Ísafold - 31.08.1904, Page 3
227
Annað tilefnið var það, að eg h'afði
í umboði hreppsnefndarinaar beðið
sýslumann þrívegis, eða með bréfum
dags. 14. nóv. 1900, 28. maí 1901 og
2. jan. 1902, að iunheimta hjá Grinda-
víkurhreppi meðiög með óskilgetnum
börnum Einars nokkurs Sigurðssonar.
En þar sem alls ekkert svar
var komið frá sýslumanni
23. júní 1902, leitaði eg s. d. aðstoð-
ar amtmanns, og leyfði mér 10. nóv.
s. á. að minna hann á, að nú væri
skuld Grindavfkurhrepps vegna barna
þessara orðin 80 krónum hærri, af því
að ný meðlög hafðu þá um haustið
fallið á, og leyfðí mér að ítreba beiðni
mína 23. júní um aðstoð hans til að
ná allri skuldinni, er eg hefði þrívegis
beðið sýslumann Snæfellinga að inn
heimta, en árangurslaust. Utafþessu
finnur amtmaður ásíæðu til með brófi
dags. 27. nóv. s. a. að leiða atbygli
hreppsnefndarinnar að því, »að imn
eigi að snúa sér til sýslumanns síns
með slíkar innheimtur og yfirleitt beina
málaleitunum sínum um sveitamál til
sýslurnannsins*.
Eg verð að segja, að vandiifað er
fyrir hreppsnefndir, þe.gar þær geta
átt von á snuprum fyrir að framkvæma
sína brýnustu skyldu, og er hrepps-
nefndinui enn lífs ómögulegt að skilja
í þessari aðfinslu amtmanns.
|>að er hijóðbært, að amtmanni hafði
þetta sama haust gramist við mig út
af því, að eg hafði með öðrum presti
kært fyrir ráðgjafanum, að fá ekki ó-
viðriðinn rannsóknardómara í verð-
lagsskrármálið fræga, sem landsyfir-
rétturinn áleit seinna nauðsynlegt að
fá. En ekki er rétt að geta þess til,
að amtraaður hafi látið gremju við
mig ráða aðfinningum sínum við hrepps
nefndina, sem veit ekki enn, hvernig
hún gat farið öðru vísi að en hún
gerði í þessu innheimtumáli barns-
meðlaganna.
Hitt tilefnið til aðfinninga amt-
manns við hreppsnefndina var það, að
hún hafði 26. janúar f. á. áfrýjað
beint til hans úrskurði sýslumannsins
í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu í
sveitfestismáli Magnúsar nokkurs Ey
ólfssonar. Að þessu finnur amtmaður
í bréfi til sýslumannsins, dags. 23.
aprll s. á. En geta má þess hrepps
nefndinní til afsökunar, að amtmanni
var vel kunnugt, að hreppsnefndin
hafði rétt áður gert umkvörtun til
landshöfðingja yfir því, a ð s ý s 1 u-
maðurinn hafði ekki gefiö
hreppsnefndinni kost á að
áfrýja amtsúrskurði í
ö ð r u sveitarmáli til landshöfð-
ingja, heldur skipað hreppsnefndinni
að endursenda sér hann, er hún hefði
kynt sér hann, og emnig yfir því, að
hann hefði vanrækt að afgreiða máiið
frá sér. Með bréfi dags. 6. jan. f. á.,
vísar landshöfðingi kærum þessum til
•aðgerða amtmanns«.
En aðgerðir amtmanns urðu þær,
að hann 27. s. m. birtir sýslumann-
inum landshöfðingjabréfið með viðbót,
sem er sett hér orðrétt, af því hún
lýsir amtmanni vel.
