Ísafold - 24.09.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eöa
tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/, doll.; borgist fyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé ti)
útgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
XXXI. árjK.
Reykjavík lauffardaginn 24. september 1904
63. blað.
I 0. 0 F. 8693081/,
Augnltzkninq ókeypis 1 ne 3. fird. á
hverium mán. kl. 11—1 i spttalanum.
Fornqripasnfn opið mánnd., mvd. og
ld '1-12.
Tflutábankinn opinn kl. 10—8 og
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á liverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á bverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 81/, siðd.
Landakotskirkja. Guðsbjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum lielgum degi.
Landakot.sspítali opinn fyrir sjúkravitj-
endur kl. 107s—12 og 4—(i.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
?fci 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafit opið livern virkan dag
kl. 12—3 og kl. 8—8.
Landsskjalasafnid opið á þrd., fimtud.
■ og ld. kl 12—1.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
4 sd. kl. 2—3.
Tannlœkniny ókeypis i Póstliússtræti 14b
< og 3. múnud. hvers inán. kl. 11—1.
Af ófriðinum.
Einhver hin mikilfenglegasta orusta
á síðari tímurh hefir það verið, þessi
sem Rússar og Japanar háðu í mán-
aðamótin síðustu við Líaó-Yang. þar
hefir barist nær hálfri miljón manna
og mauntjón orðið geysimikið; um það
er engin vitneskja enn fengið að
marki. það leikur á 20—30 þús., er
fallið hafði eða óvígir orðið af Japön-
um. Og líklega annað eins af Rúss-
um.
Kuropatkin hefir ekki staðnæmst í
Mukden, borginni helgu og höfuðborg
í Mandsjúríu, legstað keisarættarinnar
kínversu, 8 mílur danskar norður frá
Liaó-yang, heldur hefir hann haldið
lengra norður á bóginn og býst nit við
þar 8em heitir Tieling, 9—10 raílur
þaðan í norður. þar er sagt landslag
hentugra til viðnáms. |>ar búastJap-
anar sem óðast að sækja hann á ný-
jan leik og láta yfir lúka með þeim
áður en vetrar. f>eim er nú miklu
hægra orðið um aðflutning frá sjó en
áður. Her Rússa sagður lítt við bú
inn vetrarhörkum, klæðlítill nú jafn-
vel, og mjög bilaður að kjark og á-
ræði fyrir það, að þeir hafa til þessa
borið jafnan halt höfuð af hverjum
fundi við Japana, hvort heldur smátt
hafa við ázt eða stórt.
það hafði verið alla tíð áform Kúro-
patkins, meðan hann sat í Líaó-Ya,ng,
að þreyta Japana þar og vinna her-
deildir þeirra sína í hverju lagi, í því
8kyni að komast síðan suður á bóg-
inn og bjarga Port Arthur. Nú er
það alveg búið að vera.
Vistaskortur mikill orðinn í Port
Arthur,- j;n vörn haldið uppi þar
enn og ekkert lát á.
Japanar kváðu vera að láta kaupa
sér hesta af harðfengu kyni í Canada
og Montana í Ameríku, til vetrarins.
Nýr liðsauki var á ferð heiman frá
Japan, um 40,000 manna. |>ar hlýt-
ur að vera farið að ganga á mann-
afla þó.
Svo er enn sem fyr um viðureign
Rússa og Japana í umsátinni um Port
Arthur, að þar segir fátt af áreiðanlegt,
með því að Japanar verjast vandlega
allra frétta, en Rússum þar varnað
allra málskifta við aðra. f>að eitt er
fullyrt, að tnikið sé þar mannfall af
hvorumtveggja, og þó meira af Jap-
önum, hægra að verja en sækja. En
það horfa þeir ekki í, Japanar.
Eiahverju sinni hafði allmikil sveit
Japana orðið fyrir því, er þeir höfðu
unnið eitt útvirkið og runnu þaðan á
Ieið til hins næsta, að svo var sem
jörðin spryngi undir þeim og gysi eldi,
en mold og grjót og mannabúkar alt
í einum mekki hátt í lofti uppi. Rúss-
ar höfðu grafið þar f jörðu sprengi-
vélar tugum saman, og kveikt í með
rafmagni, er Japana bar þar yfir.
|>ær ullu eldgosinu og eyddu allri
þeirri sveit fjandmanna þeirra.
Fyrir fiotaleifum Rússa í Port Arth-
ur hefir ráðið Ucthomski fursti síðan
er Makaroff aðmíráll féll 13. apríl
(sökk með Petropaulovsk). Hann var
settur frá embætti 2. þ. m., en
Wirén höfuðsmaður skipaður í hans
stað.
