Ísafold - 24.08.1904, Blaðsíða 2
218
vini sinum og skjólstæðing, Lárnsi sýsln-
manni Bjarnason, að þetta kemnr nú alt
fyrir almennings sjónir.
Loks er þetta niðurlag greinarinnar:
Mér er það ljóst nn, að hann (L.) hef-
ir ekki ástœðu til að óttast núverandi
yfirboðara sína. Það talast vœntanlega
svo til milli hans og þeirra, að engin
hœtta er á rekistefnu, þó að eitthvað
kunni að koma upp úr kafinu, sem
blaðam'ónnum og öðrum embœttisleys-
ingjum kann að þykja kynlegt. Og
jafn-ljóst er mér hitt, hvernig á því getur
staðið, að hvorki hann né vinir hans hér
á landi, sem yfir bann ern settir, eru fikn-
ir i ráðgjafa, sem getur lesið íslenzku
blöðin.
Öll þau framangreind ummæli, sem
hér eru auðkend með skáletri, hafði
Lárus heimtað dæmd og fengið dæmd
í héraði dauð og marklaus; og sömu*
leiðis nokkur orð í inngangi greinar-
innar (»að fletta ofan af atferli hans
sem skiftaráðanda«).
En landsyfirréttur hefir ekkert við
þau að athuga, heldur telur þau ö 11
r é 11 m æ t, ekki vægari en þau eru.
Hann kemst svo að orði þar að
lútandi:
»þ>essi ummæli greinarinnar, sem hér
hafa verið tilgreind, miða að því, og
eiga að réttlætast við það, að stefndi
hefir sem skiftaráðandi í áður áminstu
dánarbúi lagt kapp á það, að fá keypta
húseign búsims fyrir 7000 kr., þótt i
hana hafi verið boðið frá annari hálfu
8000 kr. |>að virðist og nægilega
sannað með gögnum þeim, sem fram
eru komin í málinu, að stefndi hafi
lagt kapp á þetta, bæði meðan hann
var sjálfur skiftaráðandi búsins og
einkanlega eftir að hann vék sæti sem
skiftaráðandi í því, enda lýsti hann
þá húsinu svo, að það væri í laklegu
ástandi og eigi einu sinni 7000 kr.
virði, sbr. bréf hans til Thomsens
kaupmanns 9. ágúst 1896. Af bréfi
yfirboðara hans, amtmannsins í Vest-
uramtinu, dags. 6. okt. 1896, sést, að
amtmanni hefir verið þetta kunnugt,
að honum hefir mislfkað það og að
hann hefir álitið þetta atferli rangt.
Amtmaður kemst meðai annast svo að
orði: »f>að er merkilegt, að L. B.
(stefndi) skuli ekki finna, að hann sem
skiftaráðandi á fyrst og fremst að líta
á hagsmuni bús þess, sem hann hefir
til meðferðar; í stað þess rær hann
öllum árum að því, að búið œissi
1000 kr.« í grein þeirri, sem er sak-
arefni, er nú þessi meðferð stefnda á
búinu átalin, og verður eigi með til-
liti til þess, sem fram er komið í mál-
inu, lútandi að henni, álitið, að grein-
in sé í heild sinni of nærgöngul stefnda,
eða að öll hin átöldu ummæli verði
talin meiðandi fyrir hann, svo að við
lög varði«.
f>etta eru landsyfirréttarins óbreytt
orð.
Hann telur með öðrum orðum a 11-
an framanskráðan áburð á
sýslumann fullsannaðan,
ekki fegri en sú lýsing er á hátterni
hans.
Lárus hefir því farið hér hina mestu
hrakför.
