Ísafold - 10.08.1904, Page 2

Ísafold - 10.08.1904, Page 2
lengur. Almenningur lagði það vitan- lega svo út, sem amtmaður vissi, að sýslumaður mætti illa við vandlegri skoðun, en vildi síður launa gestrisn- ina með þeim ógreiða, að koma of miklu upp um sýslumann. Lakast er, hver spillingaráhrif eftir- litsleysíð hefir á þá embættismenn, sem þess mega alls ekki án vera. Svo er öllu dembt á landssjóð, þeg- ar í óefni er komið og maðurinn getur með engu móti hangið við embættið framar. Hann hefir nógu breitt bak- ið. Reglan þessi jafnan, að láta alia líða fyrir einn — láta almenning súpa seyðið; úr hans vasa er landssjóður fyltur. |>á fer þó fyrst skörin upp í bekk- in, er þingfylgið kemst í spilið. Em- bættismaður hefir hremt þingsæti, með réttu eða röngu, illu eða góðu, og svo má ekki hrófla við honum til þess að mÍ8sa ekki stoð hans á þingi. Sumir segja, að alþýða, sem gerir sér að góðu óhæfa embættismean, eigi ekki betra skilið. f>að er rétt í aðra röndina. En þegar hún kaupir eftir- litið dýrum dómum, þá á hÚD þó heimting á, að þeirri fyrirhöfn sé af sér létt. f>að er þó að misbjóða l|enni í meira lagi, að vanrækja það ekki einungis stórkostlega, heldur gera benni hvers konar tálmanir meira að segja, ef hún reynir að taka að sér eftirlitið sjálf. Til dæmis láta þá embættis- manninn ofsækja hana með gjafsókn- armálshöfðun, á hennar kostnað, eins og dæmin gerast. Meinið er, að þjóðin hefir ekki al- ment nógu ríka og glöggva meðvitund um, að hún er húsbóndinn og em- bættismennirnir ekki annað en þjónar hennar. Hún líður þeim hitt, að hafa hausavíxl á hlutunum og gerast hús- bændur hennar. f>etta fer aldrei vel, meðan sá hugsunarháttur ræður. Óvæntur stjórnbótarávöxtur. Margs góðs hefir þjóðin sjálfsagt vænst með stjórnarbótinni og stjórn- arvaldsumskiftunum. En naumast þess, að hér risi upp aftur ný kamm- erráða og kanselíráða, jústizráða og etazráða öld. f>au 30 ár hér um bil, sem gamla stjórnarskráin var í gildi, mun hér á landi ekki hafa til orðið nokkurt eitt einasta þess kyns r á ð. f>að var meira að segja tekið fyrir framleiðslu þeirrar kátlegu munaðarvöru nokkuru áður. f>ar var numið úr lögum, að embætt ismenn gæti fengið aðra titla en em- bættisheitið, meðan þeir væri í em- bætti; og þeir, sem þá höfðu áður, áttu kost á að afsala sér þeirn. f>eir gerðu það víst allir, ýmist til að losna við sjálfan hégómann, eða þá við eft- irgjaldið eftir hann. Aukatitlana gátu þeir fengið um leið og þeir fóru frá embætti. En það varð aldrei að tízku hér, né heldur hitt, að menn utan embættisstéttar kæmust á hornið það. En á fyrsta missiri hinnar nýju stjórnarskrár taka r á ð i n til að fæð- ast aftur. f>að skal enginn ímynda sér, að þetta nýbakaða, landsins eina r á ð, jústiz- ráð S. B., verði látið sálast út af í leið- indum sakir lagsmannaleysis. Hvorki mun hin nýja lands-forsjón vor hafa brjóst í sér til að láta þennan mann, sem ekkert hefir til saka unnið, sitja til Jengdar á »forundrunarstól« frammi fyrir öllum landslýð, enda mun marg- ur fara nærri um, að þetta sé að eins fyrsta renslið, að eins aðdragandi annars meira, og að næst muni þá geisladjásnið, enn dýrðlegra en þetta, líða niður töluvert nær sjálfri land- Btjórnarsólinni, á