Ísafold - 24.09.1904, Page 2
250
Yffls missmiði á kosningunni
i Reykjavík ÍO. þ. m.
J>au urðu furðumikil hjá einni und-
irkjöratjórninni hér, þeirri í 1. kjör-
deild, er virtist hafa kynt sér kosninga-
lögin ótrúlega lauslega. Hún var að
smá uppgötva eftir á, að hún hafði
ekki veitt eftirtekt því eða því, nem
þar stendur. Mun mörgum þykja sem
vorkunn sé undirkjörstjórnum í sveit,
þótt eitthvað sjáíst þeim yfir smáveg-
is, er svo fer sem hér um hin grænu
trén, hálærða vitringa í höfuðscað lands-
ins. En vera má, að bændur í sveit
treysti ekki eins örugt hyggjuviti sínu
og láti svo lítið að renna auga yfir
fyrirmæli laganna áður en þeir fara
að beita þeim. Meira þarf varla til
þess að fara rétt að yfirleitt; því lögin
eru mjög svo nákvæm.
Fyrnefnd undirkjörstjórn hér braut
meira og minna ekki færri en ð eða 6
greinar kosningalaganna.
Hún hlýddi e k k i þeirri reglu, að
oddviti kjörstjórnar, og aðrir ekki, af-
hendi kjósanda kjörseðil hans.
Hún braut alveg 34. gr. kosninga-
laganna, sem segir, að engum manni,
sem á kjörskrá stendur, megi hún
meina að greiða atkvæði.
Hún virti vettugi fyrirmælin um,
a ð kjósandi skuli brjóta sjálfur sam-
an kjörseðilinn, a ð seðillinn sé brotinn
að eins einu sinni saman, og a ð kjós-
andi skuii stinga honum sjálfur niður
um rifuna á atkvæðakassanum. þetta
gerðu ymsir fyrir kjósendur, þar á
meðal kjörstjórnaroddvitinn sjálfur,
L. E. Sveinbjörnsson. Hann braut
saman seðla fyrir kjósendur, marg-
braut þá, og stakk þeirn sjálfur f at-
kvæðakassann; s a g ð i auk þess kjós-
endum, að tvíbrjóta þá eða meir.
Enn fremur hlýðnaðist margnefnd
undirkjörstjórn e k k i þeim fyrirmæl-
um kosningalaganna (39. gr.), að Iáta
kjósendur, sem seðill hefir ónýzt fyrir,
víkja frá atkvæðagreiðslunni að sinni,
þar til er allir viðstaddir kjósendur
hafa átt kost á að greiða atkvæði.
|>ar með óhlýðnaðist hún einnig fyrir-
irmælum 39. greinar, um að kalla þá
fram aftur síðar meir eftir stafrófsröð,
sem þurfa að fá nýja seðla, af því að
þeir seðlar hafa ónýzt fyrir þeim, er
fyrst voru þeim afhentir.
Loks óhlýðnaðist kjörstjórn þeirri
fyrirskipun kosningalaganna, að leggja
inn í þar til gerð umslög fyrir ógilda
seðla og ónotaða seðla miða með sam-
tölu seðlanna, undirskrifaða af kjör-
stjórn og þingmannaefnum eða um-
boðsmönnum þeirra.
f>etta eru leiðinleg brot alt saman
og nokkurn veginn óþörf. Hitt er ann-
að mál, hvort þau eiga að valda ógild-
ing kosningarinnar, ekki stórvægilegri
en þau eru.
Nema eitt.
f>að er brotið á móti 34. grein.
f> a ð er alvarlegt, og h I ý t u r að
varða ógilding kosningarinnar, ef nokk-
urt brot á kosningalögunum getur
gert það á annað borð. Og þegar þar
við bætist vanræksla á að hlýðn-
ast lögunum að öðru leyti, í ymsum
minni háttar atriðum, þá hlýtur það
að styrkja heldur en veikja þá vænt-
anlega sannfæring réttláts dómara, að
slíka kosning beri eígi að meta gilda.
Dáin er
á Eskifirði 30. f. mán. frú G u ð-
rún Tulinius, kona konsúls C. D.
Tulinius þar og móðir þeirra Axels V.