Sannleikurinn hefir þó sigur unnið
i þ e 11 a sinn.
f>að er gagnslítill plástur á það sár,
er landsyfirréttur hefir haft á fáeinum
þessu atriði alveg óviðkomandi orðum í
sömu grein. f>ar er verið að minnast
á það, að hinn setti skiftaráðandi hafði
látið stefnda í té honum til varnar á-
minst amtmannsbréf til hans frá 6.
okt. 1896. f>ar um segir svo í grein-
inni:
Letta bréf lét sira Sigurður af hendi við
mig, eftir áskorun frá mér, þegar hann
fekk að vita, að Lárus befði haft einurð
til að lögsækja mig meðal annars fyrir þau
ummæli, að eg hefði ekki gert mér sérlega
háfleygar hugmyndir um óhlutdrægni hans,
þvi eg þekti hann nokkuð af afspurn. Sira
Sigurður gat þess við mig, þegar hann af-
henti mér bréfið, að nann teldi sig gera
það í þjónustu réttlætisins og sannleikans.
Hann gat ekki fengið af sér að neita um
annað eins skjal og þetta, jafnauðsætt * og
það var, að það átti nú að koma fram í
dagsbirtuna. Fyrir þetta hellir nú Lár-
us yfir hann ókvœðisorðum i hverri
Þjóðólfsgreininni eftir aðra — fyrir
það, að prófastur hefir ekki viljað hylma
yfir atferlí hans, jafn-óskaplegt og það
hefir\verið. En það veit eg, að hver mað-
nr með óspilta réttlætistilfinning finnur það
og kannast við, að í þessu hafi síra Sig-
nrði farist, eins og honum er títt, sem sam-
vizkusömum sæmdarmanni, manni, sem ekki
lœtur troða réttlœtið undir fótum, án
þess að styðja það, ef hann á þess kost.
Sira Sigurður tók það jafnframt fram
við mig, að hann teldi amtmann hafa sæmd,
en ekki vansæmd af þessu bréfi. Og vit-
anlega er það alveg satt. Hann hefði
reyndar að sjálfsögðu haft enn meiri sóma
af því, ef hann hefði gert gangskör að
því, að fá Lárus rekinn frá embœtti
fyrir þessar aðfarir.
Lárus vildi fá og fekk í héraði ó-
merkingardóm yfir ummæli þau, sem
hér eru auðkend með skáletri. Mið-
klausuna (»ekki lætur troða réttlætið
undir fótum«) telur landsyfirréttur ekki
móðgandi, en er sammála héraðsdóm-
aranum um hinar tvær, segir þauum-
mæli »ekki nægilega réttlætt«; en færir
sektina niður í 30 kr. Málskostnað
(12 + 15 kr.) lætur hann og lenda á
stefnda, — þ ó a ð hann ónýti i raun-
inni héraðsdóminn að mestöllu leyti.
það sést greiniiega á því, sem að
framan segir, að hann hafi sýknað
Btefnda í því, sem var mergurinn máls-
ins, í öllum aðalatriðunum.
Ekki þarf að ganga gruflandi að því,
að vegna þessarar litlu sektar fyrir
eitt aukaatriði í málinu muni bæði Lár-
us sjálfur og honum þjónandi málgögn
reyna að hafa hausavíxl á réttu og
röngu, og láta svo, sem hann hafi
unnið frægan sigur. En miklu er það
meir en ofætlun öllu því liði, að villa
sjónir fyrir almenniugi í jafn-einföldu
máli og þetta er.
Mislingarnir
eru nær alveg um garð gengnir á
ísafirði og í þeim sveitum við Djúpið,
er þeir homu fyrst upp í. En skamt
komnir í Jökulfjörðum. Ekkert bygð-
arlag virðast þeir ætla að skilja eftir
þar í Norður-Isafjarðarsýslu, sem og
aldrei þurfti við að búast, úr því að
ekki var sóttkvíað minna eu sýslan
öll í heilu lagi. En varist hefir bær
og bær innan um, og meira að segja
dæmi þess á ísafirði, að af 2 fjöl-
skyldum í sama húsi, uppi og niðri,
hefir önnur enga mislinga fengið. f>að
sýnir eitfc meðal annars, hve hægt er
að verjast sóttinni, ef ekki skortir ein-
lægan vilja og ráðdeild.
f>að ber kunnugum saman um, að
héraðslæknir ísfirðinga, Davíð Sch.
