Ísafold - 03.09.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.09.1904, Blaðsíða 1
’Kemur ót ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/8 doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viB áramót, ógild nema komin só til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 3. september 1904 58. blað. 1 0. 0 F. 86929 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spltalannm. Forngripascifn opið mánud., mvd. og ld 11-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og «S V*—7>/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- ín á iiverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á bverju föstudags- og snnnndagskveldi kl. 8*/, siðd. Landakotskirkja. Glnðsbjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjákravitj- r®ndur kl. 10*/»—12 og 4—ö. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ■kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsslcjalasafnið opið á þrd., fimtud. .«g ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Yesturgötu 10,opið k sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthásstræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. ki. 11—1. Þingmannsefni Reykjavikur. Bkki væri það lóandi, þó að runnið hefði fyrst í stað tvær grímur á vel og viturlega hugsandi kjósendur þessa kjördæmis, höfuðstaðar landsins, er gera skyldi upp í milli þeirra tveggja manna til þingfarar, sem hér eru nú á boðstólum, héraðslæknis Guðmund ar Björn8Sonar og yfirdómara Jóns Jenssonar. J>eir eru báðir mjög svo nýtir menn, miklir gáfumenn báðir og áhugamenn um landsins gagn og nauð- synjar. |>eir, Bem meta mælsku höf- uðkost á þingmanni, taka hiklaust hr. G. B. fram yfir; vér eigum fáa menn honum málsnjallari. Öðrum þykir meira í hitt varið, að það sé vel og viturlega hugsað, eem talað er, stutt og laggott, skýrt og skorinort; þeir taka hr. Jón Jensson fram yfir, þótt mun óliðugra sé um mál, án þess að þeir láti sér detta í hug fyrir það, að bregða hinum um grunnhygni. f>ar getur verið munur í milli eigi að sfður. Sumir finna það hr. G. B. til for- áttu sérstaklega, að hann hafi sem kallað er of mörg járn í eldinum, þurfi heldur víða við að koma, gefi sig við of mörgu. Hann hafi á hendi mjög örðugt og tímafrekt embætti, og taki þó að sér nær alla skapaða hluti aðra. En það er sannreynt um marg- an vel gefinn og mikilhæfan elju- og áhugamann, að hann aíkastar og leys- ir vel af hendi það, sem þykir fulllagt á aðra tvo eða þrjá. Nánara skoðað er þó vandalaust að gera upp í milli þessara 2 þingmanns- efna, nú orðið að minsta kosti, eftir þingmálafundinn 27. f. mán. Framsóknarflokksmenn ólu áður það maklegt trygðarþel til Jóns Jens- sonar, fyrir alla framkomu hans bæði á þingi og utan þings, að mikið hefði þurft til þess að gera þá honum frá- hverfa. það er síður en svo, að hann hafi neitt af sér brotið í vorum aug- um, sögðu þeir. Fylgi hans við land- varuarstefnuna, svo illa sem hún var þokkuð framan af, hefir sýnt mjög svo áþreifanlega, að hann er ekki að elta það sem bezt kemur sér alment í það og það skifti, ef það ríður bág við sannfæring hans. Hann hefir áræði til að vera flokksmönnum sínum ó- samdóma, er því er að skifta og mik- ið liggur við. Og hvernig sem litið er á landvarnarstefnuna að öðru leyti, þá má óhætt þakka henni það mikið, hve vel þjóðin hefir vaknað við út af undirskriftarlögleysunni. Mótmælin gegn henni eru