Tulinius sýslumanns, stórkaupm. Thor
E. Tulinius í Khöfn og kaupm. Otto
Tulinius á Akureyri o. fl., en dóttir
f>órarins heit. Erlendssonar prófasts
á Hofi í Álttafirði, er komst á tíræð-
isaldur; valinkunn merkiskona.
Yms tíðindi erlend.
Eftírmaður v. Plehve ráðgjafa hins
myrta í Pétursborg varð ekki Witte,
heldur Sviatapolk-Mirsky fursti, lands-
höfðingi í Vilna. Hann hefir fengið
gott orð, og kvað vilja vægja til um
'narð8tjórn við Einna og Pólverja, vera
hlyntur réttarbótum f frjálslega átt
innanríkis o. s. frv.
Stórslys varð í Antwerpen í Belgíu
27. f. mán. f>ar kviknaði í steinolíu-
birgðum geysimiklum og brann 5—6
milj. kr. virði, en 6 verkamenn biðu
baua.
Stúlkan, sem skaut Gustav Esmann
til bana í Khöfn 4. þ. m., hét Karen
Hammerich. Hún var scúdent, gáfuð
stúlka og ritfær vel, af góðum ættum.
Esmann á að hafa lagt hug á hana
og heitið henni eiginorði, en margrof-
ið heit sín, enda var hann alræmdur
flagari. Stúlkan var með lífi, er glæp-
urinn vitnaðist, en lézt næsta mcrgun
og hafði aldrei fengið rænu. Hiin
hafði skotið sig á sama stað *og Es-
mann, bak við eyrað.
Dagana, sem orustan mikla stóð
við Lfaó-Yang, á að hafa fundist gull-
náma í Japan, er mælt er að gefa
muni af sér sera svarar 2 þús. milj-
ónir króna. f>að kemur Japönum
heldur en eigi í góðar þarfir.
Murad V. Tyrkjasoldán fyrverandi
lézt 28. f. m. Hann var soldán nokkra
(3) mánuði á árinu 1876, frá því er
Abdul-azis var myrcur og þar til Abdul
Hamid, bróðir Murads, »morðinginn
mikli«, brauzt til valda; hann hefir
haldið þeim síðan, sem kunnugt er,
en lét varðveita bróður sinn í höll
einni í Miklagarði og sagði hann vit-
stola. Hann dó úr sykursýki.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur
1905:
Eúmar 68 þús. kr. eru tekjurnar
gerðar. þar af eru nær 2/3 aukaútsvör,
44 þús. kr. alls. f>ar næst er lóðar-
gjald 8,600 og skólagjald 4,500. Leiga
eftir 138 tún og lóðarbletti, sem bær-
inn á, nemur 2,600 kr. Sala á lóðum
er ætlast til að gefi af sér 1000 kr., í
fyrsca skifti.
Meðal útgjalda er fátækrakostnaður
aðalfúlgan, 18 þús. kr. par næst
fara 11 þús. kr. til barnaskólans. f>á
koma vextir og afborganir af lánum
með rúm 10 þús. Til vegabóta eru
þvl næst ætlaðar 8 þús. Til að lýsa
götur bæjarins rúm 2 þús., og ann-
að eins nærri því í rennur, snjómokstur
o. þ. h7!, Til vatnsbólanna 1 þús.
Lann forstöðumanns barnaskólans
voru nú hækkuð úr 1200 kr. upp
í 1500 kr. Fasti kennarinn þar hefir
900 kr. Til aukakenslu við skólann
eru ætlaðar 6000 kr.
Laun lögregluþjónanna voru og
hækkuð lítils háttar: f>. B. upp í
1000 kr. og S. P. upp í 800.
Hæst launaður af starfsraönnum
bæjarins er verkfræðingurinn, með
2700 kr.
Gjaldkeralaunin eru 1500 kr., næt-
urvarðar 700, og til aukanæturvörzlu
ætlaðar 600 kr. Sótarar hafa 700 og
600.
Eftirlaun úr bæjarsjóði hafa 2 fyr-
verandi lögregluþjónar: Jón Borgf.
280 kr. og Árni Gíslason 100 kr. En
fremur ekkja H. E. Helgasens barna-
skólastjóra 200 kr.
