Ísafold - 03.09.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.09.1904, Blaðsíða 3
231 milliþinganefnd í lnndbúnaðarmálum hafði hann í lok júlímánaðar farið austur fingeyjarsýslu til Vopnafjarð- ar og þaðan um Héraðið. Á þeirri leið hélt hann fundi að Grýtubakfea í Höfðahverfi, á Hofi í Vopnafirði og að Eiðum. Ásamt starfsmönnum fé- lagsina, er voru nyrðra, var hann á nokkrum fundum í Skagafjarðar og Eyjafjarðar sýslum og við sýningar í Vatnsdal og á Sauðárkróki, og á að- alfundi Eæktunarfélags Norðurlands í byrjun júlímánaðar. 'Að stjörna og að lilýða. Margt er þarft sagt og vel sagt í nýkomnum Aldamótum (13. árg.). f>að er og engin nýlunda um það rit. Les- andinn rekur sig þar á hvern hug- vekjukaflann eftir annan, sem honum verður ósjálfrátt að segja um: þetta þyrfti hvert mannsbarn á landinu að heyra og taka vel eftir því. Hér er ein slík klausa, úr grein, sem heitir Skólastjórn með enskum þjóð um, og víkur að ólaginu alræmda á lærða skólanum hér, um leið og lýst er gagnólíku lagi á enskum skólum. |>ar er farið svofeldum orðum um eitt alkunnugt þjóðarmein vort: Vér höfum eigi lært enn þá list, að stjórna. Og enn síður höfum vér num- ið listina þá að h l ý ð a. En til þess að læra að stjórna þurfum vér fyrst að læra að hlýða. Vér þekkjum eng- an heraga, eigum engan hershöfðingja, er byrjað hefir og orðið að æfa sig í að hlýða án skilyrðis og mótmæla í hverju, sem honum hefir skipað verið, og hefir áunnið sér foringjatign sína með því, að taka öðrum mönnum fram í hlýðni. Vér eigum heldur engin stór hafskip, er ganga milli landa, þar sem líf og velferð er undir þvf komin svo að segja dags daglega, að sýna ná- kvæma hlýðni í öliu. Ekki eigum vér heldur neiuar eimlestir, er gangi með miklum hraða yfir landið þvert og endilangt, þar sem ábyrgðin er svo ó- skapleg, að eitt óhlýðnisatvik getur orðið hinu ótakanlegasta fjörtjóni vald- andi. Alt þetta kennir þjóðunum að hlýða. En í þennan þarflega skóla fær svo sem enginn ísleadingur að - ganga- þ>egar komið er til íslands á stóru útlendu hafskipi, þer sem verið hefir stjórn og regla í ágætu lagi alla leið, og naumast heyrst orð talað, þegar skipshöfnin hefir verið að gegna störf- V um sínum, nema fyrirskipanir skip- stjóra í örscuttum setningum, bregður manni heldur en ekki í brún, þegar bátarnir koma úr landi, þar sem allir tala og skipa fyrir, ekkert heyrist fyr- ir eintómri orrahríð orðanna, alt lend- ir í fumi og ráðaleysi, því enginn kann að stjórua og enginn að hlýða. Mað- ur þarf eigi annað en að veita þessu eftirtekt, til þess að sannfærast um, hve skamt vér erum ó leið komnir í þessu tvennu. J>ó að þessi lýsing í síðustu máls- greininni, um orrahríð orðanna o. 8. frv., eigi hér engan veginn alstaðar við nú orðið, sem betur fer, þá eimir þó svo mikið eftir af því sleifaralagi á stjórn og aga, sem þar er lýst, að ekki verður raunar ofsögum af því sagt yfirleitt, né nein vanþörf á, að fara um það beiskum orðum og alvar- legum. Veitt brauð. Tröllatunguprestakall hefir veitt verið 31. f- m. Joni Brandssyni presta8kólakandidat. Til fiskimanna á íslandi. Á hafrannsóknarskipinu Thor hefir í sumar verið merkt og slept aftur allmiklu af þ o r s k i á ýmÍ38Í stærð (mest þyrsklingi og stútungi). Merk- ið er hvítur beinhnappur og látúns plata með stöfunura Da og númeri (eins og á kolunum í fyrra). Merkið er fest (með silfurvír) á tálknlok (kjálkabarð) fisksíns. Ef nú fiskimenn á Islandi skyldu veiða þannig merkta fiska, eða skar- kola þá, er merktir voru í fyrra, þá er það vinsamleg bón mín til þeirra, að þeir vilji senda merkið, ásamt skrif- legri skýrslu um, hvar, hvaða dag máuaðar og á hvaða dýpi fiskurinn veiðÍ8t og nákvæmt mál á lengd fisk&ms (i þumlungum eða sentiinetr- um) frá snjáldri til enda sporðuggans, til Bjarna Sæmundssonar fiskifræð- ings í Eeykjavík. Borgar hann fyrir mína hönd 1 krónu fyrir hvert merki (ósamt meðfylgjandi skýrslu) og burð argjald, er á kann að falla. Eg vil einnig