Ísafold - 05.10.1904, Blaðsíða 3
eða ranglátar, og vitaskuld ekki held-
ur viturlegar eða rértlátar.
Hugvekja þessi verður vafalaust
mikið og alment umræðuefni til
næsta þings. það getur varla hjá því
farið, að hún geri etórmikið gagn,
hvort 8em margir eða fáir verða því
Bamdóma yfirleitt, sem þar segir.
Nýjar bækur
J ó n s b ó k Kong Magnus Hakon-
sons Lovbog for lsland vedtaget paa
Althinget 1281 og Réttarbætrde
for Island givne Retterboder af 1294,
1305 og 1314. Udgivet efter Haand-
ekrifterne ved Ólafur Halldórsson.
Kbhavn 1904. LXXII + 320 bls. í
mjög stóru 4 bl. broti.
A 1 d a m ó t, þrettánda ár, 1903. Rit-
Bojóri Friðrik J. Bergmann. Winnipeg
1903. 180 bls.
Stutt kenslubók í íslendinga
8 ö g u handa byrjendum eftir Boga
Th. Meleteá. Með uppdrætti og sjö
myndum. Khöfn 1904. 116 bls.
B i m r e i ð i n. Ritstjóri dr. Valtýr
Guðmundsson. Tíunda ár. 1904. Khöfn.
IV+ 236 bls.
Perðin á heimsenda. Saga
handa börnum eftir Hailvarð Berg.
Reykjavík (Jón Ólafsson) 1903. 68
bls.
Zacharias Topelius : S ö g u r her-
læknisins, I. bindi. Gústav Adólf og-þrjá-
tíuára-striðið. Matthías Jochumson
þýddi. ísafjörður (Sigurður Jónsson
o. fl.). 1904. X + 348 bls.
Kristin fræði, ágrip, eftir
Gustav Jensen, prest í Kristjaníu.
íslenzkað hefir Harildur Níelsson cand.
theol. Reykjavík 1904. 1V + 140 bls.
Búnaðarskólinn á Hólum í
Hjaltadal. Akureyri 1904. 94 bls.
(Skýrsla um árm 1901—1904).
Arsskýrsla Ræktunarfélags
Norðurlands 1903. Akureyri 1904.
58 bls.
Skilnaðarsamsæti
til heiðurs P á I i amtmanni B r i e m
héldu Akureyrarmenn og ýmsirhéraðs-
búar 24. £. mán. á Akureyri, mjög f jöl-
ment. Friðrik kaupmaður og bæjar-
fulltrúi Kristjánsson mælti fyrir minni
heiðursge8tsins. Margir töluðu aðrir.
J>ar með var og amtmanni afhent
heiðursgjöf, mjög vandað gullúr
með gullfesti við (600—800 kr. virði),
frá amtsbúum.
Kvæði var honum og flutt í sam-
sætinu, það er hér fer á eftir og ort
hafði Páll Jónsson kennari (fyrrum
ritstjóri):
Þegar kveður bygð og bæ
bezti landsins mögur,
er sem lmigi’ í svalan sæ
sólin björt og fögur.
Lengi skal þess mæta manns
minning hjá oss geyniast,
fyrir viti’ og verkum hans
virðing aldrei gleymast.
Enginn heitar uuni þér,
ísland, þinna sona;
enginn hærra blysið ber
bjartra frelsis vona,
enginn betur sár þín sá,
sem til skaða blæða,
enginn mundi meira þrá,
meinin þin að grseða.
Sönn og glögg hans reynsla og ráð,
reyndust fósturjörðu;
enginn sýndi dug og dáð,
drýgri’ í striði hörðu.
Vitið gott og viljans þrek
vinnur loksins sigur,
þó að heimska’ og harnabrek
hrýndan reiði vigur.
Kærri þökk við kveðjum Pál
i kveld í vina ranni;
drukkin heilla’ og skilnaðs skál
skal af hverjum manni.
Otal fögur æfispor
eigi hann á foldu;
þá mun ljós og lukku vor
lýsa fósturmoldu.
Umsökn mín um stundafækkun.
Leiðrétting.