henni miklu nákomn- ara höfuð. Frændur vorir Norðmenn hat'a kom- ist af alla sína sjálfsforræðistíð alveg r á ð a-lausir. Kæmi ný stjórn þar upp með þess kyns titlatogs tildur, mundi hún sjálfsagt verða óðara hleg- in af stóli, — hlegin niður um endi- langan Noreg, frá Líðandisnesi til Knöskaness. Er þetta tiltæki hinnar nýju stjórn- ar vorrar talandi vottur þess, hver veigur húu ætlast til að verði í ávöxt um þeim, er hin nýja stjórnarbót á að bera Iandi og lýð; eða þykir henni s v o sjálfsagt fyrir oss að *dependera af þeim dönsku«, í smáu og stóru, að ekki megi láta sér lynda að fara eftir danskri tízku um undirskrift undir ráðherraskipun, heldur beri einnig að gera það í titlatogs-hégóma? Fyr má nú vera ráðaleysi en að sjá sér ekki annað vænlegra til vinsælda og fylgis en að fara að bæta úr ráða- leysinu hér á Fróni. Enn um Kirkjusöngsbókina. Svar til sira Bjarna |>orsteinssonar. það er ánægjulaust að eiga í orða- skiftum við menn, sem ekki kunna s i ð a ð r a manna mál, en bera stað- hæfingar, aðdróttanir og stráksyrði á borð í röksemda stað. f>að sé síra B. f>. sagt til nokkurrar afsökunar, að honum hefir verið allrar íhugunar varnað af reiði, er hann samdi þetta svar sitt í 46. tbl. Isafoldar; en leitt er fyrir hann, roskinn klerkinn, að hafa eigi betra taumhald á skapsmun- um sínum en raun ber vitni um. Ollum aðdróttunum hans um »kala«, »óvild« og »illgirni« vísa eg til hans aftur. f>að er markleysu-hjal, mælt út í loftið. Síra B. genr lítið úr þeim hjálpar- meðulum, sem eg hafi haft við hend- ina, þegar eg samdi ritdóminn um bók hans. f>að skal þá sagt honum, að mér var innan handar að nota fleiri hjálparmeðul í Kaupmannahöfn en mér þykir líklegt að hann hafi hand- bær norður í Siglufirði, ef eg hefði gefað um; en bæði er það, að mér fanst liggja næst, að bera bók hans saman við þá kirkjusöngsbók, sem lengst af hefir verið notuð hér á landi, og í annan stað leizt mér bók hans eigi bvo merkileg, að hún væri mikils samanburðar eða langrar yfirlegu verð. Við síra B. erum ekki á sama máli um nr. 117 í bók hans. Honum þyk- ir lagið auðsjáanlega fallegt, af því »það er eftir hið heimsfræga tónskáld Hándel«. Mundi nú síra B. kalla það góða latínu, ef eg segði um eitthvert lag eftir hann: lagið er ljótt, af því það er eftir B. f>. prest? Líklega ekki. f>ví eins og það er víst, að klaufum er eigi alls varnað, einser hitt áreiðanlegt, að snillingar eru ekki alt af jafn-snjallir. Annars mætti síra B. þykja það leitt, að hann fer hér með eitt í einu orðinu og annað í hinu. 1 svari sínu staðhæfir hann, að nr. 117 sé eftir Hándel, en í at- hugasemdunum aftan við sjálfa Kirkju- söngsbókina telur hann hölund ókunn- an. f>á er að minnast á misfellurnar. Tvær aðfinningar mínar játar hann að séu á rökum bygðar. Mikla sjálfsá- neitun hefir sú játning vafalaust kost- að. Aðrar tvær leiðir hann hjá sér. f>á segir hann, að tvær séu prentvill- ur, og látum við það þá gott heita. f>að er handhægt úrræði og hafa fleiri gripið til þess en síra B. Hinar að finningar mínar kallar hann ástæðu- lausar. Ög sannanirnar fyrir því eru um nr. 1: »eg tel raddfærsluna . . . leyfilega og rétta«, nr. 15: »er þar al- veg hár-rétt raddsett«, nr. 47: »aðfinsl- urnar við nr. 47 eru ástæðulausar«, nr. 50:» aðfinslan er á engum rökum bygð«, nr. 71: »aðfinslan . .. ástæðulaus, því þar eru raddirnar færðar alveg rétt«. Hvað segja menn nú um þessn rök- semdaleiðslu? Hvern ætlar maðurinn sér nð sann- færa með þessu bulli? Eg færði ástæður fyrir því, er eg fann að raddsetning þessara laga, og það er óhrakið. Upptalningum síra B. á »villum« úr sönglögum mínum (»íslenzk sönglög«) finn eg enga ástæðu til að svara, af því að sú bók kemur eigí því máli við, sem okkur fer hér á milli. Ef síra B. langar til að gera þessi lög að umtalsefni, þá ætti honum ekki að vera það of gott, og skal eg ekki letja hann þess, að tína saman úr þeim það, sem hann finnur rangt; en búast má hann við því, að hann verði beð- inn um að færa orðum sínum stað. Er þá óreynt, hvort seinni gangan verður honum til meiri frægðar en sú fyrri. Spurtingin: »Hvers vegna er bass- anum ekki haldið áfram upp á við« (í nr. 71, 12. takt) finst síraB. »barr.a- leg«. Eg vildi benda honum með þe8su á leið, sem næst lá, til þess að komast hjá þeirri vandræða raddfærslu, sem hann notar á þessum stað. En það var nú varla við því að búast af honum, að hann skildi svo flókið (!) mál. Hinu furðar mig meira á, er hann gefur í skyn, að Otto Lindblad hafi orðið hið sama á í setningunni: »Men dess bild jag i mit hjárta bár«. Lindblad leggur bassann rétta og eðli- lega leið niður um áttund, en síra B. leiðir hann niður um sjöund, leynda áttund við diskant. f>að gengur ó- svífni næst, að halda því fram í al- vöru, að hér sé eins ástatt. Um niðurlagshljómana er það að segja, að síra B. ætti að vita s v o mik- ið í tónfræði, að forðast ber samhliða raddleiðslu svo sem hægt er. Eg fann að því, að tenór gengi ó- þarflega hátt i nokkrum lögum og nefndi þar til nr. 156. Sem svar gegn þessu sendir svo síra B. mér eins kon ar »recept« upp á háa tenóra í Berg- greens-heftum. Eg hef ekki þurft á þesu »recepti« að halda, því eg hef séð háa tenóra víðar en þar. En það vildi eg minna síra B. á, að þegar hann gekk frá þessari Kirkjusöngsbók, þá hefði honum átt að vera það ljóst, að bókin var ætluð óæfðum röddum íslenzkrar alþýðu, en ekki afbragðs- söngmönnum einum með miklu tón- sviði. Eg hélt því fram, að hálfnóturic- hættinum væri að nokkru leyti um það að kenna, að kirkjusöngurinn væri í seinna lagi, og er eg ekki einn á því máli. Eg vil í því sambandi benda síra B. á bók eftir T. Laub: Om Kirkesang. Sjálfsögð afleiðing af þessari siroðun minni er sú ályktun, að síra B. eigi sinn þátt í þéssum þunglamalega söng, eins og aðrir, sem þenna rithátt nota. Mér var kunnugt um það, að merk- ið 0' var fyrrum látið jafngilda bæði I °g °g er reyndar gert enn af ein- staka sérvitring. Hitt er mér ókunn ugt um, hvað unnið er við að láta sama táknið merkja tvent, þegar eins hægt er hjá því að komast eins og hér. f>að er síra B. víst ekki ljóst heldur, þótt hann sé auðsjáanlega hreykinn yfir því, að geta apað þetta eftir. f>á er eg kominn að áherzlunum. Ef skakkar áherzlur kæmu eigi ann- arsstaðar fyrir hjá síra B. en í þess- ari setningu: »Sælir eru þeir«, þá mundi eg hafa leitt það hjá mér; en af því það virðist vera rótgróin til- hneiging hjá honum, að koma röngum