Ísafold - 05.10.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.10.1904, Blaðsíða 2
258 fyrir mörgum árum og þá þótti sum- um óboðlegt alveg, þar á meðal ráð- gjafa vorurn, sem nú er. f>að er aftök um, að líta við skil- yrði aíðasta alþingis, þessu sem ráð- gjafinn hélt sjálfur fram þá fremstur í flokki. Nú er sama sem að félagið segi við hann, eða þá sessunautar hans í ráða- neytinu, með formanni þeBS í brofldi fylkingar, þessum sem undirskrifaði skipun hans í vetur, sællar minningar: f>ú verður að hjálpa okkur til að komast þolanlega út af þessu með að fá lenging á heimildinni fyrir ritsím- anum milli Jótlands og Englands. f>ú verður að fara ofan af þessari vitleysu, sem alþingi fór fram á í fyrra, þó að það væri meö þínu ráði gert, og sleppa við okkur þessum 35 þús. kr. á ári með sömu kostum og talað var um áður, þó að þér líkaði þeir ekki þá. Hvað kemur það okkur við? f>ú sér þaðsjálfur, að við, ráða- neytið í heild sinni, getum ekki farið eftir því, sem þú einn vílt vera láta eða kant að hafa viljað fyrir mörgum árum, löngu áður en þú varðst ráðgjafi eða þér datt einu sinni í hug að þú mundir verða það. f>að er alt annað um að tala en í að komast.— Og ráðgjafinn frónski er svo bón- góður og félagslegur við þá sessunauta sína í ráðaney tinu, að hann g e r i r það, »svo fremi« sem þingið vill stinga hendinni það dýpra í vasa landssjóðs og landsmanna, sem þar til þarf, um- fram 35 þús. króna árgjaldið. Svo grunt getur það verið, að ekki sé nokkurt áhorfsmál að gera það, er við liggur jafn-mikilsvert framfaraspor. En það g e t u r líka verið svo djúpt, að hik komi á þing og þjóð. f>ann veg virðist mál þetta horfa við að svo stöddu. Alþmgiskosning í Eyjafirði. f>ar voru ekki talin saman atkvæði fyr en hálfum mánuði eftir kosning- una, eða 24. f. mán. Niðurstaðan reyndist sú, að Stefán Stefánsson hreppstjóri í Fagra- skógi og fyrrum alþingismaður hafði fengið 456 atkv. Dr. Finnur prófessor Jónsson fekk 110 atkv. og Stefán bóndi Bergsson á f>verá í Öxnadal 67 atkv. Stefán í Fagraskógi, sem nú er kjör- inn þingmaður Eyfirðinga, í stað Klemens Jónssonar landritara, hröktu stjórnarmenn, sem nú eru, frá kosn- ingu í fyrra með engri vægð, til þess að koma að Hannesi Hafstein, sem og tókst við illan leik. Nú var prófessor Finnur settur til höfuðs honum og nafni hans Stefán Bergsscn líklega fenginn til að dreifa fyrir honum atkvæðum, til hagsmuna Finni, sem hafði hann (St. B.) meira að segja að sögn fyrir fylgdarmann í kjörfylgisferðalagi sínu í sumar, — lét hann gæta hesta sinna meðan hann var að tala um fyrir bændum og laða þá til að kjósa sig. þá voru og stjórnarblöðin bæði þar nyrðra látin róma dýrð Finns hástöf- um og styðja kosningu hans af alefli. En svona fór. jhetta dýrðlega þingmannsefni atjórn- armanna, sótt alla leið suður í Khöfn og stjórninni hátíðlega heitbundið, fær að eins tæpan þriðjung atkvæða. Kjósendatala á kjörskrá hafði verið 581. |>ar af greiddu atkvæði 351; ógild atkvæði urðu 18. Að ekki voru betur sóttir kjörfundir en þetta, þrátt fyrir hægðina, segja kunnugir hafa stafað af því, að óþurk- ar höfðu gengið lengi nokkuð á undan kjördegi, en bezti þerrir þann dag. Við latínuskólasetninguna