Af alþitigiskosnlng; ísfirðinsa
segír svo ritstjóri þjóðviljans, al
þingismaður Skúli Thoroddsen, sem
staddur var á ísafirði kjördaginn,
meðal annars í blaði sínu:
nDagana á undan kosningunni höfðu
stjórnarmenn haft atkvæðasmala sína
á sífeldum þönum fram og aftur um
kaupstaðinn og töldu sér sigurinn vís-
an, þóttust hafa minst 30 atkvæði
vís fram yfir mótflokkinn.
Mælt er, að einn hinna meiri hátt-
ar atvinnuveitanda 1 því liði hafi og
látið einn þjóna sinna safna s k r i f-
legum atkvæðaloforðum með-
al verkmanna sinna, og munu hafa
verið bygðar töluverðar vonir á því
miður drengilega tiltæki. — — —
Við 40 af atkvæðaseðlum síra Sig-
urðar og 42 a£ atkvæðaseðlum síra
þorvalds þótti og yfirkjörstjórninni
það athugavert, að krossinn náði ým-
ist ekki fyllilega út í hringinn, eða þá
að einhverju leyti út fyrir hann, en
mat þó þá atkvæðaseðla gilda.
Vansmiði þessi, er virðast að vísu
all-afsakanleg,, þar sem ko3ningaraðferð
þessari var nú beitt í fyrsta skifti,
hefði óefað orðið færri, ef kjörstjórn
eða þingmannsefni hefði leiðbeint
kjósendum í kjörstjórnarherberginu,
áður en kjósandinn gekk inn í kjör-
herbergið; en það var látið ógert, enda
mun enginn kjósandi hafa beiðst slíkr-
ar leiðbeiningar sérstaklega*.
f>að sést á atkvæðatölunni, að ef
þessir 40 og 42 atkvæðaseðlar hefðu
verið gerðir ógildir, mundi atkvæða-
munurinn milli þeirra þingmannsefn-
anna ísfirzku hafa orðið heldur meiri
að tiltölu. |>á hefði síra Sigurður haft
.37 atkvæði, en sfra f>orvaldur 31.
....>------------
Síðdegisguðsþjónusta i dómkirk-
junni ú morgun kl. ö (sira J. H.).
Fágætt fiskahlaup.
Um miðjan f. mán. (ágúst) varð
vart við dálítið hlaup af m a k r í 1
(scomber scombrus) í Skaga-
firði, við Sauðárkrók. f>ar veiddust
af honum eitthvað um 20 fiskar. Frá
því var sagt í Norðurlandi 27. ágúst.
Meiri brögð hafa þó orðið að þessu
markríl8hlaupi í Hrútafirði, því frá
Borðeyrí var mér skrifað 10. þ. m.:
»Hinn 20. ágúst sáust torfur hér á
firðinum, er haldið var fyrst að væru
síldartorfur og lögðu því síldarnet.
Veiddust þá nokkrir makrílar, en síld
engin, og einnig næstu daga til 25.;
þá fór hann að hverfa. Torfurnar
voru geysistórar, og gengu því nær
inn í fjarðarbotn, en síldarnetin voru
of smáriðin til þess að makríllinn gæti
veiðst í þau*.
Til sannindamerkis séndi bréfritar-
inn Náttúrugripasafninu einn fisk.
f>etta er ekki í fyrsta skifti, er fisk-
ur þessi hefir sést hér við land; 'en
áður hafa það að eins verið einstaka
flækingar, sem slæðst hafa hingað með
síld.
Hinn fyrsti af því tægi, er full vissa
er fyrir að sést hafi hér, veiddist í
síldarnet í Keflavík við Faxaflóa 6.
júní 1898. Hann er geymdur hér í
safninu.
Annan fekk safmð 10. sept. 1900
frá Vestfjörðura, og 1 fekst f.Eyjafirði
um likt leyti; auk þess hefir mér ver
ið sagt, að hans hafi orðið vart víðara,
einkum í Hafnarfirði (sbr. Skýrslu Nátt-
úrufræðisfél. 1899—1901, bls. 19). En
þetta er í fyrsta skifti, svo menn viti,
að hann hefir kornið hér að landi í
stórhópum.
Vanalega verður hans lítió vart þeg-
ar kemur norður fyrir Hjaltland. En
ekki væri neinum ami í því, ef þessi
fagri og mjög svo nytsami fiskur vildi
venja komur sínar hingað betur. Vel
má vera, að lík hlaup og þetta hafi
komið hér áður, þótt þeirra hafi ekki
orðið vart, þar sem síldiuni var held-
ur enginn gaumur gefinn.
Lengd fullvaxins makríls er 15—18
þml. og þyngdin kring um 2 pd.