alls ekki kjarninn í land- varnarstefnunni, eða það, sem sérkennir hana aðallega, heldur er tilkallið um lög- lega skipun ráðgjafans f fullu samræmi við það, sem a 11 þingið ætlaðist til og fór fram á síðast. þar e i g a báðir hin- ir flokkarnir að verða landvarnarliðinu samferða. þar h 1 j ó t a þeir að vera því samdóma, ef heilt býr undir. Mikill grunur var á því að vísu fyr- ir þann fund, þÍDgmálafundinn hér 27. f. mán., að stjórnarflokkurinn ætlaði sér ekki að standa við yfirlýstan vilja sinn og alls þingsins í fyrra, heldur láta meira ráða blint fylgi við höfð- ingja sinn, hvort heldur er hann gerði rétt eða rangt, og þótt gengið hefði beint á heit það, fyrir sjálfs hans hönd og hans manna, er felst í rnarg- tilvitnuðum ummælum hans á síðasta þingi. Málgögn hans og hans flokks höfðu lagst á eitt að verja það heitrof, og málsmetandí menn úr þingliðinu því látið sama á sér heyra sín í milli að minsta kosti. Bn á fyrnefndum fundi kom fram sama sem skýlaus yfirlýsing af flokks- ins hendi um, að ekkert skuli úr þessu heitrofi gera, heldur sætta sig skil- málalaust við það háskatilræði við ís- lenzkt þing- og þjóðræði, að því ráði danskur forsætisráðgjafi, gersamlega á- byrgðarlaus fyrir alþingi, hver er sér- málaráðgjafi vor. jpingmannsefni flokksins á fundinum þeim, hr. G. B., kvað skýlaust upp úr um það. Og það hefir hann vafalaust gert með ráði flokksstjórnarinnar þeim meg- in. f>að hefir verið skilyrðið fyrir, að þeir tækju hann góðan og gildan. Og er það ekki svo að skilja, sem hann hafi það sera kallað er keypt sér fylgi flokksins með því að játast undir þá kenningu, heldur göngum vér að hinu vísu, að sú hafi verið skoðun sjálfs hans fyrir fram, en flokksfylgið hins vegar þá fyrst uppi látið, er fullgeng- ið var úr skugga um, að honum væri sú skoðun full alvara. f>að lá ekki laust fyrir framan af, flokksfylgi stjórnarliðsins við hr. G. B. f>að var ekki fyr en á 4. leyni- fundi stjórnarliðshöfðingjanna hér, til undirbúnings þessum kosningum, sem hr. G. B. komst á hornið hjá þeim. f>eir vildu ekki heyra hann né sjá á fyrri fundunum. f>á var verið að skaka með Landsbankabókarann ólöglega skipaða, hr. Ólaf F. Davíðsson; og leyndi sér ekki þá, hver hefir verið aðaltilgangurinn með að fá hann hing- að suður og koma honum að bankan- um. Og er vonlaust þótti um hann, var borið niður á einum merkum og meiri háttar iðnaðarmanni. En hvort sem það hefir þótt ekki nógu hefðar- legt fyrir flokkinn, eða eitthvað annað hefir valdið, þá var einnig hætt við hann. Hr. G. B. var varaskeifan, sem gripið var til í óyndis-úrræðum, en þó með svo ákveðinni mótspyrnu af hendi nokkurra fundarmanna, að þeir fóru sína leið samstundis, er hin- ir höfðu sitt fram. Maðurinn var og er að ymsu leyti ekki af þeirra sauða- húsi. f>etta, að hr. G. B. taldi sig utan flokka á fundinum um daginn, má ekki misskilja. f>að er auðskilið, hvað hann fór, er hann sagðist ekki geta talist »heimastjórnarmaður« af því, að hann hefði ekki verið í verki með að flytja stjórnina heim hingað. f>ar með sagði hann ekkert um það, hvort hann gengi nú 1 stjórnarflokkinn eða ekki. Og þótt svo væri, að hann ætlaði sér það, þá gerist það ekki reglulega fyr en þingmenn flokksins koma saman um þingbyrjun næst og hann þarf að fara að sækja flokksfundi með þeim. f>ess er ekki langt að minnast, að þingmannaefni hafi látið annað uppi á kjörfundum um flokksfylgi