Ný lán hefir bærinn tekið þetta ár,
er nema 27 þús., þar af 17 þús. til Hverf-
isgötu.
Fáheyrð kosningaraðíerð.
í 35. bl. f>jóðólfs þ. á. hefir hinn
góðgjarni og sannorði rítstjóri sett
klausu nokkra með þeirri fyrirsögn,
sem hljóðar um síðustu alþingiskosn-
inguna í Suður-Múlasýslu. Af því
mér er þar úthlutað bróðurpartinum,
neyðist eg til að svara klausu þessari
nokkrum orðum, og biðja yður, herra
ritstjóri, að ljá mér rúm í blaði yðar.
Fyrirsögnina ætla eg ekki að fjöl-
yrða um, þótt eg þykist sannfærður
um, að þingkosningaraðferðin í Suður-
Múlasýslu hafi ekki verið í uokkru
verri en alment gerist í öðrum sýsl-
um landsins; að minsta kosti er eg
fullviss um það, að ritsjóri f>jóðólfs
hefir ekki rannsakað svo nákvæmlega
kosningarnar í öllum hinum kjördæm-
unum, að hann sé fær um að kveða
upp þann dóm, að þessi sé hin versta,
og heldur ekki ætla eg að fjölyrða um
það, þótt Hannes segi, að kjörstjórn-
in hafi eigi svarað bréfum og fyrir-
skipunum yfirvaldanna fyr en eftir
•ítrekaðar áminningar*. f>etta eru
auðvitað tilhæfulaus ósannindi, eins og
alt annað í nefndri klausu, en það eru
smámunir í samanburði við það, sem
á eftir kemur.
Aðalrúsínurnar eru það, a ð kjör
stjórnin hafi eigi haft réttar kjörskrár
við kosninguna, a ð kjörfundarbókin
hafi verið fölsuð, og a ð kjörstjórnin
hafi tekið gildar nokkrar ólöglegar
aukaskrár. En gallinn á þessu góð-
gæti er sá, að það er alt saman »fá-
heyrð« ósannindi. Við kosninguna
voru lagðar fram kjörskrár frá 1902
til 1903 úr ölium hreppum sýslunnar,
og hver einasti maður, sem á þeim
stóð, var kallaður fram til að kjósa.
Um þetta get eg miklu betur borið
en ritstjóri f>jóðólfs, af þeirri einföldu
ástæðu, að eg, en ekki hann, kallaði
mennina fram við kosninguna, og vona
því að mín orð verði tekin miklu trú-
anlegri en hans, sem sat á öðrum
landsenda.
Kjörfundarbókin var skrifuð í enda
fundar og undirskrifuð, og er þar ekki
eitt einasta rangt orð að finna. Hvern-
ig sem ritstjóri pjóðólfs færist í auk-
ana, fær hann aldrei sannað, að hún
sé fölsuð, og verður því að faraígröf-
ina með það ámælisorð, að það, sem
hann segir um þetta atríði, séu stað-
laus ósannindi.
Að ólöglegar aukaskrár hafi verið
teknar gildar við kosninguna, er einn-
ig ósatt; en þar að auki felst í þessu
svo bögubósaleg hugsunarvilla hjá
ricstjóranum, að sárfáum og jafnvel
helzt engum nema — einum skóla-
gengnum manni í öllu landinu er trú
andi til að láta slíkb frá sér fara.
Eða af hverju finnur ritstjórinn á-
stæðu til að að setja saman skamm-
arklausu í 34. og 35. tölubl. pjóðólfs
um kjörstjórnina í Suður Múlasýslu,
nema af því að hún tók e k k i auka-
skrárnar gildar og kærði þess vegna,
ásamt fleiri kjósendum, yfir kosning-
unni? Hver heilvita maður sér, að
kjör8tjórnin hefði eigi farið að kæra
yfir atkvæðum þeim, sem greidd voru
sarakvæmt aukaskránum, hefði hún
tekið þær góðar og gildar; að minsta
kosti má segja, að eitthvað þjóðólfskt
hefði verið við það.