Hún hljóðar svo:
»Þetta gefst yður hér með þjónustusam-
lega til vitundar, velborni herra sýslumað-
ur, yður til leiðbeiningar og birtingar fyr-
ir hreppsnefndinni í Neshreppi innan Enn-
is, að því viðbættu, að eg finn enga á-
stæðu til að gjöra nokkra rekistefnu út af
' þessum drætti, sem varð á afgreiðslu á-
frýjunarskjals nefndarinnar til laudshöfð-
ingja, og sem [þannig!] hafði orsakast af
gáleysi, en um birting úrskurðar amtsins
er þegar úttalað okkar á milli*.
|>egar svona fór um sjóferð þessa,
vildi hreppBDefndin í sömu andránni
ekki eiga undir að senda sýslumanni
hans eigin úrskurð áleiðis til amtmanns;
því hún gat búist við, að ekki yrði
hann fljótar afgreiddur frá sýslumanni
en amtsúrskurðurinn.
|>etta er alt það, sem amtmaður
getur fundið mér til foráttu og bygt á
þau ummæli sín í embættisbréfum til
sýalumaDns, að »eg hefði sýnt af mér
óhlýðni og sagt ósatti, og vildi eg biðja
hann að sanDa íyrir dómstólunum
þessi meiðyrði um mig, svo og þau
ummæli hans, »að eg lítilsvirði stöðugt
fyririnæli hans«.
Með þessu er einnig svarað allri
langlokunni um mig í síðustu fundar-
gerð hreppstjórasamkundunnar, sem á
að sanna óhlýðni mfna við yfirboðar-
ana. Að eins er þar minst á bróf odd-
vita heunar til mfn, dags. 14. okt. f. á.,
sem á svo sem að setja á mig rothögg-
ið. Neyðist eg því til að skýra frá,
hvernig stendur á þeirri alvarlegu á-
minningu, sem þar er gefin.
Hinn 15. sept. s. á. skrifaðí eg sem
oddviti hreppsnefndarinnar amtmann-
inum þannig :
I hreppsnefndarfundargeið Neshrepps
innan Ennis 5. þ. m. er bókað þannig
undir 6. tiilnlið:
llreppsnefndin skorar á oddvita að senda
amtmanni eftirrit af bréfum til sýslnmanns
Snæfellinga, dags. 23. sept. 1901 og 18. og
21. júní f. á., viðvíkjandi barnsfaðernis-
málum, og leita aðstoðar amtinauns til þess
að mál þessi verði löglega til lykta leidd,
Um leið og eg samkvæmt þessari fund-
argerð leyfi mér að senda yður, hávelborni
herra amtmaður, hin umræddu eftirrit, vil
eg til skýringar geta þess, að þar sem
eftirritið nr. I. vísar til bréfs Jóns hrepp-
stjóra Jónssonar i Ólafsvík, þá hafði það
bréf inni að halda beiðni til hreppsnefnd-
arinnar um það, að hið óskilgetna barn, er
hann kvað fósturdóttur sina Guðrúnu sál.
Guðmundsdóttur hafa lýst héraðslækni
Halldór Steinsson i Ólafsvik föður að, yrði
sem fyrst feðrað, þar sem eigi lægi annað
fyrir þvi en sveitin. En sýslumaður gaf
þeirri málaumleitan hreppsnefndarinn-
ar engan gaum, af þeirri ástæðu, að
hreppsnefndin hefði þá ekkert greitt úr
sveitarsjóði með barninu. Seinna heimtar
Ingveldur Hjálmarsdóttir, 3ústýra Jóns
hreppstjóra, 42 kr. 50 aur. meðlag með
barninu úr hreppssjóði, og kvittun hennar
fyrir þeim var send sýslumanni, eius og
eftirritið nr. 3 sýnir.
Hvað gjörst hefir í málum þessum er
breppsnefndinni með öllu ókunnugt, nema
hvað hún hefir heyr:, að sýslumaður hafi
eitthvað verið að fjalla um þau hér siðastl.
haust, að hreppsnefndinni óaðvaraðri, og
haff þá viðstaddan einn hreppsnet'ndar-
mann, Alexander Valentínusson, jem mætt-
ur var án nokkurs umboðs frá mér eða
hreppsnefndinui. En eins og yður er kunn-
ugt af bréfi nreppsnefndarinnar til yðar,
dags. 10. nóv. f. á., sendi sýslumaður tvo
ferðakostnaðarreikninga i máluin þessum,
sem nefndin bar undir úrskurð yðar.