I. okt. Hún fór nú fram mikið spaklega og háttprúðlega. Sungið fyrir og eftir stutta ræðu, er hinn nýi rektor, Steingr. Thorsteinsson, flutti, og þetta 8r ágrip af: Hann mintist þess fyrst, að kenslu- kraftar skólans hefði mikið skerzt við fráför hins fyrra skólastjóra, er sakna megi sem ágæts kennara. |á vék hann að breyting þeirri á fyrirkomulagi skólans, er nú gengi í garð, með nýrri reglugerð, «g sniðið væri eftir því sem nýtekið væri upp með frændþjóðum vorum, Dönum, Norðmönnum og Svíum: skólinn tví- skiftur, í efri deild og neðri deild, með 3 bekkjum hvor og hvor með sitt burtfararpróf, — efri deildin eins kon- ar lærður skóli, en hin gagnfræðaskóli; gríska afnumin með öllu og latína kend að eins í efri deild — forntung- urnar þættu nú orðið ekki samsvara hinum mikla tíma, sem til þeirra hefði verið varið, enda talið hægt að hafa forn- mentanna góðar nytjar eftir þýðing- um og með hæfilegri kenslu í fornald- arfræði, en hins vegar kallaði þörfin eftir að stunda það sem gagnsmeira væri fyrir framkvæmdarlífið. Nýbreytni þessi lítt reynd enn, og ekki hefðu höfuðmentaþjóðirnar lagt enn niður forntungnanámið, hvorki |>jóðverjar, Frakkar, Englendingar né Ameríku- menn; þær fylgdu reglunni: f e s t i n a 1 e n t e, þ. e. flýttu þér, en farðu gæti- lega. J>ví næst kom rektor við samband- ið milli kennara og lærisveina. Sagði hann svo, að þar sem stjórn skólans væri nú komin í sínar hendur, líklega ekki um mjög langan tíma, þá vissi hann bezt sjálfur, að kraftar sínir væri veikir til að takast slíkan vanda á hendur, ekki fyrir þá sök þó, að hann kendi ellimarka að svo komnu eða hnignunar, en það gæti auðvitað bráðlega að höndum borið og yrði að koma áður langt um liði. En nokkuð gætu veikir kraftar megnað með góðum og einlægum vilja, og viljann hefði hann á að gagna skóla þessum meðan kraftar endust. Til þess að skólastarfið blessaðist og bæri tilætlaðan ávöxt, riði á, að kennarar og nemendur nálguðust hvorir aðra. »Sé steypt í eitt hið stranga og blíða Hið sterka tengist við hið þýða; f>á gellur hljóð með gleðisöngt. Hið stranga hefir sinn skýlausan rétt. Lög og reglur halda saman þjóðfé- laginu og öllum félögum, stærri og smærri, og þeirra fyrirmælum verða allir að hlýða, æðri sem lægri. En ekkert er eins mikilvægt í því efni og það, að hlýðnin sé ljúf, að þelgott sé milli þeirra, sem skipa eiga, og hinna, sem hlýða, og að hvorir skilji aðra. Ekkert fegra en ástúðlegt samband milli kennara og nemanda; ekkert leiðara en þegar það væri gagnstætt. Hér þyrftu allir að leggjast á eitt. Jafnframt auðsveipni við kennarana og ástundun við námið væri nemend- um áríðandi að temja sér góða siðu, kurteisi og háttprýði, eins og góðum drengjum sómdi. Og þess vildi hann biðja, að skóli vor færðist æ nær því hugsjónarmarki allra góðra skóla, a ð vera fyrst og fremst kristilegur skóli, þar sem borin væri næm lotning fyrir því sem heilagt er og unnið saman i kærleika; í annan stað, a ð vera sannur mentaskóli, þar sem stundað er það sem satt er og gott, og því unnað, sem fagurt er, og a ð skólinn í þriðja lagi verði það fyrir land og þjóð, sem hann á að vera, þ. e. sá gróðrarreitur, þar sem upp alast dugandi menn