Eitt með síðustu hugsunarfræðis-
legu gullkornunum og sannleiksatrið-
unum(!!) í þessari ritstjóraklausu er
það, að kjörstjórnin hafi eigi til þess
dags, að þetta virðulega fjórólfsblað
kom út, kært yfir kosniugunni; og þó
er ritstjórinn bæði í þessu og næsta
tölublaði á undan að skammast út a£
þessari kæru kjörstjórnarinnar, sem
hún sendi til þingsins í fyrra. Auð-
vitað er sú kæra uudirskrifuð af mörg-
um fleiri en kjörstjórunum; en gildi
hennar vex en minkar ekki við það,
að hún er undirskrifuð af mörgum
tugum kjósenda.
Niðurlagsorðum klausu þessarar
þarf eg ekki að svara, því þar snýst
ritstjórinn eingöngu að sýslumanni A.
V. Tulinius, sem sjálfur mun svara
fyrir sig, ef honum þykja skammir
þær svaraverðar; en það get eg, í allri
hreinskilni, sagt mínum gamla sam-
bekking, Hannesi ritstjóra, að tniklu
meira má hann vanda sig til orða og
verka, hér eftir en hingað til, ef hann
á nokkurn tíma að geta áunnið sér
annað eins traust eins og A. V. Tul-
inius hefir þegar fengíð fyrir dugnað
og velvild til almúgans.
Nesi 16/9 1904.
Jón Gnðmundsson.
Ritsiminn
hingað til lands á að leggjast á land á
Au8tfjörðum og þaðan landveg hingað
norðanlands, eins og ráðgert var fyrir
mörgum árum. Engin breyting orðið
á því.
Ritsímafélagið norræna hefir sent
hingað með Vestu einn sæsímaverk-
fræðing sinn, er Koefod heitir og er
sonur Koefods þess, er læknir var í
Stykkishólmi fyrir 50—60 árum. Hann
á að gera hér einhverjar undirbúnings-
rannsóknir. Talað var um fyrst, að
leggja sæsímann á land í Reyðarfirði-
En það lízt honum ekki á, vegna
mikilla strauma í fjarðarmyuninu og
þess annars, að sjávarbotn er þar
mjög ósJéttur og misdjúpur, með hvöss-
um hraunnybbum o. s. frv. þessir
gallar eru engir á Seyðisfirði. par
verður síminn því líklegast lagður á
land. Eftir 2 ár er ætlast til að rit-
siminn verði fullgerður.
Hætt verður áfetigissölu
frá næstu áramótum á Bíldudal og
Patreksfirði, bæði af kaupmönnum þar
og veitingamannmum á Vatneyri, eftir
áskorun margra héraðsmanna.
peim fækkar óðum, Bakkusarkast-
ölunum hér, sem betur fer.
Frá Thorefólagi er voa nú um helg-
ina á aukaskipi, gufusk. Elízabeth. f>að átti
að fara frú Khöfn fyrra laugardag, 17. þ..
m., og fri Leith um 20. Héðar fer það-
til Vestfjarða.
Skipafreffn. Hér kom 17. þ. mán.,,
seglskip Hermann (60, C. Svenning) frá
Noregi með tirnbur o. fl. til dráttarbraut-
arinnar.
Ennfremur 21. gufuskip Neptun (.485, H.
Wulff) frá Halmstad með timburfarm til
hlutafél. Völundar.
Og 2 dögum síðar seglskipið Hans (216,.
Albert E. Boye) frá Frederiksstad með
timburfarm til sama félags.
Sömuleiðis i gær gufuskip ísafold frá
Khöfn til J. P. T, Bryde.
Aðkomandi hér í bænnm eru eða hafa
verið þessa viku langt að: Torfi skólastjóri
Bjarnason í Olafsdal, Einar kaupmaður
Markússon í Ólafsvík, Guðlaugur sýslu-
maður Guðraundsson frá Kirkjubæ, með
sitt fólk áleiðis til síns nýja embættis (á
Akureyriý, sira Eyólfur Kolbeinsson á Stað-
bakka o. fl.
Aukanæturvörðnr
verður skipaður hér í bænum frá 1.
október þ. á. til 31. marz n. á. Laun
50 kr. á mánuði. Umsóknir um þenn-
an starfa skal stíla til bæjarstjórnar-
innar og senda hingað á skrifstofuna
fyrir 1. októbsr.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,20. sept. 1904]
Halldór Daníelsson.