en raun varð á, er á hólminn kom. Um þess kyns brigðmælgi eða tvö- feldni kemur oss að vísu eigi í hug að væna hr. G. B., og teljum vér hitt miklu líklegra, að h a n n telji sig raunar sjálfur af fullri einlægni utan flokka, og viti hann ógjörla það, sem er, að hvórki mundi honum lánast það til frambúðar, þótt feginn vildi, né held- ur væri nein leið að því fyrir hann, að styðja þingræðið með því lagi; en þing- ræðismaður eindreginn kveðst hann vera. Bn hvað sem því líður, þá er hitt engum efa undirorpið, að stjómarliðs- höfðingjarnir helga sér hann, treysta því fyllilega, að hann v e r ð i sinn maður eindreginn, hvar sem hann svo sé staddur nú. f>eir hefðu ekki farið að gerast meðmælendur hans að öðr- um kosti. En það er fullkunnugt, að það hafa þeir nú gerst margir. Greinilegast tekur það þó af allan efa um, hvar þetta þingmannsefni á heima, er hann lýsti því yfir á fund- inum um daginn, að hin nýja stjórn hefði að sinni hyggju ekkert fyrir sér gert. f>á er með öðrum orðum hvorki ráðgjafaskipunaraðferðin nein ávirðing í hans augum, né heldur það sem gerst hefir síðan, svo sem afskiftin af bönkunum báðum, þar á meðal hið margnefnda skýlausa lagabrot við bókaraskipunina, yms atriði i embætta- skipun, meðferð á latfnuskólanum, o. s. frv. Nei. Sá maður, sem kemur til dyra svo klæddur og með slíku föruneyti, hann e r sannarlegur stjórnarliði, hvort sem honum er það sjálfum full- ljóst eða ekki. En er þá nokkurt ódæði, að vera stjórnarliði? Nei. f>ví fer fjarri yfirleitt. En eíns og nú stendur er bæði ó- þarft og viðsjárvert, að fjölga þingliði stjórnarinnar. f>að er óþarft vegna þess, að stjórn- in hefir nægan meiri hluta á þingi und- ir, og á kost á að fjölga þingliðinu sjálf með því að velja nú eintóma Bína fylgifiska gallharða í hina konung- kjörnu sveit. f>að er viðsjárvert bæði vegna und- anfarins atferlis stjórnarinnar sjálfrar, sem bent hefir verið á hér að framan, og vegna hins geysiharða aga, sem stjórnarliðshöfðingjarnir hafa á sínum mönnum, að ógleymdu því, hvernig þéir brutust til valda, en stefnuskráin hjá þeim sú aðallega, að balda yfir- höfðingja sínum við völd, hvernig sem hann svo reynist. En er þá ekki andstæðingum stjórn- arinnar jafnmikið áhugamál, að hrinda höfðingja þessum af stóli, hvað sem öllu öðru líður? Nei. f>eir vilja styðja hann af fullri alúð, ef hann reynist nýtur stjórnari og þingræðissinni. Öll brigzl í gagnstæða átt eru hé- gómi og blekking. f>að er grýla, sem vakin er upp til blekkingar við alþýðu, að stjórnarand- stöðuliðið berjist fyrir því eingöngu, að ríða ofan ráðgjafann sem nú er, og demba honum á eftirlaun. f> a ð hef- ir engan ákveðinn höfðingja, er það vill fyrir hvern mun koma til valda. f> a ð lætur sig engu skifta, hvað valdamaðurinn heitir, ef hann fer vel með völdin. f> a ð hefir enga höfð- ingja-ætt, er halda þarf uppi og alt sé við miðað. Sú var tíðin, að Reykjavfk var brugðið um, að hún væri óísUnzk, að hún væri dansklunduð. Hún mun hafa til þess unnið þá. Nú er hún að mörgu leyti einhver íslenzkasti bletturinn á öllu landinu. f>að getur enginn af henni borið, sem til þekkir og hana vill láta njóta sannmælis. Vel færi á því, að hún léti það á sannast næsta laugardag, og kysi á þing þann manninn, sem vill með engu móti gera sér að góðu fyrir lands- ins hönd, að dönsk stjórnarvöld, dansk»

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.