Thorsteinsson, hafi sýnt af sér mikla
skyldurækni og alúð við ráðstafanir
gegn sóttinni, upp frá því er honum
var fullkunnugt um hana. Hann hefir
átt við megna mótspyruu að etja,
einkum framan af. Meðal annars
voru hafðar fyrst mestu liðleskjur fyr-
sóttverði. f>ví kipti landritari í lið,
er hann kom vestur. Enda hefirtek-
ist vonum betur að verja sóttinni leið
á landi, einkum í vestursýsluna.
Norður í Steingrímsfjörð og suður í
Gufudalssveit komst sóttin snemma,
fyrir óhlýðni við yfirvaldsskipanir.
Hún hefir komist á 6 bæi við Stein-
grímsfjörð og 8 f Gufudalssveit; hún
hefir ekki komist þar vestur yfir Gufu-
dalsháls.
Enn fremur hefir hún komist nýlega
á einn bæ í Reykhólasveit, Hofstaði.
Unglingsmaður þaðan sótti sér hana
norður á Arngerðareyri. Hefir þá
sjálfsagt komist fram hjá verðinum ó-
ráðvandlega.
f>á hefir sóttin komist á einn bæ á
Fellsströnd, Orrahól, með þeim hætti,
að þar kom maður vestan af ísafirði,
er farið haíði sjóleiðis til Stykkishólms
og þaðan inn á Strönd, en lagðist er
hann kom á þennan bæ. Hann hafði
komið á 3 bæi aðra þar á Fellsströnd-
inni. f>eir kváðu hafa verið sóttkví-
aðir. Maður þessi á að hafa verið
meira en hálfþrítugur, og enginn því
varað sig á honum, en hann sjálfur
þá annaðhvort haldið sig hafa fengið
mislinga á barnsaldri (1882) eða skrökv-
að til um það.
Loks gerði sóttin vart við sig í
Haukadal í Dýrafirði snemma í þess-
um mánuði, í manni, er þangað kom
veikur sjóveg á fiskiskútu frá ísafirði,
og hefir formaður sjálfsagt brotið sótt-
varnarlögin, þótt hann þrætti fyrir
það. Húsið, sem maðuriun lagðist í,
var sóttkvíað þegar, og bygðin öll þar
að auki, Haukadalur, til vonar og
vara. Ekki höfðu aðrir sýkst þar
fullum hálfum mánuði eftir, er Ceres
kom að fúngeyri. f>ar er ungur lækn-
ir og ötull mjög, Andrés Féldsted, og
hafði hann beztu vonir um, að tekist
hefði að stöðva sóttina þar.
f>ví þykir mega treysta örugt, að
sóttiu berist alls ekki með öðrum en
þeim, sem hana hafa, annaðhvort svo,
að bert sé, eða að hún er ekki kornin
út á þeim, en á því getur staðið 10—
12 daga. Nauðsynlegt samgönguhaft
til tálmunar sóttinni getur því éngan
veginn þunghært heitið. Ekki er ann-
að en að láta þá eina annast allar
samgöngur, sem fengið hafa mislinga
áður, en það eru nú yfirleitt þeir, sem
eru eldri en 21 —22 ára.
f>að e r því sýnileg handvömm, ef
sótt þessi er nú látin berast til muna
víðar en orðið er. f>að er m j ö g s v o
vandalítið að verjast henni. f>arf
ekki nema einlægan vilja af almenn-
ings hálfu, sem hlýtur þó að sjá sér
tóman hag í fullkominni löghlýðni í
þ e s s a r i grein, hvað sem öðrum
líður.
Alþingismaður Seyðflrðinga
er orðinn Jón Jónss'on kaup-
stjóri frá Múla. Hann einn gerði
kost á sér þar á tiiteknum fresti, fyr-
ir 13. þ. mán. Honum veitir því
yfirkjörstjórnin kjörbréf kjörfundar-
laust, samkvæmt hinum nýja kosn-
ingarlögum. f>að er blessaður fyrir-
hafnarsparnaður bæði fyrir þingmanns-
efni og kjósendur.
f>ingmálafund ætlaði hann að halda
sunnudaginn var (21. þ. m.), og mun
þá hafa komið fram með þingmála-
trúarjátning sína.
