Ísafold - 03.09.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.09.1904, Blaðsíða 2
230 ur forsætisráðgjafi hlutist svo stórkost- lega til um slíkt höfuðatriði í sjálfsfor- ræði voru sem það, að h a n n ráði því, hver er sérmálaráðgjafi vor, hver er íslandsráðgjafi. Sá maður er Jón yfirdómari Jensson. Haun hefir auk þess mjög rnikla kosti til að bera, þá er þingmann mega prýða. Vér eigum engan mann uppi nú vor á meðal, sem kippir meir í kyn Jóns Sigurðssonar að einbeittri alúð og fast- heldni við réttmætar þjóðfrelsiskröfur vorar, hreinlunduðum sannfæringar- kjarki og fölskvalausri ættjarðarást. Að þekking og vitsmunum er hann meðal vorra allrafremstu manna. þar fer saman einlægur framfaraáhugi ann- ars vegar, og hins vegar varfærni og fram8ýni hins hygna manns. f>að er meira en lítið varið í að eiga á þingi mann, sem óhætt ér að treysta, að aldrei víkur þverfótar út af þeirri braut til sannra þjóðþrifa, er samvizka hans og óvenju-glögt hyggjuvit segir honum rétta vera, ekki sízt á þeim tímum, er hringlandi og stefnuleysi verður ofan á, en ófrjó valdafíkn og taumlaus met- orðagirnd hafa mest gengi. Öfugi peiminn. Skriftólið, sem ávalt eins og af sjálfu sér eftir innri hvöt setur fram öfugmæli í stað hins beina sannleika, sem teiknar skugga í stað ljóss og ranghverfir öllu, sem fyrir verður, í skrípamynd ósanninda og blekkinga, — ber þá vöru á borð fyrir mörg hundruð fullorðinna, hugsandi manna, er voru a þingmálafundinum síðasta, að þar hafi blásið betri byr með fylg- Í8mönnum valda-klíkuunar heldur en með skorinorðu og hreinskilnu máli Jóns Jenssonar. En hjá því fer ekki, að öfugi pénn- inn snúist einnig í þetta skifti á móti hagsmunum þeirra, er beita honum sér til varnar og sóknar. Mörg hundruð kjósendur í Keykja- vík eru of mörg gagnvitni til þess, að snápurinn á öfuga skriftólinu geti einn snúið ósigri valdaklíkunnar upp í sigurvinning. Og það bætir sízt úr óförunum, þótt »dánumenskan« gangi einnig fram grímuklædd í bandalagi við eiganda og ábyrgðarmann öfuga pennans al- ræmda. Menn þykjast sjá of ljóst fyrir, hver endir h 1 j ó t i að liggja fyr- ir slíkri »dánumensku«. Bandalag skriftólsins og þess grímu- manns er ískyggilegt veðramerki um forlög valdaklíkunnar. |>að sem mönn- um kann að þykja gott í fari þeirra, er völdin hafa, og vera sárt um að ekki verði algjörlega ónýtt til árang- urs fyrir þjóðfélagið, er í hættu statt fyrir tilverknað slíkra skjaldsveina, er vaða fram fyrir almenning með svo gegndarlausri ósvífni og með svo ófim- legri frekju, að alla réttsýna menn með óspiltri smekkvísi hlýtur að hrylla við. Pertinax. Hvalveiðar Norðmanna. |>eir Hans Ellefsen og L. Berg, hvalveiðamennirnir norsku, er rekið hafa hvalveiðar vestra, á Onundarfirði og Dýrafirði, eitthvað 12—14 ár sam- fleytt, eru alfluttir þaðan og austur á Mjóafjörð. Standa nú veiðistöðvarnar -vestra með öllum hinum miklu húsa- kynnum þar m. m. alauðar og mann- lausar að kalla. Af aflabrögðum þeirra eystra er ísa- fold skrifað 24. f. mán. af Mjóafirði: Um miðjan júnímánuð voru þeir Berg og Ellefsen að kalla má varla búnir að sjá hval. Nú eru þeir um það leyti að hætta. En á þeBSum tíma hefir Ellefsen veitt eitthvað á 4. hundrað hvali og feng- úr þeim á 10. þúsund tunnur af hval- lýsi. En Berg hefir fengið á 3. hundr- að hvali og rúmar 5000 tunnur af lýsí. f>að er mikil veiði. En hvallýsi er mælt að sé nú í ákaflega lágu verði á heimsmarkaðinum. Landssjóður fær þar nokkurra króna tekjur. Enda mun honum eigi af veita. í sumar-sölskins blíðu. i. Að sigla kringum landið í sólskins blíðu um hásumar. Hve nær er það fagurt og irítt, ef ekki þá? Sunnudalur, Sunnuhvammur, Sunnu- vogar. Svo finst manni nærri alt mega heita og eiga að heita þá. En líklegast heldur Svalvogar á þorranum Hvilftirnar, skorurnar, skáparnir mn í útkjálka-annesin, — alt er n ú með skrúðgrænum gróðri, bjart og broshýrt, í slíku grasári sem þetta er. Bær í björtum