Leyfi eg mér svo að endingu fyrir hönd
hreppsnefndarinnar virðingarfylst að óska
þess, að þér hlutist til um, að mál þessi
verði löglega og réttilega til lykta leidd
.án lengri undandráttar og málalokin birt
hreppsnefndinni, svo hún fái að vita, hvar
hún eigi rétt til endurgjalds á barnsfúlgum
þeim, er hún, meðan á málum þessum hefir
staðið, hefir orðið að leggja út úr sveit-
arsjóði«.
Bréfi þessu svarar amtmaður 24. j
sept. s. á. á þá leið, að hann hafi
s k o r a ð á sýslumanninn að senda
hreppsnefndinni útskriftir af því, sem
gerst hafi í barnsfaðernismálunum, og
finnur ekkert að því, að málið hafi
verið fyrir sér kært. Hann mun og
hafa borgað sýslumanni ferðakostnað-
arreikninga þá, er sýslumaður heimt-
aði að borgaðir yrðu úr hreppssjóði.
Annan árangur bar ekki kæra þessi.
En svo kemur hið áminsta bróf til
mín dags. 14. okt. s. á., frá oddvita
hreppstjórasamkundunnar, svo hljóð-
andi:
Um leið og eg samkvæmt tilmœlum
amtmanns sendi yður, hr. oddviti, meðfylg-
jandi útskrift úr dómsmálabók sýslunnar af
2 barnsfaðernismálum, skal eg með skír-
skotun til bréfs amtmanns, dags. 27. nóv.
1902, yður birtu beina leið, og bréfi sama,
dags. 23. apríl 1903, yður birtu héðan 17.
maí s'. á., enn á ný áminna yður um, að
þér hefðuð átt að skrifa hingað be.na
leið, svo sem eg nú ennfremur með skir-
skotun til 38. gr. sveitastjórnartilskipunar-
innar frá 4. maí 1872 og 145. sbr. 143.
gr. hegningarlaganna frá 2o. júni 1869
alvarlega vil vara yður við, að halda á-
fram að þverskallast við skipunum yfir-
manna yðar.
Þetta tiikynnist yður hér með yður til
eftirbreytni og til birtingar fyrir hrepps-
netndinni«.
Bréf þetta var fram lagt og upp lesið
á hreppsuefndarfundi 29. okt. s. á. og
er í fundargerðinni undir 6. tölulið
bókað þanmg:
Upplesið bréf frá sýslumanni, dags. lt.
þ. m., nieð útskrift úr dómsmálabók Snæ-
fellsness- og Hnappadsl«sýslu af 2 barns-
faðernismálum og áminningu um, að skrifa
sér beina leið, að viðlögðum sektum.
Hreppsnefndiu álítur úminningar þessar í
þessu máli að minsta kosti óþarfar, þar
sem amtmaður hafi ekkert að þessu fundið
En nefndin fól oddvita sinum að grenslast
eftir því hjá lögfræðingi, hvort mál þessi
hafi sætt löglegri meðferð af sýslumanni
samkvæmt dómseftirritina«.
Eg þykist hér að framan hafa sýnt
og sannað greinilega, að það eru ó-
sannindi, að eg eða hreppsnefndin hafi
nokkru sinni að ástæðulausu
farið fram hjá hinum virðulega sýslu-
manni með nokkurt einasta mál, og að
eg er saklaus af þeim áburði, »að eg
lítilsvirði stöðugt fyrirmæli yfirboðara
minna«. þ>ori eg óhræddur að mæta
sakamálsrannsókn þeirri, er mér hefir
verið tilkynt út af því efni.