Ekki getur það kallast mikil fíkn í
þingmensku meðal Seyðfirðinga, er
enginn hefir lyst á henni þar nema
þessi eini maður. Hann mun og hafa
haft meðmæli manna úr báðum flokk-
um, hvort sem hann hefir alment
fylgi þeirra eða ekki. Heimastjórnar-
flokksmann kvað hann þó hafa tjáð^
sig ekki vera né verða nokkurn tíma.
Yms tíðindi erleud.
Drotning Rússakeisara hefir alið
honum son 12. þ. mán. f>að fær hon-
um og þegnum hans yfirleitt mikils
fagnaðar. f>au hjón höfðu eignast áð-
ur 4 dætur, en engan ríkiserfingja,
Pilturinn er skírður Alexis, eftir ein-
um forföður keisaraættarinnar. f>að
kvað ekki hafa við borið 2 aldir full-
ar, að nokkrum Rússakeisara hafi
fæðst sonur í keisaradómi hans.
Læknir sá, er sat yfir drotningu, fekk
um 200,000 kr. í ómakslaun. Drotn-
ing Rússakeisara, Alexandra, frá Hess-
en, er dótturdóttir Viktoríu heit-
Bretadrotningar.
Dáinn er á Frakklandi 10. þ. m_
einn hinn mesti stjórnskörungur, er
þar ’nefir uppi verið síðan er Gambetta
leið. f>að er Waldeek Rousseau. Hann
var ráðgjafi með Gambetta 1881, og
síðan hjá Jules Ferry 1883 til 1885..
Loks ráðaneytisforseti 1899—1902.
f>á reyndist hann hinn mesti skörung-
ur og þjóð sinni hinn þarfasti maður.
Hann tók svo í taumana í Dreyfus-
málsófögnuðinum, að hjá varð stýrt
vandræðum. f>ingmaður var hann
lengi, fyrst í fulltrúadeildinni, en síð-
an í hinni efri. Hann komst hátt á
sextugs aldur. Hann varð mjög harm-
dauði löndum sínum, og var jarðaður
á ríkisko3tnað með mikilli viðhöfn.
Snemma í þ. mán. rakst enskt gufu-
skip, Hoangho, sem var á ferð aust-
ur í höfum, þar á klefct og sökk þeg-
ar. f>ar druknuðu um 350 manna, af
400 alls á skipinu.
f>á fórst á 2. hundrað manna af
járnbrautarslysi í Ameríku 7. þ. m.,
brotnaði brú undan lestinni og steyptist
hún niður í gljúfur.
Meira en 300 hús brunnu 4. þ. m.
í bænum Heilbronn á f>ýzkalandn
Lítið manntjón þó.
Þingmannaefni.
f>að er einn kostur hinna nýju kosn-
ingarlaga, að eftir þeim getur enginn
verið í kjöri nema boðið hafi sig fram
4 vikum fyrir kjörfund og með 12 með-
mælendum í minsta lagi. f>á er hvorki
hægt að koma flatt upp á kjósendur
með framboð kjörfundardaginn eða
rétt fyrir hann, né heldur að sigla
inn á þing á sexæring eða reyna það
á fimm-manna-fari.
Hér í höfuðstaðnum eru nú í kjöri
þeir Guðmundur héraðsl. Björnsson og
Jón Jensson yfirdómarí.
f>ar næst hafa boðið sig fram á
ísafirði þeir síra Sigurður Stefánsson
í Vigur fyrrum þingmaður, og síra f>or-
valdur prófastur Jónsson á ísafirði.
Og á Akureyri Magnús kaupmaður
Kristjánsson og Páll amtmaður Briem.
Loks í EyjafjarSarsýslu dr. Finnur
Jónsson háskólakennari, og Stefánar
tveir, Stefán Bergsson bóndi á f>verá,
og Stefán Stefánsson hreppstjóri í
Fagraskógi, fyrrum þingmaður.
Hvern flokk þessi þingmannaefni
muni vilja fylla, vita menn og vita
ekki til fulls, nema um suma þeirra..
Sumt eru gamlir þingmenn og reynd-
ir, sumt nýgræðingar, ýmist líklegir
e ð a ekki líklegir.