hvammi Þér brosir á mót. Einu gildir, hvort hvammurinn er inst við fjarðarbotn, í breiðum og grösugum dal, eða yzt við sjó, með ó- færuhlíðum eða þverhníptum björgum á tvær hendur, en jökul að baki, — alstaðar holar landinn sér niður og reisir sér bæ. Bú er betra, Þótt búkot sé, Halr er beima hver; Þótt tvær geitr eigi Og tangreftan sal, Það er þó betra en bæn. það er sjálfstæðisþráin, sem tvístr- að hefir svona fyrir oss bygð landsins, til mikils ógreiða samgöngum og sam- tökum öllum, í stað þess að búa sam- an í hverfum, eins og gerist annarsstað- ar, og hafa útnesja-hvammana og hvilftirnar til beitar. En þeir e r u töfrandi, útnesjahvamm- arnir og hvilftirnar og dalverpin, í há- sumarsólskins blíðu, er þau lykjast upp alt í einu, er minst vonum varir, þá er fyrir Lista liðu fram viðir. En Listinn hér er einhver Svalbarðs- ströndin, einhver Kaldraninn, eitthvert Barðið, einhver Stigahlíðin, svo nefnd af einstigi, eða Grænahlíð, þannig skírð í háði, af því að þar sér eigi Btingandi strá hálfa eða heila þing- mannaleið. Og svo óvenju-landgott í þessum ó- bygðahreiðrum. Skepnur gera þar þrefalt gagn. En víða fult af fiski steinsnar frá landi. Preistingin þessi tvenn. Ekki hugsað þá um hamfarir kára gamla á vetrum. Hann hefir gert þar mannahíbýlin sum svo kúruleg, að ilt er að greina í góðum sjónauka af skipsfjöl örskamt frá landi frá þúfum og smáhólum annarsstaðar í túnbleðl- inum. Sumstaðar vinnur hann alveg slig á bygðinni og hrekur þaðan alt kvikt um tíma, menn og málleysingja. En svo er ef til vill reist þar bygð aftur, eftir einn mannsaldur eða svo, þegar hrakfarirnar fyrri eru úr minni liðnar. Á Þönglabakka við Þorgeirsfjörð, Þar er ávalt nógleg jörð, stendur í einhverjum gömlum öfug- mælaljóðura, í háði talað. En ákaf- lega getur verið búsældarlegt þangað heim að sjá á sumrum. Og fiskisæld mikil þar að jafnaði, að kunnugra sögn. Mundi það vera tómur hugarburður og skýjaborgasmíð, að nýjum Otto Wathne, sem settist i Flatey á Skjálf- anda, með nóg fé milli handa, — haun mætti gjarnan vera og ætti helzt að vera al-íslenzkur — yrði lítið fyr- ir að ausa þar auð fjár upp úr sjón- um á skömmnm tíma? J> a r getur engan veginn kallast óvistlegt. En ’nægðiu til fiskidráttar mjög fágæt. f>ar þarf ekki aðbíða þess, að síldartorf- urnar skríði alla leið inn í fjarðarbotn. En samgöngur við aðra landsfjórð- unga og önnur lönd engu óhægri þaðan né fátíðari nú orðið en var frá Reykja- vík fyrir svo sem einum mannsaldri eða ekki það. Vér erum ekki búnir að læra til hálfs enn hyggilega hagnýting hinna stórum auknu og landssjóði ærið kostn- aðarsömu samgöngufæra á sjó, öðru vísi en til ferðalags í hæsta lagi og aðflutninga frá öðrum löndum. Siglufjörður er ein útkjálkahvilftin. |>ar lágu nú, í miðjum f. mán., gamlir sujóskaflar alveg niður við láglendi að kalla. þar var farið á skíðum milli kauptúnsins og prestsetursinsá Hvann- eyri í fardaga lok. Og þó kom bat- inn þar, skjótur og gagngerður, eins og annarsstaðar, nær 3 vikum áð- ur, fyrir hvítasunnu. Jökullinn var svo mikill og seinunninn, þrátt fyrir beztu sólbráð. En nú var alt vafið í grasi. Einstaklega björgulegt, til lands og sjávar. Sjávarfengurinn þó marg- falt tilkomumeiri þá. Gullinu ausið upp úr sjónum líklega svo tugum tunna skifti. En — af Norðmönnum aðallega eða nær eingöngu að kalla. J>ar hafði komið síldarganga óvenju- mikil fyrir fám vikum, þar og í Eyja- fjörð utanverðau. |>á létu Norðmenn ekki á sér standa. |>eir voru óðara þar komnir með á annað hundrað fiski- skútur, auk fjölda gufuskipa til milli- flutninga. Floti þessi hinn nnkli var sumur frá Stafangri og Hauga- sundi, en meiri hlutinn frá Álasundi; þar veitir ekki af að draga vel að sér til uppbótar fyrir brunann mikla í vetur. |>eir láta hendur standa fram úr ermum, Norðmenn, þegar þeir komast í annan eins vað. J>rjú eða fjögur geymsluhús höfðu þeir nýreist fyrir ofan fjöruna í Siglufirði, og síldartunnur