J>á er komið að stóru ósannindun-
um í hreppstjórafundargerðinni síðustu,
sem amtmaður tekur góða og gilda að
órannsökuðu máli. Hefði honum þó
mátt vera vorkunnarlaust að vita,
hvernig samkunda þessi varð sér til
miukunar í meðferð mála minna á
fundi sínum 1903. Fyrir þar rituð
meiðyrði um mig hefir samkunduodd-
vitinD verið dæmdur í 80 kr. sekt eða
24 daga fangelsi.
Annað frægt afreksverk vann sam-
kundan á þeim fundi, að neita mér
vegna persónulegrar óvildar oddvita
síns um meðmæli til verðlauna úr
Ræktunarsjóði, þó að eg hefði unnið
langmest að jarðabótum af öllum þeim,
er meðmæli heunar fengu.
|>etta dæmi hefir sýnt og sannað,
hversu notalegt er, að eiga velferð sína
undir slíkri samkundu, enda mat
landshöfðingi eftir tillögum
stjórnar Búnaðarféiags íslands ummæli
samkundunnar ekki meira en svo, að
hann veitti mér hæstuverð-
launin, þrátt fyrir mótmæli
þessarar frægu sýslunefnd-
a r.
Eftir þennan skell hefði mátt búast
við, að hreþpstjórafundurinn næsti
hefði gætt sín betur, að láta ekki odd-
vita sinn leiða sig út í nýja ófæru og
nýja minkun í meðferð þeirra mála,
er mig snerta. En þessu var ekki að
heilsa, og er óhætt að segja, að marg-
ir mætir menn, sem til eru óneitan-
lega í þessari sýslu, bera kinnroða
fyrir aðgerðir þessarar hreppstjórasam-
kundu.
Eftir fundargerðinni lítur svo út, sem
eg hafi jafnan óhlýðnast þeirri skipun
sýslunefndarinnar, að minka eftirstöðv-
ar hreppsreikningsins, og að mér ein-
um væri um að kenna, hve mikið væri
óinnheimt af tekjum í lok reiknings-
ársins. En hvort ekki sé hér smldar-
lega umsnúið sannleikanum eða því
snúið upp, sem niður ætti að horfa,
legg eg óhræddur undir almennings
dóm, þegar eg hefi komið með sanna
skýringu á málinu.
Meðal teknaeftirstöðva í lok reikn-
ingsársins er árlega talin skuld fyrver-
andi oddvita Arna Magnússonar, að
fjárhæð 171 kr. 76 aur. Hreppsnefnd-
in hafði þegar árið 1896 leitað liðsinn-
Í8 sýslunefndariunar til að innheimta
skuld þessa, sem þá var 188 kr. 56
aur., eða leyfis hennar til að afnema
hana úr reikningum, og af sýslufund-
argerðinni s. á. sést, að sýBlunefndin
hefir falið oddvita sínum, að rannsaka
hvernig í málinu lægi og leggja síðan
úrskurð á málið. |>etta erindi
er s ý s 1 u n e f n d a r o d d v i t i n n
eða hreppstjóraforinginn
ekki enn farinn að fram-
k v æ m a á nokkurn hátt, og vakti
eg þó eftirtekt endurskoðara hreppa-
reikninganna á þessu með bréfi, dags.
10. febr. 1902. Ætli sakamálstilkynn-
ing væri ekki fyrir nokkru komin til
mín, ef mig sem oddvita hefði hent
slík vanrækt? Líklega er áminningin
um of miklar eftirstöðvar ekki gerð
vegna þessa tekjuliðs ? En um aðrar
eftirstöðvar í hreppsreikningunum get-
ur ekki verið að ræða, nema
innieign í verzlunum kaupmanna í
Ólafsvík, og þó að hreppsnefndinni
hafi jafnan þótt kynleg og óviturleg
sú skiputi sý9lunefndarinnar, að eyöa
þessari innieign, hefir hún þó
gert sór far um að hlýða
þessari fáránlegu skipun.
|>að sýna hreppsreikningarnir, að í
reikningnum 1900 til 1901 var inni-
eign þessi 758 kr. 95 aur., f reikning-
num 1901—1902: 440 kr. 3 aur., í
reikningnum 1902—1903: 353 kr. 22
aur.,og í síðasta reikningi 1903—1904
er innieignin orðin fyrir neðan 100
krónur.