í 44. tbl. blaðsins Reykjavíkur er
þannig að orði komist:
»Vér vissum, að hr. Steiugr. Thor-
steinsson er bráðum hálfáttræður mað-
ur, og eftir skýrslu sjálfs haas erhon-
um tekið svo að hnigna af elli, að
haDn treystist ekki til að vinna fult
starf sem kennarit.
þe'ta or alveg gripið úr lausu lofti;
þvi að í umsókn minni til þingsins
um stundafækkun er ekki nokkurt orð
int í þann veg, og umsóknin einungis
rökstudd með því, að stundum hafi
verið fækkað við formann minn í yfir
kennaraembættinu, H. Kr. Friðriksson,
sem var vitanlega ekki af því, að hon-
um va£ri tekið aö hnigna af elli.
Umsókn mín var á þessa leið:
»Eg undirskrifaður, sem nú er kom-
inn á þríðja ár um sjötugt og hef ver-
ið kennari við Reykjavíkur lærða skóla
síðan 1872, leyfi mér hér með að
sækja um fækkun á kenslustundum
mínum, líkt og veitt hefir verið áður
öðrum, 8em líkt hefir staðið á fyr-
ir, og að fé það, er veitt verður til
tímakenslu, verði hækkað svo sem
þeirri fækkun stundanna svarar.
Eg skal til skýringar málinu geta
þess, að fyrirrennari minn í embætt
inu H. Kr. Friðriksson yfirkennari
fekk, eftir að hann að undanförnu
nafði kent 24 stundir á viku, þá þeg-
ar, er hanu var 6 3 ára að aldri,
þann létti, að hann frá 1881—1884
kendi 22 stundir, en frá 1884—1888
20 stundir á viku — síðan frá 1888
—1894 21 st. á viku. Er mér um
það kunnugt, að hann fekk þann létti
án nokkurra erfiðleika.
Eg fór þe88 á leit við rektor B. M.
Olsen vorið 1902, að mér yrði þessi
léttir veittur, en einhverra orsaka
vegna varð það ekki, svo að eg á síð-
astliðnum vetri hef kent 24 st. eins
og að undanförnu.
Eg efast ekki um, að menn muni
viðurkenna, að eg hafi sömu sanngirn-
iskröfu til þess að nokkru verði létt
á mér eins og undanfara mínum í em-
bættinu að því er kenslustundir snert-
ir, og það því fremur sem eg hef keDt
mínar 24 st. á viku nú í full 8 ár frá
því er eg 64 ára gamall varð yfirkenn-
ari (1895) og ekki farið stundafækk-
unar á leit fyr en í fyrra, sem þá
varð árangurslaust. í þeim notum, að
að eg hef kent svo langan tíma fram
yfir þann aldur, sem yfirkennarinn
næst á undan hafði, er á honum var
farið að létta, — fer eg þess á leit,
að í tímakenslufé hins lærða skóla á
næsta fjárhagstímabili verði ætluð svo
sem svarar 5 stunda fækkun á viku,
þannig að eg kenni hér eftir 19 st. á
viku í staðinn fyrir 24«.
f>essa léttis naut eg á hinu liðna
skólaári frá janúarbyrjun, og er það
alt og sumt. Eg kendi á þeirn tíma
19 st. á viku; en þess ber að gæta, að
þar með fylgdu lat. stílar i 3. bekk
og lat. explicanda í 6. bekk, er óhætt
má meta 5 st. verk, svo að léttirinn
var ekki svo ýkja-mikill og starf mitt,
svo lagað, ekki fjarri fullu kennara-
starfi.
Eg skal vera svo hreinskilinn að
játa, að eg hafði fulla heilsu og þrótt
til að kenna 24 st. áfram eins og fyrr-
um, enda hef eg hvergi sagt, að eg
gæti pað ekki; en hitt, að eg fór líks
á leit sem yfirkenuarinn næst á und-
an, rnun víst enginn lá mér fremur en
honum. þótt menD njóti aldursÍDS og
laugvinns starfs, þá er það alt annað
en ellihnignun.
Steingk. ThOK8TEIN8RON.
Ferð um Hoiland.
Eftir
Thora Friðriksson.
III.