áherzlum að á sem flestum stöðum, þá þótti mér vert að víta þær líka á þessum stað. Eg skal nú í viðbót nefna lög hans við kvæðin Brúardrápa,. Stormur og Kirkjuhvoll. í öllum þessum lögum má heita, að áherzlun- um sé snúið öfugt við. frnnga sigur-söngm söng hér elfan löngwwi, o. s. frv., full áherzla á a í þunga og aísöngva, hér og um í löngum. Sama er að segja um: Eg elska þig stormMr, sem geisar o. s. frv., áherzlurnar á ur og ar. f> >tta hneykslaði svo prófessor Finn Jónsson, er hann heyrði lagið sungið í Höfn, að hann spurði mig, hvort ekki mætti breyta laginu svo, að á- herzlur lags og texta færu saman. En B. prestur gerir nú líklega ekki mikið úr smekkvísi eða þekkingu pró- fessorsins á íslenzkunni. Herra Árni Thorsteinsson hefir ný- lega (í Ingólfi) bent á sams konar villur í Kirkjuhvol og leyfi eg mér að vísa hér til þess. f>að er leitt fyrir síra B., að verða þess ekki var, sem óbrjáluð tilfinníng segir öðrum mönn- um þegar í stað. f>að er óskemtilegt að sjá eins ófim- au mann á hólmi eins og síra B., þegar hann berst þá með jafnlélegum vopnum og hann gerir nú. Gaman fer eiginlega fyrst að verða að honum, þegar hann er tekinn á rás undan og hrópar á Berggreen gamla og Wenn- erberg, — karlana báða dauða — kennir þeim um ófarirnar og skipar þeim að taka við vörninni. Hér er maður í vafa um, að hvoru maður á fremur að dást, vaskleikanum eða þá snarræðinu, þegar í óvænt efni er kom- ið! Eg læt svo útrætt um þetta mál,. og má síra B. »gala« svo sem honurn lízt norður á Siglufirði, fyrir mér. f>að er hvort sem er ekki mikil hætta á, að það *hanagal« haldi vöku fyrir mér eða öðrum í Kaupmannahöfn. Yið höfum báðir fengið nokkra reynslu, sem bendir í þá átt: eg eitt sinn, er kennari minn, tónskáldið August Enna. kvaðst ganga af æfingu okkar stúdenta, ef lög síra B. væru sungin ; hann, þegarNordisk Musik- forlag sendi aftur einsöngslögin hans og afsagði að gefa þau út. f>ótt 8íra B. hafi aldur um fram mig, þá vildi eg þó að síðustu mega ráða honum til að hlaupa hægara og gætilegar af stað, ef hann vill bregða undir sig betri fætinum í annað skifti. Ekki er það óhugsandi, að hann steypist þá síður á hrammana, Rvík 12. júlí 1904. Sigfús FÁnarsson. Aí óíriðinum. Fréttir höfum vér nú til fyrra mið- vikudags, 3. þ. mán. f>á hafði verið barist dag eftir dag undanfarið á meginstöðvum ófriðarins í Mandsjúríu og farið alt á sömu leið og áður: Bússar halloka alla tíð, en Japanar aldrei, heldur hafa sigur á hverjum fundi, smáum og stórura, Rússar höfðu mist þá dagana einn hershöfðingja sinn, Keller greifa, mæt- an mann og mikilhæfan. Voru skotnir undan.honum báðir fætur og höfuð hæft þegar á eftir. Fyrra mánudag hafði Kuroki hershöfðingi unnið all- mikinn sigur á liðí Kuropatkins skamt frá Líaó-yang, á 2 stöðum. Var tek- ið mjög að kreppa að Kuropatkin. Einhvern kvitt höfðu Kínverjar flutt uc það, að Port Arthur hefði gefist upp fyrir Japönum. En ekki var lagður neinn trúnaður á það. Hitt þykir líklegt, að mjög hafi verið farið að styttast í vörninni. Segir ein sagan, að Japanar hafi verið bún- ir að vinna öll úcvirki borgarinnar nema eitt, Gullhæð. Hinar sífeldu ófarir Rússa á landi.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.