðari kafli). Nýir vendir sópa bezt. Vera má, að hin nýja stjórn vor geri þar brag- arbót. f>ar hrífur naumast nema nýtt lag alveg á eftirlitinu, líkt og þar tíðkast, sem einhver mynd er á því og alvara. fetta, að boða t. d. komu sína löngu fyrirfram þeim, sem líta á eftir hjá, er dæmalaus andhælisskapur, öruggasta ráðið til að gera sftirlítið því nær gagnslaust, að minsta kosti hjá reikningshaldsmönnum. f>að er borið fyrir, að eftirlitsmaður megi búast við aðfara svipferðis að öðrum kosti, vegna þess, að embættismaðurinn verði þá ekki heima. En af tvennu til er betra þó að eiga það á hættu, en að gera ferðina fyrir fram hér um bil gagns- lausa með hinu laginu. Enda er hægt að sueiða hjá þeim tíma, sem t. d. sýsluménn eiga að vera heiman að svo sem í þingaferðum. Skyndi- ferð kringum land með gufuskipum til eftirlits að eins á viðkomustöðum þeirra stund úr degi virðist og ganga hégóma næst. f>á fyrst er vit í eftir- litinu, ef það kemur eins og þjófur á nóttu. Af því stendur embættismann- inum einhver ótti. Hinu er ekki gert nema hlegið að, sem von er til. Til er alkunn saga af sýslumanni, sem var orðlagður fyrir óreiðu og ó- reglu í embættisrekstri. Hann fær tilkynningu um væntanlega heimsókn amtmanns svo löngu fyrir fram, að hann hafði tíma til að panta sér frá Kaupmannahöfn 16 víntegundir til að gæða honum á. Með þeim gekk alt f Ijúfa löð, hvort sem það hefir verið víninu að þakka eða ekki. Sýslumað- ur reið áleið með amtmanni, sjálfsagt vel nestaður. f>eir kystust og föðm- uðust að skilnaði. Sýslumaður sagði sjálfur frá þessu og var hróðugur af. Hann hafði sama sleifaralag á em- bættisrebstri sínum eftir sem áður. En ekki átti amtmaður við að hús- vitja hjá honum aftur 10 ár eða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.