til að vinna ættjörðu sinni gagn, menn, sem unna henni og bera rétt hennar fyrir brjósti, virða þjóðerni sítt og móður-. mál og verða á síðan annarra leiðtogar í því, sem gott er og heiðarlegt. Ættjörðin mænir vonaraugum til allra sinna Bkóla eftir góðum manns- efnum, ekki sízt til þessa skóla; því henni er þörf nýtra drengja. Hún vonar, og gefi guð, að vonir hennar rætist. Um skattamál íslamls. Nýjasta Eimreiðarhefti, lokaliefti árgangsins 1904, flytur meðal nokkurra góðra ritgerða ágætishugvekju um það mál eftir Jón Krabbe yfirrétt- armálaflutningsmann og assistent í ís- lenzku ráðgjafaskrifstofunni í Khöfn. |>að er vafalaust hin þarfasta grein, er birzt hefir langa-lengi í nokkuru íslenzku tímariti, bæði að því leyti, hvað umtalsefni er mikilsvert og áríð- andi, og hinu, hve vel er yfirleitt frá því gengið. f>ar fer saman glögg þekking og skilningur á því vandamáli, og ljós og gagnorð meðferð þess, með vel hugsuð- um bendingum um, hvernig ráða skuli fram úr fjárkröggum þeim, er lands- sjóður er að komast í, meðal annars fyrir hina miklu bruðlun miljónaþings- ins sæla (1903). Hér verður drepið að eins á nokkur helztu atriðin, fyrir almenning. Hitt er sjálfsagt, að allir þeir, er þurfa að láta til sín taka urn að greiða fram úr téðu vandamáli, lesi greinina sjálfa vandlega. En það eru raunar ekki að eins þingmenn og aðrir landstjórnar- menn, heldur kjósendur landsins yfir- leitt. Skattamálið hlýtur að verða eitt höfuðmálið á þingmálafundunum í vor. Höf. varar fyrst við láutökum til handa landssjóði. Telur það háska braut, 8é lánsfénu varið til annars en að eignast arðberandi hluti, svo sem járnbrautir, skip eða því um líkt. Hvergi gott að varpa álögubyrði fyrir eyðslufé á ókomnar kynslóðir, en sízt í landi, sem verst ekki útflutningum jafnvel í góðærum, og þar sem komið getur óáran árum sarnan. Ekki efni- legt, að eiga þá að standa straum af gömlum skuldum umfram vanalegar nauðsynjar. Tvær eru leiðir að því fyrir lands- sjóð, að komast í jafnvægi: a ð draga úr útgjöldunum, eða að auka tekj- urnar. Höf. þykir nóg um fjáraustur síð- asta þings til samgöngubóta og þó einkum um embættismannafjölguniua. »því minna. sem þjóðfélagið er, því hættara er við því, að embættisstéttin vaði uppi og verði drotnandi hjá þjóð- inni, að óhæfilega mikil útgjöld gangi til hennar, og einkum að hún sogi til sín óhæfilega mikinn hluta af beztu starfskröftum þjóðarinnar, til stórmik- ils hnekkis fyrir þær atvinnugreinar, sem eiga að halda landinu uppi í efna- legu tilliti*. Hitt er honum ljóst, að hvernig sem reynt væri að spara, þá mundi eigi verða komist hjá að auka tekjur landssjóðs að mun frá því sem nú er. Bezt væri, ef hægt væri að auka eign- artekjur hans, en komast hjá að hækka skatta og gjöld. Hann bendir á tvö ráð til þess: a ð láta Lands- bankann gréiða hærri vexti af seðla- láninu en nú gerir hann, t. d. 2% í stað 1%. en leggja þeim mun minna í varasjóðinn, sem er nú orðinn 3 til 400,000 kr., og a ð hafa alt hand- bært 16 landssjóðs á vöxtum um stundar sakir — það nemur stundum ’/g miljón kr. Upp úr því hvoru- tveggja mundu hafast minst' 20 þús. á hverju fjárhagstímabili. f>á telur höf. líklegt, að fá mætti 60—80 