lágu þar uppfrá í stórum flekkjum, svo þúsundum skifti, og biðu flutnings. Flutningaskipin höfðu ekki undan. Um 30 kvenmenn höfðu verið fengnir innan af Eyjafirði til að gera til síldina (kverka hana) og salta, í viðbót við það sem Siglufjörð- urinn gat mist, og 40 höfðu Norðmenn útvegað sér heiman að, austan um haf. Daglaunin 6—8 kr.; sumar kom- ust upp í 10. Gjaldið er 50 a. á tunnuna; en 12—16 tunnur leika sér vanir kvenmenn að fylla á dag, og komast sumir alt að 20. Varla fekst til matar úr sjó um þessar mundir á Akureyri eða í innan- verðum Eyjafirði. Og mjög svo ráða- lausir stóðu menn uppi þar að eiga hlut í þeim mikla uppaustri í utan- verðum firðinum, ekki lengra en það er. Vantar að geta fært útgerðarbú- slóð sína og mannafla í snatri þangað, sem síldina ber að landi, þótt litlu muni tíl þess að gera. J>ar þarf inn- fjarðargufubát. — Merkilegt, að ekki skuli vera bygð í þe8sum dal, segir einhver farþeganna, er við blasti beint upp undan grösug- ur dalur, mjór og langur nokkuð, milli Barðans og Skagafjalls, framau á nesinu milli Ónundarfjarðar og Dýra- fjarðar. Hann heitir Nesdalur. J>eir hafa hann fyrir nauta-afrétt, Onfirðingar, anzar einhver kunnugur. J>au eru þar í sjálfheldu, nautiu. Landið ætti að kaupa dalinn, segir annar, og gera hann að afrétt fyrir grænlenzk moskusnaut. J>aðan mætti 8Íðan birgja upp alla heimsins dýra- garða að þeirri fágætu skepnu, sem keypt er dýrum dómum, jafnvel gefið fyrir svo þúsundum kr. skiftir, auk þess sem naut þessi er hin arðsam- asta skepna hins vegar vegna ullar og: holda, og mætti fylla með þeim óbygðir landsins; þau ganga úti í hörðum vetrum. En að ná þeim, lengst norðau vir Grænlandsóbygðum austanverðum? Hefði þessum 50 þús. kr., sem bætt var við Samein. gufuskipafél. á al- þingi í fyrra, verið varið heldur til að búa leiðangur í þeim erindum í sam- lögum við norsk belveióiskip eða hval- veiða, er þar reka veiði sína nærri sumar eftir sumar, mundu þær hafa borið mun meiri arð. Já, hver kann þar um að dæma? B. J. Undirröðurs-ólilntvendni. J>eim kvitt hefir brugðið fyrir (en getur þó vel verið tómur uppspuni úr miður hlutvöndum »heimastjórnar«- mönnum), að beitt sé þeim rógi gegn héraðslækni Guðm. Björnssyni til að spilla fyrir kosningu hans, að hann ætli sér, ef hann kemst á þing, að fá lögleidda vatnsveitugjaldsskyldu á bæj- armenn alla, hvort sem þeir nota hina fyrirhuguðu vatnsveitu eða ekki, ef hún kemst á. J>að þarf mikla óhlutvendni til þess að beita slíkum rógi, þvert ofan í ský- lausar yfirlýsingar hans á almennum borgarafundi hór í vor, og þvert ofan í það sem allir því máli kunnugir vita, að satt er og rétt. ísafold er andvíg kosningu hr. G. B. á þing í þetta sinn, af greinilega útlistuðum ástæðum á öðrum, stað hér í blaðinu. En á svona löguðum vopn- um gegn houum í þessari kosningar- baráttu hefir hún megna andstygð, og leyfir sér að skora á sína bandamenn í þeirri baráttu — e f nokkrir eru þar á meðal, er slíkum eða þvílíkum ráðum beita, — að óvirða ekki réttan og góðan málstað með þess kyns athæfi. Bremiisteinsnáuii Breta í J>ingeyjarsýslu er hú það miðað áleiðis, að fullráðið er, að brennisteinn verði tekinn upp í haust úr J>eistareykjanámum og honum ekið til sjávar í vetur á hjarni og ís. Leigusamningur um námana kvað hafa verið gerður um miðjan f. m., við Grenjaðarstaðakirkju, og er leigan 1800 kr. eitt skifti fyrir öll og 1 kr. gjald að auki fyrir hverja smálest brennisteins, sem flutt er úr námun- um. Járnbraut á því næst að laggja næsta suinar frá námunum til Húsa- víkur. Englendingur sá, er fyrir ræður framkvæmdum þessum og Mr. Black nefnist, kvað og hafa skoðað Fremri- Námur, og vill halda, að þar sé ein miljón smálesta af brennisteini. J>ær námur á landið. Landsbnnaðarfélagið. Forseti þess, lektor J>órhallur Bjarn- arson, kom með Hólum frá Seyðis- firði. Eftir fundarhald á Akureyri i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.