J>að mun þykja nokkuð hjákátlegt,
að fá ávítur fyrir að vera hagsýnn og
búa vel; og ekki blandast hreppsnefnd-
inni hugur um, að hlýðni hennar við
þessa skipun hreppstjórasamkundunn-
ar getur orðið til stórtjóns fyrir hrepps-
félagið, ef sjávarafli bregzt og slys
ber að höndum, sem geta látið fjöl-
skyidur svo tugum skiftir neyðast tii
að leita á náðir hreppssjóðs, en hann
er þá tómur og lánstraustslaus. A
þetta hefir hreppsnefndin bent bæði
endurskoðara hreppareikninganna og
sýslunefndinni, en árangurslaust.
J>á klykkir hreppstjórasamkundan
út með^því, að mér sé um að kenna,
að of mikið sé óinnheimt af tekjum
í lok reikningsársins. En eg verð að
geta þess, að tvö síðustu árin hefi eg
þegar 20. apríl beðið sýslumann um
lögtak á ógoldnum tekjum hreppsins,
og mun enginn neita því, að nál. 6
vikna tími sé nægur fyrir hreppstjór-
ann til lögtaksins. En strandað
hefir á afgreiðslu sýslu-
manns á 1 ögtaksbeiðn i n n i.
Ætli hreppstjórunum hefði ekki verið
nær að kynna sér þetta áður en þeir
samþykkja að hefja »réttarrannsókn«
gegn mér.út afþessu? Eg skal t. d.
fræða um, að 24. apríl þ. á. sendi eg
hraðboða inn í Stykkishólm með lög-
taksbeiðnina, en sendimaður kom aft-
ur svo búinn með þau skeyti, að Lár-
us reglulegi hefði verið lagður á stað
til að skoða sína væntanlegu Eyja-
fjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað, en
Sæmundur setti hefði neitað að á-
teikna lögtaksbeiðnina, en sagt að eg
fengi hana með næsta pósti. En svo
líða tvær eða þrjár póstferðir, að ekki
kemur lögtaksskipuuin. Hún kom
fyrst með Skálholti 3. júní. Að því
tók eg til vara tvo votta. J>essu verð-
ur ekki neitað, því sendimaðurinn og
vottarnir lifa. Af þessu leiðir, að ald-
rei hefir eins mikið og nú verið ó-
iunheimt í lok reikningsársins, og má
nærri geta, hvort mér muni ekki verða
út af þessu boðuð ný sakamálsrann-
sókn í haust.
Eg vona, að framanritað nægi til að
sýna, að samkundustjóranum snæ-
felska hafi ekki verið ókunnugt um,
að hann hafi *komið til leiðar og álykt-
að« sakamálsrannsókn móti saklaus-
um manni, og að hann á hægra með
að sjá flísina í auga bróður síns en
bjálkann í auga sjálfs sín.
J>ótt þetta sé orðið langt mál, er það
þó ekki nema lítið sýnishorn af rétt-
arástandinu hjá Lárusi og hvernig
hanD stjóruar rfki sínu og hreppstjóra-
samkundunni auðsveipnu, en jafnframt
þrekmiklu og réttvísu.
Ólafsvík í ágústmán 1904.
Helgi ÍÁrnason.
----- ■ I ■ ----
Hróarskeldulæknishérað er aug-
lýst laust 29. þ. mán., með umsóknarfresti
til 7. nóvbr Því fylgjr 1500 kr. árslaun.
Sá, sem það embætti fær, er skyldur að
setjast að á Stóra-Steinsvaði Litla-Steins-
vaði eða Ekru.