þús. á fjárhag8tímabili upp úr fasteignarskatti á húseignum. |>ær eru nú orðnar 9—10 milj. virði á öllu landinu, en af þeim er að eins greidd- ur eignartekjuskattur, þ. e. af skuld- lausri húseign eftir vátryggingarverði, en húslóðin (hússtæðið) gjaldlaus til landssjóðs, sem væri þó einhver hinn réttlátasti gjaldstofn, með því að hin stórkostlega hækkun á verðmæti lóða^ 8é beinn hvalreki fyrir eigendur þeirra. Ef auka skyldi tolltekjur landssjóðs, er höf. á því, að betra sé að tvennu til að hækka þá tolla, sem nú eru, en að fjölga tollum, meðal annars vegna tolleftirlitsins. Hsnn bendir þar á þá hagsýni Breta, að hafa ekki toll uerna á örfáum (4—5) vörutegundum, en láta alt annað vera ótollað, ólíkt heimsku og óhagsýni Dana með tolla svo hundr- uðum skiftir. Hann er helzt á því, að snjallast væri að gera tollana, sem nú eru, enn óbrotnari, hafa t. d. ekki nema eina eða tvær tegundir tolla á öllum vínföngum, og afnema toll á bitter, sem lítið vit virðist vera í og valda muni allmiklum tollsvikum; sömuleiðis hætta við toli á tegrasi og súkkulaði og brjóstsykri, með því að þeir tollar nemi svo dauðans litlu fyr- ir landssjóð og heimska sé að eltast við það, þótt kalla megi ósamkvæmni að tolla kaffi, en ekki te; fullerfitt sé að beita réttlæti og jöfnuði við gjald- endur eftir gjaldþoli þeirra, en hitt ó- kleift, að koma fram sama jöfnuði og réttlæti við vörutegundirnar; tóm heimska, að ætla sér að eltast við það. Höf. gerir mjög skilmerkilega grein fyrir því, hver heimska væri að svo stöddu að fara að leggja á verndar- tolla til eflingar innlendum iðnaði. Skaðinn margfaldur. Fyrst fyrir lands- sjóð, sem misti af tolltekjum sínum að því skapi, sem meira væri unnið að tollskyldum vörum í landinu; þar næst fyrir almenning, sem yrði að gefa meira fyrir hina innlendu iðnað- armuni en fá mætti þá fyrir frá öðrum löndum ella — framleiðslukoBtnaður innlendra verksmiðja hlyti að verða miklu meiri að tiltölu en erlendra, vegna þess meðal annars, hve njark- aðurinn væri lítill hér; slík verðhækk- un mundi verða sama sem nýr skatt- ur á þá, sem vörurnar verða að nota, en munuriun sá, að af þeim skatti fengi landssjóður engan eyri, heldur- færi hann allur til að ala verksmiðju- eigandann og vinnulýð hans. En þá mundi eigi allsjaldan meiri ábati fyrir landið að setja það fólk á eftirlaun og fá vörurnar aðfluttar frá öðrum löndum, þar sem ódýrara er að búa þær til. Loks mundi tollvernd draga fjármagn og vinnukraft frá öðrum at- vinnugreinum. »Landið á svo miklar náttúrlegar auðsuppsprettur, sem mik- ið vantar á, að hafi verið hagnýttar, að það yrði að teljast stórkostlegt glappaskot af löggjafarvaldinu, ef það færi að knýja fram með óeðlilegum ráðstöfunum atviunugreinar, sem eru miður náttúrlegar fyrir landið, í stað þe8S að beita öllum kröftura sínum til þeas, að bæta og efla hina eðlilegu atvinnuvegi þess«. Mesta heimska væri að búast við að öllum I í k i það, sem höf. segir eða leggur til. f>eim, sem halda sig verða fyrir skakkafalli af nýjum sköttum eða auknum tollum, líkar tillögur í þá átt auðvitað yfirleitt afarilla. En ekki þurfaþærað vera fyrir það vitlausar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.