biðja alla málsmet- andi menn, er áhuga hafa á þessu málefni, að hvetja almenning til að hafa góðar gætur á hinum merktu fiskum og vanrækja eigi að gefa skýrslu um þá, og halda merkjunum til skila, ef þeir veíðast. fess skal getið, að merking þessi er gjörð til þess að komast eftir því: 1) hvernig þorskurinn hagar göngu sinni við ísland, og 2) hve lengi hann er að ná fullum vexti. Loks vil eg biðja þá fiskimenn, er ekki halda blöðum sínum saman, að klippa þessa grein úr og geyma hana, svo síður sé hætt við, að þau atriði gleymist, er skýrslu þarf að gefa um. Thor p. t. Keykjavík 27. ágúst 1904. ' • Jolis. Schmidt Dr. phil. Skiptapi og inanntjón. Skrifað er ísafold af Austíjörðum í f. mán.: jþað slys vildi hér til í sumar, að fiskiskúta, er Konráð kaupm. Hjálm- arssou á Mjóafirði hafði keypt sér fyr- ir skömmu í Norvegi til að hafa hér við reknetaveiðar, kollsigldi sigíNorð- fjarðarflóa í landnorðanstormi og stór- sjó 14. júlí. Var þó skipið sagt gott sjóskip, og vel reyndist það hingað til lauds og hrepti þó versta veður. Skip- verjar voru 8 alls, 7 íslendingar, alt ungir menn og dugandi, og 1 Norð- maður, skipstjórinn, hann komst af, en hinir druknuðu allir; og bjargaói hon- um það, að hann kunni að fleyta sér á sundi. Hann var 3 stundir á kjöl, þar til er hvalveiSabát úr Mjóafirði bar þar að, frá Berg, og bjargaði honum, en dró skipið inn á höfn á Norðfirði. |>eir er druknuðu voru : Ólafur Ólafsson, kvæntur, átti 2 börn ó öðru og fyrsta óri, var búinn að vera nokkur ár þar í Mjóafirði; Jónas Eyólfsson, Erlendur Sigurðsson, Jporsteinn þorsteinsson, Magnús Gísla- son, Jón Jónsson, allir Sunnlendingar. Og loks Páll Eyólfsson, austfirzkur. Skipið hét Hanna. Dáinti er hér í bænum 31. f. mán. fyrrum al- þingismaður Daníél A. Thorlac- ■ i u s, eftir langa vanheilsu (máttleysi), rúmlega hálfáttræður, f. 1828. Hann var sonur hins þjóðkunna merkismanns Árna heit. Ó. Thorlacius umboðsmanns í Stykkishólmi. Hann var við verzl- un öðru hvoru framan af æfinni, kaup- félagsstjóri um eitt skifti, og þing- maður Snæfellinga nokkur ár. Hann var kvæntur Guðrúnu Jósefsdóttur héraðslæknis Skaftasonar, er lifir mann sinn, ásamt 3 börnum þeirra hjóna, og er þar á meðal kona Magnúsar kaupm. þórarinssonar. og Árni D. Thorlacius búfræð. Daníel heit. Thorlacius var val- menni og áhugamaður um almenu ingsmál. Ilt er að eiga — Það er &att bezt að segja, að því fer fjarri, að hr. Guðm. Björnsson sé öfunds- verður af greiðvikui og vinahótum hinna uyju flokksmarma sinna, »heimastjórn- armannanna«. Fyr má nú vera frammistaða! Jón Olafsson, merkisberi hans á kjós- endafundiuum á laugardaginn var, bar þar uierkið svo fimlega, að til fullkom- ins ósigurs ieiddi fyrir þá félaga. Það var fyrsti greiðinn, sem »heimastj.mennirn- ir« gerðu þingmannsefui sínu. Svo kemur Þjóðólfur í gær. Hann vill auðvitað ekki vera eftirbát- ur annara í greiðvikninni við vini(?) sína, fremur en vant er. En greiðinn er reyndar ekki þægilegri en svo, að það er jafnvel efamál, hvort Þjóðólfi er tráandi til að gera annan eins bjarnar- greiða af fákænsku einni. Það er einmitt í því rnáli, sem ætla mætti að væri aðaláhugamál hr. G. B. og helzt væri von til að gæti áunnið honum fylgi kjósenda fram yfir hitt þingmannsefnið, sem sé bindindismáliuu. Þjóðólfur er svo hlálegurað birta a sömu blaðsíðunni svör hr. G. B. í því máli á kjósendafundinumog svör hans við spurn- ingutn G.-T.-stúknanna hér í bænum. Það er öllum templurum vitanlegt, að hr. G. B. hefir jafnan, síðan hann gerðist bindindismaður, verið mjög ákveðinn v f n- sölubannsmaður, og svo hefir hann verið alt til þessa; en atinars hefir vín- sölubannsstefnan mjög lítið fylgi meðal templara og landsmanna yfirleitt. En á kjósendafundinum brá svo kyn- lega við, að þingmannsefnið m i n t i s t varla á þá stefnu, en vildi þó á hinn bóginn ekki f'ytja aðflutningsbanns- frumvarp á þingi fyr en þjóðin hefði greitt atkvæði í því ntáli við þingkosn- ingar 1908 eða 1909. Frá þessu skýr- ir Þjóðólfur, og er honum trúandi til að hafa það rétt eftir. Fjórurn dögum síðar koma svo svörin við spuruingum G.