Hann heldur sig úti í hafi á vetrum,
en gengur upp að ströndum á vorin
og sumrin til hrygningar. Eftir hrygn-
inguna slangra oft torfur af honum
langt inn í firði og sund. Egginfljóta
og klekjast út við yfirborð sjávar.
Hann lifir á ymis konar smákrabba-
dýrum og fiskaseiðum.
Makríllinn er veiddur mjög við aust-
urströnd Bandaríkjanna í N.-Ameríku,
1 Englandshafi og hafhlutum þeim,
er liggja inn úr því, ýmist í net,
neknet (möskvavídd l8/s—D/2 þml.,
dýpt U/a—2fðm.), lagnet eða kvíanet,
eða á dorg, sem dregin er á eftir skip-
um á siglingu.
Bjarni Sæmundsson.
Hlutabanknntbnin
tóku til starfa 1. þ. mán., eins og
til stóð, á Akureyri, ísafirði og Seyðis-
firði.
pað hefir heyrst af Akureyri sérstak
lega, að þar hafi verið þegar mikið
aðstreymi að því fyrstu vikuna og al-
menningi líkað við það mætavel. For-
stjóri þess er porvaldur l ;>m. Davíðs-
son og gæzlustjóri Eggert Laxdal
verzlunarstjóri, en gjaldker iH. Schiöth
er áður var póstafgreiðslumaður lengi
á Akureyri.
|>eim rógi hafði beitt verið í sumar
á Akureyri af sumum' andstæðingum
Páls Briem, til þess að spilla fyrir
kosningu hans, að Hlutabankaútbúið
ætlaði að beita okurkjörum, er það
væri orðið eitt um hituna, en hann
(P. Br.) hefði ráðið mestu um það, að
sparisjóðirnir voru lagðir niður báðir
og látnir renna inn í bankann, auk
þess sem hann væri einn í stjórn að-
albankans í Reykjavík. En rógur
þe8si kom vitaskuld rógberunum sjálf-
um í koll, er það sýndi sig löngu fyr-
ir kjördag, að hann var gersamlega til-
hæfulaus uppspuni, sannleikanum al-
veg gagnstæður.
Af hinum útbúunum 2 eru engar
sérstaklegar fréttir komnar þann stutta
tíma, er þau hafa staðið.
Amtmenn, stiftsyíirvöld
og landfögeti.
pað er kunnugt, að þau embætti
eiga að hverfa úr sögunni, samkvæmt
lögunum um hina æðstu umboðsstjórn
landsins, frá í fyrra.
Nú er komin konungleg tilskipun
um, hvernig skifta skuli störfum þeim,
er þessum embættum hafa fylgt, dags,
23. f. mán.
Af störfum amtmanna er margt
falið sýslumönnum og bæjarfógetum,
svo sem ýmsir sektarúrskurðir; af-
skifti af barnsfaðernislýsingum og
hjónaskilnaðarmálum og fjármálum
hjóna; skipun hreppstjóra, yfirsetu-
kvenna og sáttamanna utan Reykja-
víkur; að veita tombóluleyfi; að selja
af hendi og gefa út ýms leyfisbréf.
|>á eru nefndir ýmsir sjóðir, er amt-
menn hafa verið í stjórn fyrir, og fyr-
irskipað, að þar skuli koma í staðinn
hlutaðeigandi sýslumaður, o. s. frv.
Til að hafa á hendi forsetastörf og
framkvæmdarstjórn fyrir amtsráðin
skipar 8tjórnarráðið einhvern af sýslu-
mönnum amtsins eða einhvern annan
lögfræðing f þeim landsfjórðungi.
Önnur störf amtmanna hverfa undir
stjórnarráðið.
Af 8törfum stiftsyfirvalda
hverfur undir stjórnarráðið alt það, er
snertir skólamál og kenslumál, yfir-
umsjón með Forngripasafni og Lands-
bókasafni, undirbúningur verðlagsskráa
og stjórn Thorkillii barnaskólasjóðs.
Forsæti í synodalrétti tekur forstjóri
landsyfirréttarins, í stað amtmanns
sunnan og vestan.
Öll önnur störf stiftsyfirvalda skulu
fengin biskupi í hendur.
Landsbankinn tekur við störfum
landfógeta, gegn 2500 kr. árs-
þóknun. Ráðgjafinn setur nánari regl-
ur um framkvæmd þeirra starfa.
Póstgufaskip Vesta (Gottfredsen)
kom í gærmorgun frú Khöfn, Skotlandi og
Austfjörðum. Parþegar frú Khöfn voru
meðal annarra: Magnús Magnússon stýri-
mannaskólakennari og ingeniör Koefod frú
Ritsímafélaginu norræna. Frú Austfjörð-
um kom mikill fjöldi verkafólks úr kaupa-
vinnu, og ennfremnr Jón læknir Jónsson
ú Yopnafirði og hans kona.