þess rná geta til inarks um það, að upp
yfir dyrum hins ný]a þinghúss borgar-
innar er letruðþessi latnesba áminning:
Audite et alteram partem (hlýðið
einnig á hinti málsaðilann, sbr. orðtæk-
ið: ekkt er nema hálfsögð sagan þegar
einn segir). Undireius og hver sveit er
orðin það eða það mannmörg, á hún
heimting á að fá latínuskóla, og er nú
t inmitt verið að koma á stofn iatínu-
skóla í Alkmaar.
Með van der Hoeven fórum við líka
að skoða nýjan iðnaðarskóla, sein
hann og aðrir helztu borgarar bæjarins
hafa komið fótum undir og ætlaður er
handa fátækum piltum. Eg óskaði þess
með sjálfri mér, að slíkur skóli væri hér
til, því ómetanlegt gagn mundi hann
geta gjört; en varla munu borgarar í
Reykjavík svo efnum búnir, að þeir geti
unnið þvílíkt þarfaverk. Gufuvélarnar,
er hreyfa reksleggjurnar í smiðjunum,
þær eru tvær, hafa kostað 20,000 kr.,
og hefir einn maður gefið þær. Við
sáum þar alls konar smíðisgripi, bæði
úr járni og tré, snildarlega gjörða af
svo ungum piltum, og skal þess getið
t. d., að einu nafði smíðað lítinn ofn,
annar mjög fallegan skáp með útskurði
og spegilhurð, hinn þriðji gormstiga í
heilt hús o. s. frv. Drengirnir læra
þar einnig dráttlist, og sáum við þar
marga fallega uppdrætti af húsum með
nákvæmum útreikningi o. m. fl. J>eir
læra og að draga lit á herbergi og
húsgögn og að skreyta þau. jpvílíkir
iðnaðarskólar eru um alt Holland, og
njóta þeir styrks úr ríkissjóði.
Um ungu stúlkurnar er einnig hugsað,
og eru í Alkmaar tveir hússtjórnarskól-
ar, stofnaðir með líkum hætti og
drengjaskólinn, fyrir göfuglyndi og at-
orku ýmissa beldri kvenna. Við áttum
kost á að kynnast hefðarfrú þeirri, er
mestan hlut átti í stofun þessara
skóla, frú van Reenen, sem á þó ekki
lengur heima í Alkmaar, heldur í litlu
þorpi þar skamt frá, er Bergen heitir;
þar er maður hennar bæjaríógeti.
J>angað ókum við í ljómandi góðu
veðri og gátum skoðað sveitina í
næðí. Hún var öll í vorskrúða sínum,
og mátti með sanni segja, að eins og
græn flosábreiða hefði lögð verið yfir
jörðina, þvi alt er landið eggsléttar
engjar, girtar skurðum og flóðgörðum,
en hvergi sést steinn, þótt með sjónauka
væri leitað. En ójöfnurnar eru flóð-
garðarnir, og eru þeir jafnframt hafðir
fyrir þjóðbrautir; var mér sagt, að
ofaníburðurinn væri tígulsteinn, með
því að hvergi fæst grjót þar um slóðir.
Mjög lítið var þar af kornökrum; en
eiumitt sveitin í kringum Alkmaar og
Haarlem er fræg fyrir blómrækt. J>að
eru einkum blómlaukar (túlípanar og
hýazintur), sem þar eru ræktaðir, og
seljast þeir vel til annarra landa, þó
ekki fáist fyrir þá eins hátt verð og
á 17. öld þá voru dæmi til, að einn
túlípanlaukur var seldur á 6000 br.
Laukarnir stóðu einmitt f blóma sínum
og var fögur sjón að sjá hinar marglitu
blómekrur skiftast á við græn engin,
en reisulega bóndabæi og vængjamiklar
vindmylnur dreifðar ura alt. Bæjar-
fógetahúsið stendur á fögrum stað í út-
jaðrinum á litlum skógi. J>að er stórt
hús og reisulegt, drifhvítt að utan, og
sást ekki á því nokkur blettur. Okk-
ur var tekið þar með stakri gestrisni,
eins og alstaðar í Hollandi, og sýndi
frúin okkur ekki aðeins alt hús sitt,
er hafði að geyma mörg listaverk, t. d
mjög merkilegar myndir af Joan de
Witt (ríkisforseta Ilollands á 17. öld) og
konu hans, sem van Reenen er kominn
af, heldur fór hún með okkur til
tengdamóður sinnar til þess að okkur
gæfist færi á, að sjá aðalsmannssetur
frá miðöldum. Höllin er umgirt síkj-
um, eins og hún var þá, og liggur
vindubrú yfir. Að utan var hiin með
líku sniði og hinir stærri bóndabæir
umhverfis; það er að segja, veggirnir
lágir að sjá móts við þakið; það var
ákaflega hátt og uppmjótt; garðurinn
umhverfis var reglulegur hallargarður
með kliptum trjám, eins og tízka var
á Frakklandi á dögum Hlöðvis 14.