-T. stúknanna, og skýr- ir hr. Árvakur ftá þeim á sömu blað- síðu í Þjóðólfi. Nú er hr. G. B. orðinn yrðislaust, eftir því sem Árv. seg- ir, og notar hann tækifærið óspart til að skora á alla bindindisviui að fylgja nú aðflutningsbannsmanninum. Grípa skal gæs meðan gefst, hefir Árv. lntgsað með sér. En hitt hefir honum fráleitt hugsast, að Þjóðólfur mundi gera honum þatm grikk, að birta laugardags-skoðanir hr. G. B. (frá laugard. 27. f. mán.) á sömu blaðsíðunni. Eða kannske Árvak finnist ekkert at- hugavert við þetta? Kannske hann hafi sjálfur einhvern tíma reynt líkar »kúnstir«? Það væri þó víst óhugsandi, að hon- um hefði fyrir skemstu fundist, að næsta þing þyrfti að athuga fleiri mál en at- vinnumálin og bindindismálið, þótt hann telji nú engin öunur mál á dagskrá? Já, »við erum nú Iandvarnarmenn«, Árvakur sæll! Bindindisvinur. Siðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni á morgun kl. f> (sira Jón Helgason). Málaferlavindurimi. því munu að vísu ekki margir fást til að trúa, að hægt sé að fá blað (ísafold) dæmt fyrir að birta kæru yfir embættismanni, eða þá dóm, setn gengur honum í móti. Hvað getur þá snæfelska valdsmann- inum gengið til málaferlabröltsins við ísafold, án nokkurrar vonar um dóm sér t vil? Honutn getur gengið fleira en eitt til um það og fleira en tvent jafnvel. Hann þarf t. d. að losa prentsv6rtu- skósveininn sinn úr gapastokk sem ósannindamann að því, að hann, (valdsmaðurinn) væri búinn 26. f. mán. að höfða svo og svo mörg mál gegn ísafold út af þar til greindum mót- gerðurn. það hygst hann að gera með því, að snúa skröksögunni upp í spádóm, er hann lætur þá rætast nokkr- um dögum síðar. Gerir sér von um, að »fólkið« taki ekki eftir því yfirklóri og láti gott beita. Annað er von sú eða ímyndun, að það sama »fólk« slengi saman í hug- anum málshöfðun og dómi; að það haldi að sá, sem mál er höfðað á hend- ur, sé þar með sama sem dæmdur, og láti sér finnast til um, hvað valds- maður þessi spjari sig. þriðja hvötin getur verið sú, að af- skiftaleysi yfirboðara af vítaverðu em- bættisatferli bans verði afsakanlegra í almennings augum, er það spyrst, að blað sé lögsótt fyrir að minnast á það. Fyrir þetta þrent getur maðurinn talið sér vel tilvinnandi að þyrla upp dálitlum málaferlavindi, þótt vonlaus sé um frekari árangur. Eitt er og nokkur bending, hvert vit muni vera í þessum málshöfðun- um, og það er það, að ekki hefir feng- ist gjafsókn í þeim né þar til heyr- andi hreinsunar-skipun, ekki meir en vant er þó að standa á þeim greiða við embættismenn, sem þurfa að hefna sín á berorðum blaðamönnum. En það er nú einu sinni svo um þá, að enginn málaferlavindur keyrir þá í skriðdýrahóp brotlegra embætcis- manna. " Aðflutningsbann eða vínsölubann Athugasemd. Þess er getið í síðasta blaöi ísafoldar, og nú í dag eudurtekið í Þjóðólfi, að Guðm. héraðslæknir Björnsson hafi, sem svar upp á fyrirspurnir frá ntór á þing- malafundinum um bindindismálið, tjáð sig með aðflutningsbanni, þegar það sýndi sig, að meiri hluti kjósenda landsins væri því hlyntur; annars hafi hann talið vínsölubann vænlegra sem millistig. í tilefni af þessu vil eg leyfa mér að gera þá athugasemd, að eftir því, sem síðar er fram kornið, er þetta n ú, að minsta kosti, e k k i hin rétta skoðun Guðm. Björnssonar á bindindismálinu. Eftir að þingmálafundurinn var haldinn, sendu stúkurnar hér í Reykjavík skrif- legar fyrirspurnir til þingmannaefnanna beggja, meðal annars um það, h v o r t þeir vildu greiða atkvæði með aðflutningsbanni hv e n æ r sem það kærni fram áalþingi, o g hvort þeir vildu gjörast flutningsmenn að aðílutnings- bannsfrumvarpi þegar á næsta þ i n g i. Þessum spurningum hefir G. B. báðum svarað j á t a n d i, og hefir engin skilyrði sett um meiri hluta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.