J>egar inn var komið, bar samt ekki á,
að lágt væri undir loft, og sýndust
salirnir stórir, þótt ákaflega væri rnikið
þar af húsgögnum og þeim stórum, eins
og siður var til áður fyrmeir. J>ar
sá eg ógrynnin öll af dýrmætum postu-
llnsdiskum og bollum, eins og víðar
annarstaðar i húsum á Hollandi.
J>eir eru hafðir til prýðis á veggjum
eða látDÍr standa á smáborðum og
skápum uuj alt; gat mér ekki ann-
að en verið starsýnt á þá, með því að
eg veit, að söfn í öðrum löndum
þykjast góð, ef þau eiga til þótt ekki sé
nema fáein eintök t. d. af hinum elztu
fajance frá Delft. En hér voru diskar
af því svo tugum skifti, og var mér
sagt, að jafnvel á bóndabæjum væri
enn til mikið af þeim, þó að altaf væri
verið að fala þá. Sýmr það, þótt í
smáu sé, hve Hollendingar eru og haf&
lengi verið auðug þjóð.
J>ó að Bergen sé ekki nema lítið
þorp, á það sér snoturt þinghús, og
uppi í því er geymt lítið forngripasafn,
sem frú Reenen hefir safnað til og
sjálf raðað niður. Sáum við þar
merkilega þjóðbúninga, t. a. m. einnfrá
Zeelandi, sem hefir haldið sér óbreyttur
um mörg hundruð ár, og er hann afar-
einkennilegur, svo að varla verður
orðum lýst; en gjöra má sér í hugar-
lund fyrirferð kvenna þar á því, að þær
ganga í fjórtán pilsum í einu. Ársgam-
alt stúlkubarn er látið fara í eitt pils,
tveggja ára í tvö o. s. frv., þangað til
á 14. ári, að pilsin eru einnig orðiö
14. Ur því fjölgar þeim ekki, enda er
þá nokkuð komið. — Yzta pilsið er
vanalega grænlitt, treyjan aömuleiðis,
en svo hafa þær á herðum sér mislit-
ar léreftsþríhyrnur, svo harðstrokn-
ar, að þær standa út f loftið, og loks
hvítar eða rauðar húfur á höfði.
Veðurattauganir
i Reykjavik, eftir Siqríði Björnsdóttur.
1904 sept. Loftvog millim. Hiti (C.) Átt 0 <3 o cx p zr 8 cx Skýmagnj Urkoma millim.
Ld24.8 762,1 5,7 0 10 10,1
2 763,2 8,8 sw 1 10
9 761,6 8,2 0 10
Sd25. 8 755,5 10,7 8E 1 9 0,2
2 754,1 10,1 8E 1 10
9 751,4 8,7 E 2 10
Md26.8 757,3 6,8 SW 1 8 8,7
2 759,3 0 5
9 757,5 6,7 0 6
Þd 27.8 755,6 5,7 E 1 5
2 752,8 7,9 E 1 10
9 749,9 7,1 E 1 9
Md28.8 748,3 4,7 E 1 10
2 745,5 7,6 S 1 10 2,4
9 746,6 7,2 0 5
Fd29.8 746,9 5,9 NE 1 9
2 739,5 8,4 NE 1 9 4,2
9 732,7 8,7 0 10
Fd30.8 733,8 4,7 E 1 8
2 732,5 7,5 NNE 1 9 13,8
9 735,1 2,7 N 1 5
Haustbylur
snarpur var í fyrradag, útsynningur,
með ofsaroki og feiknabrimi daginn